Vikublaðið


Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 14

Vikublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 14
14 Ferdfap og náttúra VIKUBLAÐIÐ 2. JÚLÍ 1993 Heimagisting - nýr möguleiki breakfast“ og er alþekkt fyrirbrigði erlendis. I heimagistingunni er boðið upp á einkaherbergi með uppbúnum rúmum, morgunverður er innifal- inn en baðherbergi er sameiginlegt með öðrum íbúum hússins. Heimagisting er eins og natnið bendir til inni á einkaheimilium og þar veitir heimilisfólkið nauðsyn- lega þjónustu, en aðstaðan er auðvitað mjög mismunandi eins og gerist á öðrum gististöðum. I Reykjavík einni er vitað um að minnsta kosti 28 heimili sem bjóða heiinagistingu og nokkur til við- bótar í bæjum úti á landi. Verðið er samræmt og kostar nóttin liðlega 4000 krónur fyrir tvo í tveggja manna herbergi, en eins manns herbergi kostar tæpar 3000 krónur hverja nótt. Undanfarin ár hafa nær eingöngu útlendingar notfært sér heimagistinguna, en svo virðist sem þessi gistimöguleiki sé nú að verða vinsælli meðal Islendinga hér á landi þar sem þarna er boðið upp á góða aðstöðu á vægu verði. Einn sem býður heimagistingu er Olafur Gunnarsson, en hann opnaði gistiheimilið Svölu við Skólavörðustíg nú fyrir skömmu. Ólafur og eiginkona hans, sem er leiðsögumaður, ætla að leigja herbergin út til ferðamanna í sum- ar, en í vetur verða þau leigð náms- mönnum. Þetta fyrirkomulag er þekkt og hefur í mörgum tilfellum gefist vel fyrir alla aðila. Ólafur segir að sín stutta reynsla sýni að fólk sé ánægt með þá per- sónulegu og heimilislegu þjónustu sem það fær við þessar aðstæður. Það getur fengið allar upplýsingar um ferðamöguleika og hvert það eigi að snúa sér á staðnum og auk þess kynnist það landi og þjóð á persónulegri hátt. Það sama ætti að gilda um íslendinga sem geta spurst fyrir um það sein þeir þurfa að vita hjá kunnuguin sem búið hafa á staðnum árum og áratugum saman og þekkja hann vel. Ólafur sagðist ekki kannast við þann orðróm að íslendingar væru ekki aufusugestir á gistiheimilum borgarinnar. Þvert á móti, þangað væri allt gott fólk velkomið hvaðan sem það kæmi, - ekki síst Islend- ingar. Nú geta allir komist á jökul Einstök lífsreynsla, segja þeir sem hafa komið á jökul í góðu veðri. „Útsýnið, birtan og frelsið er engu líkt á jöklinum." Fyrir u.þ.b. áratug var aðeins á færi reyndra fjallamanna að komast á jökul og horfa út yfir landið, en þannig er það ekki lengur. Nú get- ur hver sá sem á frídag og 4.400 krónur komist í ógleymanlega ferð á Skálafellsjökul sem er skriðjökull úr Vamajökli. Jöklaferðirhf. bjóða ferðamönn- um skoðunarferð sem hefst við Smyrlabjargarárvirkjun, en þaðan er ekið í snjóbíl um 16 kílómetra vegalengd að Hálsaskeri á Skála- fellsjökli sem er í 840 metra hæð yfir sjávarmáli. A Hálsaskeri er nýr veitingaskáli, Jöklasel, sem tekur áttatíu manns í sæti og 20 manns í gistingu í kojum. Líklega býðst hvergi annað eins útsýni úr veit- ingaskála og í Jöklaseli. Hver snjó- bílaferð tekur á bilinu 1 1/2-2 tíma, en svo má auðvitað staldra við í Jöklaseli og jafnvel eyða þar nótt. Einnig er hægt að fara vélsleða- ferðir á vegum Jöklaferða en þá er farið á Brókarjökul, að Hvanna- dalshnjúk, Goðahnjúkum eða í Kverkfjöll. Sannir jökladýrkendur þurfa þó ekki að fara á jökul til að njóta fegurðar íssins, þeir geta líka tekið sér stutta bátsferð um Jökuls- árlónið. Hér áður fyrr var það siður að fólk sem lagðist í ferðalög innanlands sætti færis um að gista hjá ættmennum sínum. Aðfluttir Reykvíkingar af stórum dreifbýlis- eða sveitaættum gátu átt í mestu vandræðum með að hýsa skyldfólkið þegar heilu fjölskyld- urnar „komu suður“ einhverra er- inda. Það þótti þó sjálfsagt og að ís- lenskum sið reyndi hver sem betur gat að hlúa að ferðafólkinu. Oft lögðu menn sig svo í framkróka að búa vel að gestunum að þeir gengu úr rúmum fyrir þá. Það sama gilti um sveitafólkið sem fékk ættingjana að sunnan í sumarheimsóknir, oftast um há- bjargræðisd'mann þegar minnstur tími var til að sinna þeim. Þessar heimsóknir og gistingar voru gjama kærkomið tækifæri til að hitta sjaldséða vini, en það fór þó ekki alltaf saman að tími, hús- rúm eða fjárhagur leyfði slík ættar- mót. Tímarnir breytast og mennirnir með og nú þykir ekki lengur sjálf- sagt að „leggjast upp á ættingjana" þegar manni hentar, bæði af tillits- semi við einkalíf þeirra og sitt eigið. Mörgum finnst nefnilega að þeir geti ffekar um frjálst höfuð strokið í fríinu ef þeir eru á eigin vegum og borga greiðann. Þeir hinir sömu nota sér þá heldur hót- elgistingu, farfuglaheimili, ferða- þjónustu bænda eða enn einn nýjan valkost, heimagistingu. Rúm og morgunverður Heimagisting er það sem á ensku hefur verið kallað „bed and Ólafur Gunnarsson rekur gistiheimilið Svölu við Skólavörðustíg í Reykja- vík. Hér hejúr hann tyllt sér t nýuppgerðan stigann, en húsið allt hefur sérstaklega verið gert upp með það í huga að skapa þar hlýlegt andrúmsloft jýrirjafnt erlenda sem innlenda ferðamenn. Mynd. Ól.Þ. Handbœkur og kort í ferðalagið Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt, sagði Tómas Guðmundsson skáld forðum og það er víst að þessi ffæga hending er í fullu gildi enn. Það eykur til muna á ánægj- una við ferðina ef ferðamaður- inn getur glöggvað sig á kenni- leituin og sett sjálfan sig í tengsl við umhverfið. Hvernig kort menn þurfa fer að sjálfsögðu mikið eftir því hvemig og hvert á að ferðast, en þeir sem fara akandi verða að hafa nýlegt og gott vegakort sem segir satt til um vegakerfi lands- ins. Kortið á að hafa nöfn á helstu kennileimm og bæjum við veg- inn ef það á að koma að gagni. Fyrir þá sem aðeins ætla að aka um þjóðveginn og staldra við í þéttbýliskjömum er nóg að útvega sér þannig kort, en það má fá ódýrt á næstu bensínstöð. Ef á að ríða, hjóla eða ganga ut- an alfaraleiða er skemmtilegra að kaupa vel unnið kort ffá Landmæl- ingum íslands. Inn á þau eru vegir Við kortagerð hjá Landmælingum Islands, en kortin þaðan eru með merkingum yfir öll þekkt ömefni auk landf ræðilcgra og jarðfræðilegra merkinga eins og yfir gróður- og jarðtegundir, hæðarlínur ofl. Mynd: Spessi. merktir þótt sum kortanna séu orðin ansi gömul og vegakerfið breytist örar en kortagerðin. Þessi kort em mjög traust, á þau em merkt öll þekkt ömefni, land- ffæðileg og jarðfræðileg merki s.s. hæðarlínur, gróður- og jarðteg- undir, ár og vötn, auk bæja og helstu merkisstaða. Til er prýðisgóð Vegahandbók ffá Emi og Örlygi sem síðast var gefin út 1989, en í henni er að finna vegakort yfir alla vegi lands- ins (sem að mestu stenst tímans tönn) og auk þess ágætustu leiðarlýsingar fullar af fróð- leik um staði og sögu lands- ins. Þessi bók er góður ferðafélagi og tryggir að ferðafólkið nýtur meiri ánægju af bílferðinni en ef ekið er ffamhjá og horft tómum augum á fjöll og dali sem enga þýðingu hafa fyrir áhorfandann sem ekki þekkir staðina. Bókin kost- ar innan við 2000 krónur, hún er í góðu bandi og ætti að endast vel þrátt fyrir breytingar á vegakerfinu. Ekki er hægt að enda þennan pistil án þess að minnast á íslandshandbók- ina, en hún er í tveimur bindum og litprentuð. Bókin er hin mesta gersemi með í ferðalagið en í henni em myndir af öllu því sem markverðast getur talist í náttúm landsins og sögu. Þar er að finna kort og lýsingar á leiðum og ffóðleik um staði og sögu. Dýr bók, en mikils virði fyrir þann sem vill kynnast landinu sínu. Sagt með mynd Höf. Hjörtur Gunnarsson og Þuríður Hjartardóttir Verðlaunagáta 31 Lausnir sendist Vikublaðinu, Laugavegi 3,101 Reykjavík, merkt VERÐLAUNAGÁTA. Skilaffesmr er tvær vikur. Verðlaun fyrir mynda- gátu 31 er bókin Fjarri hlýju hjónascengur, Öðruvísi Islandssaga, eftir Ingu Huld Hákonar- dóttur. Verðlaunahafi jyrir nr. 29 Þegar dregið var úr réttum lausnum kom upp nafnið Alfheiður Kjartansdóttir, Háteigsvegi 42, 105 Reykjavík. Hún fær bókina Töffalampann, sjálfsævisögu Ingmars Bergman. Ráðning 28 myndagátu: „Flóttamenn úr liði rikisstjómarinnar raða sér á jötuna. Kratabroddar sjá um sig. “ ATH: Nokkur brögð em að því að lausnir berist of seint og em þær þá ekki með í útdrætti. Því hvetjum við lesendur til að senda lausnir inn sem fyrst.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.