Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 28.05.1955, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 28.05.1955, Blaðsíða 3
Laugarda£‘-íii 20. maí 1955 FRJÁLS ÞJÓÐ 3 ;ij Fiirdnr wraUltir Vefarinn mikli í Þingvallahrauni ú situr á lyngigróinni mosa- þembu í Þingvallahrauni síð sumarkvelds. Hvítir gufu- mekkir stíga upp af hverum í Hengli, bláleitir kvöldskuggar hjúfra sig við Ármannsfell, og miid slikja fjarlægðarinnar sléttar ygglibrúnir Hrafna- 'bjarga. Þú ert einn í víðum fjallageimnum, hljóðum og há- tignarlegum, helgireit lands þíns, vígðum stoltustu stundum þjóðarinnar og sárustu læging- unni. Friðurinn og kyrrðin og heigin eru borgarbarninu bal- sam, þreyttu og langærðu af ys og hávaða og glaumi. Þú ert einn — eða ertu kannske ekki einn? Gefðu gaum að því, sem er í kringum þig. Láttu ekki hið stórbrotna landslag og hina mikil- fenglegu útsýn glepja þér svo sýn, að þú sjáir ekki einnig hið smáa og marg- brotna. Hvort sem þú ert ann- ars staddur í Þingvallahrauni, Búðahrauni, við Mývatn, Skorradalsvatn eða hvar annars á gróðurríkum stað, þar sem skjóls nýtur í skóglendi, hrauni effa giljum, muntu við nánari aðgaízlu sjá, að hvarvetna um-' hverfis þig er iðandi líf, ver- akiir svo margbrotnar, lífi þmngnar og dásamlegar, að þú heillast, ef þú lætur eftir þér effa gefur þér tíma til þess að skyggnast inn í þær. Niðri í grasbollum hraunsins, í rakan- um undir lyngflækjum kjarrs- ins, morar allt af lífi, og í hyerju skrefi þínu stígur þú yfir heil tilverusvið. Og þar að auk eru þessir lífheimar lyngs- ins og hraungjótunnar miklu smágervari, fjölþættari og margbreytilegri en auga þitt fær litið, hversu vel sem, þú reynir að kanna þessar veraldir. Líkt og óravídd, reginfirð og ómæl- isstærð stjörnugeimsins er tor- skiljanleg, svo er örsmæð og fjölbreytileiki lífsins í jarðlag- inu undir fótum okkar að sínu leyti. ,,Drag skó þína af fótum þer, því að ......“ ‘ITeimar þessara örsmæðar- vera eru huldir þeim, er út gengur hljóðlátan sumardag til þess að hyggja með augum sínum einum að lífi og önn lyngbúanna. En margt er samt að skoða. í því gróðurríki og iandslagi, sem við höfum val- ið okkur, er það fremm’ öðrum köngurlóin, sem vekur athygli okkar. Um klettaveggi gjánna, í hverri hraungjótu, hríslu af hríslu, jafnvel um sjálft lyngið er listvefnaður þeirra — vefur við vef. Það er í senn þeirra smáíbúðahverfi, þeirra vöggu- stofa, þeirra akur, þeirra flot- varpa á sumarvertíðinni. Vera má, að þér þyki köngur- lóin ekki fríð ásýndum. Vera má, að þér þyki lífshættir hennar ekki fagrir, ef metið er á vog þess siðferðis, er ætti að gilda í mannheimi. En lifsorka hennar, lífshæfi og listfengi er aðdáunarvert. TZ" öngurlærnar eru eiim stærsti flokkur skordýra, sem til er í heiminum. Þær eru um allar jarðir, en stærstar eru þær, litskrúðugastar og fjöl- breytilegastar í heitum löndmn. Á sjálfum heimskautasvæðun- um er þeim ekki lífvænt, en þó eru til dæmis nokkrar tegundir köngurlóa norður eftir öllu Grænlandi. Þær eru á auðnar- klettum úti í reginhafi, þær eru á hinum miklu eyðimörkum í Afríku og Asíu, þær eru í skóg- um og við sjávarstrendur, og til er afbrigði, sem á sér bústað í vatni, gerir sér þar eins konar peqat (trútyuwHh er étíHH í btúí- kaupMeijluHHi ryyyyvvwiyuvwywvyyvwií belg í gróðrinmn, fyllir hann lofti og hefur að hæli. Loks eru ýmsar tegundir köngmlóa búnar þeim hæfi- leika, að þær geta spunnið sér flugþráð. Þegar mergð köng- urlóa gerist á einhverjum stað og búþröng mikil, grípur unga kynslóðin tækifærið, er veður- skilyrði eru heppileg og upp- streymi frá jörðinni, spinnur sér þráð, sem liðast upp í loftið og fleygir sér til flugs á hon- um. Með þessum hætti geta köngurlær borizt upp í háloft- in og rekizt óravegu með vind- um og loftstraumum. Hættu- laust er það vafalaust ekki að gefa sig vindunum þannig á vald. Afföllin í þessum flug- sveitum köngurlóanna eru sjálfsagt gífurleg. En sumt kemst lífs af og nemur land á nýjum stöðvum, enda eru köngurlær stundum taldar meðal fyrstu landnema á eyddum svæðum. _ A llir vita i stórum dráttum, hvemig körtgurló er af guði gerð: líkust tveim hnökr- um, er hanga saman á Örmjó- um þræði. Hitt vita ekki allir, að margar köngux-lóartegundir eru búnar klóm með stórtennt- um söxum á, og eru það hin hræðilegustu vopn þeim kvik- indum, er hún herjar á. Á þeim köngurlóm, sem í vatni lifa, eru sundfætur, en stökkfætur á öðrum, er leggja stund á listir af því tagi. Bunar eru köngur- lær eiturkrókum, og til eru í hitabeltislöndum köngurlæi', sem svo eru magnaðar, að.þær geta banað mönnum með eitur- biti. En köngurlær okkar, vef- aramir miklu í Þingvallahrauni og Þrastaskógi eða hvar það annars er, þax sem þær eiga sér lönd og bú, vei'ða engum manni að meini, enda þjóðtrú í landi hér, að ólánsmerki sé irándá köngúrló eðci rjúfa ■ . -Ú nVýiui-'-uí r * UVsfit. f köngurlóarvef af ásettu ráði. Og í haga úti er slíkur verkn- aður líka óþokkabragð, er ber vitni um frekar lélegt innræti. En svo vel sem köngurlóin er að möi'gu leyti úr garði gerð, þá er hæfileiki hennar til þess að spinna hennar aðalsmerki og lífsbjörg. Aftai'lega á búki köngurlóarimiar eru 4—6 spunavörtur, og á sumum köngurlóm er hver spunavarta sett saman af eigi færri en eitt hundrað pípum, sem efnið í spunann streymir eftir. Hæfi- leika sinn nota köngurlærnar á margan hátt. Þær spinna sér veiðinet, þær gera sér eggjabú, þær fóðra ganga og hreiður, þær spinna sér sigþræði og ör- yggisþræði, þær spinna sér flugþræði. eiðinetin spinna köngur- lærnar nokkuð á mismun- andi hátt, eftir því hvaða teg- und á hlut að máli. En öll eru þau meistaraverk að gex'ð. Fimi þeirra, er þær beita klóm sín- um við spunann, er undraverð, því að þær ei*u hraðvirkar að sama skapi og þær em vel- virkar. Fullgerður veiðivefur köngurlóar er talinn fjögm’ra stunda verk, og má raunar vera, að það sé löng vinnu- hrota fyrir hana. Að loknu verki situr hún í búi sínu í miðjum vefnum með hátignar- legum drottningarsvip og bíður bráðar og hleypur siðan til, þegar fluga flýgur í netið. Margur hefur setið langar stmidir og athugað atferli köngurlóarinnar, til dæmis ef hún hefur gert sér veiðinet fyrir utan stofugluggann. Köngurlóin er sýnilega að sama skapi hyggin og hún er miklum verklegum hæfileikum búin, enda er það úrskurður vísindamanna, að heili köngui'- lónna sé bæði hlutfallslega stór og þroskaður. • egar hér er komið, munu allir verða þess varir, að þeim, sem þetta skrifar, er hlýtt í þeli til köngurlónna. Samt verður því ekki neitað, að sum- ir eiginleikar þeirra em held- ur- ógeðþekkir. Þær em mjög grimmar, og sú grimmd kemur ekki einungis fram í miskunn- ai’lausmn veiðum þeirra, sem er þeirra lifsbarátta, heldur einn- ig í sambúðinni innbyrðis. í helgum fræðum segir, að maðurinn sé höfuð konunnar, en i náttúrunnar ríki eru kven- dýrin oft hinar drottnandi ver- ur. Svo er það meðal köngur- lónna. Kvendýrin eru stærri og öflugri, einkum í hinum heitari löndum. En á norður- hjaranum er einnig oft munur á stærð og lit eftir kynjum. Og hin drottningarlega köngurló, sem við sjáum í vefnum, mætti með sanni nefnast Sigríður stórráða. Karlinn á sannarlega ekki upp á pallborðið hjá henni, þótt ekki geti hún al- gerlega útskúfað honum, því Framh. á 7. síðu. JFyrir 132 úruttt s Leiðanpr Reykvíkinga í ieit afi fo rnald a rsilfrl Reykjavík, 30. júní 1823. Þessa viku hafa sex menn úr Reykjavík leitað fólginna fjársjóða í Borgarfirði og Kjós. Grófu þeir á eigi færri e» fjórum stöðum, þar sem þeir hugðu fólgið silfur fornmanna, em komu aftur tómhentir úr þessari för, svo að ekki verður, bætt úr silfureklmuii í landinu fyrir framtak þeirra. Fyrii’liðar fararinnar voru Guðmundur Eyjólfsson, bóndi á Bústöðum við Elliðaár, Hannes Erlendsson skósmiður og Þorvaldur Jakobsson, og höfðu þeir með sér þrjá vinnu- menn til þess að starfa með sér að greftinum. Hélt flokk- urinn af stað úr Reykjavík 22. júní, og var farið beina leið upp að Borg á Mýrum til þess að leita að kistu þeirri hinni miklu og eirkatlinum, er Skallagrímur reið brott með að heiman og sökkti í fen, kvöldið áður en hann lézt í seti sínu. Grafið í Krumskeldu. Egils saga segir svo frá, að Skallagrímur hafi fólgið silfur- kistu sína og eirketil, annað- hvort eða bæði, í Krumskeldu, og þar hófu þeir Guðmundur gröftinn. Unnu þeir kappsamlega í tvo daga og grófu gryfju, er var hálf sjötta alin á dýpt og fimmtíu álnir að ummáli. Fyrri daginn fundu þeir við móbergsklöpp flatan og þunnan hring, er var að vídd á við op á litlu staupi, cr þeim var nærtækast að miða við, eða tveir þumlung- ar í þvermál, og þóttust þcir sjá siifurlit umhverfis hann og málmlit víða á bergi. Eggjaði það þá mjög til þcss að halda Icitinni á- fram. Annað fundu þeir þó ekki þrátt fyrir stranga leit, en þeir segjast hafa komið niður á lausan stein í bergmulningnum, og var undir honum gryfja. Minntust þeir þá hellusteins þess, er Skallagrímur á að hafa látið ofan á sjóð sinn, og hugðu, að þarna hefði áður verið gi'afið og féð haft á brott. Leit í Borgarfjarðar- dölum og Kjós. Frá Borg héldu þeir félagan að Gullberastöðum í Lundar- reykjadal. Mun þeim hafa þótt nafnið hljóma girnilega. Að vitni Harðar sögu og Hólm- verja var Björn gullberi, en bæinn reisti fyrstur manna, auðugur að fé. Þykir ýmsunv slíkur karl líklegur til þess að’ hafa vistað eitthvað af dýrgrip_ um sínum á víðavangi. i Á Gullberastöðum voru þein félagar heilan dag að gi'eftri áni þess að verða nokkurs vísari. Lögðu þeir þá leið sina suður Skorradal og grófu þar í mel- rúst í Vatnshornslandi. Fénað- ist þeim það betur þar, að þeir fundu sverðshjöltu, er höfðu, að sögn þeirra, lit og hörku sem líkast því sem þau væru úr látúnsblendingi. Þó mun þeim hafa þótt fengur sinn lítill, eftir svo mik- ið erfiði, og grófu þeir því á heimleið i Gullkistuhól í Kjós, en fóru einnig slyppir þaðan. Fornsilfrið freistar. Það eru fleiri en þeir Guð- mundur bóndi á Bústöðum og félagar hans, er orðið hafa til þess að leita að silfri í jörðu. Sýnist sem mörgum þyki það líklegt ráð til þess að auðgast með skjótum hætti, því að f þeirri veru eru þessir leið- angrar gerðir. Ekki eru nema tvö ár síð- an þrcttán manns gerðu til- raun til þess aS grafa f Krumskeldu í leit að fé Skallagríms. En svo fór þá sem um hina, er nú reyndu, að þeir báru ckkert úr být- um fyrir erfiði sitt. [Heimild: Klausturpósturinn.J Tilkynning um ló&ahreÍRSUit i f Með vísun til auglýsinga í dagblöðxmi bæjarins 10. þ. m. eru lóðaeigendur (umráðendur) hér með áminntir um að flytja nú þegar burtu af lóðum sínum allt, er veldur óþrifnaði og óprýði. Hreinsunin verður að öðrum kosti fram- kvæmd á kostnað þeirra, án frekari fyrirvara. Hlutir þeir, sem þannig kunna að verða fjarlægðir á vegum heilbrigðisnefndar og eitthvert verðmæti hafa að dómi þeirra, sem framkvæma hreinsunina, verða geymdir til 1. sept. næstk. á ábyrgð eigenda. Að þeim tíma liðnum má vænta þess, að hlutir þessir verði seldir fyrir áfollnum kostnaði. Upplýsingar í skrifstofu borgarlæknis, símar 3210 og 80201. Reykjavík, 21. mai 1955. ’ i ýlí ! . Heilbrigðistiefnd.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.