Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.2005, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.2005, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 8. janúar 2005 | 13 Hljómsveitin The Posies var lítt þekktþegar hún starfaði og kannski ennsíður þekkt núna, en hefur engu aðsíður haft töluverð áhrif í tónlist- arheiminum. Ken Stringfellow og Jonathan Auer stofnuðu sveitina í Seattle árið 1986 og spiluðu þá svokallað kraftpopp, eða „power pop“. Þeir spiluðu á öll hljóðfærin á fyrstu plötu The Posies, sem reyndar var heimagerð kassetta og hét Failure. Failure kom út árið 1988 og vakti mikla athygli plötufyrirtækja. Í kjölfarið fékk sveitin samning hjá Geffen. Á fyrstu plötu þeirra félaga hjá Geffen, Dear 23, fengu þeir peninga og svigrúm til að skreyta tónlistina í auknum mæli með strengja- útsetningum og fágaðri hljómi. Þá voru bassa- leikarinn Rick Roberts og trommuleikarinn Mike Musburger komnir til liðs við sveitina. Platan fékk nokkuð góða dóma, en á henni voru lög á borð við „Golden Blunders“, sem gefur sterklega til kynna í hve ríkum mæli þeir voru undir áhrifum frá Bítlunum (sbr. „Golden Slumbers“). Félagarnir tóku sér þriggja ára hlé til að gera næstu plötu, Frosting on the Beater, sem hér er aðalumfjöllunarefni. Eftir á að hyggja var sú plata byltingarkennd, því þótt tónlistin væri áfram melódísk, með grípandi laglínum og röddun, var útsetningin nýstárleg. Hljómsveitin var sem fyrr segir frá Seattle, höfuðborg gruggsins, og um þetta leyti voru gruggsveit- irnar flestar á hápunkti ferils síns. Útsetning- arnar báru mikinn keim af þessari tónlistar- stefnu; þéttir gítarveggir og gríðarlega kraft- mikill trommuleikur, þar sem Musberger beinlínis hamraði sneriltrommuna, cymbalana og „hi-hat“-inn. Útkoman var sem fyrr segir nokkuð byltingarkennd, því margar rokksveitir hafa síðan sent frá sér efni, sem um margt minnir á lög af þessari plötu. Til að mynda má nefna sjálfan sveitung Posies-manna, Dave Grohl. Hann var sem kunnugt er trommari í helstu og frægustu gruggsveitinni, Nirvana, en stofnaði svo Foo Fighters árið 1995. Foo Fight- ers spilar melódískt gítarrokk, sem á köflum er eins og klippt út úr söngbók þeirra Stringfell- ows og Auers. Einkum er röddun keimlík. Þannig má segja að arfleifð The Posies sé meiri en margir geri sér grein fyrir. Eftir Frosting on the Beater fjaraði smám saman undan sveitinni. Amazing Disgrace kom út árið 1996 og seldist í afar takmörkuðu upplagi, enda illa kynnt, auk þess sem einhvern neista vantaði til að ná þeim háa staðli sem sveitin hafði sett sér með Frosting on the Beater. Í kjölfarið sagði Geffen hljómsveitinni upp. Svanasöngurinn, Success, kom út árið 1998, en Stringfellow og Auer hafa þó endrum og sinnum komið saman síðan þá; sendu meira að segja frá sér stuttskífuna Nice Cheekbones and a Ph.D. undir nafni The Posies árið 2001. Stringfellow sendi frá sér plötuna Soft Comm- ands síðasta sumar og fékk lofsamlega dóma fyrir. Kraftpopp í nýjum búningi Poppklassík Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is H öfðu kannski nokkuð til síns máls, í það minnsta beita margir hugtakinu svo að það geti ekki kallast sígild tónlist nema af verkinu sé myglulykt. (Í ljósi þess að popp er stytt- ing á popular eða vinsælt, varð sorgarsöngva- sinfónía Góreckis þá popp frá 1995–1998 en sí- gild þar á undan og upp frá því?). Naumhyggja í tónlist, mínimalisminn, eins og sumir kalla það, átti sitt blómaskeið á seinni hluta síðustu aldar, segjum frá upphafi sjöunda áratugarins fram á þann níunda. Tónlist sem samin var á þeim tíma var býsna misjöfn að gæðum og hefur elst mis-vel, að- allega fyrir hve margt af henni var (og er) leið- inleg (Libretto að naumhyggjuóperu: „Lestu þessa setningu aftur, mjög hægt.“.) Því er naumhyggjan nefnd hér að þónokkuð af þeirri tónlist sem hvað mest var fjallað um ytra á nýliðinu ári á mikið skylt við naum- hyggju þá sem menn kalla sígilda tónlist í dag en telst þó popp enda ekki samin og/eða flutt af mönnum sem eru með bréf upp á að þeir kunni að semja eða spila tónlist. Gott dæmi þar um eru tvær plötur, mikið mærðar á árinu og að verðleikum: Virðulegu forsetar Jóhanns Jó- hannssonar og The Blue Notebooks eftir Max Richter. Nokkuð hefur verið fjallað um þá fyrr- nefndu og tónleika þar sem verkið á henni var flutt, sem sú umfjöllun fellur vel að vangavelt- um í upphafi þessarar greinar, en ekkert um plötu Richters sem þó er með skemmtilegustu verkum síðasta árs. Klassískt menntaður Max Richter er reyndar með rétta pappíra ef svo má segja, klassískt menntaður eins og það er kallað; lærði píanóleik og tónsmíðar í Ed- inborg, síðar í konunglegu tónlistarakadem- íunni og loks Luciano Berio. Hann var einn af stofnendum píanósextettsins Piano Circus, sem var stofnaður til að flytja Six Pianos eftir Steve Reich en vann sér svo orð fyrir flutning á verk- um eftir fjölda „viðurkenndra“ tónskálda eins og Arvo Pärt, Philip Glass, Julia Wolfe og Steve Reich og einnig tónskálda sem njóta vin- sælda en ekki „viðurkenningar“ eins og Brian Eno. Richter fékk snemma áhuga á raf- og jað- artónlist – hugljómunin kom frá Kraftwerk, nema hvað: fyrstu þrjátíu sekúndurnar af Auto- bahn að því Richter segir sjálfur. Hann er reyndar ófeiminn við að nefna áhrifavalda: Maurizio Pollini að spila Chopin, Interstellar Overdrive með Pink Floyd, Abbey Road Bítl- anna, Vorblót Stravinskíjs, Music with Chang- ing Parts eftir Philip Glass og The Clash. Smám saman tók píanósextettinn að nýta raf- eindahljóð og tölvutækni við flutninginn og fékk að auki tónskáld til að semja verk fyrir sig sem fléttuðu saman rafeindatækni og hefðbundinni hljóðfæraskipan. Richter fékk þó ekki fulla útrás fyrir til- raunamennskuna í Píanósirkusnum og fór að vinna tónlist einn, smíðaði rafhljóðfæri og fór að vinna með framsæknum danstónlistar- mönnum. Hann kemur til að mynda við sögu á ágætri plötu The Future Sound of London, FSOL, Dead Cities. Þeir FSOl-félagar fengu hann upphaflega til að spila á píanó en á end- anum samdi Richrer lag á skífunni og kom að upptökunum á annan hátt. Næstu tvö árin var hann nánast félagi í FSOL og vann einnig með Roni Size. Quo vadis? Fyrsta sólóskífa Max Richters kom út 2002 og á henni fléttaði hann saman hefðbundna hljóð- færaskipan og framvindu og rafeindahljóð og víðavangsupptökur. Á plötunni, Memoryhouse, velti hann fyrir sér straumi tímans, straumi minninganna, hvaðan við komum og hvert stefni. Á þeirri plötu sem var kveikja þessara skrifa, The Blue Notebooks, nýtir hann texta eftir Franz Kafka og Czseslaw Milosz sem hann valdi víst af handahófi. Leikkonan Tilda Swinton les upp úr minn- isbókum Kafkas, Bláu minnisbókunum svoköll- uðu, en svo heitir það sem til er þýtt á ensku af minnisbókum Kafka (um 100 síður eru þýddar á ensku, en alls spönnuðu minnisbækur hans um 1.000 síður). Einnig les Swinton úr tveimur ljóðum eftir Czseslaw Milosz, Hymn of the Pearl og Unattainable Earth. Framandlegur blær Hljóðfæraskipan er einföld, píanó og strengja- kvintett. Því til viðbótar eru orgel, rafeinda- hljóð og gítartónar skældir og teygðir í tölvum, upptökur úr daglegu amstri og svo upplest- urinn, brot og minnispunktar sem gefa verkinu einkar framandlegan blæ. Hvað á svo að kalla svona tónlist? Ekki er hægt að segja hana sígilda, ekki popp, ekki rokk, ekki raftónlist. Richter kallar tónlist sína stundum síð-sígilda, post-classical, en mér hugnast betur að segja bara: góð tónlist og góð tónlist hlýtur að vera sígild, ekki satt? Es.: „Sígild tónlist“ er vitanlega bara merki- miði, í raun engu verri en aðrir merkimiðar og sýnu skárri en „nýgild tónlist“ – þá fyrst erum við komin út í ruglið. Nýgild sígild tónlist Max Richter Einn óttalegasti orðaleppur sem notaður er um músík er þegar orðinu „sígild“ er skeytt framan við orðið tónlist, sígild tónlist eða klassísk tón- list. Þegar ég var á togurum í gamla daga héldu skipsfélagar mínir því fram að orðin „sígild tón- list“ væri í raun stytting á „leiðinleg tónlist“, „sinfóníugarg“ sögðu þeir og voru fljótir að lækka í messaútvarpinu. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Rokksveitin Mars Volta – semstofnuð var uppúr rústum At The Drive-In - gefur út sína aðra plötu 1. mars nk. Platan mun heita Frances the Mute og mun innihalda ennþá framsækn- ari rokktónlist en fyrsta plata sveit- arinnar De-loused in the Comator- ium frá 2003. Á plötunni verða að- eins fimm kafla- skipt lög sem taka heilar 77 mínútur í flutningi. Fyrsta lagið sem gefið verð- ur út á smáskífu heitir „The Widow“ og er sagt stórt í sniðum og til- komumikið. Upptökum á plötunni stjórnaði liðsmaður sveitarinnar Om- ar Rodriguez.    Damien Rice og meðsöngkonahans Lisa Hannigan hafa tekið upp nokkra vel valda bossa nova standarda eftir goðsögnina Antonio Carlos Jobim og hlotið blessun fjöl- skyldu hins brasilíska tónlistarmanns til að gefa afraksturinn út. Lögin voru tekin sérstaklega upp fyrir kvik- myndina Goldfish Memory eftir Liz Gill. Lögin eru „Water of March“, „Desafinado“ og „Once I Loved“ og verða öll á plötu með tónlistinni úr myndinni sem kemur út 22. febrúar nk.    Nýbylgjusveitin fornfræga, Gangof Four, hefur verið endurreist í sinni upprunalegu mynd og mun halda röð tónleika í Bretlandi nú í janúar og í Bandaríkjunum í vor. Þetta verður í fyrsta sinn í tuttugu ár sem þeir Jon King söngvari, Andy Gill gítarleikari, Dave Allen bassa- leikari og Hugo Burnham trommari leika saman síðan 1981 en sveitin gat sér orð fyrir að leika kröftugt pönk- skotið nýbylgjurokk með beittum pólitískum textum. Undanfarin ár hefur af og til verið skorað á þá að koma saman á ný, en nú þegar áhrifa þeirra gætir í tónlist sveita á borð við Franz Ferdinand og the Futurhead, þá þótti þeim tími til kominn að svara kallinu. „Eina markmið okkar er að þetta verði gaman og að við ætlum að gefa okkur alla í þetta,“ segir Burnham í viðtali við Rolling Stone-vefinn. Gang of Four var stofnuð árið 1977 af nokkrum háskólafélögum í Leeds. Fyrsta breiðskífa þeirra Entertain- ment! er nú talin meðal sígildra verka rokksögunnar og valdi Rolling Stone hana eina af 500 bestu plötum sög- unnar. Eftir útkomu annarrar plöt- unnar, Solid Gold, hætti bassaleik- arinn Allen og síðan Burnham tveimur árum síðar. Sveitin sleit sam- starfi 1984 en á tíunda áratugnum gáfu þeir Gill og King út tvær plötur undir nafni sveitarinnar en þær fengnu blendnar móttökur. Gill hefur getið sér gott orð sem upptökustjóri og tekið upp plötur með Red Hot Chili Peppers, Michael Hutchence heitnum og nú síðast the Future- heads. Síðustu misseri hafa Gill og Allen unnið saman kvikmyndatónlist. Allen hefur aftur á móti verið í sveit- unum Shriekback og Low Pop Suicide. Burnham býr í Bandaríkj- unum og er menntaskólakennari. Mars Volta. The Gang of Four. Lisa Hannigan og Damen Rice. Erlend tónlist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.