Eintak

Tölublað

Eintak - 05.05.1994, Blaðsíða 2

Eintak - 05.05.1994, Blaðsíða 2
Sigrún © L.A. Café hefur útfluting á íslensku veitingahúsa-viðskiptaviti til Thailands © Jón Magnússon ver sig í Hcestarétti © Franski brennuvargurinn hljóp yfir blaðamenn DV án þess að þeir tœkju eftir honum Nú er L.A. Café að færa út kví- arnar í næsta mánuði því þá stendur til að opna samnefndan stað í Thailandi. Jósteinn KristjAnsson og félagar hafa undirbúið þetta mál að undanförnu en staðurinn verður á Pattya-ströndinni, einum vinsæl- asta ferðamannastað landsins. ís- lenskur kokkur mun sjá um mat- seldina á staðnum og einn annar íslenskur starfsmaður verður þar, en að öðru leyti verður starfsfólkið innlent. Svipað og við Frakkastíginn verður L.A. Café í Thailandi sam- bland af veitingastað, dansstað og bar... laðamaður og Ijós- myndari DV sem sendir voru upp í Elliðavatns- hverfi I upphafi síðustu viku hljóta að teljast seinheppn- ustu menn ársins. Blaðinu hafði borist ábending um að Steingrímur NjAlsson héldi til í hrörlegum kofa á þessum slóðum og var ætlunin að ná tali af manninum. Þegar þeir bönkuðu upp á kom viðskotaillur náungi til dyra sem reyndist ekki vera Stein- grímur og þeir hurfu á braut. Hvor- ugur þeirra kveikti á perunni með það að þarna var Bernard Granotier á ferð, Frakkinn sem . eftirlýstur var fyr- ir brunann í hús- ! næði Bahá’ía. Þremur dögum síðar fann RLR manninn í kofan- um. DV missti því af því sem hefði getað orðið frétt ársins hjá blaðinu. Þeir gátu hins vegar notað myndina sem þeir tóku í ferðinni við tilkynningu um handtöku Granoti- er. Þessi frammistaða félaganna hefur ekki kætt fréttamannshjarta JÓNASAR KristjAnsson... Akemur, 10. maí, verður málflutn- ingur fyrir Hæstarétti í máli ákæruvaldsins gegn Jóni Magnússyni hrl. og fleirum fyrir fjár- svik gagnvart Málningu hf. Málið snýst um inn- heimtu Jóns og annara á skuldabréfi sem gefið var út á Málningu en reyndist síðar vera fyrir- tækinu óviðkomandi... LOF LAST PAÐ VÆRI TILQANQSLAVST... ' að gera úlfalda úr mýflugu ur að keyra sjálfan sig niði / uppnami ut af skolastióra Myndlistaskólans Úrslit kosningar milli umsækj- enda um stöðu skólastjóra Myndlista- og handíðaskóla íslands veldur mikilli ólgu í myndlistaheiminum. Á fundi Sambands íslenskra myndlistamanna í gær- kvöldi sagði Hannes Lárusson formaður Félags ís- lenskra myndlistamanna sig úr félaginu og þar með af sér embætti í mótmælaskyni við niðurstöðu skólaráðs Myndlista- og handíðaskólans um það hver eigi að verða næsti skólastjóri skólans. I fyrradag var kosið í ráðinu milli umsækjenda um stöðu yfirmanns skólans. Umsækj- endur voru firhm': Ásrún Krist- jánsdóttir, Daði Guðbjörnsson, Gunnsteinn Gíslason, Gunnar Árnason og Hannes Lárusson. Margir töldu miklar líkur á því að Gunnar Árnason yrði fyrir val- inu, en skólaráðið var ekki á því. Sá sem fékk flest atkvæði var Gunn- steinn Gíslason. Hlaut hann yfir- gnæfandi stuðning ráðsins, sex at- kvæði, en Gunnar fékk tvö og Hannes Lárusson eitt. Mörgum myndlistamönnum þykir Gunn- steinn ekki heppilegur kandídat í starfið og benda á að Gunnsteinn sé ekki virkur listamaður, hafi síðast sýnt opinberlega fyrir mörgum ár- um. Gunnsteinn er lektor við Kennaraháskólann og hef- ur kennt myndlist við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Eftir að niðurstaða skólaráðs lá fyrir hefur sú kenning komist á flot meðal óánægðra myndlistamanna að aðil- ar frá skólanum hafi leitað til Gunnsteins og beðið hann um að leggja inn umsókn. Þetta hafi fyrst og fremst ver- ið gert til þess að koma í veg fyrir að yngri og framsækn- ari menn kæmust að. Vilja ungir listamenn jafnvel kveða svo hart að orði að ýmsir kennarar, sem þeir kalla kerlingar af báðum kynjum, hafi óttast um sinn hag ef annað hvort Hannes eða Gunnar fengju starfið. Þetta séu kennarar sem séu búnir að vera svo lengi við skól- ann að þeir eru komnir með „lyktandi legusár", séu dauðhræddir við allar breytingar og vilji því halda óbreyttu ástandi. Þessi hörðu viðbrögð myndlistamanna af yngri kyn- slóðinni endurspegla þann klofning sem hefiir verið í listaheiminum síðustu tuttugu ár eða svo. Og orð Hann- esar í yfirlýsingu sinni þegar hann sagði af sér í gær- kvöldi undirstrika að mikill hiti er í mönnum: „Það er ekkert launungarmál, að um þessar mundir hefur þessi ágreiningur verið staðfestur með svo skýrum andstæðum að með ólíkindum er ef að listaheimurinn og SÍM, sem er hinn félagslegi samnefnari hans, ætlar nú eins og stundum fyrr að bregða fyrir sig „þagnarlyginni“ svo ég vitni í orð Gunnars Dal.“ © Gunnsteinn Gíslason Hlaut yfirgnæf- andi stuðning ráðsins, sex at- kvæði. Hannes Lárusson FORMABUR FÉLAGS ÍSLENSKRA MYNDLISTAMANNA sagði sig úr félaginu, og þar með af sér emb- ætti, i mótmælaskyni við niðurstöðu skólaráðs Myhdlista- og handiðaskólans um það hvereigi að verða næsti skólastjóri skólans. Þetta gerðist á fundi Sambands íslenskra myndlistamanna í gærkvötdi. STELLINQ AR ... fær Steingrimur Her- mannsson Seðlabanka- stjóri fyrir að hafa afþakk- að biðlaun frá Alþingi. Úr því Steingrímur hefur nú bæst í hóp þeirra sem af- þakkað hafa biðlaun að undanförnu verður sjálf- sagt engum stætt á að þiggja þau hér eftir. ... færJón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra fyrir að hafa staðið í þeirri trú að hann hafi gulltryggt þyrluflota fyrir íslendinga en fá síðan einhvern David Daley ofursta í hausinn til að segja okkur undan og ofan af því hvernig við- skiptin fara fram á notuð- um hergögnum. Satt-aö-segja-veit-ég-ekki-hvað-kom-yfir-mig-stell- ingin. Notuö í tilraunum til varna án þess þó að leggjast flatur fyrir framan viðmælandann. Höfuðið látiö drjúpa og horft beint niður á tærnar. Það sýn- ir vissa iðrun. Hægri hendin notuð til að gefa orð- unum aukna merkingu. Það sýnir málsvörn. Sígar- etta milli vísifingurs og löngutangar. Það sýnir viljann til að fremja verknaðinn jafnvel aftur. Þetta er þvi stelling málsvarnarinnar málsvarn- arinnar vegna. Henni fylgir aöeins létt sam- viskubit og iðrun til skrauts og yndisauka. Sigrún Magnúsdóttir situr í borgarráði sem samþykkti í vikunni að sækja um að Reykjavík verði gerð að menningarborg Evrópu árið 2000. Ráðherraráð Evrópu- sambandsins ákveður hvaða borg verður fyrir valinu. Einskisnýtt doktorspróf Ógeðfelldasta frétt vikunnar er af ummælum Steingríms Her- mannssonar, nýskipaðs Seðla- bankastjóra, um sjálfan sig og reynslu sína. Stein- grímur reyndi að verja skipun sína í stöðu L bankastjóra. Æ Hann ræddi um þing- mannsstarf- ið og sagði meðal ann- ars: „Ég hef stundum sagt að ég tel að það sé á við mörg háskólapróf, meira að segja á við doktorspróf í hagfræði.” Þrátt fýrir að þessi ummæli dæmi sig sjálf eins og flest önnur ummæli Steingríms höfðu þátta- gerðarmenn í Dagsljósi fyrir því að láta fimm þingmenn þreyta lítið próf í hagfræði sem Jón Daníels- son, hagfræðingur í Háskólanum sauð saman. I stuttu máli féllu fjór- ir af fimm. Og það þrátt fýrir að spurningarnar væru ekki þungar. Dæmi: Þingmennirnir vissu ekki að verðbólga eykst efvextir lækka. Þeir vissu ekki að atvinnu- leysi eykst í kjölfar kauphækkana. Þeir vissu ekki að hlutfall sjávaraf- urða í þjóðarframleiðslunni er 16 prósent heldur völdu frekar 26,36 og jafnvel 46 prósent. Og þeir gátu heldur ekki rétt til um erlendar skuldir íslendinga á hvert manns- barn eða um það hversu mikið við- skiptabankarnir hafa lagt til hliðar á afskriftarreikninga. Það er því ef til vill ekki skrítið þótt þeir hafi flaskað á því hver munurinn væri á M2 og M3 en það er einmitt bund- in innlán. Fákunnátta þingmannanna er náttúrlega ógeðfelld. En nú kann vel að vera að Stein- grímur hafi haft rétt fýrir sér. Ef til hefðu hagfræði- doktorar ekki staðið sig neitt betur. Það er enn ógeðfelldara. Nei, það er ekki skilyrði fyrir því að Reykjavík verði valin menning- arborg Evrópu. Afhverju var ákveðið að sækja nú um að Reykjavik hlyti þennan titil? Okkur fannst ákveðin fyrirhyggja felast íþvien þegar margir keppa um titilinn er náttúrlega óvíst hvort Reykjavík verður fyrir valinu. Veistu við hvaða borgir þið keppið? Nei, ekki ennþá. Hvaða menningarviðburði i Reykjavík verður lögð áhersla á? Það hefur enn ekki verið ákveðið. Mér finnst við aftur á móti hafa af ýmsu að státa og það hefur vakið athygli erlendis hvað við höldum uppi öflugu menningarlifi hér. Ég er því ekki i vafa um að við getum staðið undirþessu. Hvað kostar þetta okkur? Þetta er ekki komið á hreint enda ekki enn farið að vinna að þeim málum. Er undirbúningurinn ekki hafinn? Við höfum aðeins samþykkt að senda inn umsóknina fyrir þvíað Reykjavík verði gerð að menningarborg Evrópu. Lengra höfum við ekki kom- ist. OQEÐFELLDASTA FRÉTT VIKUNNAR 2 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ1994 © JÖN QSKAR

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.