24 stundir - 27.06.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 27.06.2008, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Ég hef það miklar væntingar til borgarinnar að ég er nokkuð viss um að hún verður mín uppáhalds- borg þegar ég fer þangað í haust,“ segir Kolbrún og segist halda að þar sé ótrúlega margt að skoða og upp- lifa af menningu, listum og mann- lífi. Hver er andinn í borginni? Magn- aður, fjölbreytilegur og hraður. Það er það sem ég hef heyrt. Uppáhaldsveitingastaðurinn? All- ir staðir sem selja góða steik eru í uppáhaldi hjá mér. Ef boðið er upp á ískalt og nýlega framleitt kók með klökum með steikinni er þetta toppstaður. Eftirminnileg máltíð? Augljóslega engin í New York en ég hef sjaldan hlegið jafnmikið og fengið jafn- góðan mat og á BeniHana í London fyrir nokkrum árum. Frábært kvöld með ótrúlega skemmtilegu fólki. Uppáhaldsbúðirnar? French Connection og G-Star eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég geri fast- lega ráð fyrir því að merkja þær inn á kortið af New York svo ég finni þær örugglega. Boss og Burberry verða áreiðanlega líka leitaðar uppi en ætli það velti ekki á genginu hversu lengi verður stoppað í þeim verslunum. Uppáhaldsbarinn? Ég er lélegasta barfluga sem um getur. Erlendis eyði ég kröftum mínum yfir dag- inn, fer út að borða á kvöldin og beint heim á hótel og vakna hress daginn eftir. Á hvaða tíma árs er best að heim- sækja borgina? Ég held að New York sé frábær allan ársins hring. Ég valdi þó að fara í byrjun nóvember til að upplifa stemninguna í kring- um forsetakosningarnar. Geturðu hugsað þér að búa þar? Nei, ég vil hvergi annars staðar búa en á Íslandi. Ég er heimakær í orðs- ins fyllstu merkingu. Hvað gerir þú í borginni sem þú gerir ekki annars? Ertu önnur mann- eskja í annarri borg? Ég skipti ekki um ham þegar ég fer í borgarferð. Helsti munurinn er kannski sá að í staðinn fyrir að ryksuga, elda og þvo þvott, geng ég nánast af mér fæturna, nota kreditkortið meira og borða mun fleiri steikur en vana- lega. Hvað finnst þér markvert að sjá í borginni? Hvar á ég að byrja? Ground Zero, útsýnið úr Empire State byggingunni, Guggenheim- safnið, Soho, Ellis-eyja og frels- isstyttan, Times Square og nakti kúrekinn. Þetta er bara brot af list- anum. Hvað tekur þú með þér til ferða- lagsins? Myndavél, aukakort í myndavélina, þægileg föt og góða skó. Þetta er grunnurinn. Hvaða ferðafélaga myndir þú óska þér með í ferðina? Af öllum öðrum ólöstuðum þá er Árni, unnusti minn, besti ferðafélagi sem hægt er að hugsa sér. Hann hefur ekki bara gaman að því að skoða merka staði og sögu þeirra, hann er líka frábær í afslöppun og búðarápi. Svo er hann líka svo fyndinn! Kolbrún vill upplifa kosningaspennu í Bandaríkjunum í haust Dreymir um stórborg Kolbrún Björnsdóttir hef- ur aldrei heimsótt New York, engu að síður togar borgin í hana og er henni efst í huga þegar hún er spurð hvaða borg heims- ins sé í sérstöku uppá- haldi hjá henni. „Mig hef- ur lengi dreymt um að heimsækja New York,“ segir Kolbrún. Öðruvísi á ferðalagi? „Helsti munurinn er kannski sá að í staðinn fyrir að ryksuga, elda og þvo þvott, geng ég nán- ast af mér fæturna, nota kreditkortið meira og borða mun fleiri steikur en vanalega.“ Útsýni úr Empire State Building Kolbrún ætlar sér að virða fyrir sér fagurt útsýnið. Nakti kúrekinn Hinn fáklæddi John Burck spilar á Times Square gangandi til mikillar ánægju. Karlmenn geta leitað uppi Na- ked cowgirl ef þeim líst ekki á kauða. Ellis Island Staðsett í mynni Hudson flóa í New York höfn. Þangað streymdu á sínum tíma innflytjendur til Banda- ríkjanna í von um nýtt og betra líf. Ferðalög Umsjónarmenn: Svanhvít Ljósbjörg svanhvit@24stundir.is Kristjana Guðbrandsdóttir dista@24stundir.is María Ólafsdóttir maria@24stundir.is Veiðikortið veitir nú aðgang að 32 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins 5000 kr. Með veiðikortið í höndunum, ákveður þú hvar og hvenær þú veiðir! Frí heimsending þegar verslað er beint á www.veidikortid.is 560 Varmahlíð Klara Jónsdóttir & Sigurður Friðriksson www.bakkaflot@isladia.is• www.bakkaflot.com Sími 453 8245 og 899 8245 FERÐAÞJÓNUSTAN BAKKAFLÖT

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.