Morgunblaðið - 27.03.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.03.2005, Blaðsíða 28
Það sama á við um mat og flest annað íBandaríkjunum. Það er hægt að finna alltsem maður vill, ef maður er reiðubúinn að leita að því og borga fyrir það. Viltu fisk frá Íslandi, grænmeti frá Ítalíu og kjöt frá Japan? Ekki málið. Það er hægt að fá stórkostlegan mat og það er hægt að fá ömurlegan mat. Það er hægt að finna ferskustu og bestu hráefni sem til eru en einnig hráefni sem virðast hafa verið búin til í verksmiðju en ekki orðið til með náttúrulegum hætti. Af þessu leiðir að mjög erfitt er að alhæfa nokkurn skapaðan hlut um Bandaríkin. Engu að síður er þetta þó það ríki ver- aldar sem okkur er tamast að skilgreina út frá alhæf- ingum. Og vissulega finnst manni stundum sem að ákveðnar alhæfingar séu ekki algjörlega út í hött þegar matur og veitingahús eru annars vegar. Matarævintýri í stórborgunum | Það eru fáar þjóð- ir jafnuppteknar af mat og Bandaríkjamenn nema þá ef vera skyldu Evrópuþjóðirnar við Miðjarðar- haf. Nálgun Bandaríkjamanna er þó með allt öðrum hætti. Þeir eiga ekki sömu rótgrónu matarmenn- ingu og Frakkar og Ítalir þar sem mönnum er í blóð borin ákveðin virðing fyrir hefðum og matreiðslu- aðferðum. Á móti má segja að þeir eigi hlutdeild í matarmenningu allra þjóða. Í ítölsku hverfunum í New York og Boston er hægt að fá jafngóðan ef ekki betri ítalskan mat en á flestum veitingahúsum Ítalíu. Í Washington D.C. er ekki vitlaust að fara á eþí- ópskan stað í Adams Morgan-hverfinu. Í kínahverf- inu í San Francisco gæti maður alveg ímyndað sér að maður sé staddur í Hong Kong. Í New York nær frönsk matreiðsla hvað hæstum hæðum á bestu veit- ingastöðunum og í New Orleans er hægt að finna stemmningu sem er engu lík. Dags daglega er veruleikinn hins vegar annar. Farið út fyrir stórborgirnar og það verður oft fátt um fína drætti. Í Frakklandi, Ítalíu, Spáni og víðar í Evr- ópu er hægt að lenda í yndislegum matarævintýrum á ólíklegustu stöðum. Í litlum þorpum leynast litlir fjölskyldustaðir þar sem bornir eru fram réttir eld- aðir af svo mikilli alúð að einföld máltíð verður að veislu. Þessu er ólíkt farið í Bandaríkjunum. Maður þarf að hafa meira fyrir hlutunum, þ.e.a.s. ef maður vill ekki verða fyrir vonbrigðum er eins gott að vera búinn að finna öruggan áningarstað fyrirfram. Ég gleymi ekki sumarkvöldi á Cape Cod á huggulegum veitingastað við fallega bátahöfn. Umhverfið var fullkomið, þetta var eins og vera staddur á póstkorti á þessum stórkostlega stað. Og svo kom maturinn. Humarinn var nær því að vera soðinn en grillaður og synti um í smjöri sem bragðaðist ekki eins og smjör. Fiskur var sömuleiðis það ofeldaður að hann var orðinn bragðlaus og með einhverju sem átti vænt- anlega að vera grænmeti. Allt kom þetta á pappa- diskum – og þetta var ekki ódýr staður, heldur sá staður sem hvað mest var mælt með á þessum slóð- um. Svipuðu hef ég lent í víðar, allt of oft. Keðjurnar ráða ríkjum | Það er því miður eins og MATUR OG VÍN | STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON HÆ, ÉG HEITI SARAH OG VERÐ ÞJÓNNINN YKKAR Bandaríkjamenn eiga sér ekki rótgróna matarmenningu heldur frekar hlutdeild í matarmenningu allra þjóða L jó sm yn d: G ol li Fáar þjóðir eru jafnuppteknar af mat og Bandaríkjamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.