Vikublaðið


Vikublaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 2
2 VIKUBLAÐIÐ 25. NÓVEMBER 1994 Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Pór Guðmundsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 ' Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja hf. Afneitunin er stefna ríkisstjórnarinnar Það er hlutverk stjómmálanna að leita skynsamlegra lausna á þeim vanda sem almenningur stendur frammi fyrir á hverj- um tíma og taka ákvarðanir um hvernig þjóðfélag það er sem við ætlum að lifa í. Stjórnmálaleiðtogar, flokkar og hreyfingar verða að leikslokum að sæta því að tillögur þeirra og liðveisla við mótun góðra lausna verði metnar af almenningi jafnt og andstaða þeirra og íhaldssemi gagnvart því verkefni sem aldrei linnir; að gera íslenska þjóðfélagið að góðu samfélagi fyrir alla þegna þessa lands. Þess vegna er fátt eins lýsandi fyrir raunveralegan dug og raunveralega stefnu stjórnmálamanna og það hvort þeir yfir- höfuð viðurkenni að vandi sé til staðar og að hann beri að leysa. A alþingi í vikunni fylltu sjúkraliðar þingpallana. Með nær- vera sinni reyndu þeir að gera þingheimi ljóst að málefni þeirra ættu að vera á verkefhaskrá alþingis. Með því kröfðu þeir ríkisstjórnina svara um hver stefha hennar væri gagnvart sjúkraliðum, gagnvart láglaunastefhurmi sem hefur hrundið þúsundum heimila ffarn á brún örvæntingar, gagnvart konum sem áratugum saman hafa mátt hlusta á innantóm orð um launajafnrétti á sama tíma og ríkisvaldið, stærsti atvinnurek- andi kvenna, hefur sýnt þeim fulla hörku í samningum. En hvaða viðbrögð fengu sjúkraliðar frá ríkisstjórninni? Ríkisstjómin hefur enga stefhu gagnvart sjúkraliðum aðra en þá að gefa eins lítið eftir og hún mögulega kemst upp með. Sjálfstæðisflokkurinn meinar ekkert með nýlegri samþykkt flokksráðsins um að nú sé lag að hækka lægstu laun. Yflrlýs- ingar Davíðs Oddssonar um að kreppunni sé lokið og svigrúm til launahækkana era ekkert annað en glamur sem á að sveipa hann ljóma á kosningavetri. Ríkisstjórnin meinar heldur ekki neitt með eigin ffamkvæmdaáætlun í jafnréttismálum þar sem lögð er áhersla á að jafha hlut karla- og kvennastétta og end- urmeta hefðbundnar kvennastéttir í launum. Það er himin- hrópandi staðreynd að í augum ríkisstjórnarinnar er enginn vandi til staðar, hvorki sá vandi sem þúsundir kvenna standa ffammi fyrir að reyna að draga ffam lífið á lúsarlaunum né annars láglaunafólks sem ofan á smánarlaun glímir við gífur- lega greiðslubyrði í húsnæðismálum og auknar skattaálögur. Hörmulegur vandi hinna atvinnulausu er heldur ekki til staðar í hugmyndakerfi rrkisstjórnarinnar. Vandi þeirra sem ríkisstjómin hefur rakkað þá fimm milljarða hjá sem hún létti af atvinnurekendum í gegnum skattakerfið er ekki tdl. Ríkis- stjómin viðurkennir ekki gjaldþrot húsbréfakerfisins þar sem greiðslumat fólks var miðað við að allir héldu fullri atvinnu og homlausri yfirvinnu að auki. Ríkisstjórnin sér ekki fátæktina, örvæntinguna, gjaldþrot heimilarma og þann sára félagslega vanda sem af þessu leiðir. Hinsvegar er hún örlát við þá sem tilheyra hennar eigin veislugestum, hátekjufólk, atvinnurek- endur, forréttindahópa eins og dómara, kerfiskalla sem þarf að veita mjúkar lendingar út úr fyrri störfum. Ríkisstjórnin er ríkisstjóm hinna fáu og hún afneitar þeim mikla vanda sem al- menningur glímir við á hverjum degi svo tugþúsundum skipt- ir. Alþýðubandalagið hefur kynnt stefnu sína sem það leggur í dóm almennings í kosningunum í vor. Þar er fléttað saman til- lögum í skattamálum, launamálum og húsnæðismálum, og þær tengdar þeirri ítarlegu áætlun um nýja sókn í atvinnumál- um sem Græna bókin útskýrir. Alþýðubandalagið er þeirrar sannfæringar að sá vandi sem tugþúsundir íslendinga standa ffammi fyrir sé svo margþættur að það verði að ráðast á hann ffá mörgum hliðum í senn um leið og sköpuð era ný störf og þjóðinni lyff á nýtt stig menntunar, tækni- og verkþekkingar. Alþýðubandalagið bindur vonir sínar við það að félagshyggju- fólk geti tekið hödnum saman um að leysa þann hrikalega vanda almennings sem ríkisstjórnin virðist vera ein um að sjá ekki. Pólitízkan Stutt á milli Fram- sóknarflokks og íhaldsins Ólafur Örn Haraldsson, sem skipar annað sætið á lista Fram- sóknarflokksins í Reykjavfk, leitaði hófanna hjá Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra um sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Suður- landi fyrir kosningarnar í vor. Eftir að hafa farið bónleiður til búðar fyrsta þingmanns Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi batt Ólafur trúss sitt við Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Landbúnabargirb- ing á flakki Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra kynnti fyrir ári breytingar á jarðalögum sem gerðu ráð fyrir því að áður en af jarðakaupum gæti orðið þyrftu kaupendur að hafa haft jörðina í ábúð í fimm ár. Þetta á- kvæði var hugsað sem „girðing" til þess að torvelda útlendingum jarðakaup í kjölfar EES-samnings- ins. Núna ber hinsvegar svo við að nýjar breytingar eru kynntar á jarða- lögum og þá er búið að snúa við girðingunni. Sú kvöð verður sett í þinglýsingu að kaupendur búi á jörðinni eða í nálægð hennar í að minnsta kosti fjögur ár eftir að semst um kaup. Einhvern veginn er það ekki til að auka tiltrú manna á því að girðingarnar gegni sínu hlut- verki ef það skiptir engu máli hvar þær standa. Lyfjalög í ólestri Ríkis§tjórnin hygg'st knýja fram breytingar á lyfjalögum sem heimilar dýralæknum að selja lyf en ábatinn af lyfsölu hefur skipt nokkru máli fyr- ir kjör dýralækna. Fyrir ári var réttur dýralækna til að selja lyf tekinn af þeim þegar það meginsjónarmið var lögfest að þeir sem gefa út lyf- seðla skuli ekki hafa hagnað af lyf- sölu. Dýralæknar hafa barist fyrir því að fá undanþágu frá þessu ákvæði og haft til þess stuðning bænda sem horfa á aukinn kostnað sam- fara lyfsölubanninu á dýralækna. Gunnlaugur Stefánsson þing- maður Alþýðuflokksins á Austur- landi og formaður heilbrigðisnefnd- ar leggur kapp á að lagabreytingin nái fram að ganga. Menn sjá fyrir sér að ef dýralæknum verði veitt undanþága munu aðrir læknar koma í kjölfarið og biðja um það sama enda lyfsala drjúg tekjulind. Fái þeir ekki undanþágu er alveg rakið að kæra málið til Samkeppn- isstofnunar. Kjördæmamáliö Davíð Oddsson forsætisráðherra er kominn í klemmu með það loforð sitt að jafna kosningarétt lands- manna. Málið nýtur takmarkaðs stuðnings í þingiiði sjálfstæðis- manna og sennilega mun Davíð reyna að koma málinu í þann farveg að stjórnarandstaðan hafni samn- ingum um lagabreytingar. Opinber nefnd gerb áb einkamáli í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins var auglýst starf hjá ónafngreindri norrænni nefnd sem kostuð er af almannafé. Engar vísbendingar eru um hlutverk nefndarinnar né á hvaða sviði hún starfar. Ráðagarður hf. hefur mílligöngu um þessa sér- kennilegu atvinnumiðlun. Þeir sem hafa spurst fyrir um starfið fá ekki að vita hvaða norræn nefnd óskar eftir fulltrúa og óljós svör um hvaða launakjör séu í boði. Þó fékkst það gefið upp að fulltrúinn yrði stað- gengill yfirmanns nefndarinnar. Hugmyndir um opið stjórnkerfi eru mönnum bersýnilega framandi hér heima á Fróni og við vonum að farið verði með þessa auglýsingu sem hernaðarleyndarmál á Norðurlönd- um - annars verður íslenska stjórn- sýslann að athlægi. Jjóhanna út Á Alþingi vakti það ahygli á miðviku- dag'að þegar utandagskrárum- ræða um verkfall sjúkraliða hófst að frumkvæði Svavars Gestssonar gekk Jóhanna Sigurðardóttir úr þingsalnum og inná skrifstofu sína í þinginu. Þingpallar voru þétt- setnir sjúkraliðum sem standa í harðvítugu verkfalli við óvinveitt rík- isvald. Norræn nefnd Vz starf MoTnT £eínd °skar eftir fulltrúa til starfa. Nefndin hefur aðsetur á Islandi næstu þrjú ár. Starfið felst i ritvinnslu, bókhaldi og almenn- um skrifstofustörfum. Þess er krafist að starfsmaðurinn hafi: mím9ni^ va,d.a ®lnu Norðurfandamáli, munnlegt og akriffegt. • Enskukunnáttu. • Ritvinnslukunnáttu. • Reynslu af skrifstofustörfum. Nanari upp|ýsingar veitir Auður Bjarnadóttir hja Ráðgarði hf. milli kl. 9-12. Vinsamlegast skilið umsóknum til Ráðgarðs hf. fyrir 26 nóvember. RÁÐGARÐUR hf.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.