Vikublaðið


Vikublaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 6
6 Mlnnin VIKUBLAÐIÐ 25. NOVEMBER 1994 Lúðvík Jósepsson f. 16. júní 1914 - d. 18. nóvember 1994. Alþýðubandalagið kveður Lúðvíkjósepsson með djúpri virðingu og þökk. I öllum býggðum lifir minningin um mikilhæfan leiðtoga, heilsteyptan félaga og einlægan vin. Líf hans var samfelld iðja í þágu alþýðu og landsins hagsældar. Framfarir þjóðarinnar og réttlát skipting gæðanna voru leið- arljós í allri hans baráttu, hvort heldur var í bæjar- stjóm, á Alþingi, í ríkisstjóm eða á málþingum til sjávar og sveita. Fáir stjómmálamenn marka svo djúp spor að þau vari eins lengi og saga íslenskrar þjóðar verður sögð og metin. Orfáic vinna verk sem þjóðin geymir í vitund sinni um hundruðir ára. Lúðvík Jósepsson var slíkur leiðtogi á þeirri öld sem nú er senn á enda. Þáttur hans í landvinningum íslands á hafinu, útfærslu landhelginnar í tveimur ríkisstjómum og endurreisn atvinnulífsins á nokkram tímaskeiðum, setur hann í fremstu röð þjóðarleiðtoga íslenska lýðveldisins. Við sem nutum reynslu Lúðvíks og hæfileika í samstarfi um langa hríð sátum við fótskör meistara sem var í senn ffæðari, stjómandi, og hugsuður. Þúsundir Alþýðubandalagsfólks hafa á liðnum ára- mgum gengið í þann skóla sem ávallt hófst urn leið og Lúðvík tók til máls, hvort heldur áheyrandinn var einn eða fjöldinn talinn í hundraðtmi, hvort heldur vettvangurinn var þingflokkurinn, mið- stjómin, samráðsfundur um brýn mál eða almenn- ur stjórnmálafúndur í bæ, borg eða dreifbýli. A sér- hverri stundu lagði hann sig allan í verkið. Lífið var honum barátta. Heill og þróttmikill gekk hann að sérhverju dagsverki. Alþýðubandalagið þakkar Lúðvíki Jósepssyni þá gjöf sem fólst í æfistarfi hans öllu. Orð rnunu aldrei ná að mæla þann hlýhug sem fylgir honum að leið- arlokum frá fólkinu sem flokkinn myndar. Lítið tákn virðingar og þakklætis verður núnnis- varði sem Alþýðubandalagið hefur ákveðið að reisa honum í heimabæ hans, Neskaupstað. Við færum fjölskyldu Lúðvíks samúðarkveðjur og þakkir fyrir hlutdeild hennar í þjónustu hans við íslenska þjóð, alþýðu tíl sjávar og sveita, hugsjón og flokk ffelsis, jafhréttis og bræðralags. Ólafúr Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins. Ríkisstjórn Hermanns Jónassonar 1956-1958, fr. v. Hannibal Valdimarsson, Eysteinn Jónsson, Hermann Jónasson, Ásgeir Ásgeirsson forseti, Guðmundur f. Guðmundsson, Gylfi Þ. Gíslason og Lúðvík Jósepsson. Sjávarútvegsráðherra 1971 innar í 50 mílur. 1974 ásamt Ingvari Hallgrímssyni fiskifræðingi á fundi með erlendum fréttamönnum vegna stækkunar landhelg- Lúðvík í ræðustól á fyrsta landsfundi Alþýðubandalagsins,

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.