Morgunblaðið - 17.02.2005, Síða 1

Morgunblaðið - 17.02.2005, Síða 1
Mjúkt og ferskt Sumarlínan frá Intercoiffure kynnt | Hártíska Morgunblaðið/RAX HRJÓSTRUGT veðurfar undanfarinn sólarhring getur reynt á þolinmæði okkar mannanna. Engu er líkara en að bílaleigubíl- arnir á myndinni bíði eftir að sól hækki á lofti og ferðamönnum fjölgi sem fara um Keflavíkurflugvöll svo þeir komist aftur út á þjóðvegina. Þótt þeir séu með smá grátt í vöngum eru þeir reiðubúnir til fararinnar og reyna að lokka til sín þá fáu sem sniglast í kring. Það lengdi biðina í gærmorgun að ekki var hægt að hleypa farþegum frá Boston í Bandaríkjunum úr flug- vélinni á Keflavíkurflugvelli í þrjá tíma sökum vinds. STOFNAÐ 1913 46. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Viðskipti | Átta vilja í sjö sæti  Athyglisverðustu auglýsingarnar  Svipmynd af Sif Konráðsdóttur Úr verinu | Landið og miðin  Á hval- veiðislóðum Íþróttir | Vignir semur við Skjern HK í toppsætið Nýtt kortatímabil Opið til 21 í kvöld HIN þrítuga Pernille Vigsø Bagge er í Sósíalíska þjóðarflokknum (SF) í Danmörku og var hún í framboði fyrir hann í Løgstør á Jótlandi í kosningunum nýverið. Hún náði kjöri, sér til mikillar undrunar, segir í Jyllandsposten. Danskir flokkar setja helsta fram- bjóðanda sinn efst á kjörseðilinn í hverju kjördæmi en síðan koma aðr- ir á flokkslistanum í stafrófsröð og fara úrslitin eftir persónulegum at- kvæðum þeirra. Blaðið Nordjyske Stiftstidende hvatti þá kjósendur SF í Løgstør sem kusu Bagge til að út- skýra valið. Langflestir sögðust hafa kosið hana vegna þess að hún var efsta konan á listanum. Í kosningunum árið 2001 fékk Bagge um 700 persónuleg atkvæði en Lene Garsdal, efsta konan á list- anum, fékk rúmlega þúsund atkvæði og hreppti sætið. Í millitíðinni giftist Bagge, sem áður bar eftirnafnið Nielsen, manni sem heitir Michael Bagge, tók upp nafn hans og færðist því upp fyrir Garsdal á listanum. Garsdal fékk nú tæp 700 atkvæði. Gaf eftirnafnið þingsæti? ÍRÖNSK og sýrlensk stjórnvöld ætla að mæta sameiginlega „hótunum og ögrunum“ frá öðrum ríkjum en Sýr- land og Íran eru í hópi ríkja sem George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur nefnt „öxulveldi hins illa“. Sýr- lendingar eru grunaðir um aðild að morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, á mánu- dag. Hann var andvígur hersetu Sýr- lendinga í Líbanon. „Við erum reiðubúnir að hjálpa Sýrlendingum með öllum ráðum að takast á við hótanir,“ sagði Mohamm- ad Reza Aref, varaforseti Írans, eftir að hafa rætt við Naji al-Otair, for- sætisráðherra Sýrlands, í gær. Íran og Sýrland hafa bæði verið undir miklum þrýstingi frá Banda- ríkjunum og saka stjórnvöld í Wash- ington Írana um að vinna að því að verða sér úti um kjarnorkuvopn. Interfax-fréttastofan rússneska fullyrðir að Moskvustjórnin ætli að selja Sýrlendingum nýja gerð loft- varnaflugskeyta af Strelets-gerð. Ónafngreindur embættismaður í Bandaríkjunum sagðist í gær telja rangt að selja ríkjum, sem styddu við bakið á hryðjuverkamönnum, vopn. Snúa bökum saman Íran og Sýrland bregð- ast við „hótunum“ Washington, Teheran. AFP, AP. Reuters Mohammad Reza Aref (t.h.) ásamt Naji al-Otari í Teheran í gær. Viðskipti, Úr verinu, Íþróttir RAGNHILDUR Geirsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Flugleiða hf. og Jón Karl Ólafsson for- stjóri Icelandair. Munu þau vinna með Sigurði Helgasyni, sem hefur verið forstjóri beggja þessara félaga, þangað til hann lætur af störf- um 1. júní nk. Hannes Smárason verður áfram starfandi stjórnarformaður Flugleiða. Jón Karl var áður framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands og Ragnhildur framkvæmdastjóri rekstrarstýr- ingarsviðs Icelandair. Flugleiðir hf. er móðurfélag þrettán dótt- urfélaga og er Icelandair langstærst með um helming af veltu samstæðunnar. Frekari breytingar Haldinn var fundur með starfsfólki Flugleiða á Hótel Loftleiðum í gærdag eftir að stjórn fé- lagsins hafði formlega samþykkt þessar ráðn- ingar. Hannes Smárason sagði unnið að frekari breytingum á skipulagi Flugleiða. Hlutverk fé- lagsins við heildarstefnumótun dótturfélaganna þrettán yrði aukið. Móðurfélagið myndi í aukn- um mæli taka við því hlutverki að samhæfa að- gerðir einstakra fyrirtækja. Með því að ráða sinn forstjórann fyrir hvort félagið væri verið að skerpa skilin þarna á milli. Búast mætti við ár. Hún sagði mörg verkefni framundan sem hún hlakkaði til að takast á við með öllu því góða fólki sem ynni hjá Flugleiðum. Það væri rík krafa að félagið skilaði árangri. „Áður en ég hóf störf hjá Icelandair var ég í stefnumótun hjá Flugleiðum. Þá kynntist ég þeim rekstri mjög vel,“ segir hún og jafnframt að mörg spennandi verkefni séu framundan. Jón Karl hefur starfað hjá flugfélaginu í yfir tuttugu ár. Hann segir ný tækifæri að opnast og Icelandair hafi náð frábærum árangri und- anfarin ár. „Við ætlum að taka á og við ætlum að vera langbest,“ sagði hann á fundinum með starfsfólki. Tveir fyrir Sigurð Sigurður Helgason sló á létta strengi í sinni ræðu og sagðist auðvitað mjög ánægður með að það þyrfti tvo til að taka við af sér. Hann sagð- ist vita að þetta hefði verið mjög erfið ákvörðun fyrir stjórnina því mikið væri af hæfu starfs- fólki innan Flugleiðasamsteypunnar. Hann treysti því að Icelandair yrði áfram besta flug- félagið. frekari hrókeringum fyrir aðalfund 10. mars nk. þar sem gerð yrði grein fyrir skipulags- breytingunum. Það mætti segja að verið væri að gera Flugleiðir að alvörumóðurfélagi. Fyrst kvenna forstjóri Ragnhildur er fyrsta konan sem sest í for- stjórastól Flugleiða, en hún varð einnig fyrst kvenna til að gegna framkvæmdastjórastöðu hjá félaginu. Hún sagðist taka við góðu búi af Sigurði Helgasyni sem var forstjóri í tuttugu Unnið að skipulagsbreytingum hjá Flugleiðum fyrir aðalfund Ragnhildur Geirsdóttir ráðin forstjóri Flugleiða  Flugleiðir/4 Jón Karl ÓlafssonRagnhildur Geirsdóttir Jón Karl Ólafsson verður forstjóri Icelandair

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.