Vikublaðið


Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 2
2 VIKUBLAÐIÐ 2. JÚLÍ 1993 Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson og Ólafur Pórðarson Auglýsingar: Ólafur Þórðarson Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinna: Prentsmiðjan Oddi hf. Uppgjöf Davíðs og Jóns Baldvins Með dramatískum fundahöldum yfir helgina og véfrétta- stíl í viðtölum við fjölmiðla bjó ríkisstjórnin til spennu sem náði hámarki þegar tilkynnt var um efnahagsráðstafanirnar í fjöliniðlum. Um hvað? Jú, ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, þessi hin sama og mest ræddi um fortíðarvandann og skammaðist yfir öllu ábyrgðarleysinu, gengisfellingunum og sjóðasukkinu, hafði nú ekkert annað ffam að færa til lausnar efnahagsvandanum en að fella gengið og skuldbreyta. Gengisfellingin lagar rekstrarstöðu útflutningsgreinanna aðeins í skamma stund. Þegar kemur fram á veturinn verðúr tapið orðið nálægt 8% á nýjan leik. Það að fresta afborgun- um fyrirtækjanna, sem hvort eð er hefðu fæst getað borgað nokkuð, eru lítil tíðindi. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar, sem þó engan veginn verð- skulda það nafn, eru því hrein skammtímalausn, verkjalyf til haustsins. Þær boða uppgjöf á mörgum sviðum. Uppgjöf gagnvart atvinnuleysinu sem mun aukast gríðarlega með haustinu og uppgjöf gagnvart tekjusamdrætti þjóðarbúsins, því ekki örlar á aðgerðum til að mæta minni þorskafla með aukinni verðmætasköpun, svo sem með aukinni fullvinnslu aflans, sókn í aðra stofna og á ný mið, eða átaki í öðrum greinum. Ráðstafanirnar eru uppgjöf gagnvart innri vanda sjávarútvegsins, - alger uppgjöf við stjórn efnahagsmála. Davíð hrósar sjálfum sér og stjórn sinni fyrir þrekvirkið, gamaldags gengisfellingu, og skrifar síðan nánast upp á til- lögur fiskiffæðinga um þorskafla sem hann taldi óhugsandi að fara eftir fyrir nokkrum vikum. Jón Baldvin hefur í tvígang á átta mánuðum hafriað geng- isfellingu sem úrræði, en í kjölfarið fellt gengið. Fræg varð ræða krataforingjans á aðalfundi LÍÚ norður á Akureyri í vetur leið þar sem hann sagði að gengisfelling væri jafn skammgóður vermir og að pissa í skóinn sinn. Nokkrum dögum seinna felldu þeir gengið. Nú tókst Jóni enn betur upp, því í sjónvarpsfréttum sama kvöld og ríkisstjómin á- kvað að fella gengið lýsti hann því yfir að gengisfelling væri gagnslaus. Hvernig skyldu þeir Jón Baldvin og Davíð hafa það núna í hlandblautum skónum? Jóhanna og jafnaðarmennskan Afsögn Jóhönnu Sigurðardóttur sem varaformanns Al- þýðuflokksins er tíðindi í íslenskum stjómmálum. Jóhanna hefur á sinn sérstaka hátt verið foringi í margföldum skiln- ingi, ekki aðeins sem varaformaður flokks og ráðherra í rík- isstjórn, heldur einnig sem oddvití ákveðinna viðhorfa og eina konan á ráðherrastóli. í aðalatriðum virðist mega greina þrenns konar ástæður fyrir ákvörðun Jóhönnu. I fyrsta lagi erfiðleikar í persónu- legum samskiptum Jóhönnu og Jóns Baldvins, hvern hún sakar um einleik og yfirgang. I öðm lagi baráttu Jóhönnu í jafnréttismálum og stuðning hennar við kynsystur sína sem gerði tilkall til ráðherrasætis en varð að lúta í lægra haldi fyr- ir baktjaldasamningum karlpeningsins í þingflokknum. Síð- ast en ekki síst er ljóst að ágreiningur um málefhi og áhersl- ur blandast inn í uppgjör Jóhönnu og Jóns Baldvins. Jó- hanna hefur sýnt tilburði í þá átt að andæfa gegn hægri sigl- ingu Alþýðuflokksins undir stjórn Jóns. Fróðlegt verður að fylgjast með því næstu mánuði hvaða afleiðingar afsögn Jóhönnu hefúr. Með henni tekur hún á- hættu; áhættu af því að Jón Baldvin, með Össur og fleiri fyrmm andófsmenn frjálshyggjunnar í flokknum í bandi, sigli ótrauður áfram hinn breiða sjó borgaralegrar frjáls- hyggju hægra megin við miðju íslenskra stjórnmála. En sá sem enga áhættu þorir að taka í pólitík vinnur sjaldan stórt. Með ákvörðun sinni hefur Jóhanna sýnt kjark og tekið sér stöðu sem ótvíræður foringi ákveðinna viðhorfa, málefna og fólks sem enn þraukar í Alþýðuflokknum í þeirri trú að hann standi undir nafni. Spurningin er hvort uppreisn Jóhönnu komi of seint og renni út í sandinn. Fari svo er enn einni rekunni kastað á gröf jafnaðarmennskunnar í Alþýðuflokkn- um. Sjónarhorn S I tilefni yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Iyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að mæta afla- samdrættd segir m.a.: „Kjara- samningar á almennum vinnumar- kaði era í gildi til loka næsta árs og þær aðgerðir, sem nú hefúr verið gripið til raska ekki kjarasamn- igum, með tilliti til þeirra forsenda sem þar var miðað við.“ Þetta er fúllyrðing sem að mínu mati stenst ekki og hefur valdið þeim misskilningi að í samninginn sé innbyggt að hægt sé að t.d. að fella gengið (rýra kaupmátt ein- hliða) til þess að ákveðnar forsend- ur samningsins standist. 1 7. grein samningsins segir: „A samningstímabilinu skal starfa sérstök launanefnd skipuð þremur fúlltrúum firá hvoram samnings- aðila og skal hún á samningstíman- um fylgjast með framvindu efna- hags-, atvinnu- og verðlagsmála og gera tillögur um viðbrögð saintak- anna og stjómvalda eftir því sem aðstæður krefjast á hverjum tíma. Launanefndin skal endurmeta samningsforsendur og hugsanleg tilefiii til uppsagnar samnings þessa fyrir 10. nóvember 1993. Heimilt er hvoram hluta launnefúdar að segja samningnum lausum ef mark- tæk ffávik hafa orðið á samnings- forsendum skv. 6. gr. að mati hlutaðeigandi fulltrúa í nefndinni. Við mat töluliða 2-4 í 6. gr. skal miða við heildaráhrif þeirra. Komi til uppsagnar samningsins skv. ffamanskráðu tekur hún gildi 1. Björn Grétar Sveinsson janúar 1994. Með sama hætti er hlutaðeigandi fulltrúum í launa- nefnd heimift að segja samningnum upp með þriggja mánaða fyrirvara ef gengi krónunnar víkur umtals- vert ffá viðmiðunarmörkum Seðla- banka íslands umffam það sem breytingar á forsendum skv. 6. gr. kunna að gefa tilefni til.“ Eins og fram kemur í texta samn- ingsins er sérstök launanefnd sem á að fjalla um forsendur samningsins á samningstímanum og gera til- lögur um aðgerðir til m.a. stjóm- valda. Samkvæmt þessu ætti að vera ljóst að ef ekki næðist samkomulag í nefndinni væri uppsagnarréttur til staðar. Einnig ef stjórnvöld gerðu einhliða ráðstafanir sem gengju í berhögg við skoðanir (tillögu) hvors sem væri ASI eða samtök at- vinnurekenda. Þá væri samning- urinn uppsegjanlegur. Samningsforsendur Þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar kjarasamningnum era byggðar á eftírfarandi, samkvæmt 6. grein: 1. Yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um vaxtamál, aðgerðir og stefnu- Gengisfellingarbrœður. Mynd.Jim Sma rt/Ljósmyndasafn Reykjavíkur. mörkun á sviði atvinnumála, niður- greiðslur tiltekinna kjöt- og mjólk- urafurða, lækkun virðisaukaskatts á matvælum, tímabundna lækkun tryggingagjalds á útflumingsstarf- semi og tímabundna endurgjalds- lausa úthlutun aflaheimilda Hag- ræðingarsjóðs. 2. Að gengi krónunnar verði inn- an viðmiðunarmarka Seðlabanka íslands enda standist neðangreind- ar forsendur um afla og verðlag sjávarvöraffamleiðslunnar. 3. Að áætlað verðlag sjávarafurða í íslenskum krónum verði að með- altali 3% hærra á 3. ársfjórðungi 1993 og haldist a.m.k. jafn hátt út samningstímann. Miða skal við þá verðvísitölu sjávarafurða sem birtist í Hagvísum Þjóðhagsstofúunar. 4. Að aflakvótar á fiskveiðiárinu 1993-1994 verði ekki minni en á yfirstandandi fiskveiðiári. Eins og hér kemur ffam þá var endurskoðun ákvæða um verðlag á 3. ársfjórðungi 1993 settsem við- miðun. Launanefndin skal endur- meta samningsforsendur og hugs- anlegt tilefni til uppsagnar fyrir 10. nóvember 1993. Það er m.a. hlut- verk okkar fulltrúa í launanefnd að leggja mat á það í haust hvort þær aðgerðir, sem búið er að grípa til og þær sem eiga eftír að sjá dagsins ljós, era þess eðlis að óásættanlegar séu og uppsögn sainningsins verði að koma tíl. Höfúndur er formaður Verka- mannasambands Islands.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.