Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.2005, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.2005, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 12. mars 2005 | 11 K venrithöfundar frá Rómönsku Ameríku hafa vakið athygli víða um heim á síðustu tuttugu ár- um. Nokkrar þessara skáld- kvenna koma frá Mexíkó og þeirra frægust er án efa Laura Esquivel með sögu sína Kryddlegin hjörtu (Como aqua para chocolate, 1990). Mexíkóska byltingin er sögusvið þeirrar bókar en sjónar- hornið á hana má segja að sé á rómantíska kantinum. Byltingin sem hófst 1910 var langt og margslungið borgarastríð með óljós endalok og hefur verið áleitið viðfangsefni rithöfunda í Mexíkó fram á okkar daga en eftir hana sátu Mexíkóar uppi með Stofnanavædda Byltingar- flokkinn (Partido Revolucionario Institucional) við stjórnvölinn í hvorki meira né minna en 75 ár. Önnur skáldkona af sömu kynslóð sem einnig sækir efnivið í byltinguna er Angeles Mastretta höfundur bókarinnar Fylltu mig lífi (Arráncame la vida, 1985). Þessar skáld- konur eiga sér formæður í ritheimum sem skrifuðu um þá umbrotatíma í sögu Mexíkó sem byltingin, aðdragandi og eftirmálar, var út frá femínísku sjónarhorni og er ætlunin og líta hér á verk Elenu Garro (1920?-1998) og Ros- ario Castellanos (1925-1974) sem báðar voru brautryðjendur í mexíkóskri bókmenntasköpun á tuttugustu öld. Upphaf töfraraunsæis Elenu Garro er fædd í kringum 1920 í Puebla í Mexíkó. Hún lagði stund á bókmenntir og heim- speki við UNAM háskólann í Mexíkóborg. Hún hóf ritferil sinn sem blaðamaður en skrifaði síðan skáldsögur, leikrit og smásögur. Garro kynntist rithöfundinum og verðandi Nóbelhandhafanum Octavio Paz á háskólaárum sínum, giftist honum árið1937 og fluttist með honum til Parísar þar sem hún komst í kynni við framsækna listamenn á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Hjóna- bandi hennar og Paz, sem oft er nefndur skáld- risi Mexíkó, lauk með fullum fjandskap árið 1959. Öll skrif Garro koma út eftir að hún færir sig úr skugga risans Paz. Garro tókst að fá bæði stjórnvöld og mennta- menn í Mexíkó upp á móti sér árið 1968, eftir fjöldamorð stjórnvalda á stúdentum á Tlatelolco- torginu. Hún fluttist til Parísar í sjálfskipaða út- legð þegar henni var útskúfað úr mexíkósku menningarlífi ýmist sökuð um að vera útsendari Castros eða CIA. Hún fluttist til baka til Mexíkó árið 1993 og fimm árum síðar lést hún, einangruð og yfirgefin af flestum nema dóttur sinni. Elena Garro er talin forgöngumaður töfraraunsæisins þó að aðrir hafi fengið heiðurinn af sköpun þess. Hún var ötull talsmaður landlausra í Mexíkó og kúgun kvenna var henni þyrnir í augum. Garro notaði óhefðbundnar aðferðir til að hrista upp í samfélagi sem var óréttlátt og spillt. Hún gerði það á listrænan hátt með sínum hnitmiðaða en þó margræða og frumlega stíl og óhætt er að segja að Garro sé ein umdeildasta og jafnframt mót- sagnakenndasta persóna mexíkóskrar menning- ar á síðustu öld þó að mikilvægi verka hennar sé óumdeilt. Eitt af áberandi stílbrögðum í verkum Garro er meðferð hennar á tímanum sem ýmist stendur í stað eða fer í hringi. Raunveruleiki og töfrar eru lögð að jöfnu við að túlka margræða sögu og menningu Mexíkó frá sjónarhóli kvenna og ann- arra í neðstu þrepum valdapíramíta samfélags- ins. Í smásögunni Það er Tlaxkaltekunum að kenna (La culpa es de los Tlaxcaltecas, 1964) hleypst óhamingjusöm og kúguð eiginkona á brott með azteka sem var uppi nokkrum hundr- uð árum á undan henni. Aðalpersóna sögunnar, Laura, er skilgetið afkvæmi einnar frægustu goðsagnar Mexíkó um Malinche sem eins og Mexíkó sjálft er afurð tveggja ólíkra menningar- heima, annars vegar er hinn töfrandi og goð- sagnakenndi heimur hinna sigruðu indíána og hins vegar heimur hinna ofbeldisfullu innrás- araðila. Í verkum Garro er víða að finna vísanir í goðsögnina um Malinche. Þegar nýlenduherfor- inginn Hernán Cortés náði friðarsamkomulagi við Moctezuma höfðingja Azteca, lék þar stórt hlutverk Malinche konungborin aztekakona sem honum hafði verið gefin sem þræll. Malinche tal- aði ýmis indíánatungumál og túlkaði fyrir Cort- és. Þar að auki hefur hún sjálfsagt haft gott vald á því sem nú er kallað menningarlæsi og er hún talin lykilpersóna í friðarsamkomulaginu. Mal- inche eignaðist barn með Cortés sem talið er vera fyrsti mexíkóinn og er Malinche því formóð- ir Mexíkó nútímans. Ímynd Malinche á sér tvær ólíkar hliðar, annars vegar er ímynd svikarans sem seldi þjóð sína í hendur innrásarhersins en hinsvegar ímynd konunnar sem af kænsku sinni tókst að forða þjóðinni frá stríði og slátrun. Túlk- un á hlutverki Malinche í menningarsögu Mexíkó hefur runnið femínistum til rifja og hafa þær viljað losa hana úr Evuhlutverki hins eilífa samviskubits. Önnur túlkun þessarar sögu, sem getur vel lifað samsíða hinni, er að hún sé upp- gjör við hjónaband Garro og Octavio Paz enda hafði hann í ritgerðarsafni sínu Völundarhús ein- manaleikans (El laberinto de la soledad, 1950) fest Malinche í sessi sem hina svikulu og svívirtu móður sem ber ábyrgð á minnimáttarkennd hins óskilgetna mexíkóa nútímans. Fyrsta skáldsaga Garro, Endurminningar um framtíðina (Los recuerdos del porvenir, 1963), kom út tíu árum eftir að hún var skrifuð. Endur- minningar um framtíðina þykir eitt af höfuð- verkum spænsk-amerískra bókmennta á tutt- ugustu öld og upphafsrit töfraraunsæisins. Sagan gerist meðal annars í herteknu þorpi, Ixtepec, á síðasta skeiði byltingarinnar á tímum svokallaðs „Cristero“ stríðs á þriðja áratugnum. Þorpið er aðalpersóna sögunnar ef svo má segja og líka sögumaður hennar. Hringferð tímans hefur kallað hverja innrásina á fætur annarri yfir þetta litla þorp í stríðum þar sem þorpsbúar uppskera ofbeldi og kúgun sama hverjir berjast fyrir hverju. Í Endurminningum um framtíðina er Isabel Moncada í hlutverki Malinche. Isabel verður að steini en það er refsing hennar fyrir að yfirgefa stétt sína og fjölskyldu og fyrir að elska yfir- mann setuliðsins sem elskar hana ekki á móti. Tími Isabel er stöðvaður með því að breyta henni í stein og þannig er hún dæmd til að fylgjast með tímanum fara í hringi, horfa á söguna endurtaka sig og minningarnar eru þannig ekki bara um fortíðina heldur líka um framtíðina. Sendiherra indíána og kvenna Eitt af athyglisverðustu skáldum Mexíkó á síð- ustu öld er skáldkonan Rosario Castellanos. Hún var fædd árið 1925 í Chiapas, syðsta og jafnframt fátækasta héraði Mexíkó og ólst þar upp. Síðar flutti hún til Mexíkóborgar og lauk þar meistara- námi í heimspeki með ritgerð um menningu kvenna. Hún lést af slysförum árið 1974 í Ísrael en þar gegndi hún embætti sendiherra. Hún lét eftir sig fjölbreytt safn ljóða, ritgerða, skáld- sagna, smásagna og leikrita. Castellanos fæddist inn í illa þokkaða landeigendafjölskyldu á stund og stað sem einkenndist af stéttaskiptingu, kyn- þáttahyggju, misskiptingu auðs og lands og rétt- leysi kvenna. Þessi misskipting lífsgæða er enda umfjöllunarefni í verkum hennar. Í þeim fyrstu eru samskipti landlausra og landeigenda, ind- íána/hvítra manna, í brennidepli en þegar á líður verður staða konunnar henni hugleiknari. Ros- ario Castellanos var alla tíð meðvituð um þá tvö- feldni sem fólst í því að vera Mexíkósk kona. Landið var og er uppfullt af andstæðum ekki síst Chiapas þar sem flestir búa við mikla fátækt á auðugu landsvæði. Sjálf tilheyrði Castellanos fá- mennum forréttindahópi mexíkóskra kvenna sem gátu menntað sig og látið að sér kveða í þjóðlífinu sem hún og gerði. Árið 1992 tókst hópi índíána í Chiapas að kom- ast í heimsfréttirnar er þeir lýstu stríði á hendur ríkisstjórn landsins í nafni Zapatistahreyfingar- innar. Í Chiapas búa að stórum hluta indíánar, um það bil helmingur þeirra ólæs og önnur lífs- kjör eru í samræmi við það. Uppreisn indíána í Chiapas átti sér langa forsögu þar sem eignar- hald á landi fer með stórt hlutverk. Góð leið til að kynnast þessari forsögu er að lesa fyrstu skáld- sögu Castellanos Verndararnir níu, (Balún Can- án 1957) sem lýsir átökum sem áttu sér stað á stjórnarárum Lázaro Cárdenas, 1934-40. Árið 1917 voru sett lög um úthlutun lands til smá- bænda og skyldu þeir mynda nokkurskonar sam- yrkjubú eða „ejídos“. Þessi úthlutun gekk síður en svo átakalaust fyrir sig en Cárdenas var sá forseti landsins sem úthlutaði mestu af landi til landlausra smábænda á kostnað stórlandeigenda eftir mexíkósku byltinguna. Þó að indíánarnir í Chiapas hafi fengið land í hendur hefur annað misrétti haldið velli t.d. hefur alþjóðavæðingin og fríverslunarsamningar sem Mexíkó hefur gert komið illa niður á fátækum bændum. Þau vandamál sem glímt er við í Chiapas eru ekki staðbundin heldur er svipað ástand að finna víða um Rómönsku-Ameríku, þ.e. gífurlega misskipt- ingu lífsgæða. Titilinn, Balún Canán, er kominn úr máli Tzotzil indíána sem byggja Chiapas og er þeirra nafn á borginni Comitán þar sem Castell- anos ólst upp. Sagan er að stórum hluta ævisöguleg og hefur einnig verið talin til svokallaðra „indíánskra“ bókmennta. Í henni segir af Argüellofjölskyld- unni sögumaðurinn er sjö ára dóttir Argüello hjónanna sem kynnir lesendum tvo ólíka menn- ingarheima með sársaukafulla snertifleti. Ann- ars vegar hinn kaþólska heim ráðandi stéttar af- komenda Spánverja þar sem móðirin eyðir mestu af tíma sínum í að reyna að tryggja sér vist á himnum rekin áfram af hræðslu við helvíti. Hins vegar heim hinna undirokuðu indíána sem sögumaðurinn kynnir lesandanum í gegnum fóstru sína. Báðar eru nafnlausar í bókinni, sem undirstrikar valdaleysi þeirra, indíánakona og stúlkubarn í samfélagi þar sem ættarnafnið og sonurinn sem ber það áfram er aðalatriði. Sögu- maður uppgötvar takmarkanir þess að vera kvenkyns í heimi sem stjórnað er af karlmönnum og á það jafnt við um indíánasamfélagið og það kaþólska. Þegar bróðir hennar deyr fær hún að vita hvílík vonbrigði það eru fyrir foreldrana að hann dó en ekki stúlkan. Bókin þótti á sínum tíma brjóta blað í „indí- ánskum“ bókmenntum þar sem tilhneigingar hafði gætt til að upphefja indíána í goðsagna- kenndar hæðir. Raunsæi, mannúð og þekking á málefnum indíána gefa Verndurunum níu sér- stöðu að þessu leyti. César höfuð Argüellofjölskyldunnar stendur frammi fyrir þjóðfélagsbreytingum sem eru hon- um óskiljanlegar. Fjölskylda hans hefur átt stór- an búgarð í aldir en ný stjórnvöld eru að skipta upp stórjörðum og afhenda indíánum land til ræktunar. César telur það hina mestu firru enda hefur hann litið á indíánana sem hluta af eigum sínum. Felipe leiðtogi indíánanna hefur lært að lesa og komist að því að sett hafa verið lög til að tryggja réttindi hans fólks. César sem hefur allt- af treyst á lögin sem hans stétt hefur sett fyrir hans líka er of seinn að átta sig og glámskyggni hans verður honum að lokum að falli. Hann tapar öllu líka einkasyninum. Skáldkonurnar sem hér hefur verið sagt frá eiga það sameiginlegt að tilheyra efri lögum þjóðfélagsins og höfðu þær þannig aðgang að menntun og öðrum tækifærum sem buðust fáum samtímakonum þeirra. Þær skoða sögu þjóðar- innar út frá sjónarhorni hinna valdalausu og oft undirokuðu svo sem kvenna, fátækra, barna og indíána. Þær stuðluðu að nýjum frásagnarað- ferðum og stækkuðu sjóndeildarhring bók- menntanna. Hið blómlega bókmenntasköpun mexíkóskra kvenna á undanförnum árum sýnir að fræin sem umræddir höfundar sáðu hafa fallið í frjóan svörð. Í mexíkóskum bókmennum þar sem áður heyrðist ein og ein mjóróma kvenrödd er orðinn til margradda kór. Reuters Uppreisn í Chiapas Uppreisnarmenn í liði zapatista leika á hljóðfæri við athöfn í helsta vígi sínu, þorpinu La Realidad í Chiapas, fyrir förina til Mexíkóborgar. Hin hlið sögunnar Kvenrithöfundar í Mexíkó hafa þurft að berjast fyrir því að raddir þeirra heyrist. Hér er sögð saga nokkurra áhrifamestu kvenrithöfunda þar í landi á síðustu öld. Höfundur er bókmenntafræðingur. Eftir Kristínu I. Pálsdóttur stinapals@simnet.is Nýjasta skáldsaga Kazuo Ishiguro,Never Let Me Go eða Slepptu aldrei tökum á mér, sem væntanleg er í byrjun næsta mánaðar, fær afar góður viðtökur hjá gagnrýnanda The Guard- ian. Umfjöllunar- efni Ishiguro er að þessu sinni klónun, en sagan greinir frá þremur barn- ungum klónum, Kathy, Tommy og Ruth, sem alin eru upp á mun- aðarleysingjahæli, en eini tilgangur þeirra í lífinu er að vera líffæragjafar einhvern tímann í óljósri framtíð. Ungmennin þrjú hafa heyrt að ástin eða jafnvel listin geti frestað hinum óumflýjanlegum örlög- um um tíma og fá þau öll þrjú tækifæri til að lifa í samfélagi manna um óákveðin tíma meðan þau bíða eftir kallinu. Í sögunni fylgjumst við með kynnum þeirra af samfélaginu og að mati gagnrýnanda er skilningsskortur ungmennanna á heim- inum sem þau lifa í bæði fyndinn og hjartnæmur. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst saga Ishiguro, að mati gagnrýnanda, í raun ekki um klónun heldur miklu fremur um sífellt nið- urbrot vonarinnar og um það hvernig við bælum öll niður vitneskjuna um að í þessu lífi bregðast allar manneskjur hver annarri, eldast og grotna að lokum niður. Þannig velti bókin upp þeirri spurningu hvers vegna við lifum ekki lífsins til fulls. Segist gagnrýnandinn sannfærður um að bókin veki hjá les- endum löngun til að gera allt það sem fái þá til að finnast þeir meira lifandi og einbeittari.    Í ævisögunni Ester and Ruzya: HowMy Grandmothers Survived Hitl- er’s War and Stalin’s Peace eða Ester og Ryzya: Hvernig ömmum mínum tókst að lifa af stríð Hitlers og frið- artíma Stalíns, skrifar blaðakonan Masha Gessen um ömmur sínar sem verið hafa bestu vinkonur í meira en hálfa öld. Kon- urnar tvær eru báðar rússneskir gyðingar og þurftu að takast á við ein- hverjar mestu þrekraunir síðustu aldar, þ.e. ógn- arstjórn Stalíns og útrýmingu Hitlers á gyðingum, seinni heimsstyrjöld og ringulreiðina sem einkenndi stjórn- arhætti Stalíns. Að mati gagnrýnanda The New York Times er hér um magn- aða frásögn að ræða sem staðfesti enn og aftur að raunveruleikinn er oft mun lygilegri en allur skáldskapur.    Í bókinni En køn historie eða Kynlegsaga skrifar skáld- , fræði- og fyrr- um blaðakonan Bente Hansen sögu kvennahreyfingarinnar. Spannar sagan baráttu formæðra okkar, rauðsokka- hreyfinguna til nýfeminisma nútímans. Inn í þessa frásögn fléttar hún sína eig- in reynslu og upplifun af tíðarandanum og því hvernig kvennahreyfingin hefur á vissum sviðum náð býsna langt, en eigi öðrum sviðum afar langt í land. Að mati gagnrýnanda Information er hér um afar forvitnilega bók að ræða sem gefi góða innsýn inn í söguna á sama tíma og hún minni á hversu brýnt er að halda baráttunni áfram.    Den norske mannen – Jakten påJan Johansen eða Norski karl- maðurinn – leitin að Jan Johansen, nefnist nýútkomin bók eftir Christine Koht. Höfundur hefur sl. ár ferðast um Noreg í því skyni að kortleggja 260 karlmenn sem bera algengasta norska nafnið. Að mati gagnrýnanda Aften- posten tekst Koht að draga upp ein- staklega skemmtilega mynd af viðmæl- endum sínum, sem spanna allt frá vörubílstjórum til listamanna. Skrifar höfundur af mikilli hlýju og forvitni sem geri það að verkum að lesendur geti ekki annað en hrifist af mönnunum sem lýst er. Að sögn gagnrýnanda felst styrkur bókarinnar í því hversu óum- ræðilega skemmtileg hún er. Segir hann greinilegt að lífið sé nánast óskilj- anlega einfalt fyrir Jan Johansen. Kazuo Ishiguro Masha Gessen Erlendar bækur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.