24 stundir - 13.08.2008, Blaðsíða 38

24 stundir - 13.08.2008, Blaðsíða 38
Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Eftir að tilkynnt var um dagskrána á tónleikum Rásar 2 á Menning- arnótt hefur nafnið Fjallabræður verið á allra vörum. Almenningur hefur þó fyrst og fremst velt fyrir sér hverjir Fjallabræður séu. „Ég og Ásgeir félagi minn vor- um að dunda okkur við að semja músík en svo þegar við vorum búnir að semja heila plötu þá fór- um við að hugsa að okkur vantaði kór fyrir plötuna. Þá hringdi ég í alla strákana mína, þennan her af vinum frá Flateyri,“ segir Halldór Gunnar Pálsson annar tveggja stofnenda Fjallabræðra. Kórinn fékk nafnið Fjallabræður, þeir sungu inn á plötuna á mettíma og síðan hefur kórinn farið víða. „Við sungum á Aldrei fór ég suð- ur, Airwaves, árshátíð Landsbank- ans og svo núna erum við að fara að spila með Magnúsi og Jóhanni á Klambratúni. Þannig að góðir hlutir gerast hjá góðu fólki.“ Enginn venjulegur kór Þrátt fyrir það að vera titlaður kór eru Fjallabræður fjarri því að vera venjulegur karlakór. Kórmeð- limir notast við ýmis hljóðfæri, svo sem gítar, bassa, tvö trommu- sett og Hammond-orgel á tón- leikum sínum og er tónlistin mjög rokkuð, að minnsta kosti sam- anborið við hinn hefðbundna kórsöng. Halldór heitir góðum tón- leikum á Menningarnótt og segir að Fjallabræður muni syngja eins og þeir séu að syngja sitt síðasta. „Þótt ég voni nú að þetta sé ekki síðasta giggið okkar þá spilum við alltaf eins og það sé síðasta giggið okkar.“ Sungið með hjartanu Kórmeðlimir eru fjölmargir og á öllum aldri. Sá yngsti 11 ára og sá elsti, afi Halldórs, er kominn yfir sjötugt en mismunandi er hverjir syngja með kórnum hverju sinni. Halldór segir að nýir með- limir þurfi ekki að sýna sérstaka sönghæfileika heldur er lífsgleðin í fyrirrúmi og æskilegt að gömul gildi á borð við kurteisi og háttvísi séu í hávegum höfð. „Við erum nú kannski ekki annálaðir fyrir að vera söngmenn en þegar við hittumst og menn gera þetta með hjartanu þá bara gengur þetta upp.“ Fjallabræður leika á menningarnæturtónleikum Rásar 2 Kurteisi rokkkór- inn frá Flateyri Kórinn Fjallabræður spil- ar á tónleikum Rásar 2 á Menningarnótt. Stofn- andi kórsins segir að meðlimir séu ekki þekktir sem stórsöngvarar en að þeir syngi með hjartanu. Óli Palli Færir þjóðinni Fjallabræður. Mynd/Bæjarins besta, Ísafirði Nokkrir Fjallabræður Kórmeðlimir eru margir en eiga það sameiginlegt að vera kurteisir og prúðir drengir. 38 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 24stundir „Ég sá þetta alveg um leið … Ég vissi að litla stelpan væri bara að mæma þetta. Það fór ekki fram hjá neinum að þessi rödd kom greinilega frá feitu barni með skakkar tennur. Það þarf engan snilling til að fatta það.“ Ásgrímur Guðnason asigje.blog.is „Í tilefni Gay Pride varð mér hugsað til kunningja míns. Hann er haldinn hommafælni. Sem ungur maður dýrkaði hann Queen. Hann þakti herbergið með veggmyndum af Freddy Mercury. Rök vinarins voru þau að Mercury væri holdgervingur karlmennskunnar.“ Jens Guð jensgud.blog.is „Það eru nokkrir lífsstílshópar sem fara í taugarnar á mér en einn ber þó höfuð og herðar yfir alla. Þetta er unga, hvíta fólkið sem lætur setja dreads í hárið á sér, reykir hass og neitar að vinna. Trustafarians kallast þessir lúðar sem ég hef alltaf skilgreint sem „Garðbæinga með skoðanir“. Margrét Hugrún Gústavsdóttir eyjan.is/goto/maggabest BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Magnús M. Einarsson, barnastjarna úr dúettnum þjóðkunna Magnús Már og Ásta Björk, gekk í það heilaga á laugardaginn í Bolungarvík. Hólskirkja, sem umvafin er stillönsum sökum viðgerða, var greinilega ekki boðleg brúðhjónunum að mati sumra gesta, því kvöldið áður brugðu þeir á það ráð að fjarlægja stillansana. Málið er í rannsókn, en tal- ið er að áfengi hafi verið haft um hönd. tsk Tíðindi bárust úr herbúðum ofurbloggarans Stef- áns Friðriks Stefánssonar í gær, er hann tilkynnti, á bloggi sínu, að hann væri að hætta að blogga á mbl.is, þar sem hann hefur endursagt fréttir í um tvö ár. Mun Stefán vera genginn til liðs við Eyjuna, þar sem hann verður titlaður blaðamaður. Hljóta þetta að teljast ein óvæntustu tíðindin í fjöl- miðlageiranum á Íslandi og þó víðar væri leitað. tsk Á laugardag fór fram kappleikur milli BÍ/Bolung- arvíkur og Álftaness, þar sem heimamenn gjörsigr- uðu gestina 6-0. Mesta eftirtekt vakti þó markvörð- ur Álftnesinga, Davíð nokkur, gjarnan kenndur við Grensásveginn í daglegu tali. Aðspurður í framí- köllum hvort hann ætlaði ekki að lumbra á dóm- aranum, líkt og hann er þekktur fyrir, svaraði Dabbi að bragði: „Ég er búinn að því!“ tsk Víkingur Kristjánsson leikari sýnir á sér nýja hlið á netinu þessa dagana sem liðsmaður teknótríós- ins Find a Dog. Þar hljómar leik- arinn eins og eins konar kómísk blanda af Einari Erni Benedikts- syni úr Ghostigital og teknópopp- aranum Right Said Fred. „Já, ég er verðandi trash-teknó- kóngur Íslands,“ segir Víkingur og hljómar spenntur fyrir áframhald- andi samstarfi með þeim Arnóri Heiðari og Erlu Maríu er manna með honum sveitina. „Ég hafði leikstýrt þeim hér fyrir nokkrum árum og sá að þau voru svo farin að gera tónlist saman. Ég hafði bara samband við þau, því mig langar svo mikið að gera tón- list. Þegar ég var yngri lærði ég á píanó. Svo á Lunga byrjaði maður að kynnast tónlistarfólki og komst að því hvað það er skemmtilegt og gaman að hanga með því. Ég er því að reyna troða mér þarna inn bak- dyramegin. Ég er að fá gullið tæki- færi til þess að láta drauminn ræt- ast.“ Sveitin er komin með MySpace- síðu og er þegar búin að hlaða upp tveimur lögum er Víkingur segir hafa fengið frábær viðbrögð. Sveit- in leikur upplífgandi og grípandi rafpopp ekkert ósvipað FM Belfast eða Bloodgroup. „Framhaldið verður eflaust mjög hrátt teknó, ef ekki pönk,“ segir Víkingur en liðsmenn eiga lög á lager er sleppt verður út á netið síðar. Næst sjáum við þó Víking í sjónvarpsþáttunum Ríkið er Stöð 2 tekur til sýninga í lok mánaðarins. biggi@24stundir.is Víkingur Kristjánsson er kominn í tónlistina „Verðandi teknó- kóngur Íslands“ Víkingur Kristjánsson Hér í hlutverki Alonso í Ofviðrinu eftir Shakespeare. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 8 3 5 1 4 6 2 9 7 2 6 4 7 5 9 8 1 3 1 7 9 3 8 2 4 5 6 6 9 1 8 3 5 7 2 4 4 5 8 2 6 7 1 3 9 7 2 3 4 9 1 5 6 8 9 8 7 5 1 3 6 4 2 3 1 2 6 7 4 9 8 5 5 4 6 9 2 8 3 7 1 Ég á því miður enga hesta fyrr en á fimmtudaginn. a I would think so, yes. Hefur miðstöðin mikla þýðingu fyrir Ísafjörð? Halldór Halldórsson er bæjarstjóri á Ísafirði, þar sem ný Þýðingamiðstöð á vegum utanríkisráðuneytisins mun taka til starfa innan skamms.FÓLK 24@24stundir.is fréttir HAPPATALAN 932664 Þú hefur fundið lykilnúmerið í sumarleik 24 stunda TIL HAMINGJU! *Eldsneytiskortið er að verðmæti 63.720 kr. Sendu textann 24stundir 932664 með sms á símanúmerið 1900 (ekkert aukagjald er tekið fyrir sms-ið). Laugardaginn 16. ágúst drögum við 24 heppna lesendur úr innsendingum og þú færð sms um vinninginn ef þú dettur í bensínpottinn og hreppir eldsneytiskort frá OLÍS sem dugar flestum í þrjá mánuði.*

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.