Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.2005, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.2005, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 12. mars 2005 Keanu Reeves hefur fallist á aðleika aðalhlutverkið í æv- intýramyndinni The 8th Voyage of Sinbad sem Rob Cohen, leikstjóri xXx og Fast and the Furious ætl- ar að leikstýra. Reeves mun að sjálfsögðu leika sjálfan Sinbad sæfara sem sigldi um höfin sjö á áttundu öld. Í þessu nýjasta ævintýri er sæfarinn hugdjarfi í Kína í leit að hinum leyndardóms- fulla lampa Alad- íns. Á vegi hans verða fögur keis- araynja og grimmur kínverskur hershöfðingi sem beitir yfirnáttúrulegum kröftum sínum til að komast yfir kínverska keisaradæmið. Hér er sannarlega ekki um fyrstu kvikmyndina um Sinbad sæfara að ræða því fjöldi mynda var gerður hér á árum áður um ævintýri hans, sem skörtuðu stjörnum á borð við Dougl- as Fairbanks yngri, Sebastian Cab- ot, Gene Kelly, Shemp Howard og Lou Ferrigno í hlutverki Sinbads. Einna vinsælastar eru myndirnar The Seventh Voyage of Sinbad frá 1958 og Sinbad the Sailor með Fair- banks frá 1947 en báðar voru sýndar hér á landi við fádæma vinsældir svo árum skipti á 3-bíósýningum. Síðasta útgáfa er svo teiknimynd sem DreamWorks gerði árið 2003. Leikstjórinn Cohen hefur nýlokið við að gera spennumyndina Stealth með Jamie Foxx.    Sænski leikstjórinn Lasse Hall-ström hefur verið ráðinn til að leikstýra Daughter of the Queen of Sheba, kvikmynd sem byggð verður á metsöluend- urminningum Jacki Lyden. Í bókinni þykir Lyd- en lýsa á ein- staklega sannfær- andi og skýran máta móður sinni sem glíma þurfti við alvarlegan geð- hvarfasjúkdóm er hún ól upp stóra fjölskyldu í smábæ í Wisconsin. Ekki hefur enn verið ráðið í hlutverk þeirra mæðgna en rætt hefur verið um Meryl Streep og Gwyneth Palt- row í því sambandi. Þá hefur Hall- ström nýlokið við gerð myndarinnar An Unfinished Life sem er drama með Jennifer Lopez í hlutverki ein- stæðrar móður sem flytur inn til tengdaföður síns, sem leikinn er af Robert Redford. Óskarsverðlauna- hafinn nýbakaði Morgan Freeman leikur einnig í myndinni. Ekki nóg með það heldur vinnur Hallström einnig að gerð kvikmyndar um Cas- anova með ástralska leikaranum Heath Ledge í hlutverki hins eina sanna elskhuga.    Leikstjórinn og leikarinn ærsla-fulli Kevin Smith hefur staðfest að hann vinni nú að handritinu fyrir Clerks 2, framhald fyrstu myndar hans, sem sló ræki- lega í gegn er hún var frumsýnd árið 1994. Smith sagði á fyrirlestri í Lund- únum í vikunni að framhaldið verði stílhreinna og bet- ur gert, jafnvel í lit. Ástæðan væri ein- föld, kvikmyndatökumaður hans David Klein fengi enga aðra vinnu ef hann læti hann alltaf skjóta myndir sem litu hræðilega út. Það verða engar stórstjörnur í aukahlut- verkum líkt og í Jay and Silent Bob Strike Back heldur sömu gömlu per- sónurnar; „eldri en ekki vitund vitr- ari,“ undirstrikaði Smith sem einnig mun fara með hlutverk í næstu mynd Richards Kellys, þess er gerði Donn- ie Darko. Myndin sú heitir South- land Tales og þar mun Smith leika fótalausan vefstjóra, á móti Söruh Michelle Geller og Seann William Scott. Erlendar kvikmyndir Keanu Reeves Kevin Smith Lasse Hallström Þá hefur bandaríska kvikmyndaakademían,AMPAS©, talið upp úr kjörkössum í 77.skiptið. Lengst af komu niðurstöðurnarlítið á óvart, Aviator mjólkaði helftina af minni flokkunum uns kom að besta frumsamda handritinu. Þar stóð Charlie Kaufman (Eternal Sunshine of the Spotless Mind) uppi sem sigurveg- ari og var vel að því kominn en sigurinn leiðir aftur á móti hugann að því hvers vegna í óköpunum mynd sem státar af grundvellinum sjálfum, besta handriti ársins, er ekki á meðal fimm bestu. Það dró fyrst til tíðinda þegar kom að aðalverðlaunaflokkunum og Clint Eastwood kom sá og sigraði. Mörgum á óvart. Enn og aftur var gengið framhjá Scorsese, sem var með mun betri mynd en Rocky með líknardrápsí- vafi, hins vegar er ósigur hans viðunandi þar sem AMPAS hefur þegar hunsað hans helstu verk til þessa, líkt og margoft hefur verið rætt og ritað. ASCAP kom því, sem oftar, flatt upp á kvik- myndaáhugafólk en ekki á þann hátt sem margir hefðu óskað. Maður vonaði að meðlimirnir væru ör- lítið teknir að yngjast, bæði í beinni og óbeinni merkingu því fyrir löngu er tímabært að akademían fari að gefa gaum þeim ungu og bráðefnilegu lista- mönnum sem farnir eru að kveðja sér hljóðs í kvik- myndaborginni og ættu að vera búnir að sanna sig fyllilega. En Alexander Payne og Sideways fengu lítið fyrir sinn snúð, Óskar fyrir besta handritið byggt á áður birtu efni, besta myndin og leikstjórn- arverðlaunin lentu sem jafnan fyrr í gömlu, ráð- settu, steinrunnu Hollywood. Nú er sá sem þessar línur skrifar einlægur aðdáandi Eastwoods og óskar honum innilega til 1967: Í hita næturinnar – In the Heat of the Night vann Bonnie og Clyde og The Graduate. 1981: Eldvagninn – Chariots of Fire vann Leitina að týndu örkinni – Raiders of the Lost Ark. 1989: Ekið með frú Daisy – Driving Miss Daisy vann bæði Vinstri fóturinn – My Left Foot og Bekkjarfélagið – Dead Poets Society. 1990: Dansar við úlfa – Dances With Wolves vann GoodFellas. 1994: Forrest Gump vann Pulp Fiction og The Shawshank Redemption. 1996: The English Patient vann Fargo og Sann- leik og lygar – Secrets and Lies. 1996: Ástfanginn Shakespeare – Shakespeare in Love vann Elizabeth. 1997: Titanic vann L.A. Confidential og Með fullri reisn – The Full Monty. 2001: A Beautiful Mind vann Hringadrótt- inssögu: Föruneyti hringsins – Lord of the Rings: Fellowship of the Rings. Hverjar af ofantöldum myndum flokkið þið sem klassík, lesendur góðir? En ein fúlustu mistök akademíunnar eru þegar hún tók hina mjög svo venjulegu Venjulegt fólk – Ordinary People, fram yfir meistaraverk Scors- eses, Raging Bull, árið 1980. hamingju, en Million Dollar Baby, þessi vel gerða áhrifamikla en afar drungalega ástar- og slags- málamynd, er því miður auðgleymd líkt og marg- ar aðrar „Bestu myndir ársins“. Ég þori að full- yrða að ef einhver mynd á eftir að öðlast eilíft líf af ’04 árganginum þá er það tragikómedían góða, Sideways. Eiginmenn gerast ekki fórnfúsari né hugulsamari en ég, sem hélt í vikunni, í annað skipti og nú með konunni (að hennar ósk) á þetta litla snilldarverk og naut þess jafnvel betur í síðara skiptið. Slíkt er aðalsmerki úrvals- mynda eingöngu. Eastwood átti afbragðsmyndina Dulá (Mystic River) í keppninni á síðasta ári en mátti þá lúta fyrir lokakafla Hringadróttinssögu (sem sam- kvæmt formúlunni varð að vinna – þar sem fyrsta mynd þrennunnar var hunsuð). Úrslitin í ár eru því gömul saga og ný og það verður örugglega talsverð bið á að litlar og óháðar myndir á borð við Sideways uppskeri æðsta hnoss kvikmyndaiðnaðarins, þó perlur séu. Ég rifjaði upp til gamans 10 hliðstæð „slys“ úr sögu Óskarsverðlaunanna, af nógu var að taka. Oft virðast þau stafa af undarlegum rembingi: 1964: Mín liljan fríð – My Fair Lady vann Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb. Undarlegar leiðir akademíunnar ’En ein fúlustu mistök akademíunnar eru þegar hún tókhina mjög svo venjulegu Venjulegt fólk – Ordinary People, fram yfir meistaraverk Scorseses, Raging Bull, árið 1980. ‘ Sjónarhorn Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is K vikmyndagerð í Hollywood er at- vinnugrein. Þeir sem framleiða myndir verða að fá peninginn til baka og til langs tíma verður fjár- festing í kvikmyndum að skila sömu ávöxtun og aðrar fjárfestingar á markaði. Þess vegna er í eðli sínu ákveðin tregða í geir- anum til að taka áhættu; leyfa þeim sem sker sig úr hópnum að leika lausum hala og gera mynd sem ef til vill er ólík öllum kvikmyndum sem hlotið hafa náð fyrir augum bíógesta fram að því. Þess vegna kann það að koma ýmsum á óvart að Wes Anderson, sem gerir furðulegar myndir, skuli hafa fengið 50 milljónir dollara frá Walt Disney-fyrirtækinu til að gera myndina The Life Aquatic With Steve Zissou. Að vísu hafði síðasta mynd Andersons, The Royal Tenen- baums, aflað 52 milljóna dollara í aðgangseyri, en myndir þurfa að ná meiri hylli en það til að borga sig ef kostnaðurinn er 50 milljónir. Því þarf Life Aquatic að höfða til breiðari áhorf- endahóps en fyrri myndir Andersons. Þegar þetta er skrifað hefur myndin aflað 24 milljóna dollara vestanhafs, en þá eru ótaldar tekjur annars staðar í heiminum, þannig að ekki er öll nótt úti enn. Ævintýri sjókönnuðar The Life Aquatic With Steve Zissou ber helstu höfundareinkenni Andersons; sérstæðan húmor, áherslu á smáatriði og nostalgíu 35 ára manns sem ólst upp á áttunda áratugnum. Myndin fjallar um goðsagnakenndan sjókönnuð, Steve Zissou, sem Bill Murray leikur, og tilraunir hans til að ná sáttum við fjölskyldu sína. Ýmsir hafa þóst sjá hinn víðfræga vísindamann Jacq- ues Cousteau í persónu Zissous, en Anderson vill ekki viðurkenna það, a.m.k. ekki op- inberlega. Víst er að átök voru töluverð innan fjölskyldu hins látna sjókönnuðar, eins og innan fjölskyldu Zissous í myndinni. Myndin hefst á því að Zissou frumsýnir nýj- ustu heimildarmynd sína, um hlébarðahákarl, sem át vin hans, Esteban, á meðan á tökum myndarinnar stóð. Á kynningarfundi segir hann að í næstu mynd ætli hann að elta hákarlinn uppi og drepa hann. „Hver yrði vísindalegur til- gangur með því að drepa hann?“ spyr þá kona í áhorfendahópnum. „Hefnd,“ svarar Zissou. „Hann er líklega sonur minn“ Félagi Andersons, Owen Wilson, sem skrifaði með honum handritið að Royal Tenenbaums, leikur aðstoðarmann Zissous, Ned Plimpton, sem hann segir að sé „líklega sonur minn“. Anjelica Huston leikur Eleanor, eiginkonu Zissous. Þegar hann segir henni frá því að hugsanlegt sé að Plimpton sé sonur hans segist ist í gegnum Life Aquatic eins og sumir fyrrum hermenn tala um að hafa lifað hrylling styrj- aldar af. „Bill hefur mjólkað þetta á skoplegan hátt al- veg síðan á Golden Globe-verðlaununum. Hann lætur móðan mása um að þetta hafi verið sárs- aukafyllsta og erfiðasta reynsla lífs hans. Ég sá nú ekki betur en að hann borðaði mikið af góð- um mat og ferðaðist töluvert um á skellinöðr- unni sinni. Hann var auðvitað fjarri fjölskyld- unni sinni. En, þú veist, þetta var í Róm. Ekki svo slæmt.“ hann hafa mikla trú á drengnum. „Af hverju?“ spyr Eleanor. „Vegna þess að hann lítur upp til mín.“ Fjöldi annarra þekktra leikara kemur fram í mynd- inni. Cate Blanchett leikur Jane Winslett-Richardson, einþykkan blaðamann sem er falið það verkefni að skrifa um Zissou og Jeff Goldblum er Alistair Hennessey, höf- uðóvinur söguhetjunnar. Þá er sjálfur Willem Dafoe í hlutverki Klaus Daimler, sem er í áhöfn Zissous á könn- unarskipinu Belafonte og er gríðarlega öfundsjúkur út í Ned Plimpton, vegna vináttu „kannski-feðganna“. Murray ósáttur við Anderson? Glenn Whipp tók viðtal við Anderson fyrir Los Angeles Daily News í desember, þeg- ar myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum. Hér er hluti þess. Byrjum á tilvitnun í stjörnu myndarinnar, Bill Murray. „Skrambinn hafi það, það er eins gott að þetta sé besta mynd sem gerð hefur verið. Ef hún er það ekki ætla ég að DREPA Anderson. Hann er dauður. Ef þetta verður ekki besta mynd allra tíma, eða meðal 10 bestu, er eins gott fyrir hann að flytja til Kína og breyta nafninu sínu í Chin, og það er eins gott fyr- ir hann að finna sér lítið her- bergi í litlum bæ – og jafnvel þótt hann geri það elti ég hann uppi.“ Ertu að flytja til Kína eða er Bill sáttur við þig? „Ég ætla ekki að flytja.“ Allt í lagi. En er hann sátt- ur við þig? „Ég ætla ekki að flytja.“ Hefur hann séð myndina? „Hann hefur séð hana tvisvar. Hann líkir henni við Apocolypse Now.“ Erum við að tala um kvikmyndagerðina eða myndina sjálfa? (Hlær.) „Myndina eins og hún er núna. Ég held að það hafi verið yfirþyrmandi fyrir hann að sjá myndina vegna þess að hann er á skján- um hverja einustu sekúndu, kvelst allan tím- ann, fylltur reiði og öðrum tilfinningum, og hann er á þessari risastóru og súrrealísku sviðsmynd. Ég held að þetta hafi haft áhrif á hann.“ Svo virðist vera. Hann talar um að hafa kom- Vísindalegur tilgangur: Hefnd Leikstjórinn Wes Anderson fékk 50 milljónir dollara frá Walt Disney-fyrirtækinu til að gera myndina The Life Aquatic With Steve Zissou. Myndin er sú langdýrasta sem þessi frumlegi kvikmyndagerðarmaður hefur gert. Bill Murray hefur líkt myndinni við Apocolypse Now. Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.