Morgunblaðið - 17.02.2005, Síða 8

Morgunblaðið - 17.02.2005, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Krummi krunkar ekki lengur úti??? Heildareignir lífeyr-issjóðanna námuum 974 milljörð- um króna um síðustu ára- mót og stefnir í að þær verði komnar í eittþúsund milljarða í næsta mánuði, að sögn Hrafns Magnús- sonar, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyris- sjóða. Eignir sjóðanna juk- ust um 150 milljarða á árinu 2004 eða um 18% skv. áætlun tölfræðisviðs Seðlabanka Íslands sem byggð er á úrtaki 25 stærstu lífeyrissjóðanna. Þar af er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins stærstur með 17% hlutdeild og Lífeyrissjóður verzlunarmanna með 15%. Erlendar eignir sjóð- anna námu um 216 milljörðum kr. um síðustu áramót en þær verða sífellt stærri þáttur í eignasafni þeirra. Hrafn Magnússon segir ávöxtun sjóðanna hafa verið mjög góða ef frá eru talin árin 2000–2002. „Einn þáttur í eignaaukningunni er aukning iðgjaldatekna,“ segir Hrafn „Þessi eignaaukning er auð- vitað sérlega ánægjuleg þegar mið er tekið af því að krónan hefur styrkst gagnvart dollar sem kem- ur niður á ávöxtun erlendra eigna sjóðanna. En aðalatriðið er að á bak við eignamyndun sjóðanna standa lífeyrisskuldbindingar sem hafa aukist verulega, bæði áunnar skuldbindingar en síðan má gera ráð fyrir aukningu framtíðarskuld- bindinga. Þar kemur inn í aukinn lífaldur þjóðarinnar auk þess sem örorkubyrði lífeyrissjóða er meiri en spár gerðu ráð fyrir.“ Hvað áhrærir hina vaxandi er- lendu verðbréfaeign sjóðanna sem nú er orðin 22% af heildareignum bendir Hrafn á stöðu krónunnar gagnvart óvenjulega lágum dollar og við þær aðstæður sé afar skyn- samlegt að kaupa erlend verðbréf til að dreifa áhættunni. Þess skal getið að erlendar eignir sjóðanna jókst um 35% milli 2003 og 2004. Ekki síður var mikill vöxtur í inn- lendum hlutabréfum sjóðanna eða um 51% á árinu 2004 – úr 89 millj- örðum í 134,3 milljarða. Gríðarlegur vöxtur í lífeyriskerfinu Albert Jónsson, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, minnir á að hrein eign lífeyrissjóðanna – um 974 milljarðar króna – nemi um 120% af vergri landsframleiðslu 2003 sem hljóti að teljast mjög gott miðað við aðrar þjóðir. „Lífeyris- kerfið hefur vaxið gríðarlega hratt, bæði vegna iðgjaldatekna og góðr- ar ávöxtunar,“ segir hann. „Und- anfarin fimm ár hafa lífeyrissjóðir fært sig yfir í kaup á hlutabréfum, mest erlendis og ég tel að vel hafi verið að því staðið. Raunávöxtunin undanfarinna 10 ára hefur verið mjög góð eða 4–6%. En til fram- tíðar litið má ekki gleyma því að raunvextir á Íslandi hafa lækkað verulega og það hefur haft sín áhrif á starfsemi sjóðanna. Hluta- bréf hafa fengið aukið vægi í eigna- safni sjóðanna, en þau sveiflast meira en aðrar eignir. En engu að síður er mjög skynsamlegt að líf- eyrissjóðir fjárfesti erlendis til að ná áhættudreifingu vegna smæðar íslenska hagkerfisins. Stærsta atriðið sem sjóðirnir þurfa síðan að huga að eru lífeyr- isskuldbindingar, ekki síst vegna vaxtalækkana. Síðan koma til þættir eins og auknar lífslíkur og örorkubyrði sem auka skuldbind- ingar sjóðanna. Til þess að bregð- ast við þessum þáttum þarf mögu- lega að hækka iðgjöldin þannig að ekki þurfi að koma til skerðingar.“ Aldurssamsetning sjóðfélaga hefur þýðingu Hvað annan stærsta lífeyris- sjóðinn áhrærir, þ.e. Lífeyrissjóð verzlunarmanna, sem átti hreinar eignir upp á rúma 150 milljarða króna í árslok 2004, hefur aldurs- samsetning sjóðfélaganna þýðingu fyrir vöxt sjóðsins auk ávöxtunar en þriðjungur iðgjalda sem berast sjóðnum er greiddur út í lífeyri á hverjum tíma að sögn Þorgeirs Eyjólfssonar forstjóra sjóðsins. „Meðalaldur þeirra sem greiða til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er 34 ár og því er ljóst að sjóðurinn kemur til með vaxa á næstu ára- tugum á meðan hlutfall lífeyris af iðgjöldum mun fara vaxandi,“ seg- ir Þorgeir. „Jafnframt hefur mikla þýðingu að sjóðurinn hefur náð góðri ávöxtun á eignir sínar und- anfarin tvö ár sem voru þau bestu í tæplega 50 ára rekstrarsögu sjóðs- ins. Sá eignaflokkur sem skilaði bestri ávöxtun á liðnu ári var inn- lenda hlutabréfaeignin. Þar náðum við góðum árangri eða 79% ávöxt- un á eignirnar sem var verulega umfram hækkun úrvalsvísitölu Kauphallarinnar sem hækkaði um 59% á sama tíma. Þar hafði mesta þýðingu að sjóðurinn var yfirvigt- aður í bönkunum þar sem mestar hækkanir urðu á síðasta ári.“ Auk þessa nefnir Þorgeir aukningu hlutfalls erlendra verðbréfa í eignasafni sjóðsins sem stýrt er með tilliti til áhættudreifingar. „Við eigum því ekki allt undir þró- un hér innanlands á komandi árum heldur erum við þátttakendur í er- lendum hagkerfum og þeim ár- angri sem þar næst.“ Fréttaskýring | Eignir lífeyrissjóðanna 120% af vergri landsframleiðslu Stefna í þús- und milljarða Eignaaukning lífeyrissjóðanna nam 150 milljörðum króna í fyrra Afkoma lífeyrissjóðanna var góð í fyrra. Mikill vöxtur í innlendum hlutabréfum sjóðanna  Þótt lífeyrissjóðir landsins hafi náð að ávaxta eignir sínar líklega um 10% á árinu 2004 verður að huga að framtíð- arskuldbindingum sjóðanna og jafnvel hækka iðgjöldin ef sjóð- irnir eiga að halda sínum hlut. Erlendar eignir sjóðanna eru nú orðnar 22% af heildareignum og eru menn sammála um gildi þess að fjárfesta erlendis. Það borgar sig ekki að geyma öll eggin í sömu körfu. orsi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.