Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 9 FRÉTTIR REYKJAVÍKURBORG og KB banki hafa gert samning um útgáfu og sölu á flokki skuldabréfa að fjár- hæð einn og hálfur milljarður króna. Skuldabréfin eru verðtryggð til 20 ára með 3,79% föstum vöxtum með tveimur gjalddögum á ári og upp- greiðslurétti að fimm árum liðnum, en Reykjavíkurborg hyggst nota lánið til þess að greiða af eldri lánum. Samkvæmt samningnum ábyrgist KB banki sölu bréfanna, en skulda- bréfaflokkurinn verður stækkanleg- ur. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1996 sem Reykjavíkurborg leitar eftir lánsfé á íslenskum markaði, þar sem mun hagstæðari kjör hafa verið í boði erlendis á þessu tímabili. Leitað var eftir tilboðum í sölu skuldabréfanna meðal allra bankanna og SPRON og var bæði óskað eftir til- boðum með uppgreiðslurétti og án hans. Tilboð bárust frá öllum þessum aðilum og reyndist tilboð KB banka hagstæðast að mati borgarinnar. Borgin tekur 1,5 millj- arða að láni innanlands Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri KB banka, handsala samning um skuldabréfaútgáfu. STJÓRN AFLS, Starfsgreinafélags Austurlands, hefur sent frá sér yfir- lýsingu þar sem mótmælt er meintu sinnuleysi sem forráðamenn Fjarða- byggðar hafi sýnt í kjölfar gríðarlegra hækkana á fasteignamati í sveitarfé- laginu undanfarin tvö ár. „Bent er á að um 20% meðalhækkun á fasteigna- mati í fyrra og um 30% nú komi illi- lega við hópa sem illa mega við þeirri útgjaldaaukningu sem því fylgir, til að mynda eldra fólk sem býr í eigin hús- næði,“ segir m.a. í yfirlýsingunni. Síð- an segir: „Stjórn AFLS skorar á sveit- arstjórn að endurskoða þá ákvörðun að bregðast ekki við umræddri hækk- un með a.m.k. tímabundinni lækkun á skattprósentu. Bent er á að rök sem sett hafa verið fram um að eignir þeirra sem lenda í umræddum hækk- unum séu að hækka í verðmæti eru léttvæg, enda kemur slíkt ekki til góða nema eign sé seld eða lán tekin út á hækkandi fasteignamat. Þrátt fyrir að mikil uppbygging eigi sér stað í sveit- arfélaginu er óþolandi að hún sé að hluta kostuð með auknum útgjöldum íbúa sveitarfélagsins.“ Bent er á að fyrir íbúa á Eskifirði sé þetta sérstaklega bagalegt í ljósi þess að margir þurfi að fara í mjög kostn- aðarsamar breytingar og aðgerðir í kjölfar þess að heitt vatn fannst á staðnum. Skorað er bæjarstjórn Fjarðabyggðar að endurskoða ákvörðun sína um álagningarprósentu fasteignagjalda. Áhyggjur af útgjaldaaukn- ingu vegna fasteignamats Fjarðabyggð. Morgunblaðið. SÝNING verður opnuð í dag í Landsbókasafni – háskólabókasafni til heiðurs Jóni Steffensen, prófess- ors við læknadeild Háskóla Íslands, og konu hans, Kristínu Björnsdótt- ur, í tilefni af því að 15. febrúar var liðin öld frá fæðingu Jóns. Sýningin verður opnuð kl. 17 í dag en að henni standa Landsbókasafnið og Þjóðminjasafn Íslands. Sýning- unni er ætlað í máli og myndum að gefa mynd af ævistarfi þeirra og áhugasviði. Þarna gefur að líta bæk- ur, handrit, myndir og muni og hefur Þjóðminjasafnið lánað á sýninguna gripi sem tengjast mannfræðirann- sóknum Jóns. Einnig hefst kl. 15.30 í dag ráð- stefna til minningar um Jón og fer hún fram Þjóðarbókhlöðunni og stendur einnig á morgun, laugardag. Sýning í minningu Jóns Steffensen ♦♦♦ Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Glæsilegur sparifatnaður fyrir fermingar og brúðkaup NÝJAR VÖRUR Laugavegi 25, sími 533 5500. ÚTSÖLUMARKAÐUR Í KJALLARA NÝR BÆKLINGUR Á WWW.OLSEN.DE Nýjar vörur í báðum búðum ------------------------------------------------------------- Síðustu dagar útsölunnar 500 kr. - 1.000 kr. - 2.000 kr. Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 ÚTSALA Ullarkápur, dúnkápur Úlpur, jakkar Húfur og hattar Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið sunnudag frá kl. 12-16 Glæsilegar vorvörur GH Gr af ís k Hö nn un Fjarðargata 13-15 Hafnarfirði 565 7100 ...yfir hafið Dönsk hönnun, norræn og glæsileg. Hver sendingin á fætur annarri af nýrri og ferskri hönnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.