Vikublaðið


Vikublaðið - 05.08.1994, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 05.08.1994, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 5. ÁGÚST 1994 11 Four Weddings and a Funeral ★★★ Sýnd í Háskólabíó Leikstjóri: Aðalhlutverk: Hugh Grant, Andie MacDowell, Rowan Atkinson að er óneitanlega gleðiefni þegar handritshöfundar ein- hverra bestu bresku grínsjón- varpsþátta sem gerðir hafa verið taka sig til og búa til heila bíómynd. Það verður þó að athuga að slík yfirfærsla þarf ekki að ganga alveg slysalaust fyr- ir sig, sú hætta er fyrir hendi að þeir festi sig í því að gera smtt og hálfsam- hengislaus grínatriði eins og þeir komast upp með í grínþáttunum. En þetta eru klókir menn, eins og nafn myndarinnar bendir til fjallar hún um fimm sjálfstæð atvik, fjögur brúðkaup og eina jarðarför sem tengjast þó skýrt innbyrðis og ná þeir því að halda sig við það sem þeir gera best án þess að gera það á kostnað heilsteypingar. Hugh Grant leikur siðprúða mið- stéttarbretann, inanngerð sem hann kann orðið utan að og þarf því engan að undra hversu firnavei hann stendur sig. Svo má í raun segja um bróður- hlutann af leikhópnum, þau keppast við að Ieika hvert annað í kaf ef und- anskilinn er Rowan Atkinson, en hann er algjörlega vannýtmr og það er eins og hlutverki hans hafi verið bætt inn í eftir á að vanhugsuðu máli, það er synd að þeir skuli ekki hafa getað nýtt fyndnasta mann Bretiands aðeins bet- ur. Á köflum minnir þessi mynd svolít- ið á morðgátu eftir Agöthu Christie, maður er sífellt að velta fyrir sér „hver sé næstur", en í stað þess að falla í val- inn læmr fólk gifta sig og er þar kom- inn hliðarangi á Christieformúlunni sem hún lét sér aldrei detta í hug sjálf, blessunin. Það er hálfgert grundvall- aratriði fyrir því að fólk geti skemmt sér á þessari mynd að það hafi gaman að breskri kíinni, hún gerist víst ekki öilru breskari en þetta og finnst mér því hálfundarlegt að myndin hafi gengið sem skyldi í Bandaríkjunum en maður hefði haldið að myndir sem þessi ætm ekki greiða leið upp á pall- borðið hjá þeim. En það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að mynd þessi verði stór- smellur á pínkulítdlli eyju í Norður- höfum þar sem innfæddir taka því með fegins hendi þegar eitthvað ann- að en amerískt skemmtiefni er borið á borð fyrir þá. Beverly Hills Cop 3 ★★ Sýnd í Háskólabíó og Bíóhöllinni Leikstjóri: John Landis Aðalhlutverk: Eddie Murphy, Judge Reinhold, Bronson Pinchot Eddie Murphy er maður sem Bandaríkjamönnum þótti hreint óheyrilega fyndinn á árum áður. Mikið vam hefur runnið til sjávar síðan þá, og þessa dagana þarf Eddie að bægslast til að halda ferli sínum lifandi. Nýjasta og örvæntingarfyllsta dæmið um það er tilraunin til að end- urvekja myndaseríuna um Axel Foley, lögguna í Beverly Hills. Þrátt fyrir að ýmsir aðstandendur séu hér að selja sig fyrir lágt verð er myndin illskárri heldur en síðasta mynd seríunnar, númer tvö, sem var handónýt svo ekki sé meira sagt. Það má kannski helst þakka fjarveru Birgitte Nielsen og nærveru John Landis, þó svo að þetta verkefni sé ekki hans rishæsta. Þó svo að söguþráðurinn sé eins formúlukenndur og mögulegt er, þá sjá stórbrotin áhætmatriðin og hröð atburðarásin til þess að áhorfandanum leiðist ekki meðan á sýningu stendur, nema þá hann hafi farið á mynd þessa með því hugarfari að hún væri eitt- hvað á borð við Stríð og frið, en ef svo er hlýmr hún augljóslega að valda vonbrigðum. Galdurinn er því að væntingarnar séu sem minnstar, mynd þessi hefur þann eina tilgang að skemmta fólki og gerir það bærilega, þrátt fyrir allan ó- frumleikann og þá staðreynd að Eddie Murphy virðist gjörsamlega hætmr að vera skapandi grínleikari, hann hjakk- ar stöðugt á sömu karakterunum þar til þeir verða svo kunnuglegir að manni verður hálfóglatt. Ekki ósvipað honum Ladda upp á síðkastið, satt að segja. John Landis er eiginlega í svip- uðurn sporum hér og Eddie, hann hefur ekld riðið feimm hesti frá und- anförnum verkefhum sínum (sbr. Inn- ocent Blood) og er því Cop III einnig tilraun til að blása lífi í hans feril. Eg verð að segja fyrir mig að mér hefur aldrei leiðst á mynd eftir John Landis, en ég veit samt að hann gemr gert merkilegri hluti en akkúrat þessa mynd. En þrátt fyrir takmarkaða ris- hæð og næfurþunnan söguþráð er þessi mynd ágæt aðferð til að myrða tvær klukkusmndir af lífi þínu. Betri drápsaðferð en margar aðrar. Utboö F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið Álftaneshæð 1. áfangi. Verkið felst í að endurnýja hluta af aðveituæð fyrir Bessastaða- hrepp milli Engidals og Garðaholts. Æðin er 0300 mm stálpípa í 0450 mm plastkápu. Heildarlengd er um 1200 m. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. nóvember 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, frá og með fimmtudeginum 28. júlí 1994, gegn kr. 15.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 16. ágúst 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Lausn myndagátunnar í síðasta blaði er: „Þessa verslunannannahelgi eru haldin skipulögð hátíðarhöld vtða um land.“

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.