Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 20.07.1967, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 20.07.1967, Blaðsíða 3
i 9 FRAMSÓKN OG HERSETA l Ritstjórnargreln ♦ o é * Seint í októbermánnði *»1. lýsti sambandsþing angra framsóknarmanna yfír þeim vilja sínum, að bandaríska setuliðið hyrfi héðan. Var hugmynd þeirra sú, að herliðið yrði flutt burt í áföngum á fjórum árum og jafnóðum tækju íslendingar við rekstri mannvirkja þess hér. Flokksþing Framsóknar- flokksins, sem haldið var í marz, tók stefnu ungu mannanna nær óbreytta upp á arma sína og gerði hana að stefnu flokksins. STUTT SPOR EN RÉTT Að sjálfsögðu er þessi leið framsóknarmanna óra- f jarri því, sem íslenzkir her námsandstæðingar geta sætt sig við. Hún losar okk- ur síður en svo við þann á- byrgðarhluta á utanríkis- stefnu Bandaríkjanna, sem fylgir samstöðu okkar með þeim. Hún bægir ekki frá okkur hættunni á árás í stríði, sem stórveldin kynnu að stofna til í hroka sín- um, valdafýsn eða klaufa- skap. Hún stuðlar ekki held ur að því, að friðarhug- sjón festi rætur hér á landi. Á hinn bóginn er að líta á, að framkvæmd á stefnu framsóknarmanna myndi bægja frá ýmsum alvarleg- um hættum, sem menningu okkar og þjóðfélagi stend- ur sífellt af herliðinu og skýrast hefur komið í ljós í sjónvarpsmálinu. Af þessum sökum vakti stefnubreyting framsóknaf- manna misjöfn viðbrögð meðal hernámsandstæð- inga. Af sumum var henni nánast fávíslega illa tekið, annars staðar fagnað sem stuttu spori í rétta átt. Þann ig birti Frjáls þjóð 3. nóvem ber ritstjórnargrein um sam þykkt ungra framsóknar- manna, og íýkur henni með þessum orðum: „Við skul- um því ekki æpa að þehn, sem rialgast okkur í skoð- unum, þó hægt miði, held- ur fagna af einlægni hverju' spori í rétta átt.“ LEIÐIN TÝNIST Ályktun framsóknar- manna var gerð skömmu fyrir kosningar, og hefði því mátt ætla, að sú stefnu breyting, sem hún boðar, fengi allmikið rúm í kosn- ingabaráttu framsóknar- manna. Til þess eru stjóm- málaskrif og ræður t fyrir kosningar að kynna stefúu- mál frambjóðenda, ekki sízt ef flokkurinn hefur eitt- hvað nýtt á prjónunum. Nú brá hins vegar svo við, að framsóknarmenn minntust tæpast á þessi mál í allri kosningabaráttunni. Svo má fletta Tímanum dag eft- ir dag og viku eftir viku, að hvergi sjáist þess getið, að afstaðan til varnarliðsins komi kosningunum nokkí urn skapaðan hlut við. Hvað eftir annað rekja framsóknarmenn þau mál, er þeir telja, að kosning- arnar standi um, án þess að herstöðvamálinu sé hreyft. Hér er aðeins hægt að nefna fá dæmi. Daginn fyrir kosningar birti Tíminn á forsíðu við- tal við formann flokksins, Eystein Jónsson, um það sem honum væri efst í huga í lok kosningabaráttu. Spyr ill hans varpar fram spurn- ingunni: „En hvað viltu segja um málefnin?“ Ey- steinn hefur ýmislegt að segja um þau, en ekki orð um herstöðvamál. Inni í sama blaði eru greinar eftir sjö unga kjós- endur, þar sem þeir vitna um ástæður fyrir fylgi sínu við Framsóknarflokkinn. Enginn þeirra nefnir brott för varnarliðsins á nafn og er þó ýmislegt tínt til. Jafn vel þekktur og einlægur her námsandstæðingur eins og Páll Lýðsson drepur ekki á þessi mál. Honum virðist ekki hafa verið ofarlega í huga, að stuðningur við Framsóknarflokkinn gæti losað okkur við bandaríska herliðið. — Eða hefur Tím- inn afþakkað yfirlýsingar í þá átt? Síðustu vikumar fyrir kosningar hafði Timinn venjulega feitletraða rammaklausu á forsíðu und ir fyrirsögninni „Þetta vill Framsóknarflokkurinn“. 2. júní er fjallað um utanrík- ismál. Er þar síðast komið áð fterstöðvamálinu og það afgreitt á eftirfarandi hátt: „Flokksþingið taldi rétt, að óbreyttum aðstæðum, að ís- lendingar séu aðilar að varn arsamtökum vestrænna þjóða en minnir jafnframt á þann fyrirvara af hálfu íslendinga, að hér verði ekki her á friðartímum og að þá sé algerlega á valdi íslendinga sjálfra að meta þær aðstæður." Hér er ekkert getið um, að flokksþingið hafi talið tímann kominn til að flytja herinn burt. Sagt er frá ályktun þess á þann veg, að hún segi ekkert meira en framsóknarmenn hafa allt- af gert, síðan þeir sviku lof orð sín um uppsögn her- stöðvasamningsins 1956. Ummæli Tímans þýða því annað hvort brotthvarf frá stefnu flokksþingsins eða nýja, óvænta túlkun á álykt un þess. Vel má vera, að á- lyktunin sjálf hafi að geyma einhvern leyndan varnagla, að slík túlkun sé hugsan- leg, en þannig var hún að minnsta kosti ckki skilin eða túlkuð, er hún kom ‘ fram. HVAÐ VILL FRAM- SÓKNARFLOKKURINN? Af þessum sökum er á- stæða til að spyrja: Hver er stefna Framsóknarflokks- ins í herstöðvamálum? Telja þeir tíma til kominn að hefja undirbúning að brottför hersins? Eða vilja þeir enn bíða eftir friðará- standi um heim allan, á- standi sem aldrei getur skapazt, meðan þjóðir Vest- ur-Evrópu — þeirra á með- al íslendingar — veita Bandaríkjunum sið- ferðilegan stuðning í hern- aðarbrölti þeirra í fátæka heiminum? Þótt kosningar séu nú afstaðnar og ekki á valdi þjóðarinnar á naest- unni að lyfta framsóknar- mönnum til valda eða svipta þá þingsætum, á hún fulla kröfu á að vita, hvaða stefnu flokkurinn fylgir í þessu mikilvæga máli. FRJÁLS ÞJÓÐ Útgefandi: HUGINN HF. Ritstjórn: Gunnar Karlsson (ábm.), Einar Hannesson, Haraldur Henrýsson. Áskriftargjald kr. 400.00 á ári. VerB I lausasðlu kr. 10.00. PrentsmiSjan Edda prentaBi ÞVÍ VAR SNÚIÐ VIÐ? Önnur . spurning blasir einnig við: Hvaða rétt hafði Tíminn og forsprakkar Framsóknarflokksins til að stinga löglegri samþykkt flokksþingsins undir stól, þegja um hana og mistúlka hana? Eru það reykvískir framsóknarmenn, sem fara með samþykktir flokksins að vild, þegar utanbæjar- menn eru komnir heim af flokksþingum? Eða var samkomulag um það frá upphafi að miðla svo mál- um milli hernámsandstæð- inga og varðbergsliða í flokknum að samþykkja brottför hersins á flokks- þingi, en leggja þá sam- þykkt í salt við fyrsta tæki- færi? Ólíklegt er, að framsókn armenn hafi talið sér væn- legra til fylgisöflunar að fela samþykkt sína um her- stöðvamálið. Þeir hljóta að vitá, að þeir hafa tapað miklu fylgi vegna hernáms- stefnu sinnar, og það tap heldur áfram. Fremur hlýt- ur manni að detta í hug, að samþykktin hafi verið fal- in til þess að hún yrði farin að fyrnast og gleymast, þeg- ar kæmi að því að gefa út málefnasamning um stjórn arsamstarf með sjálfstæðis- mönnum eftir kosningar. Stundum var að því fært í blöðum hernámsandstæð- inga, að framsóknarmenn myndu svíkja þessa stefnu sína eftir kosningar, eins og þeir gerðu 1956. Hitt hef- ur víst fæstum dottið í hug, að þeir myndu verða svo á- kafir að ganga á bak orða sinna, að þeir svikju hana fyrir kosningar. En þetta hefur Frámsóknarflokkn- um farið fram á ell<efu ár- um. — GK. hver heilvita maður getur sagt sér sjálfur, hvert rétt- mæti sé í öllum þessum „höftum.“ ÞaS gæti veriS fróSlegt fyrir hina menningarelsk- andi íslenzku þjóS, aS kynna sér þær ráSstafanir herf oringj ast j órnarinnar grísku, sem lúta að ræktun menningar og mennta. Hér er eitt atriSi. Fyrir nokkru var gefin út tilkynning í Grikklandi þess efnis, að bannaSur væri flutningur tónlistar eftir mann nokkurn aS nafni Mikis Theodorakis. Jafnframt var stöðvuS sala á hljómplötum hans. ÁstæS an til bannsins var sögS sú, aS tónlist hans myndaSi „tengsl“ viS kommúnista. Nú veit ég ekki, hvaS nafn- iS Mikis Theodorakis seg- ir ykkur, en til skýringar skal þaS tekiS fram, aS þessi maSur samdi tónlist við kvikmyndina Grikkinn Zorba, sem margir munu hafa séS hérlendis. Nú læt ég ykRur eftir aS dæma um þaS, hvaS þiS tengdust kommúnistum mikiS, er þiS hlýdduS á þessi lög. ,,Um héraSsbrest ei get- ur, þótt hrökkvi sprek 1 tvennt“, sagSi skáldiS. Eins má vera, aS tónlistarbann þetta hefSi gleymzt furSu fljótt, ef ekki hefSi veriS minnt ónotalega á þaS fyr- ir skömmu. ÞaS er ekki nema rúm vika síSan gríska herforingjastjórnin bann- aSi sýningar á þrem forn- um, grískufh harmleikjum á grísku leiklistarhátíðinni, sem haldin verSur í Aþenu í sumar. Og hver skvldi nú vera ástæSan fyrir þessu banni? Jú, tónlistin sem flytja átti viS harmleikina, er eftir fyrrnefndan Theo- dorakis. Tilkynning þessi ^var birt um svipaS leyti og tilkynningin um, aS nokkr- ir Grikkir hefSu veriS svipt ir ríkisborgararétti sínum; meSal þeirra var fræg kvik- myndaleikkona. Lifi mennt og listir! InngangsorS NorSur-Atl antshafssamningsins hefj- ast þannig: „ASilar samnings þessa lýsa yfir af nýju tryggð sinni viS markmiS og meg- inreglur sáttmála Samein- uSu þjóSanna og ósk sinni um aS lifa í friSi viS allar þjóSir og allar ríkisstjórn-, ir. Þeir eru staSráSnir í því að varðveita frelsi þjóða sinna, sameiginlega arfleifð þeirra og menningu, er hvíla á meginreglum lýð- ræðis, einstaklingsfrelsi og lögum og rétti.“ Kenningin lýtur svo sem nógu fagurlega út á papp- írnum, en skyldi það hafa verið ætlunin, að breytnin væri slík, sem nú í Grikk- landi? Er sameíginleg arf- leif dg menning bezt varð- veitt á þennan hátt? Það kynni svo að fara, að kenn- ingin fagra yrði útbreidd í verki til fleiri aðildarríkja. Þá þætti einhverjum þrengj ast fvrlr dynim. •••—.••• Cmn.h.HQflur 20. júli 1967 f I l i

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.