Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.02.2005, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Garðabær | Um 130 sex ára börn munu hefja skólagöngu í Garðabæ næsta haust, og á fjölmennum fundi í vikunni gafst foreldrum þessara barna, og öðrum áhugasömum, færi á að kynna sér þá fjóra skóla sem í boði eru., og í framhaldinu velja for- eldrar þann skóla sem þeir vilja helst að þeirra barn gangi í. Þetta er annað árið í röð sem skól- arnir sem sinna kennslu sex ára barna í bænum kynna starfsemina svo foreldrar geti valið á milli skól- anna, segir Oddný Eyjólfsdóttir, grunnskólafulltrúi Garðabæjar. Hún segir þó kynningarfundinn í ár mun betur sóttann en fyrsta fundinn sem haldinn var í fyrra, og það gefi áhuga foreldra til kynna. „Mér finnst foreldrar sýna mikinn áhuga á því að kynna sér hvað skól- arnir hafa upp á að bjóða, og sýna með því að það skiptir þá máli hvar börnin þeirra fara í skóla. Foreldra- samfélagið hér í Garðabæ er sterkt og bæði í foreldrafélögum og for- eldraráðum hefur upp til hópa verið mjög áhugasamt og jákvætt fólk sem er ánægjulegt að starfa með. Þegar skólaskrifstofan sendir út fyrir- spurnir eða kallar eftir viðbrögðum foreldra þá fást yfirleitt mjög góð viðbrögð.“ Ekki hefur verið kannað sérstak- lega í Garðabæ hvað það er sem helst ræður vali foreldra á skólum fyrir börn sín, en Oddný segir að þar sem þetta hafi verið kannað erlendis sé staðsetning skóla miðað við heimili það sem mestu skiptir, og ekki sé ótrúlegt að það sama gildi fyrir Garðabæinn. Oddný segir að mikill meirihluti foreldra hafi hingað til ákveðið að senda sín börn í þann skóla sem næstur er heimili. Þó séu alltaf ein- hverjir sem senda börn sín í Skóla Ísaks Jónssonar í Reykjavík, og þau börn sem voru á leikskóla Hjalla- stefnunar hafi mörg hver haldið áfram í Barnaskóla Hjallastefnunn- ar. Einnig séu dæmi um foreldra sem flytjast innanbæjar en halda samt tryggð við skólann sem önnur börn þeirra hafa e.t.v. gengið í. Foreldrum vandi á höndum Erfitt er að segja til um hvað for- eldrar hafa í huga þegar kemur að vali á skóla, enda getur það verið mjög persónubundið, segir Oddný. „Í mínum huga eru skólarnir sem eru í boði allir mjög góðir en þeir eru hver með sínu sniði. Þetta eru allt góðir skólar, það er gott starf í þeim öllum. Þannig að það sem hver og einn hugsar um er kannski svolítið persónulegt. Ég þori að fullyrða að ef foreldrar eru í alvöru að hugsa um að velja ígrundað, þá er þeim veru- legur vandi á höndum því það er ekki auðvelt að velja,“ segir Oddný. Með því þeirri stefnu að leyfa for- eldrum að velja í hvaða skóla börn þeirra ganga er verið að setja ábyrgðina á því að velja það sem best er fyrir þeirra barn á herðar foreldra og gera þeim kleift að hugsa málið og taka upplýsta ákvörðun. „Þetta hef- ur alltaf verið svolítið auðvelt fyrir foreldra, það er auðvelt að segja að maður þurfi að sitja uppi með ein- hvern skóla, barnið verði að fara í þann skóla, og verða svo bara fúll ef eitthvað vekur upp óánægju. Núna er foreldrum fólkinu gefið þetta tækifæri og þeir þurfa þess vegna líka að taka ábyrgð á valinu,“ segir Oddný. „Ég er sannfærð um að það er já- kvætt bæði fyrir foreldra og skóla að geta valið, þetta eflir metnað skól- anna í að standa sig vel og foreldrar fylgjast örugglega enn betur með skólastarfinu sem stuðlar að betri námsárangri og líðan nemenda. Þeg- ar foreldrar hafa valið ákveðinn skóla verða þau enn tengdari þeim skóla sem þeir velja fyrir barnið sitt, frekar heldur en einhverjum skóla sem þeir eru neyddir til að láta barn- ið sitt í.“ Foreldrar eru áhugasamir um val á grunnskólum Staðsetning skóla virðist skipta mestu Miðborgin | Fyrsti áfangi nýs hót- els á horni Aðalstrætis og Tún- götu, Hótel Reykjavík Centrum, hefur verið afhentur rekstrarað- ilum. Í tilkynningu frá forsvars- mönnum hótelsins segir að fram- kvæmdir hafi gengið framar bestu vonum og að opnuninni hafi verið flýtt um viku, og er áformað að opna það 23. mars nk. í stað 1. apríl. Hótelið er 89 herbergja og er uppsetning á innréttingum hafin. Verktaki við bygginguna er Ís- lenskir aðalverktakar. Eins og fram hefur komið er hótelið reist í anda bygginga sem áður stóðu á reitnum, Fjalakatt- arins og Uppsala. Veitingastað- urinn Fjalakötturinn verður til húsa þar ásamt Uppsölum Bar& Café. Þá áformar Reykjavíkurborg að opna sýningarsal í kjallara hótels- ins á næsta ári sem byggður er í kringum rúst af víkingaaldarskála. Yfirmenn teknir til starfa Búið er að ganga frá ráðningu helstu yfirmanna hótelsins og hafa nokkrir þegar tekið til starfa: Sig. Ómar Sigurðsson hótel- stjóri, Þórhildur María Jónsdóttir yfirmatreiðslumaður, Eyrún Guðnadóttir veitingastjóri og Heið- veig Jóhannsdóttir móttökustjóri. Tölvuteikning Svona mun hótelið líta út fullbyggt, en bygging þess er á undan áætlun og hefur gengið framar björtustu vonum forsvarsmanna. Opnun á Hótel Reykja- vík Centrum flýtt Hallarekstur | Skólanefndar hefur farið yfir niðurstöðu í rekstri fræðslu- og uppeldismála fyrir árið 2004. Fram kemur að halli varð á rekstr- inum upp á tæpa 61 milljón króna þegar greiðslur vegna starfsmats hafa verið færðar inn, en þær greiðslur námu um 55,5 milljónum króna. Þessi halli nemur 2,82% af fjárhagsáætlun. Ef ekki er tekið tillit til starfsmatsins er hallinn rúmar 5,4 milljónir króna, sem er 0,25% af fjár- hagsáætlun. Hallinn verður einkum til vegna halla á rekstri Tónlistarskól- ans og framlaga til framhaldsskóla. BÓKAÚTGÁFAN Hólar hefur tekið höndum saman við fjögur önnur fyr- irtæki á Akureyri, um að gefa tvenn bekkjarsett af ÆVINTÝRUM NONNA, inn á alla grunnskóla bæj- arins. Fyrsta bekkjarsettið var af- hent í Oddeyrarskóla og tók Helga Hauksdóttir skólastjóri við því úr hendi Jóns Hjaltasonar hjá Hólum. Bókútgáfan Hólar hefur í samvinnu við Brynhildi Pétursdóttur og Nonnahús gefið út þrjár Nonnabæk- ur. Brynhildur hefur tekið að sér að stytta þessar skemmtilegu æsku- minningar Jóns Sveinssonar og myndlistarmaðurinn Kristinn G. Jó- hannsson hefur myndskreytt. Fyrsta bókin, Nonni og Manni fara á sjó, var gefin út árið 2002, önnur bókin er, Á Skipalóni og fyrir seinustu jól kom út bókin, Útilegumaðurinn. Morgunblaðið/Kristján Nonnabækur Jón Hjaltason hjá Bókaútgáfunni Hólum, t.h., afhenti Helgu Hauksdóttur, skólastjóra Oddeyrar- skóla, fyrsta Nonna-bekkjarsettið. Á milli þeirra standa f.v. Ingvar Már Gíslason frá Norðlenska, Rúnar Pálsson frá Norðurmjólk, Lára Stefánsdóttir frá Þekkingu og Jón Björnsson frá Sparisjóði Norðlendinga. Nonnabækur í grunnskólana BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í vikunni að af- létta kaupskyldu og forkaupsrétti bæjarins af öllum félagslegum eign- aríbúðum í sveitarfélaginu frá og með 15. september nk. Félagslegar íbúðir á Akureyri sem háðar eru ákvæðum laga eins og þau eru á hverjum tíma, voru 457 talsins í síðasta mánuði. Þar ef eru 210 íbúðir þar sem kaupskylda og forkaupsréttur eru fallin niður á en á 247 íbúðum er enn kaupskylda eða forkaupsréttur, að því er fram kemur í skýrslu um málið. Samanlagt innlausnarverð íbúðanna 247 á verð- lagi í janúar sl. eru 2,1 milljarðar króna en markaðsverð þeirra er áætlað 2,5 milljarðar króna. Á íbúðunum eru þinglýstar kvaðir um kaupskyldu og forkaupsrétt Ak- ureyrarbæjar. Á árinu 2002 var for- kaupsréttur styttur í 20 ár og síðan niður í 15 ár á árinu 2003. Kaup- skylda er 10 ár á íbúðum sem úthlut- að var eftir 1990 og forkaupsréttar- tímabilið er nú 5 ár til viðbótar. Frá því lögum um húsnæðismál var breytt árið 1999, hafa tæplega 200 íbúðir verið seldar á almennum markaði. Auk þess hefur um 60 íbúð- um verið breytt í leiguíbúðir frá þess- um tíma. Þannig hefur fjöldi íbúða verið um 720 á Akureyri þegar laga- breytingin átti sér stað. Þá kemur fram í skýrslunni að íbúðum sem seldar eru með tapi út úr félagslega kerfinu hefur fækkað úr 83 í júní 2003 niður í 40 í janúar sl. Meðaltalstapið hefur hins vegar hækkað um 300.000 krónur á íbúð, úr um 733.000 krónur í 1.033.000 krón- ur. Samþykkt bæjarstjórnar Akur- eyrar þarfnast staðfestingar félags- málaráðherra. Hafi sveitarfélag fengið slíka staðfestingu getur eig- andi félagslegrar eignaríbúðar farið fram á að kaupskylda og forkaups- réttur sveitarfélags verði ekki virk og selt íbúð sína á almennum markaði. Heimildarákvæði þetta hefur ekki áhrif á rétt eigenda félagslegra eign- aríbúða til að óska sérstaklega eftir því að sveitarfélagið leysi til sín fé- lagslegar eignaríbúðir sem kaup- skylda gildir um. Þetta þýðir í raun að ef sveitarfélag óskar eftir að kaup- skyldan falli niður geta íbúðareigend- ur sem eiga íbúðir með innlausnar- verð töluvert undir markaðsverði selt sjálfir sínar íbúðir á almennum mark- aði og hagnast á því, en sveitarfélagið þarf að innleysa íbúðir á kaupskyldu- tímanum sem tap er af. Íbúðareig- endur sem átt hafa íbúðir sínar leng- ur en kaupskyldan kveður á um bera sjálfir tapið af því að þurfa að selja á almennum markaði, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslunni. Félagsmálaráðuneytið hefur þegar aflétt kaupskyldu og forkaupsrétti af félagslegum eignaríbúðum í 11 sveit- arfélögum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi. Félagslegar eignaríbúðir á Akureyri Kaupskyldu og forkaups- rétti aflétt NÝVERIÐ var gerð umfangsmikil rannsókn á stjórnunarháttum í ís- lenskum fyrirtækjum. Þetta er ein fyrsta könnunin sem gerð hefur ver- ið á landsvísu meðal fyrirtækja af öll- um stærðum. Niðurstöður rannsókn- arinnar benda til þess að fyrirtæki á Akureyri noti í mörgum tilvikum aðra stjórnunarhætti en fyrirtæki annars staðar á landinu. Einnig kom fram að fyrirtæki í frumvinnslu- greinum skiluðu oftar hagnaði en þjónustufyrirtæki á árinu 2003. Þrír kennarar við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri stóðu að rann- sókninni, sem framkvæmd var af Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri. Þeir eru Ingi Rúnar Eð- varðsson prófessor, Helgi Gestsson lektor og Ólafur Jakobsson lektor. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á ráðstefnu viðskiptadeildar HA í dag, föstudag, frá kl. 14 til 16. Einnig mun Jóna Jónsdóttir, for- stöðumaður samskiptamiðstöðvar HA, flytja erindi um nýlega rann- sókn á ráðningum hjá íslenskum rík- isstofnunum, en rannsóknin var hluti af MA-ritgerð Jónu í mannauðs- stjórnun. Annars konar stjórnunarhættir hjá fyrirtækjum norðan heiða ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.