Morgunblaðið - 17.02.2005, Síða 13

Morgunblaðið - 17.02.2005, Síða 13
Vioxx jókst sala á öðrum Coxib-lyfjum en síðan hefur dregið verulega úr henni MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 13 FRÉTTIR REIKNA má með að langflestir þeirra gigtarsjúklinga sem fóru á önnur Coxib-lyf, eftir að Vioxx var tekið af markaði þoli ekki eldri gigt- arlyf eða þeim stafi beinlínis hætta af að taka þau. Gildar ástæður séu því fyrir því að hafa þá áfram á Coxib-lyfjum en slík lyf eru dýrari en eldri gigtarlyf. Þetta segir Jón Atli Árnason gigtarlæknir en í Morgunblaðinu í gær sagði Inga J. Arnardóttir hjá Tryggingastofnun (TR) að eftir að Vioxx var tekið af markaði hefðu greiðslur TR færst yfir í önnur Coxib-lyf en ekki eldri gigtarlyf. Sagði hún lækna ekki hafa verið nógu varkára hvað þetta varðaði en þess má geta að Land- læknisembættið hefur varað við notkun annarra Coxib-lyfja. „Hún er sennilega að horfa á fjárhagslegu hliðina, en væntanlega ekki að leggja læknisfræðilegt mat á málið,“ segir Jón Atli um ummæli Ingu. „Það gætir þess misskilnings að öll Coxib-lyf séu undir sömu sök seld og Vioxxið,“ segir Jón Atli. Hann bendir á að nýjar rann- sóknir sem gerðar hafi verið á eldri bólgueyðandi lyfjum sýni að þau gætu haft svipaða áhættu í för með sér og nýju lyfin. Þau geti t.d. hækkað blóðþrýsing og haft áhrif á hjarta- og æðakerfið. Gömlu lyfin hættuleg sumum „Ég held að það sé mjög eðlilegt að læknar sem hafi verið með sjúk- linga á Vioxx skipti yfir á annað Coxib, því að öllum líkindum hafa þessir sjúklingar verið á Vioxx vegna þess að þeir þoldu ekki eldri lyfin, voru á blóðþynningarlyfjum eða með magasár og gátu því ekki tekið eldri lyfin. Það gætir þess misskilnings að læknar hafi sett fólk á Vioxx fyrst og fremst út af nýjungagirni og áhrifa frá lyfjafyr- irtækjunum, en ekki af beinum klín- ískum ástæðum.“ Af þessum sökum voru Vioxx og sambærileg gigtarlyf hrein viðbót við markaðinn, þ.e. sjúklingar sem ekki höfðu þolað eldri gigtarlyf gátu margir hverjir notað Coxib-lyfin með góðum árangri. „Þegar þessi lyf komu á markað var ég með stór- an hóp sjúklinga sem ekki gátu ver- ið á eldri lyfjunum. Þegar þessi nýju lyf komu fór þetta fólk á þau og þau urðu því hrein viðbót við markaðinn.“ Jón Atli segir Coxib-lyfin nokkuð sambærileg eldri bólgueyðandi lyfj- um hvað varðar virkni en hafi minni aukaverkanir. „Þau hafa sömu áhrif á ónæm- iskerfið og eldri lyf og eru því álíka góð bólgu- eyðandi lyf. Þau eru álíka góð verkjalyf og eldri lyfin en vegna þess að þau erta ekki magann og valda ekki maga- sárum gat fólk tekið þau í heldur stærri skömmtum og þess vegna hafa þau fyrir suma virkað betur. Fólk gat allt í einu tekið nægilega mikið af lyfi til þess að sársaukinn hyrfi.“ Coxib-lyfin sem nú eru eftir á markaði eru álíka góð verkjalyf og Vioxxið. „Enn er deilt um áhrif þeirra á frumuhimnur, æðaveggi og svo framvegis,“ segir Jón Atli. „Það hefur hins vegar ekkert komið fram í rannsóknum á hinum Coxib- lyfjunum sem styður þessa nei- kvæðu umfjöllun sem þau fá nú í fjölmiðlum.“ Engin lyf rannsökuð jafnmikið Varað hefur þó verið við notkun annarra Coxib-lyfja, t.d. af Land- læknisembættinu. „Ég held að það hafi verið svolítil fljótfærni að gera það,“ segir Jón Atli. Fæstar rann- sóknir á lyfinu Celebra hafi sýnt aukna hættu á hjarta- og æða- sjúkdómum og sumar minni áhættu. Þó sýni ein rannsókn svip- aða niðurstöðu og Vioxx-rann- sóknin. Hin Coxib-lyfin tvö sem eru á markaði hafi verið minna rann- sökuð. Jón Atli bendir þó á að Cox- ib-lyfin í heild hafi verið meira rannsökuð áður en þau komu á markað en nokkur önnur lyf. Rann- sóknir hafi haldið áfram eftir að far- ið var að nota þau. „Það er ekki fyrr en núna, nokkrum árum seinna, sem þessar rannsóknir gefa til kynna að það gætu verið hópar fólks sem ekki ættu að vera á lyfj- unum. Þetta var einfaldlega ekki vitað þegar lyfin komu á markað og því ekki hægt að ásaka lækna eða lyfjafyrirtæki fyrir að nota lyfin.“ Jón Atli segir það þó eðlilega kröfu sjúklinga að lyf séu rann- sökuð það mikið að alvarlegar auka- verkanir komi ekki fram eftir að lyfin eru markaðssett. „Þessi lyf hafa verið rannsökuð jafnvel ef ekki betur en eldri lyf. Þetta veltir kannski upp þeim áhugaverða punkti; hvað um eldri bólgueyðandi lyf? Hvað um áhættu af þeim lyfj- um sem ekki hafa verið athuguð eins gaumgæfilega og Coxib-in?“ Nefndir á vegum amerísku lyfja- stofnunarinnar, Food and Drug Ad- ministration, hófu í gær opinn fund um kosti og áhættur COX-2 lyfja og annarra skyldra lyfja. Verður m.a. að sögn Jóns Atla rætt um hvort takmarka eigi ávísanir á önnur Cox- ib-lyf. Er almenningi boðið að taka þátt í fundinum. Hann stendur í þrjá daga og lýkur á föstudag. Margir þola ekki eldri gigtarlyf Jón Atli Árnason Jón Atli Árnason gigtarlæknir segir eðlilegt að ávísa öðrum Coxib-lyfjum í stað Vioxx MEÐ ÞVÍ að setja 27 milljónir króna á ári í bólusetningarkostnað má spara 22 milljónir annars stað- ar í heilbrigðiskerfinu og í leiðinni lengja líf mannfjöldans á Íslandi um 50 ár á ári. Kostnaður á áunnið lífár væri um 100 þúsund krónur. Þetta sagði Þórólfur G. Matthías- son, prófessor í viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands, á ráð- stefnu SÍBS um lyf og líf í Norræna húsinu á þriðjudag. Rifj- aði hann þar upp niðurstöðu sem hann í félagi við Guðmund Berg- þórsson, Harald Briem og Þórólf Guðnason komst að um þessi mál. „Ég hygg að yfirgnæfandi hluti Ís- lendinga væri tilbúinn til að greiða hærri fjárhæð en það fyrir að lengja líf sitt um eitt ár,“ sagði Þórólfur í erindi sínu. „Hér fæst því mikill hvellur fyrir lítið fé.“ Þórólfur sagði staðreynd að lyfjakostnaður er og hefur verið tiltölulega lítill hluti heildarheil- brigðisútgjalda hér á landi. „Þessar stað- reyndir ríma illa við fréttir þess eðlis að lyfjakostn- aður sé að sliga heilbrigðiskerfið.“ Í erindinu fjallaði Þórólfur m.a. um samkeppni eða fákeppni á lyfjamarkaði. Sagði hann Evrópu- löndin nota svipaðar aðferðir og hér væru við lýði, þ.e. að setja há- marksverð á lyfseðilsskyld lyf og miða greiðsluþátttöku almanna- trygginga við ódýrasta lyf en leyfa notandanaum að kaupa dýrari lyf og greiða mismuninn. „Þessi að- ferðafræði minnir óþægilega mikið á verðlagseftirlit verðbólguár- anna,“ sagði Þórólfur. Vill aukið frelsi í verðlagningu á lyfjum Þórólfur sagði erfitt að benda á skárri aðferðir en að samhliðainn- flutningur lyfja væri hér heimill og auðveldur frá löndum Evrópska efnahagsvæðisins. Í stærri löndum Evrópu getur samhliðainnflutning- ur sjálfsagt ekki orðið mjög stór hluti heildarsölu lyfja, að sögn Þórólfs. Þessu sé háttað öðruvísi hér vegna smæðar íslenska mark- aðarins. „Hver vegna ekki að nýta sér smæð íslenska markaðarins neyt- endum til hagsbóta svona til til- breytingar?“ spurði Þórólfur í er- indi sínu. „Hvers vegna ekki að gefa verðlagningu á ákveðnum lyfjum frjálsa og sjá hvað gerist? Best er að sjálfsögðu að byrja með lyf sem þegar eru í samhliðainn- flutningi, en það ætti einnig að gera tilraun með lyf þar sem sam- hliðainnflutningur er mögulegur en hefur ekki hafist. Ég er sann- færður um að slík aðferðafræði, sé hún vel útfærð, sé mun skilvirkari en núgildandi fyrirkomulag. Opinberar stofnanir eru lífs- nauðsynlegar til að hafa eftirlit með gæðum lyfja, en markaðurinn er miklu betri verðgæslumaður en opinberar stofnanir,“ sagði Þórólf- ur. Markaðurinn er góður verðgæslumaður Þórólfur Matthíasson HEPPILEGAST væri að hið opin- bera og veitingamenn tækju höndum saman um að lækka áfengisverð á veitingastöðum, að mati Ernu Hauks- dóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnarm (SF). Sam- gönguráðuneytið lét nýlega gera skýrslu þar sem m.a. var borið saman útsöluverð áfengis hjá ÁTVR og í veitingahúsum. Þar kemur fram að hátt áfengisgjald og há álagning eigi stærstan þátt í verðmyndun áfengis í vínveitingahúsum hérlendis. Erna kvaðst ekki vera búin að lesa alla skýrsluna. Hún sagði að hjá SF væri verið að skoða verðþróun áfengis hér á landi síðastliðin ár. Svipað verð „Tilfinning okkar er sú að verðið hafi ekki hækkað býsna lengi á meðan laun og annar kostnaður hafa farið verulega upp,“ sagði Erna. „Við erum líka að bera okkur saman við ná- grannalönd. Okkur sýnist verð á áfengi ósköp svipað þar á veitinga- húsum og hér, nema innkaupsverðið þar er allt annað. Álagning bæði á mat og áfengi á Íslandi er mun lægri en í flestum nágrannalöndum okkar.“ Erna sagði samanburð einkum tek- inn af Norðurlöndum, sem byggju við svipaðar aðstæður að mörgu leyti, nema hvað áfengisgjaldið væri marg- falt lægra þar, að undanskildum Nor- egi. Erna sagði ekki ósvipað útsölu- verð á áfengi á veitingahúsum hér og á Norðurlöndum, þrátt fyrir að áfeng- isgjald og þar af leiðandi innkaups- verð væri miklu lægra þar en hér. Erna taldi að handhafar vínveit- ingaleyfa væru ábyggilega tilbúnir að lækka álagningu sína á áfengi ef ríkið lækkaði áfengisgjaldið. „Það er sérkennilegt í þessari skýrslu að svo virðist sem skýrsluhöf- undur telji að álagning veitingahúsa sé föst krónutala og breytist ekki með lægra áfengisgjaldi. Margir hafa þeg- ar lækkað álagningu sína gríðarmikið bæði á vín og bjór. Fyrir utan að hjá öðrum hefur verðið ekki hækkað í mörg ár. Fólk verður einnig að átta sig á því að það er ekki einungis verið að selja glas af víni, heldur einnig dýrt umhverfi, þjónustu, tónlist og allt mögulegt,“ sagði Erna. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sam- taka ferðaþjónustunnar Þurfum að taka höndum saman

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.