Þjóðvakablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 8

Þjóðvakablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 8
ÞJÓÐVAKI Afl þegar þörf krefur! RISC System / 6000 RODD FOLKSINS ARG. 3. TBL. MANUDAGUR 13. MARS 1995 CQ> NÝHERJI I Viðbrögð „Röskvu-kynslóðarinnar“ við yfirlýsingu Þjóðvaka: Fordæmi sem félagshyggju- flokkunum ber að fylgja - Ungt félagshyggjufólk fagnar skýrum valkosti Þjóðvaka varðandi stjórnarmynstur Þjóðvaki - rödd fólksins leitaði til nokkurra nafnþekktra forystu- manna ungs félagshyggjufólks í Háskólanum og innti þá álits á áskorun Þjóðvaka til félags- hyggjuflokkanna um að hafna samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn en ganga strax til stjómarmynd- unarviðræðna um félagshyggju- stjóm. Allflestir sem talað var við úr hópi núverandi og fyrrverandi forystumanna fögn- uðu yfirlýsingunni, en nokkrir vildu ekki tjá sig opinberlega. í ljós kom að kvenþjóðin var djarfari til svara en karlmenn- irnir. Guðrún Guðmundsdóttir, for- maður Röskvu sagðist myndi fagna því ef vinstri flokkarnir tækju upp samstarf án Sjálf- stæðisflokksins. Ríkisstjórn Davíðs Oddsonar hefði gert ungu fólki, einkanlega náms- mönnum, mikinn óleik á kjör- tímabilinu. „Það er löngu kom- inn tími til að vinstri flokkarnir hætti að rífast sín í milli og fari frekar að vinna saman að því sem þeir eiga sameiginlegt" sagði hún. í sama streng tók Kristrún Heimisdóttir, fyrrverandi full- trúi Röskvu í Stúdentaráði, sem kvaðst „fagna því sem óflokks- bundin félagshyggjumanneskja þegar stjórnmálamenn reyndu að skýra kostina.“ Hún kvaðst álíta að Alþingiskosningarnar ættu að þessu sinni að snúast um stjórnarvalkost að kosningum loknum. „Yfirlýsing Þjóðvaka ber vott um hreinskilni sem mér líkar. Ég tel mjög æskilegt að hinir félagshyggjuflokkarnir dragi líka þessa línu, fremur en að skilgreina hver annan sem höfuðandstæðing. Þau gagnrök að stjórnarmyndun hljóti að ráðast af kosningaúrslitum eru að mínu mati ekki gild. Sjálf man ég of vel hvernig kosningaúrslit voru hundsuð í sfðustu Alþingiskosningum, þegar ég og margir aðrir vorum að kjósa í fyrsta sinn. í þeim kosningum blasti við sigur félagshyggjuflokkanna og áframhaldandi stjórnarsamstarf - en raunin varð önnur eins og allir vita. Kennaradeilan dregst á langinn RíkiÖ hefur samningaviÖrœÖur viÖ 19 félög opinberra starfsmanna Enn stendur allt fast í kjaradeilu kennara og ríkisins, í upphafi fjórðu verkfallsviku. Hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum að undan- förnu. Er það mat manna að samningsaðilar séu jafnvel fjær því að ná samkomulagi en þegar verkfall hófst þann 17. febrúar síðastliðinn. Fyrir helgi brá hinsvegar svo við að samninganefnd ríkisins frest- aði fundi með kennurum en hóf þess í stað viðræður við nítján önnur félög opinberra starfs- manna. Aðspurðir neituðu for- svarsmenn samninganefndar rík- isins því þó að verið væri að salta samninga- viðræður við kennara á meðan leita yrði eftir samningum við BHMR og BSRB. Kennarar settu í upphafi viðræðna fram þá kröfu að öllum starfsheitum í grunn- og framhaldsskólum verði grunn- raðað tveimur launaflokkum ofar en nú er gert og að laun hækki um fjóra launaflokka í áföngum á næstu tveimur árum. Þá vilja kennarar að ný starfsheiti og launaflokkaröðun verði tekin upp og endurskoðuð ekki síst með tilliti til reynslu, ábyrgðar og umfangs starfsins. Árganga- og fagstjórn í grunnskólum og deildarstjóm í framhaldskólum verði aukin og að vinnutími kennara og skólastjórnenda verði skilgreindur upp á nýtt. Kennarar hafa ennfremur lagt áherslu á að lækkun kennsluskyldu verði sú sama á grunn- og framhalds- skólastigi og að kjör stjórnenda sem hverfa aftur til kennslustarfa verði skoðuð sérstaklega. Hinsvegar áskildu kennarafé- lögin sér rétt til þess að taka upp mál af samstarfsnefndalistum félaganna og að útfæra kröfur sínar nánar í samningaviðræð- unum. UMMÆLI VIKUNNAR... "Fleira sem samcinar en sundrar ..." Stjómmálin á Alþingi og í ríkisstjóm í vetur hafa sýnt, að það er fleira sem sameinar íslenzku stjómmálaflokkana en sundrar þeim. Oft hefur komið í ljós víðtæk samstaða um mál sem sýna ... pólitíska sátt á Alþingi og í ríkisstjórn um að taka sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni, frysta fortíðina til að hindra framtíðina, elfa ójöfnuð og minnka jöfnuð. Þessi þverpólitíska sátt er studd skipulögðum og fjáðum þrýstihópum sérhagsmunaaðila. Jónas Kristjánsson, í leiðara DV. sérstakar morgunferðir kl. 7:35 og 8:35 u,nnuna

x

Þjóðvakablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.