Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 20.07.1967, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 20.07.1967, Blaðsíða 7
f herzla yrði lögð á, að öll meiriháttar störf á sjúkra- hisum yrðu unnin að deg- inum, ekki dreift á allan sólarhringinn. Hvaða rök liggja t. d'. eiginlega til þess, að dagurinn verði að byrja kl. hálfsjö á spítölum, ein- faldlega til þess, að nætur- •vakt geti lokið sínum störf- um? Frá sjónarmiði venju- legs manns eru þau rök sannarlega léttvæg. Með nægu starfsliði, sem hæfi vinnu kl. 9 — eða jafnvel kl 8.30, mætti tvímæla- laust koma öllum störfum af. Og hverju mundi þetta þá breyta? Einfaldlega því, að hjúkrunárkonum, sem heimili eiga hér í borg — eða annars staðar á land- inu í grennd við sjúkrahús, yrði gert kleift að stunda sína vinnu t. d. á sama tíma og eiginmenn þeirra. Við verðum nú einusinni að standa augliti til auglitis við þá staðreynd, að hjúkr- unarkonur eru að flestu, ef ekki öllu leyti eins skapað- ar og aðrar konur, og trúar eðli sínu verða flestar þeirra til aö stofna sitt heim ili. Og ég leyfi mér að full- yrða, að vaktavinna húsmóð ur utan heimilis er algjör eyðilegging alls, sem hing- að til hefur verið kallað heimili og heimilisfriður á þessu landi. HÖFUÐ OG STETNN Meðan allir hlutaðeigend ur glápa einungis á tölur um starfsnýtingu hjúkrun- arkvenna, en dettur ekkf í hug að reyna að breyta skipulagi spítalanna, sitja semsagt og berja höfðinu við steininn, þurfum við ekki að gera ráð fyrir að nokkur breyting verði á hjúkrunarkvennaskorti. — Væri nú framá ofmikið far- ið, þó venjulegir borgarar leyfðu sér að fara framá einhverjar tilraunir, a. m. k. áður en ævintýrahöllin í Fossvoginum verður tekin í notkun — ef það verður þá nema rétt um-kosning- ar. Sannarlega dettur höf- undi þessarar greinar ekki í hug, að hann hafi einn manna fundið einhverja allsherjarláusn þessara mála, en ef þessi grein yrði til þess að vekja menn til • umhugsunar, er tilgangin- um náð. Hústjöldin frá okkur veita öruggt skjól í sól, regni og roki. Fullkomin viðgerðarþjónusta á staðnum. Sportvöruverzlun Kristins Benediktssonar, Óöinsgötul lfönduð HústJöBd frá líestur- Evrópu Skattskrá Reykjavíkúr árið 1967 Skattskrá Reykjavíkur árið 1967 liggur frammi í iðnaðarmannahúsinu við Vonarstræti og í Skatt- stofu Reykjavíkur frá 12. júlí til 25. júlí n.k., að báðum dögum meðtöldum, alla virka daga nema laugardaga, frá kl. 9.00—16.00. í skránni eru eftirtalin gjöld: 1. Tekjuskattur 2. Eignarskattur 3. Námsbókagjald 4. Sóknargjald 5. Kirkjugarðsgjald 6. Almannatryggingargj ald 7. Slysatryggingargjald atvinnurekenda 8. Lífeyristryggingargj. atvinnurekenda 9. Gjald til atvinnuleysistryggingasjóðs 10. Tekjuútsvar 11. Eignaútsvar 12. Aðstöðugjald 13. Iðnlánasjóðsgjald 14. Iðnaðargjald 15. Launaskattur 16. Sjúkrasamlagsgjald Jafnhliða liggja frammi í Skattstofunni yfir sama tíma þessar skrár: Skrá um skatta útlendinga, sem heimilisfast- ir eru í Reykjavík. Aðalskrá um söluskatt í Reykjavík, fyrir árið 1966. Skrá um landsútsvör árið 1967. Innifalið í tekjuskatti og eignarskatti er 1% álag til Byggingarsjóðs ríkisins. Eignarskattur er miðaður við gildandi fasteignamat sexfaldað, og eignarútsvar miðað við matið þrefaldað. Þeir sem vilja kæra yfir gjöldum samkvæmt of- angreindri skattskrá og skattskrá útlendinga, verða að hafa komið skriflegum kærum í vörzlu Skatt- stofunnar eða í bréfakassa hennar í síðasta lagi kl. 24 hinn 25. júlí 1967. Reykjavík, 11. júlí 1967. Skattstjórinn í Reykjavík. Borgarstjórinn í Reykjavík. LETUR Offsel-f rölrilun L E T U R Hverfisgrötu 32 Sím) 23857 Frjáls þjóð — íimmtudagur 20. iúlí 1967 7

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.