Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 20.12.1955, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 20.12.1955, Blaðsíða 1
4. árg. Þriðjudaginn 20. desember 1955 50. tbl. Eggert #í. Krist jtk at .vvoii : Með Útsýn til annarra landa Það var eftirvsenting í 'svip okkar ferðafólksins, sem komið var saman á Reykjavíkurflug- velli að morgni 16. ágúst 1955. Nóg var að gera hjá starfs- mönnum Flugfélags íslands við að vega farangur farþeganna, er leggja skyldi af stað með upp í háloftin með „Gullfaxa“ þenn- an ágústmorgun. Fæstir af þeim, sem þarna voru saman komnir, höfðu komið út fyrir landsteinana áður. Það hlaut að vera ævintýri líkast að vera á nokkrum klukkustundum kom- inn úr 60 þúsund manna bæ í 9 milljóna borg, svo að það var kannske ekki svo undarlegt, þótt svipurinn á fólkinu bæri þess merki, að það hlakkaði til að sjá slíka breytingu. Hópurinn, sem hér verður sagt frá, var rúmlega þrjátíu manns, og var á vegum ferða- féilagsins „Útsýn“. Var ferð- inni fyrst heitið til Lundúna- Eeiöjretiitig í öðru kvæði Þorgeirs Sveinbjarnarsonar í Jóla- blaði I. hafa orðið meinlegar prentvillur, sem fólk er beð- ið að leiðréíta, bcgar það les kvæðið. I næstsíðasta er- indi kvæðisins A IS- LENZKRI HEIÐI stendur: Fáleit heiðin — átti að vera Fálát heiðin. Þriðja lína þar fyrir neðan: Lækirnir fussa 'þeim — átti að vera: Læk- irnir fussa að þeim. Loks áttu hendingarnar um út- lendu skóna: Skyldu þeir duga mér yfir þessa heiði — að standa sér í erindi. í grein Kristjáns Eldjárns um nælurnar tvær er einnig slæm prentvilla. Þar segir, að Randarhóll sé um tíu metra gang frá bænum Hóli i Útmannasveit — hér átti að standa: um tíu mínútna gang. Báðir höfundarnir eru beðnir velvirðingar á þess- um leiðu mistökum og les- endur að leiðrétta þetta. borgar. Fararstjóri var Ingólf- j ur Guðbrandsson, sem hefur getið sér góðan orðstír í þeim efnum utanlands sem innan, enda fengum við að njóta hans ágætu hæfileika á allan hátt. Þegar allir höfðu látið skoða vegabréf sín og annað viðkom- andi ferðalaginu var komið í lag, var beðið merkis um brott- för. Við höfðum ekki beðið lengi, þegar merki var gefið um að ganga út að flugvélinni og okkur óskað góðrar ferðar. Okkur gekk vel að koma okk- ur fyrir í sætunum í vélinni. Aður en varði, var hún komin á loft og stefndi á brott frá okk- ar góða landi. Ekki höfðum við verið lengi á flugi, þegar okkar indælu is- lenzku flugfreyjur komu að sætum okkar farþeganna með úrvals átsúkkulaði og jórtur- gúm. Báðu þær okkur með sinni þýðu og mildu rödd að gera svo vel. Ekki létum við á okkur standa að þiggja slíkar góðgerðir. Við vorum ekki meir en svo búin að renna niður hinu á- gæta súkkulaði, þegar freyj- urnar okkar komu með ilmandi kaffi, smurt brauð og egg til okkar í sætin. Var ekki hægt annað að sjá en öllum bragð- aðist þetta vel og þótti bless- aður kaffisopinn góður. „Gullfaxi" þaut áfram á vængjum vindanna, jafnt og þétt. Fyrir neðan sáust kvika bláar öldur Atlantshafsins. Smávindhviður vögguðu flug- vélinni öðru hverju, en það var aðeins ókkur til gamans og tilbreytingar. Klukkan 1,40 eftir íslenzk- um tíma lenti flugvélin í Glas- gow. Ekki fengum við að fara út úr vélinni, ' urðum að láta okkur nægja úsýnið úr glugg- unum. Við stönzuðum þarna aðeins í tuttugu mínútur. Var síðan haldið áleiðis til Lund- úna. Rétt eftir að vélin hóf sig til flugs, var okkur borinn kaldur réttur og það ekki af verri endanum. Virtust alli'r borða með beztu lyst. Hafi ein- hver flugveiki verið farin að gera vart við sig, þá hefur hún áreiðanlega batnað við svo á- gætan mat. Það var gaman að fljúga suð- ur eftir Englandi og sjá akra og fallega búgarða, sem úr flugvélinni líktist köflóttum á- breiðum á jörðinni. II. Klukkan 4% eftir íslenzkum tíma lentum við á flugvelli við Lundúni. Flugstöðvarbygging- in er afar stór og áreiðanlega auðvelt að villast þar fyrir ó- kunnuga. Við reyndum eftir beztu getu að halda hópinn og Lundúnum áttum við að búa á tveim stöðum, Regent Palace Hotel við Piccadilly Circus og Strand Palace Hotel við götuna i Strand. Fyrst var farið að Strand Palace Hotel. Þar fórum við 17 úr bifreiðinni með okkar hafur- task, hin héldu að Regent. — Þessi gistihús munu vera með stærstu og beztu gistihúsum í miðhluta Lundúnaborgar. — Strand Palace Hoted er tíu hæð- ir með eitt þúsund herbergi. Sumarferð til Englands, Frakk- lands, Belgiu, Hollands, B>yzkalands og Danmerkur gengum í halarófu eftir farar- stjóranum, bæði til toll- og vegabréfaeftirlits, sem allt gekk að óskum. Fyrir utan flugstöðina beið okkar ensk bifreið af nýjustu gerð. Stigum við öll upp i hana og létum fara sem bezt um okkux í mjúkum sætunum. En hitinn var gífurlegur og angr- aði okkur mikið, svo að það runnu af okkur nokkrir lítrar af vatni, enda skein sólin líka glatt í heiði. Varð okkur að orði, að hún ætti fremur að skína nokkra stund heima á íslandi og þurrka hey bænd- anna þar en kvelja okkur svona voðalega. Var nú haldið af stað inn 1 Lundúnaborg. Ekið var götu eftir götu. Öll reyndum við að nota okkur útsýnið úr gluggum bifréiðarinnar sem bezt. Enginn vildi missa af neinu, sem fyrir augun bar. Ingólfur hafði til umráða hljóðnema, fremst í bifreiðinni, útskýrði hann svo eftir beztu getu hið helzta, sem á leið okk- ar varð. í bifreiðinni flýttum við klukkunum okkar um eina klukkustund, svo að þær fylgdu brezkum sumartíma. Eftir klukkustundarakstur komum við í miðhluta borgarinnar. í Var mér og kunningja mínum, Hafsteini Sigurjónssyni, úthlut- að hei'bergi númer 477 á fjórðu hæð, og vorum við afar ánægð- ir með það. Um kvöldið var svo um sam- ið, að við, sem bjúggum á Strand, skyldum koma upp á Regent. Þar var svo sameigin- legt borðhald. Fengum við þar ágæta brezka rifjasteik, ásamt fleira góðgæti, bæði á undan og eftii'. Yfii'leitt líkaði okkur vel maturinn í Lundúnum þann tíma, sem við dvöldumst þar, ekki sízt eftirmaturinn, sem var oftast blandaðir ávextir með í'jómaís út á. Eftir þennan ágæta kvöld- Yfis'Sýsirag Vegna forsíðugreinar í Frjálsri bjóð 17. b.m. óskast eftirfarandi tekið frarn: Sala á Vélsmiðjunni Héð- inn h.f. eða eignum fyrir- tækisins til S.Í.S. eða ann- ara aðilja hefur aldrei komið til tals og er l>ví nefnd frétt tilhæfulaus með Öllu. SVEINN GUÐMUNDSSON forstjóri. Eggert H. Kristjánsson. mat fór Ingólfur með okkur urrí miðhluta borgarinnar og sýndi okkur götulífið, bæði af verri og betri endanum. Sérstaklega eru mér minnisstæðar hinar gífurlegu og fjölbreyttu ljósa- auglýsingar í kringum Picca- dilly Circus. Fjöldi fólks sat á steintröppunum í kringum styttuna af ástarguðinum Eros og hafði breitt dagblöðin xrndir sig. Logn var og afar heitt í veðri, enda voru flestir karl- menn þarna snöggklæddir og kvenfólkið í ermalausum sum- arkjólum. Virtust allir njóta þess að hoi-fa á hinar skraut- legu ljósaauglýsingar í kringum torgið, svo og annað, sem fyrir, augu bai'. Miðvikudagurinn 17. ágúst, sem var okkar fyrsti morgunn í Lundúnum, rann upp bjartur og fagui'. Við félagarnir höfð- um gluggann opinn upp á gátt um nóttina. Héldum við, að þá yrði eitthvað svalara í her- berginu. En það í'eyndist litill munur á því. Verst var, að skai'kalinn af götunni heyrðist miklu meira inn fyrir bragðið. Þegar við þóttumst sæmilega vel vaknaðir, lxringdum við eft- ir morgunverði. Varð Hafsteinn. S að taka það að sér, því að ’nann var miklu sleipai'i í ensku en ég. Kom að vöx-mu spori myndarleg þjónustustúlka með morgunverðinn. Hafsteinn fann það strax út á málfari hennar, að hún væri ekki ensk. Það kom líka á daginn, því að hún var pólsk, en var búin að vei'a nokkur ár í Lundúnum. Ekki urðum við fyrir vonbrigðum með morgunverðinn. Við feng- uin indælt te, steikt egg og steikt flesk, ásamt brauði og Framh. á 3. síðu.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.