Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 51 DAGBÓK Rekjanleiki matvæla er viðfangsefni ráð-stefnu sem samtökin GS1 (EAN) standafyrir í dag á Grand hóteli Reykjavík oghefst kl. 8.30. Aðalhvati ráðstefnunnar er tilskipun og reglugerð Evrópubandalagins nr 178/2002 um rekjanleika (EU food law) sem tók gildi 1. jan sl., en í henni er gerð krafa um að allir aðilar í matvælaframleiðslu geti rakið hvaðan hrá- efni og íblöndunarefni í vöru þeirra komu, og einnig að þeir skrái hvert varan fari. „Hér er um að ræða svokallaða „One step up One step Down“-reglu (eitt skref áfram og eitt skref til baka),“ segir Benedikt Hauksson, framkvæmda- stjóri GS1 á Íslandi, en í tilskipuninni er einnig gerð krafa um að öll fyrirtæki komi sér upp rekj- anleikakerfi. „Með tilliti til þess að Evrópa er einn af mikilvægustu mörkuðum Íslendinga er afar mik- ilvægt að hérlend fyrirtæki geti staðið við kröfur þessarar reglugerðar.“ Mikil vinna hefur víða farið fram í fyrirtækjum við að samræma verkferli þeirra miðað við al- þjóðlega staðla, sérstaklega varðandi vöru- og strikamerkingar. Meðal annars verða gerðar kröf- ur um að framleiðendur merki með strikamerki flutningseiningar (bretti) á upprunastað með al- þjóðlegum hætti og þær merkingar verði síðan not- aðar alla aðfangakeðjuna til endanlegs kaupanda. Fyrirlesarar bæði hérlendir og frá Evrópu flytja erindi á ráðstefnunni þar sem komist verður til botns bæði í rótum reglugerðarinnar og afleið- ingum. Meðal fyrirlesara eru Eggert B. Guð- mundsson, forstjóri HB Granda hf., Benedikt Hauksson og Ólafur Oddgeirsson dýralæknir. Einnig munu Debra Hueting og Helen Pope, lög- fræðingar hjá Lovells í Brussel, flytja erindi um praktískar afleiðingar reglugerðarinnar og mögu- leg áhrif á útflutningsfyrirtæki. Þá mun Diane Taillard hjá GS1 í Frakklandi fjalla um áhrif rekj- anleika á upplýsingakerfi, hlutverk og áhrif EAN- UCC-staðla og þær lausnir sem nú eru í boði. „Ýmislegt er enn óskýrt um túlkun reglugerð- arinnar og t.d. hafa ekki fengist skýr svör við hve lengi á að geyma rekjanleikagögn,“ segir Benedikt. „Meðal annars munu GS1-samtökin kynna alþjóð- legar lausnir og aðferðir við rekjanleika með strika- merkingum og rafrænum samskiptum í að- fangakeðjunni. Að lokum munu síðan forsvarsmenn íslenskra þjónustufyrirtækja kynna lausnir sínar við að uppfylla kröfur um rekjanleika, skilvirk afturköllunarferli og innköllun vara.“ Meðal ráðstefnugagna er nýútkomin íslensk þýð- ing „bláu bókar“ ECR; „Notkun rekjanleika í að- fangakeðjunni til að koma til móts við neytenda- og vöruöryggi“. Matvælaiðnaður | Ráðstefna um rekjanleika matvæla á Grand hóteli Reykjavík Ný reglugerð hefur víðtæk áhrif  Benedikt Hauksson fæddist í Reykjavík árið 1954. Hann lauk verkfræði- prófi frá AUC í Dan- mörku árið 1986 og starfrækti eigin verk- fræðistofu (VBH ehf.) frá 1986 til 1998. VBH ehf. sérhæfði sig m.a. í strikamerkingum og sjálfvirkum skrán- ingum í sjávarútvegi, þjónustu og verslun. Þá hefur Benedikt unnið ráðgjafarstörf hjá Króla og Tæknivali 1998 til 2003 og er nú framkvæmdastjóri EAN á Íslandi (GS1). Benedikt er ekkill en á þrjú börn. Hjónabandið veitir hamingju! STÖÐUGT er verið að sauma að stofnun sem hefur þótt vera besta umgjörðin utan um börn hingað til. Fyrirsagnirnar í blöðunum eru óteljandi „Hún fann hamingjuna eftir skilnaðinn“, „Sátt eftir erfiðan skilnað“. Þarna er ekki verið að fjalla um alla þá einstaklinga sem í kring eru. Það eru auðvitað börnin sem líða. Vanlíðan barna á Íslandi er orðin það mikil að við verðum að fara að skoða hvað það er sem á vantar. Vantar öryggi? Hlýju? Er garðurinn í órækt? Það er skylda okkar að rækta garðinn okk- ar, það á ekki að vera annarra manna verk. Það er það eina sem getur bætt stöðuna, fækkað sjálfs- vígunum, minnkað eiturlyfjanotk- unina og gefið börnunum okkar trú og bjartsýni á lífið. Stöndum vörð um hjónabandið, þessa dýrmætu stofnun sem gefur börnunum okkar öryggi og skjól. Gift hamingjusöm móðir. Fyrirspurn vegna Kokku EIGANDI verslunarinnar Kokku á Laugavegi skýrði frá því í viðtali að hann vildi helst fá mennta- og barnafólk í verslunina. Þess vegna spyr ég: Þarf fólk framvegis að sýna prófskírteini ef það áræðir inn fyrir dyr verslunar- innar? Svar óskast. Ein með kvennaskólapróf. Reiðhjól í óskilum REIÐHJÓL fannst fyrir þremur mánuðum í Smáíbúðahverfi. Hjólið var með körfu á stýrinu. Upplýs- ingar í síma 864 2090. Úlpa týndist við Austurbæjarskóla LJÓS úlpa gleymdist á gervigras- vellinum við Austurbæjarskóla sl. föstudagskvöld, 4. mars, um kl. 19.30. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 660 1524 eða 695 0785. Fundarlaun. Gsm-greiðsluposi týndist GSM-greiðsluposi týndist í Hjalla- hverfi í Kópavogi mánudagsmorg- uninn 7. mars. Skilvís finnandi hafi samband í síma 897 9415. Kisa í óskilum í Kópavogi ÞRÍLIT læða, ca 5 mánaða, falleg og kelin, er í óskilum í Blásölum í Kópavogi. Hún var með ól en ómerkt. Upp- lýsingar í síma 845 9947. Kettlingar fást gefins GULLFALLEGIR kettlingar óska eftir framtíðarheimilum. Upplýs- ingar í síma 553 7054. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Hlutavelta dagbók@mbl.is Morgunblaðið/Kristján Þessir krakkar söfnuðu flöskum á Akureyri til styrktar Rauða krossi Ís- lands og söfnuðust alls 10.000 krónur. Þau heita Númi Kárason, Karl Jó- hann Sveinsson, Stefán Arnvid Hansen, Hafþór Freyr Sveinsson. Fyrir framan strákana stendur Elísabet Magnea Sveinsdóttir. ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Dóróthea Magnúsdóttir, sími 892 5941 Hugrún Stefánsdóttir, sími 861 2100 Náttúruvænir hárlitir frá Ítalíu Láttu lita þig með náttúrulitum hjá fagfólki eða fáðu faglega ráðgjöf og litaðu þig sjálf. Herbatint er lausnin. Skólavörðustig 10, s. 511 2100 HÁR & HEILSA HLJÓMSVEITIN Grafík lætur nú loks undan sívaxandi þrýstingi og blæs til tónleika á NASA annað kvöld. Síðasta sumar voru haldnir Grafiktónleikar í tilefni 20 ára út- gáfu hljómplötunnar Get ég tekið séns, bæði á Ísafirði og í Reykja- vík. Í framhaldi af þeim tón- leikum hefur hljómsveitin ítrekað verið beðin um að leika en verið treg til. Þó létu þeir loks til leið- ast og ákváðu að spila á NASA. Þau Helgi Björnsson og Andrea Gylfadóttir munu bæði syngja með bandinu annað kvöld, en hljómsveitina skipa, auk Rúnars Þórissonar gítarleikara, þeir Eg- ill Rafnsson trommuleikari, Hjört- ur Howser hljómborðsleikari og Jakob Magnússon bassaleikari. „Það var ekki meiningin að spila mikið meira en þessa tón- leika í sumar, en við létum undan óskum um að koma aftur fram,“ segir Rúnar Þórisson. „Á NASA munum við spila lög af plötunum sem við gerðum með Andreu og Helga. Við höfðum ekki spilað þessi lög mjög lengi, en að kom- ast aftur í tæri við þau í sumar var eins og að hitta gamla góða vini, og okkur langar að vera með þeim aftur, allavega þetta kvöld. Ég vona að við náum upp sömu góðu stemmningunni og við náðum þegar við vorum að spila hér áður fyrr, að fólk geti hrist sig og skakað og notið tónlistar- innar hver á sinn hátt. Eins og gefur að skilja verður þetta af- slappað og fjörugt í senn, enda er þetta á laugardagskvöldi og prýðilegt dansgólf til staðar.“ Hressilegur vinafundur á NASA Tónleikar Grafíkur á NASA hefjast á miðnætti annað kvöld og kostar 1.500 kr. inn. Krókur á móti bragði. Norður ♠10832 ♥D6 ♦ÁK954 ♣G10 Vestur Austur ♠D64 ♠G97 ♥109 ♥G853 ♦G72 ♦D106 ♣ÁD975 ♣643 Suður ♠ÁK5 ♥ÁK742 ♦83 ♣K82 Suður spilar þrjú grönd í sveitakeppni. Útspilið er lauf og tía blinds tekur fyrsta slaginn. Hvernig er best að spila? Fjórir slagir á hjarta duga til að tryggja samninginn, svo það hlýtur að vera rétt að reyna að dúkka hjarta yfir til vesturs til að verjast 4-2-legunni, því austur má ekki komast inn til að spila laufi í gegnum kónginn. Sem sagt: Í öðrum slag er hjartadrottning tekin og svo er litlu hjarta spilað á sjöuna heima. Vestur má fá slaginn, því hann getur ekki sótt að laufinu. Þetta er góð tækni, en dugir þó ekki til ef austur finnur þá vörn að hoppa upp með hjartagosann og gleypa tíu makkers. Vá! Spilið er úr bók Terence Reese „The Expert Game“ og Reese segir það hafa komið upp í áströlsku móti árið 1950. Vörnin fannst ekki við borðið og Reese sakar austur um andvaraleysi: „Makk- er fylgir lit í hjartadrottningu með ní- unni, sem þýðir það eitt að hann á tíuna eftir.“ Reese er óvæginn gagnrýnandi. En vissulega er nokkuð til í þessu hjá Reese og kannski er erfiðara fyrir austur að finna vörnina ef sagnhafi spilar strax litlu hjarta undan drottn- ingunni í því augnamiði að láta sjöuna heima. Eða hver myndi rjúka upp með gosann í þeirri stöðu? BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.