24 stundir - 13.08.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 13.08.2008, Blaðsíða 40
24stundir ? Erótík er stríðin, órökrétt og frökk.Kenndir sem kalla má „tíkina“ í erótík-inni. Pör eru stundum feimin eða bein-línis hrædd við erótík og ástæðurnar erumargar, s.s. óraunhæfur ótti við bakslag íjafnréttismálum. Kynlíf breytist óhjá-kvæmilega með tímanum í langtíma-samböndum því tengslin þróast. Ef móðir náttúra setti ekki smá dempara á kynlífið eftir fyrstu „kúplinguna“ myndi homo sapiens fljótlega farast úr kynferð- islegri örmögnun – sem væri náttúrlega slæmt fyrir hagkerfið sem má við litlu um þessar mundir. Sé erótík lífs- nauðsynlegt súrefni í nánum sam- böndum þarf hún sína tillífun rétt eins og blaðgrænan sem býr til það súrefni sem við öndum að okkur. Það er mik- ilvægt að hlúa að erótíkinni annars eiga sambönd í hættu að visna. Margt stíflar ástartillífun hjá pörum svo sem sú rang- hugmynd að það sé slæmt að skipuleggja kynlífið. Og þeir sem prófa misskilja hugmyndina. Halda kannski að erótísk tillífun sé það að leyfa henni (honum) að sofa út og fara með organdi krakkana út á róló eða í Húsdýragarðinn og búast svo við sjóðandi koddasælu um kvöldið. Það að leyfa makanum að hvílast eða lesa dagblað í friði er gott svo langt sem það nær en er hins vegar ekkert óskaplega erótískt. Það vantar alla „tík“ í þá erótík. Þá kemur til kasta sköpunargáfunnar hjá makanum að búa til eitthvert „erótískt“ rými fyrir sína heittelskuðu til að svamla í. Rómantískur ratleikur væri ein hug- mynd … Koddasæla í kotinu Jóna Ingibjörg spáir í koddasælu og ratleiki. YFIR STRIKIÐ Er erótísk tillífun möguleg? 24 LÍFIÐ Gagnrýnandi blaðsins sýnir nýj- ustu kvikmynd Sólveigar Anspach enga miskunn og segir hana mislukkaða. Skrapp út fær tvær og hálfa stjörnu »34 Leikarinn Víkingur Kristjánsson úr Vesturporti er kominn í teknóið og starfar nú með tríóinu Find a Dog. Víkingur er verð- andi teknókóngur »38 Hópurinn Tími fyrir aðgerðir, er hefur haldið utan um hipphopp- menningu landsins, er nú orðinn að fyrirtæki. Fyrirtæki stofnað í kringum TFA »35 ● Búinn að finna skotskóna „Ég týndi þeim í nokkra mánuði en eftir langa leit fann ég þá aftast í skóhillunni minni og hef ekki getað hætt að skora síð- an,“ segir Kjartan Henry Finn- bogason, knattspyrnumaður í norska 1. deildarliðinu Sandefjord, aðspurður hvort hann sé loksins búinn að finna skotskóna. Kjartan hefur verið í miklu stuði fyrir Sandefjord að undanförnu og skorað 4 mörk í síðustu fjórum leikjum fyrir norska liðið sem er á hraðri leið upp í Úrvalsdeildina. ● Tískusýning ársins „Það verð- ur aldeilis tekið á því núna,“ segir Mundi fatahönn- uður er opinberar þriðju línu sína á Nasa á föstudag. „Þetta verður mjög stórtækt, ég skal votta fyrir það að þetta verður stórtækasta tískusýning er haldin hefur verið á Íslandi. Ég er búinn að eyða öllum peningunum mínum og meira til í þetta.“ Mundi hefur verið að vinna línuna í sex mánuði og er hún ætl- uð fyrir næsta vor og sumar. Einn- ig verður töluvert um skemmti- atriði en fram koma Evil Madness, Dj Margeir og Fistfucker. ● Fagnaðarefni „Ég fagna því að það eigi að fjölga einbýlum og leggja meiri áherslu á heima- þjónustuna,“ segir Margrét Mar- geirsdóttir, for- maður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, um yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar frá því í gær. Þar er m.a. kveðið á um 400 ný hjúkrunarrými til ársins 2012 og 380 rými til að breyta fjölbýlum í einbýli. „Þetta eru atriði sem við höfum lagt áherslu á í okkar bar- áttu,“ segir Margrét. Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við Áfram strákar! Til hamingju með tvo stórsigra á Ólympíuleikunum í Peking. Kaupþing er stoltur styrktaraðili íslenska handknattleikslandsliðsins. Baráttukveðjur!

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.