Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 13.12.1958, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 13.12.1958, Blaðsíða 7
JÓLIN 1958 FRJÁLS ÞJÓÐ 7 JFirá Hrallátrwm EGGERT H. KRISTJÁNSSON off Látrab/arffi Vestasta byggð Evrópu. DJARGTANGAR eru, sem kunnugt er, vestasti hluti íslands. Norðan þeirra skerast þrjár víkur inn í' landið. Nyrzt þeirra er Kollsvík, sem liggur inn með Blakknesi sunnan til. Þá kemur Breiðavík, sem ligg- ur á milli núpanna Breiðs og Bjarnarnúps. Sagt er, að Bjarn- arnúpur dragi nafn sitt a£ því, að eitt sinn ætluðu menn að vinna bjarndýr uppi á honum og höfðu umkringt það frammi á . brún hans. En þá vafði björninn sig saman og renndi sér niður skafl ofan gjá eina og allt í sjó niður og slapp þannig úr höndum þeirra. Síð- an hefur gjáin verið kölluð Bjarnargjá og núpurinn Bjarn- arnúpur. í Breiðavík er kirkjustaður fyrir þessar þrjár víkur, sem kallast einu nafni Útvíkur. Kirkjan í Breiðavík hefur löng- um þótt hrörleg og fátækleg utan sem innan. Ríkisvaldið hefur sýnt henni lítinn sóma á liðnum áratugum. En nú er þar hafin bygging nýrrar kirkju. Það mun vera ætlun sóknarfólksins að vinna sem mest að henni í sjálfboðavinnu. Er vonandi, að á þann plóg leggist þeir allir sem einn mað- ur, en brýn nauðsyn er á því, að kirkjan komist sem fyrst upp. í Breiðavík er einnig heimili fyrir ódæla drengi; hefur þetta heimili gefið góða raun og hjálpað. mörgum unglingi að snúa við af þeirri óheillabraut, sem hann var farinn .að ganga. Sá, sem átti einna mestan þátt f, að þetta heimili var reist í Breiðavík, var fyrrverandi þingmaður Barðastrandarsýslu, Gísli Jóns- son. Þetta heimili er eitt af þeim sporum, sem hann hefur skilið eftir sig í sýslunni, en spor hans sjást þ.ar víða. Syðst víkanna þriggja og næst Látrabjargi eru Hvallátr- ar eða Látrar, eins og þeir eru venjulega nefndir í' daglegu tali. Látrar eru vestasta byggð á landinu og þá jafnframt í Evrópu. Um landnám þessara víka segir svo í Landnámu: „Þórólfr spörr nam Patreksfjörð fyrir vestan ok Víkr fyrir vestan Barð nema Kollsvík, þar bjó Kollr . . . Þórólfr nam ok Kefla- vík fyrir sunnan Barð og bjó •at Hvallátrum." Virðist því, að byggð hafi verið á þessum slóðum frá landnámstíð. Hvallátrar. PJÖLBÝLASTA víkin eru Hvallátrar; hefur svo verið á síðari áratugum. Látravík skerst eða liggur á milli tveggja núpa, Bjarnarnúps að norðan og Brunnanúps að sunnan. A Látrum mun oftast h.afa verið Látra-bændur byggðu smá- varnargarð nyrzt í víkinni fyr- ir báta sína; þar er nokkurt skjól í norðaustri af Bj.arnar- núp; var garður þessi til stórra bóta og góð vörn fyrir stærstu holskeflum frá hinu víðáttu- mikla úthafi. Á allra síðustu árum hefur Barðið i Látrabjargi. margbýli. Flestir hafa ábúend- ur verið þar átta; er aðeins rúmur áratugur síðan, að þeir voru þar svo margir. Eftir alda- mótin virðast þar hafa verið fimm ábúendur, eins og vísa þessi ber með sér: Eggert, Jón og Erlendur á Hvallátrum búa, Gestur líka og Guðbjartur gagni saman hlúa. Ekki er hægt að segja, að jarð- næði sé þarna nema fyrir einn eða tvo röska bændur. En það, sem hefur hjálpað svo mörgum bændum að búa þarna, er sjór, inn. Á Látrum hefur alla tíð ver- ið mikið útræði, fyrst á ára- bátum og síðan á opnum vél- bátum; var aflinn ýmist salt- aður eða seldur til Patreks- fj.arðar. Mjög erfitt er að stunda þarna útgerð, sökum þess að víkin liggur fyrir opnu hafi. En stutt er á góð fiski- mið, og fiskaðist jafnan vel, þegar gæftir voru. útgerð mikið minnkað. Nú vilja bændur heldur stunda vegagerð og byggingarvinnu með sínum litla búskap; hefur bygging vistheimilisins í' Breiðavík verið sumum þeirra drjúg búbót. Þá eru enn til bændur á Látrum, sem leggja leið sína á fjöllin á vetrum og stunda refaveiðar. Við suðvesturhorn Látravík- ur hjá Brunnanúp eru Brunn- ar. Á þeim stað var aðalútræðið á tímum árabátanna. Gömul munnmæli eru til um það, að Þórólfur spörr, landnámsmað- ur, kæmist ekki á land á Brunnum, fyrr en hann legði eld í skóg þann hinn mikla, er þar var. Ætti því staður sá að bera nafn af bruna þessum og heita að Brennum eða Brun- um. En sagt er, að kolbrunnar kylfur h.afi fundizt þar niðri í mosanum á öndverðri 19. öld, og þykir það sanna söguna um brunann. Bardagi við víkinga. 17YRR á dögum er getið um ■*■ bónda einn á Látrum, er Gottskálk liét; var hann sagður mikill fyrir sér og fjölkunnug- ur mjög. Á efri. árum hansj þegar hann var korninn í' kör, er sagt, að víkingaskip hafi komið þar að landi; hugðust skipverjar gera strandhögg. Setti skipið út tvo báta all- mikla, vel mannaða og með alvæpni. Lenti annar báturinn á Brunnum með 60 manns. En þar var fyrir fjöldi mikill af hraustum vermönnum, sem veittu víkingum svo harðfengi- leg.ar viðtökur með bareflum og öðrum vopnum, að þeir drápu alla þá, er þar höfðu lagt að landi, og er sagt, að þeir séu dysjaðir í reit þeim, sem þar er og kallast Kúlu- reitur; er hann rétt fyrir utan Sandmannabúðir. Hinn báturinn lenti við Krókinn, sem er lækur, ekki ýkj.alangt fyrir heiman Brunna. Gengu víkingar þar á land 50 eða 60 að tölu. Fóim þeir þeg- ar upp í fitina þar fyrir ofan til að smala saman sauðum og nautum og reka til strandar. Fátt manna, er sagt, að væri fyrir heima á Látrum nema Gottskálk bóndi og synir hans þrír. Ekki eru þeir nafngreind- ir nema einn, og hét sá Jón. Sögðu þeir karli föður sínum frá komu víkinganna og að- gerðum þeirra. Sagði þá karl, Eggert H. Kristjánsson. aði hann sonu sína til hreysti- legrar móttöku. Við það bjuggust þeir bræð- ur og gengu út eftir melbökk- unum, er þá höfðu verið háir, og verða víkingar ekki neins ófriðar varir, fyrr en þeir bræður eru rétt að þeim komn- ir. Mættust þeir nú á rifinu, og sló þegar í' bardaga. Þeir bræður höfðu hvalrif að vopn- um og gengu svo hart fram, að þeir drápu alla víkingana. En frá Gottskálki karli er það að segja, að hann lét bera sig út á bæjarhólinn í byrjun or- ustunnar. Barði hann með tveimur svigabrotum ofan í hólinn, meðan barizt var, og féll jafnan einn maður af vík- ingum við hvert högg, sem karlinn barði. Hvallátrar. Bjarnarnúpur i baksýn. að nú væru ei menn sem áður hefði verið, og það myndi hann sína daga, að eitthvað hefði hann látið í skerast, áð- ur en hann hefði verið í'ænd- ur, og víst hefði hann ekki á brott hlaupið, þótt nokkrir kögursveinar hefðu orðið á vegi sínum, sem víkingar þess- ir vera myndu, og mjög eggj- Jón Gottskálksson var fyrir Látramönnum í bardaganum, Var hann rammur að afli og g.arpur hinn mesti og þó talið, að eigi væri hann nema 18 vetra. Látramenn könnuðu bú- pening sinn eftir fall víking- anna, og hafði þá tvævetur kvíga dottið ofan í' svokallað Svartavað. Þá er sagt, að Jón

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.