Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.01.2005, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR ÞAÐ vakti töluverða athygli í góð- gerðarleik núverandi bikarmeistara KA í handbolta og bikarmeistaranna frá árinu 1995 um helgina, þegar þeir Hjörtur Sigurðsson og Jónas Jose (Tony) Mellado, mættu út á gólfið í dómarabúningum og með flautur. Þeir eru mun þekktari fyrir sterkar skoðanir á þeim dómum sem falla á heimaleikjum KA, jafnframt fyrir að láta þær skoðanir reglulega í ljós í hverjum leik og þá með miklum hamagangi. Ekki var langt liðið á leikinn, þegar tveir aðrir dómarar, Friðjón Jónsson og Halldór Rafns- son, birtust á vellinum, sýndu þeim Hirti og Tony rauða spjaldið og þar með var þátttöku þeirra lokið í leikn- um. Það vakti einnig athygli þegar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, birtist í dómarabúningi og dæmdi síðustu þrjár mínútur leiksins með Halldóri en Þorsteinn Már er einnig þekktur fyrir að hafa skoðanir á dómurum í handboltaleikjum, þótt hann hafi róast mikið með árunum. Þrátt fyrir sviptingar í dómgæslunni, fór leikurinn vel fram en eins og áður hefur komið fram unnu bikarmeist- arnir frá 1995 núverandi bikarmeist- ara félagsins, 30:28. Það voru þeir Gunnar Níelsson, Árni Stefánsson og sonur hans Stef- án, sem áttu heiðurinn af því að leik- urinn fór fram. Á tólfta hundrað áhorfendur mættu á leikinn en öll innkoman, rúmlega 460 þúsund krón- ur, runnu óskiptar til fjölskyldu í bænum sem á í erfiðleikum. „Þetta var alveg frábært, maður er nánast orðlaus og þarf nokkuð til,“ sagði Gunnar eftir leikinn. „Hér var hús- fyllir og þeir peningar sem söfnuðust koma sér vel. Ég segi því þúsund þakkir til allra þeirra sem komu að málum,“ sagði Gunnar ennfremur. Húsfyllir á góðgerðarleik í handbolta milli bikarmeistaraliða KA Dómarar Jónas Jose (Tony) Mellado og Hjörtur Sigurðsson með fyrirliðum KA-liðanna, Jónatan Magnússyni t.v. og Erlingi Kristjánssyni t.h. Dómararnir vöktu athygli Morgunblaðið/Kristján Dæmdi 3 mínútur Þorsteinn Már, forstjóri Samherja, blæs í flautuna. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI SVEITARSTJÓRN Grýtubakka- hrepps telur hag íbúa hreppsins best borgið með því að sameinast ekki öðrum sveitarfélögum í Eyjafirði, „vegna þess að hún telur hættu á að þjónusta við íbúa muni skerðast, þar sem byggðarlagið yrði jaðarsvæði í sameinuðu sveitarfélagi,“ eins og segir í bókun frá fundi sveitarstjórn- ar, en þar var fjallað um skýrsluna Eyfirðingar í eina sæng, útttekt Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri um hugsanlega samein- ingu sveitarfélaga í Eyjafirði. „Eins telur sveitarstjórn að íbúar muni ekki njóta fjárhagslegs ávinn- ings af sameiningunni og glata for- ræði yfir eignum, sem nýst hafa við uppbyggingu byggðarlagsins,“ segir í bókun sveitarstjórnar Grýtubakka- hrepps en jafnframt er tekið fram að hún telji eðlilegt að íbúar sveitarfé- lagsins kjósi um væntanlegar tillög- ur sameiningarnefndar.    Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps Hag best borgið með því að samein- ast ekki Snjómoksturinn dýr | Kostnaður við snjómokstur á Akureyri á síðasta ári nam 47 milljónum króna en þar af fóru 7,5 milljónir í hálkuvarnir. Þetta er heldur hærri upphæð í snjó- mokstur og hálkuvarnir en árið á undan og munar þar rúmum 5 millj- ónum króna. Líkt og undanfarin ár voru janúar og febrúar dýrustu mánuðirnir en í janúar á sl. ári fóru 18 milljónir króna í snjómokstur, 12 milljónir í febrúar og 7 milljónir í desember sl. Töluvert hefur snjóað frá því um hátíðarnar og eru snjó- ruðningstæki fyrirferðamikil en að- allega er unnið að því að halda helstu leiðum færum og auka öryggi. STARFSMENN framkvæmda- miðstöðvar Akureyrarbæjar eru þessa dagana í óða önn að kurla niður jólatré sem bæjarbúar prýddu híbýli sín með um nýliðna jólahátíð. Trjánum var safnað saman og tilgangurinn að minnka það magn sorps sem fer til urð- unar auk þess sem þetta er kjörin leið til að endurnýta jólatrén sem nú hafa lokið hlutverki sínu. Af- urðin sem af þeim kemur verður m.a. notuð til jarðvegsgerðar. Þar til gerðir gámar verða við nokkrar verslanir í bænum, Kaupang, Hagkaup, Sunnuhlíð og Síðu fram til 17. janúar næstkom- andi. Þeir eru eingöngu ætlaðir undir jólatré og þangað geta bæj- arbúar komið með tré sín en einnig má skila þeim á gámastöð- ina við Réttarhvamm á meðan þar er opið. Annars eru starfs- menn á ferðinni út þessa viku og safna saman þeim trjám sem sett hafa verið út að götu við lóðar- mörk. Forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana verða að nýta sér söfn- unargáma eða gámastöðina því jólatré verða ekki hirt við slíka staði. Morgunblaðið/Kristján Jólin búin Jólatré bæjarbúa eru kurluð og notuð til jarðvegsgerðar. Kurla niður jólatré Reykjavík | Skipulagsstofnun hefur kveðið upp úrskurð um mat á um- hverfisáhrifum landfyllinga við Gufu- nes í Reykjavík og er fallist á fram- kvæmdina með skilyrði. Í matsskýrslu Reykjavíkurborgar kemur fram að markmið fram- kvæmdarinnar sé að útbúa land fyrir samfellda og þétta og blandaða byggð í tengslum við miðborg Reykjavíkur, með tilkomu Sundabrautar. Áformað er að gera tvær landfyllingar, sú fyrri 34 ha að stærð er við vestanvert Gufu- nes í beinu framhaldi af gömlu sorp- haugunum í Gufunesi og afmarkast til norðurs af bryggju við Áburðarverk- smiðjuna og til suðurs af Gufunes- höfða. Gert er ráð fyrir að hún nái 3– 400 metra út í sjó. Síðari áfangi fram- kvæmdarinnar er 12 ha landfylling út frá Gufunesi norðanverðu sem mun ná um 400 metra út í Eiðsvík. 4,1 milljón rúmmetra í fyllingu Heildarefnisþörf fyrir landfylling- arnar er 4,1 milljón rúmmetra sem aðallega verður sótt í námur í hafs- botni, svonefndur grús og skeljagrús, auk efnis sem fellur til vegna jarð- vinnslu á höfuðborgarsvæðinu. Þá verður notast við efni sem fellur til vegna dýpkunar Sundahafnar. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist sem fyrst og er framkvæmdatími áætlað- ur allt að 10 ár. Í núgildandi Aðal- skipulagi Reykjavíkur 2001–2024, er gert ráð fyrir fyrirhuguðum landfyll- ingum og að á þeim og í landi Gufu- ness, verði blönduð byggð með um 7.500–9.000 íbúum. Gert er ráð fyrir að mannvirki Áburðarverksmiðjunn- ar verði rifin í tengslum við uppbygg- ingu svæðisins en ekki liggur fyrir ákvörðun um að flytja flokkunarstöð Sorpu. Sú hugmynd verður hins veg- ar rædd í deiliskipulagsvinnu sem framundan er, að því er fram kemur í matsskýrslu borgarinnar. Aukinn umferðarþungi er óhjákvæmilegur vegna efnisflutninga í tengslum við landfyllingarnar og er talið að hann aukist á framkvæmdatímanum um 10% á Gullinbrú, 25% á Strandvegi og 30% á Gufunesvegi. Komist Sunda- braut í notkun á næstu 8–10 árum megi gera ráð fyrir að umferð um Gullinbrú minnki á síðari stigum framkvæmdarinnar. Unnið utan göngutíma laxa Í umsögn Umhverfisstofnunar um framkvæmdina kemur m.a. fram að forsendur fyrir nyrðri landfyllingunni séu ekki fyrir hendi þar sem fallið hafi verið frá byggingu hafnar í Eiðsvík auk þess sem útlínur hennar séu ekki í samræmi við strandlínu og lands- lagsheildir á svæðinu. Röskun fjör- unnar séu í ósamræmi við stefnumót- un í samþykktri Staðardagskrá 21 fyrir Reykjavík þar sem m.a. er stefnt að því að „höfuðstóll náttúrusvæða“ haldist óskertur, og því beri að falla frá nyrðri landfyllingunni. Skipulags- stofnun telur hins vegar ekki forsend- ur fyrir að leggjast gegn landfylling- unni á grundvelli þess að fyrirhuguð sé breytt landnotkun á henni miðað við fyrra skipulag. Vegna grjótvarnagarða sem gerðir verða í tengslum við landfyllingarnar og þar sem farleiðir laxfiska liggja um framkvæmdasvæðið, telur Skipulags- stofnun að lokum að Reykjavíkurborg beri að halda framkvæmdum við gerð garðanna utan tímabilsins frá 1. maí til 30. september. Þá séu mestar líkur á að framkvæmdirnar geti valdið um- róti og útbreiðslu gruggs sem getur borið með sér mengunarefni. Er fall- ist á framkvæmdina með því skilyrði að framkvæmdir við garðana séu utan göngutíma laxfiska. Skipulagsstofnun úrskurðar um landfyllingar við Gufunes Uppbygging Mannvirki Áburðarverksmiðjunnar verða rifin í tengslum við uppbyggingu svæðisins, en framtíð flokkunarstöðvar Sorpu er óráðin. Skilyrði sett um laxinn Kópavogur | Hansína Á. Björgvins- dóttir bæjarstjóri opnaði á dögunum nýtt rafrænt leikskólaforrit, Perluna. Forrið heldur utan um alla skráningu vegna leikskólabarna og geta foreldr- ar sótt um dvöl fyrir börn sín á vef bæjarins. Barnið fer þá á biðlista og er síðan innritað, en forritið nýtist til að halda utan um skráningu barnsins, sem fyrr segir, s.s. á hvað deild það er, í hvað hópi, o.s.frv. Þá geymir for- ritið upplýsingar um starfsmanna- hald, búnað, ýmsa útreikninga, o.fl. Bæjarstjóri hafði tvö börn á leik- skólanum Kópasteini, Unni Marín Sigmarsdóttur og Jökul Sigurðsson, sér til fulltingis, þegar hún opnaði vef- inn fyrir skemmstu. Forritið er hannað af VKS, Óskari Elvari Guðjónssyni í samráði við leik- skólastjóra, starfsmenn leikskóla- skrifstofu og fræðslustjóra Kópavogs. Perlan tek- in í gagnið Forrit sem heldur utan um skráningu leik- skólabarna Leikskólaforrit Hansína fékk góða aðstoð við að opna nýja forritið. Kópavogur | Samfylkingin í Kópa- vogi lýsir yfir áhyggjum vegna hækk- unar fasteignagjalda milli ára, sem bitni m.a. hart á eldri borgurum. Fram kemur að við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar Kópavogs 2005 hafi Samfylkingin lagt til að álagning- arprósentan yrði lækkuð úr 0,345% í 0,3105% til þess að hækkun fasteigna- mats lenti ekki af „fullum þunga á íbúum bæjarins“. Sú tillaga hafi verið felld af meirihluta. „Enn harðar bitna þessar hækkan- ir á eldri borgurum í Kópavogi sem fá allir fasta niðurgreiðslu af greiðslu fasteignaskatts. Niðurgreiðslan var 35.800 kr. fyrir árið 2004 en á þessu ári á niðurgreiðslan að nema 37.000 kr. og er það 3% hækkun á niður- greiðslunni á sama tíma og fasteigna- matið hækkar að meðaltali um 15,3% Því hækka fasteignagjöld milli ára um 24% til 27%, eftir íbúðagerð, á eignum eldri borgara,“ segir í tilkynningu frá Samfylkingunni. Samfylkingin hafi lagt til að niðurgreiðslan hækkaði í 39.000 kr. til þess að fylgja þróun á hækkun fasteignamats en sú tillaga hafi einnig verið felld. Segir í tilkynn- ingunni að afsláttur til eldri borgara sé ýmist alveg eða að hluta tekju- tengdur en enga slíka tengingu sé að finna í Kópavogi. „Eldri borgarar með mjög litlar tekjur hrekjast því oft úr húsnæði sínu vegna hárra gjalda bæjarfélagsins. Sérstaklega á þetta við fólk sem býr í eldri eignum í bæn- um. Er í raun verið að skattleggja við- komandi út af heimilum sínum.“ Tillaga Samfylkingar „Skatt- lagðir út af heimilum sínum“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.