Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 20.12.1955, Blaðsíða 10

Frjáls þjóð - 20.12.1955, Blaðsíða 10
10 FRJÁLS ÞJÓÐ Þriðjudaginn 20. desember 1955 Aðalsteinn séra Páls Sigurðssonar Aðalsteinn. — Skáldsaga efir Pál Sigurðsson. Önnur útgáfa. Bókaútgáfan Fjölnir. Reykjavík 1935. Séra Páll Sigurðsson, síðast prestur í Gaulverjabæ, var tví- mælalaust einhver fremsti maður íslenzkrar klerkastéttar á ofanverðri 19. öld. Gáfur hans voru miklar og fjölþættar, og þegar við bættist, að maðurinn var gæddur skapfestu, óvenju- legum kjarki og víðsýni, gat ekki hjá því farið, að hann iskildi eftir sig varanleg merki á spjöldum íslenzkrar sögu. Séra Páll gerðist einhver fyrsti og einbeittasti talsmaður frjálsrar guðfræði og lagði á og lagði á það ríka áherzlu, að saman yrði að fara trú og göfug breytni, þrælar bókstafsins væru dragbítar kristinnar kirkju. Prédikanir séra Páls, sem út komu árið 1894, nokkru eftir lát hans, voru um skeið mikið lesnar og höfðu varanleg áhrif á hugsunarhátt almenn- ings og trúarskoðanir, enda var þar fjallað um vandamál mannlegs lífs af meiri alvöru, rökvísi og raunsæi en menn áttu að venjast. Bera stólræður Páls Sigurðssonar vitni um allt í serrn, afburða mælsku, hug- sjónaauðlegð og glöggan skilning á þjóðfélagsmálum. Séra Páll fékkst nokkuð við skáldsagnagerð. Það, sem eftir hann liggur á því sviði, ber því raunar ljóst vitni, að fremur stýrði penna hans á- hugi á að uppræta þjóðfélags- legar meinsemdir og gamla ó- siði en hneigð til skáldskapar. Langstærst og merkast þeirra skáldrita, sem eftir séra Pál liggur, er skáldsagan Aðal- steinn, sem kom út á Akureyri árið 1879, og nú hefur loks verið prentuð í annað sinn. — Aðalsteinn er mikil saga að vöxtum, um 400 bls. Ekki er þess að dyljast, að hún er ærið gallað skáldrit. Veldur þar mestu um, að höfundi er svo mikið í mun að koma á fram- færi siðaboðum sínum, að prédikunartónninn ber skáld- .skapinn allt of ofurliði. Þess gætir einnig, að höfundi er ekki sýnt um að gæða lífi þær sögupersónur, sem fyrir- ferðai-mestar eru og keimlík- astar sjálfum honum um siða- skyn og skoðanir. Hins vegar tekst honum stundum vel að lýsa aukapersónum og samtöl eru allvíða eðlileg og fjörleg. Höfuðkostur sögunnar er þó sá, að hún hefur að geyma margar raunsannar þjóðlífsmyndir úr íslenzku sveitalífi. Aðalsteinn er saminn á því tímabili, er íslenzk skáldsagna- gerð var enn í bemsku. Það er að sjálfsögðu fjarri lagi að jafna honum við skáldsögur brautryðjandans, Jóns Thor- oddsens, svo mjög sem hann er þeim siðri að listgildi. En þrátt fyrir augljósa galla, á Aðal- steinn ólíkt meira erindi til ís- lenzkra lesenda en margt það léttmeti, þýtt og frumsamið, sem nú er prentað. G. G. I MWAAMAMUWWVWVUWVWmnMVWWMIwVWWWVi A hnotskógi Helgi Hálfdanarson: Á hnotskógi. — Bókaflokkur Máls og menningar 1955. Helgi Hálfdanarson gerist mikilvirkur í sínu bókmennta- starfi. Fyrir tveim árum kom út þýðingasafn hans: Handan um höf. Markverð bók, sem var mjög lofuð. í fyrra sendi hann frá sér bókina Slettireku, leik- mannsþanka um gamlar vísur. Þetta nýja safn ljóðaþýðinga er að mörgu ólíkt því eldra, meira þýtt eftir yngri skáld og víðar leitað fanga. Ljóðin eru úr einum tíu þjóðtungum kom- in og eftir hundrað höfunda eða þar um bil. Fátt^er þó eftir yngstu skáldin, en meira eftir ýmsa þá, sem höfðu mikil áhrif á þá, er kallast ung skáld hér. Þessar þýðingar sanna enn það, sem vitað var, að margt það, er heitir ungt og nýtt hér, er orðið gamalt þar. Þetta máttum við einnig þola í byggingarlist og myndlist og fleiru. Enginn hef- ur enn unnið ljóðlist nútímans það, sem Kiljan vann fyrir sagnalist eða Kjarval í mynd- list. Þáð er gott að kynnast nokk- uð erlendri ljóðagerð, í þýðihg- um, ef ekki vill betur. Bók þessi er merkilegt kynningarrit, því að af vandvirkni virðist unnið. Helga skortir sennilega hrifn- ngu í starfi sínu, og þess vegna vantar oft herzlumuninn til snilldar og stundum meira. Ljóðabók þessi er í heild nokk- uð dauf. Sennilega er Helgi of ná- kvæmur í túlkun sinni á frum- Gerum upp gamla hatta ' •% Onnumst allt sem lýtur að fatahreinsun og pressun Fljótt og vel unnið w..^íU!!tbíí Nýja efnalaugin h.f. (Stofnsett 1930). Höfðatúni 2. Sími 82588. Laugavegi 20B. Sími 82588. E^cheírssundi 3. Sími 82599, '■U’-y.tl: kvæðum. M. a. þess vegna er fátítt, að hjá honum skapist stórbrotin listaverk á borð við beztu þýðingar Jónasar Hall- grímssonar, Matthíasar Joch- umssonar og Magnúsar Ásgeirs- sonar. Aftur á móti er hann oft slyngur að ná fínum tónum smágerðra ljóða. Sjáið m. a. Skilnað eftir Lí Pó, bls. 81, Vin- ur á förum o. fl. Fróðlegt er að kynnast þarna ljóðagerð Aust- urlandamanna, enda þótt eitt- hvað bresti á rétta mynd þess ljóðs, er að austan kom. Þó hefði verið heppilegra að stuðla þessi ljóð á auðveldan hátt, Ekki er mælgin í þessum smáljóðum og væri það lærdómsríkt lang- lokuskáldum hér á íslandi — og mega þó ekki öll kvæði vera stutt. Mikil og hugstæð saga er í smáljóði eftir Lí Pin — Á heim- leið. Ég þráði bréf að heiman lengi og heitt hvert haust og vor; nú á ég þangað eftir fáein spor, en engan þori ég að spyrja um neitt. Japönsku stökurnar eru merkilegar og vinna hugann við nánari kynni. Oft minna þger á íslenzkar lausavísur: Það kemur og fer, vorið; skyldi það ennþá hrífa hjarta mitt, nú, þegar unnustan mín fylgir því ekki í hlað? Komdu enn með kæti og þor. — Komdu, ef þú getur, annars kemur ekkert vor eftir þennan vetur. Endurfæðing á bls. 92 á sér víst hliðstæður í vísum Jóns á Bægisá eða Sigurðar Breið- fjörð. Sorg, bls. 93, minnir á þjóðkunna vísu, sem eignuð er Steini Steinarr — ef saman má líkja gamni og alvöru. Þessar japönsku ,,stökur“ eru líklega það markverðasta í bók- inni og fengur að þeim. — Svo kveður Matsúó Bashó: Ferðin á enda; draumur minn, hann flögrar um á hrjóstur-heiði. Af Vesturlandakvæðum þykja mér jafnbezt, sem þýdd eru úr ensku, enda hefur Helgi lagt mesta stund á þýðingar úr því máli, m.- a. þýtt fimm leikrit Shakeipears,, Af snjöllum ljóð- um nefni ég' Þeir sem hlusta. Þar skeikar. naiimast um hárs- breidd: ... Þeir-Heyrðu ístaðið ' -skrjáfa við skóinn, og skeifu sem grjótið sló, MUNIÐ að hin þekktu skjólföt okkar fást um land allt. ÖDÝR — VÖNDUÐ Belgjagerðin h.f. Skjólfatagerðin h.f. Sænsk-íslenzka frystihúsinu. WWWWfWV^WWWWVWWWWWWWWWrfWWWWWWW J^ÁfWWWrtrt^WMV LITRÓF PRENTMYNDAGERÐ Grettisgötu 51 A — Sími 7195 Vöndtið vinna Fljét afgreiðsla ^WWW^VWrfWVWWVWWJWWNA^W^A/WWWWW'W^WW^i

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.