Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 C FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT „ÞETTA sem við sýndum í þessum leik var sorglega slappt. Við vorum bara ekki að gera það sem við ger- um best og höfðum lagt áherslu á undanfarnar vikur,“ sagði Einar Einarsson, þjálfari Grindavíkur. „Það er eins og oft áður hjá okkur að einstaklingsframtakið ræður ríkjum þegar illa gengur. Þá ætla allir að redda liðinu og bjarga mál- unum. Og ábyrgðin er mikil hjá er- lendu leikmönnum liðsins sem voru ekki að leika vel,“ sagði Einar og taldi að Darrel Lewis ætti mikið inni. „Hann leggur sig fram á æf- ingum og er jákvæður en það er eins og það gangi ekki neitt upp hjá honum í leikjunum. Kannski eru all- ir farnir að lesa hann eins og opna bók eftir að hann varð íslenskur. Kannski leikur hann eins og Íslend- ingur í dag,“ sagði Einar og dæsti. „Við erum með þetta lið í dag, kannski er þetta ekki rétta bland- an, en þetta er liðið og við breytum því ekkert úr þessu. Ef menn hafa eitthvað stolt lýsi ég eftir því fyrir leikinn gegn Keflavík á laugardag- inn. Það er það eina sem við getum gert úr þessu. En þessi leikur var hreint ekki nægilega góður hjá okkur þrátt fyrir að Keflavík sé sterkt á heimavelli og hafi ekki tap- að leik í vetur verðum við að leggja okkur fram. Það gerðum við ekki og núna er að bretta upp ermarnar fyrir næstu rimmu. Það verður ekki síðasti leikur okkar í vetur,“ sagði Einar Einarsson, þjálfari Grinda- víkur, eftir tapið í Grindavík í gær. Verðum að bretta upp ermar fyrir næsta leik KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík - Grindavík 101:80 Keflavík, úrvalsdeild karla, Intersport- deildin, úrslitakeppni, fyrsti leikur í 8-liða úrslitum, fimmtudagur 10. mars 2005: Gangur leiksins: 4:2, 11:10, 13:15, 17:17, 22:20, 28:22, 40:24, 43: 28, 45:38, 53:43, 55:48, 77:68, 81:68, 86:69, 98:77, 101:80. Stig Keflavíkur: Anthony Glover 30, Nick Bradford 26, Gunnar Einarsson 19, Jón Hafsteinsson 6, Sverrir Sverrisson 6, Arn- ar Freyr Jónsson 5, Magnús Gunnarsson 5, Elentínus Margeirsson 2, Gunnar Stefáns- son 2. Fráköst: 31 í vörn – 18 í sókn. Stig Grindavíkur: Jeffrey Boschee 25, Darrel Lewis 20, Terrel Taylor 12, Páll Ax- el Vilbergsson 12, Morten Szmicdowicz 6, Helgi Jónas Guðfinnsson 3, Jóhann Ólafs- son 2. Fráköst: 23 í vörn – 14 í sókn. Villur: Keflavík 24 – Grindavík 24. Dómarar: Einar Skarphéðinsson og Rögn- valdur Hreiðarsson gerðu mörg mistök líkt og leikmenn beggja liða. Áhorfendur: Rúmlega 600. Snæfell - KR 89:91 Stykkishólmur: Gangur leiksins: 4:0, 8:8, 10:12, 17:12, 21:18, 23:22, 25:25, 28:28, 34:28, 40:28, 42:32, 47:37, 53:46, 53:51, 56:53, 61:55, 63:59, 67:61, 71:65, 73:69, 77:70, 77:76, 80:80, 85:82, 87:88, 89:91. Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 20, Mike Ames 17, Sigurður Á. Þorvaldsson 16, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 13, Calvin Clemmons 13, Pálmi F. Sigurgeirsson 8, Helgi Reynir Guðmundsson 2. Fráköst: 23 í vörn – 12 í sókn. Stig KR: Aaron Harper 36, Cameron Ech- ols 21, Steinar Kaldal 9, Lárus Jónsson 9, Hjalti Kristinsson 6, Jón Ólafur Jónsson 6, Brynjar Þ. Björnsson 4. Fráköst: 17 í vörn – 4 í sókn. Villur: Snæfell 18 – KR 22. Dómarar: Sigmundur M. Herbertsson og Eggert Aðalsteinsson Áhorfendur: 224 1. deild karla Ármann/Þróttur - Þór Þ. ......................84:92 NBA deildin Leikir í fyrrinótt: Phoenix - San Antonio ......................107:101 Toronto - Orlando Magic ....................106:96 Boston - Atlanta ....................................95:91 Detroit - Golden State ..........................92:88 New Jersey - New Orleans ..................86:85 Chicago Bulls - Portland...................... 97:84 BLAK Úrslitakeppni karla, undanúrslit. ÍS - Stjarnan ..............................................0:3 (19:25, 15:25, 21:25)  Stjarnan komin áfram, 2:0 Fyrsti leikur: Þróttur R. - HK .........................................0:3 (24:26, 19:25, 16:25)  HK er yfir 1:0. KNATTSPYRNA UEFA-bikarinn, 16-liða úrslit, fyrri leikir: Partizan Belgrad - CSKA Moskva..........1:1 Ivan Tomic, víti, 83. - Eugeni Aldonin 17. Olympiakos - Newcastle ..........................1:3 Predrag Djordjevic, víti, 16. - Alan Shear- er, víti, 12., Laurent Robert 34., Patrick Kluivert 69. Rautt spjald: Grigorios Georgatos 11., Thanassis Kostoulas 44., báðir hjá Olympiakos. - 33.000. Shakhtar Donetsk - AZ Alkmaar ...........1:3 Francelino Matuzalem 45. - Robin Nelisse 27., Joris Mathijsen 50., Kenneth Perez, víti, 90. - 19.000. Austria Vín - Real Zaragoza ...................1:1 Sigurd Rushfeldt 32. - Bortolini Savio 74. - Lille - Auxerre ..........................................0:1 Middlesbrough - Sporting Lissabon............ Joseph-Desire Job 79., Chris Riggott 86. - Alexandre Pedro Barbosa 49., Da Silva Liedson 53., Rodolph Douala 65. - 23.739. Sevilla - Parma .........................................0:0 Steaua Búkarest - Villarreal ...........frestað Skandinavíudeildin 1. milliriðill: Rosenborg - Malmö FF............................2:0 2. milliriðill: IFK Gautaborg - Brann ...........................2:0 Þeir náðu að minnka muninn afog til í leiknum en að mínu mati var þetta aldrei í hættu hjá okkur,“ bætti Gunn- ar við en hann skor- aði 19 stig í leiknum og var ógnandi. „Núna er skemmtilegasti tími ársins að byrja, við höfum fengið hápunkta í vetur með Evrópuleikjunum og markmið- ið var að ná góðum leik gegn Grindavík og slá þá út af laginu. Það tókst og ég sé ekkert annað í stöð- unni en að við ljúkum við þetta verkefni í Grindavík á laugardag- inn,“ sagði fyrirliðinn og glotti, enda sigurviss. Varnarleikur Grindavíkur hefur ekki verið upp á marga fiska í vetur og var greinilegt að leikmenn liðsins ætluðu sér mikið í upphafi leiks og náðu þeir yfirhöndinni er staðan var 15:13 í fyrsta leikhluta. En Keflvík- ingar skoruðu sex síðustu stigin í fyrsta leikhluta og höfðu yfir, 28:22, og í upphafi annars leikhluta skor- uðu þeir 12 stig gegn 2 stigum Grindavíkur og má segja að taflið væri búið hjá Grindavík. Terrel Taylor miðherji Grindavík- ur slapp með ótrúlega fólskulegt brot í öðrum leikhluta er hann steig viljandi á Jón N. Hafsteinsson fram- herja Keflavíkur sem lá flatur á gólfinu. Mikill hiti hljóp í leikmenn beggja liða og Taylor lét ekki þar við sitja þar sem hann lenti í sam- stuði við Magnús Gunnarsson seint í leiknum með þeim afleiðingum að Magnús er líklega nefbrotinn. Varnarleikur Keflavíkur var að- alsmerki liðsins að þessu sinni og Sverrir Sverrisson, Nick Bradford, Gunnar Einarsson og Arnar Freyr Jónsson hömuðust í skyttum Grindavíkur frá upphafi til enda. Páll Axel Vilbergsson náði sér eng- an veginn á strik líkt og í úrslita- keppninni í fyrra þar sem Keflavík lagði Grindavík í undanúrslitum. Darrel Lewis er gæðablóð sem læt- ur skapið aldrei hlaupa með sig í gönur en hann fær nú lítið gefins hjá íslenskum dómurum almennt. Og að mínu mati átti hann að fara mun oftar á vítalínuna í gær en raun bar vitni. Leikstjórnandinn Jeffrey Boschee er með mikið vopnabúr í sóknarleiknum en hann lenti í villu- vandræðum og var mikið utan vall- ar. Boschee á það til að „hanga“ of mikið á boltanum og flæði sóknar- leiks Grindavíkur var því lítið og bitnaði það á heildinni. Títtnefndur Taylor tók skorpu í fyrri hálfleik en hann lenti í villuvandræðum og var lítið með í þeim síðari. Keflvíkingar eru til alls líklegir í úrslitakeppninni og leikur liðsins gekk eins og smurð vél. Það sem þeir hafa í farteskinu en Grindavík ekki er að hlutverkaskiptingin í lið- inu er mun skýrari. Nick Bradford sér um að skera varnir andstæðing- anna eins og mjúkt smjör þegar á þarf að halda og að auki leikur hann vel í vörninni. Anthony Glover nýtir kraft sinn undir körfunni og er vel staðsettur. Sverrir Þór Sverrisson er líklega þreyttur á því að vera tal- in vanmetnasti leikmaður deildar- innar, en hann er einfaldlega góður. Gunnar Einarsson og Jón Norðdal Hafsteinsson voru drjúgir í vörn sem sókn og sá fyrrnefndi skoraði ýmist með langskotum eða af stuttu færi. Arnar Freyr Jónsson stjórnaði leiknum vel er hann var inná og braut niður vörn Grindavíkur hvað eftir annað með færni sinni. En Grindvíkingar reyndu að leika mað- ur á mann vörn og einnig 3:2 svæð- isvörn. Sem virkaði engan veginn. „Þeir geta reynt hvað sem er gegn okkur á laugardaginn. Við finnum svör við því, gegn maður á mann vörninni keyrum við að körfunni og finnum frían mann. Gegn svæðis- vörninni látum við boltann ganga og skorum fyrir utan. Þetta er ekki flókið,“ sagði Gunnar Einarsson fyr- irliði Keflavíkur. Í Grindavík geta menn undirbúið sig undir sumarfrí á sunnudaginn ef ekki verður gríð- arleg breyting á leik liðsins og hug- arfari. Enda langt síðan Grindvík- ingar hafa mætt eins andlausir til leiks í grannaslag í Keflavík. Nick Bradford á auðum sjó við körfu Grindvíkingar sem börn gegn meisturunum „ÉG er ekki að gera lítið úr Grindavíkurliðinu en þetta var frekar áreynslulaus sigur,“ sagði Gunnar Einarsson fyrirliði Íslandsmeist- araliðs Keflavíkur eftir 101:80 sigur liðsins í fyrsta leik liðanna í 8 liða úrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik karla í gær. Orð Gunnars segja allt sem segja þarf um leikinn þar sem Grindvíkingar voru sem börn í höndunum á Keflavík og lykilleikmenn Grindavíkur sáu vart til sólar. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar „GRINDVÍKINGAR náðu aldrei að ógna okkur verulega en ég tel að við séum að leggja sterkt lið að velli á heimavelli,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur, eftir leikinn gegn Grindavík og var ekki sammála því að liðið hefði átt náðugan dag þrátt fyrir 21 stigs sigur enda skildi ekki verulega á milli liðanna fyrr en komið var fram í síð- ari hálfleik. „Við vorum rosalega einbeittir í öllu því sem við vorum að gera. En við gerð- um okkur grein fyrir því að það mátti aldrei slaka á gegn þeim og þeir náðu aldrei þessum skorpum sem þeir eru frægir fyrir. Að auki fundum við lausnir á þeim vandamálum sem eru sett upp gegn okkur. Það tók nokkrar sóknir að finna taktinn gegn svæðisvörninni og finna rétta blöndu af leikmönnum gegn slíkri vörn. En ég tel að leikurinn á laug- ardaginn verði góð skemmtun og það er okkar markmið að ljúka við þetta verk- efni á laugardaginn,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, ein- beittur á svip. Skiljum þetta eftir nú þegar leiknum er lokið Sigurður vildi ekki tjá sig um atvikið sem átti sér stað í fyrri hálfleik er Terrel Taylor traðkaði á Jóni Hafsteinssyni. „Það atvik skiljum við eftir í þessum leik sem er lokið,“ sagði Sigurður Ingimund- arson og þar með var málið afgreitt af hans hálfu opinberlega. Ljúkum verkefn- inu á laugardag KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin, 8 liða úrslit, fyrstu leikir: Grafarvogur: Fjölnir - Skallagrímur...19.15 Njarðvík. UMFN - ÍR...........................19.15 1. deild karla: Ásgarður: Stjarnan - Valur ..................19.15 Höllin Akureyri: Þór A. - Breiðablik ........19 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: Kaplakriki: FH - Afturelding...............19.15 Selfoss: Selfoss - Fram .........................19.15 Seltjarnarnes: Grótta/KR - Stjarnan ..18.30 KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni kvenna: Fífan: Breiðablik - KR ...............................21 Í KVÖLD Njarðvík endaði í þriðja deildarinnar og á í höggi ÍR sem endaði í því sjötta. Re segir að ÍR-liðið afar köflótt og sjaldan tvo g leiki í röð. „Nj víkingar eru að s í getraunum eða lottóinu með þv fá tvo nýja bandaríska leikmen liðsins rétt fyrir úrslitakeppn Ég tel hinsvegar að sá kjarni lenskra leikmanna sem ber u leik liðsins sé nógu góður til þes „Njarðvík og Fj Njarð ÁTTA liða úrslit úrvalsdeildar halda áfram í kvöld en þá eig sem leikur gegn ÍR. En í Grafa Fjölnir og Skallagrímur. Reyn liðsins, spáir því að til oddale um og þar muni heimavölluri Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson UM helgina taka tólf fatlaðir ís- lenskir sundmenn þátt í opna danska meistaramótinu í sundi en mótið fer fram í Esbjerg. Ljóst er að nú eru að eiga sér stað kyn- slóðaskipti meðal fatlaðra sund- manna og verður því fróðlegt að sjá hver frammistaða íslensku kepp- endanna verður. Þessir ein- staklingar taka þátt í mótinu: Í flokki þroskaheftra: Gunnar Örn Ólafsson, Jón Gunnarsson, Adrian Oskar Erwin, Skúli Steinar Pét- ursson, Bára B. Erlingsdóttir, Úr- súla K. Baldursdóttir, Hulda Hrönn Agnarsdóttir, Lára Steinarsdóttir. Í flokki hreyfihamlaðra: Pálmi Guðlaugsson, Sonja Sigurðardóttir, Jóna Dagbjört Pétursdóttir, Guð- rún Lilja Sigurðardóttir. Sundmenn til Esbjerg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.