Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.04.2005, Blaðsíða 38
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes MATAR- TÍMI! ALLT Í LAGI, ÞÚ RÆÐUR! ÞEGAR MAÐUR FERÐAST MEÐ FUGLUM ÞÁ KOMA UPP ÝMIS VANDAMÁL... ÞEIR ERU MJÖG VANDLÁTIR Á GISTINGU... MÉR LÍÐUR ASNALEGA! ABRA-KADABRA! HÓKUS-PÓKUS! HEIMALÆRDÓMUR, LÆRÐU ÞIG SJÁLFUR! HEIMALÆRDÓMUR VERTU BÚINN! ANSANS Risaeðlugrín © DARGAUD HMM STJÓRI! STJÓRI! KOMDU STRAX!! ÞÚ ÆTTIR AÐ VITA AÐ ÞAÐ ER REFSING VIÐ ÞVÍ AÐ VEKJA YFIRMANN VEGNA ÓMERKILEGS ERINDIS! ÞETTA ER EKKI ÓMERKILEGT STJÓRI! JÆJA ÞÁ! VIÐ ÞURFUM AÐ SKILA AF OKKUR SKRIFLEGRI SKÝRSLU. KANNTU EKKI AÐ SKRIFA? SKRIFAÐU EFTIRFARANDI... LIGGJANDI PERSÓNA. HÚN VIRÐIST VERA GRAFKYRR OG ÞVÍ ÚRSKURÐA ÉG HANA LÁTNA VIÐ HLIÐINA Á PERSÓNUNNI... ERTU EKKI AÐ SKIRFA? ÉG KANN EKKI STJORI KANNTU EKKI HVAÐ? AÐ SKRIFA FÁBJÁNI! HVERNIG GETUR ÞÚ SKRIFAÐ SKÝRSLU EF ÞÚ KANNT EKKI AÐ SKRIFA? SÆKTU EINHVERN SEM KANN AÐ SKRIFA ÞAÐ KANN ENGINN AÐ SKRIFA GETUR ÞÚ EKKI BARA SKRIFAÐ SKÝRSLUNA STJÓRI? EFTIR NÁNARI ATHUGUN ER SKRIFLEG SKÝRSLA EKKI ALLTAF NAUÐSYNLEG. ÞAÐ ER NÓG AÐ HAFA SÉÐ TIL ÞESS AÐ GETA SAGT FRÁ, SÉ MAÐUR SPURÐUR ALVEG RÉTT STJÓRI framhald ... Dagbók Í dag er þriðjudagur 12. apríl, 102. dagur ársins 2005 Það er í tísku aðflytja til landsins gamlar og gatslitnar hljómsveitir. Fæstar þeirra eru áhugaverð- ar. Hvers vegna snúa menn sér ekki að bandarísku þunga- rokkshljómsveitinni Megadeth? Víkverji myndi mæta á tónleika hennar. Megadeth má að vísu muna sinn fífil fegri en á hátindi frægðar sinnar var hún öflug og fram- sækin hljómsveit. Um það getur Víkverji vitnað því hann á allar helstu skífur sveitarinnar, auk þess sem hann sá Megadeth einu sinni á tónleikum í Bretlandi fyrir heilum bílprófsaldri. Þar var hraustlega tekið á því. Hljómsveitin varð til þegar Dave Mustaine gítarleikari var rekinn úr Metallica snemma á níunda áratugn- um. Kannski eins gott því hálf-séní af því tagi hefði aldrei þrifist í hljóm- sveit með James Hetfield. Í stað þess að leggjast niður og deyja setti Mustaine Megadeth á laggirnar og hefur verið oddviti sveitarinnar síð- an. Aðrir hafa komið og farið og nú er bassaleikarinn David Ellefson meira að segja dottinn úr skaftinu. Efnið sem Mega- deth hefur sent frá sér í gegnum tíðina er æði misjafnt en helstu lög sveitarinnar má hik- laust skilgreina sem þungarokksklassík. Má þar nefna Peace Sells, Symphony of Destruction og hið um- deilda In My Darkest Hour, sem sumir héldu að samið væri til að kynda undir sjálfsvíg ungmenna en var í raun óður til látins fé- laga, Cliffs Burtons bassaleikara Metallica. Þá er eftirminnileg túlkun Megadeth á gamla Sex Pistols-slagaranum An- archy in the U.K. Svo er Mustaine auðvitað óvenju meðvitaður rokkari – yrkir jöfnum höndum um hern- aðarleyndarleg samskipti Banda- ríkjamanna við verur frá öðrum hnöttum og eldfimt ástandið í Ísrael. Síðast sá Víkverji Mustaine bregða fyrir í heimildarmynd Metallica, Some Kind of Monster, þar sem þeir Lars Ulrich og sérskipaður þerapisti Metallica-manna reyndu að gera upp fortíðina. Hetfield var hins vegar hvurgi og uppgjörið rann út í sand- inn. Víkverji er enn að jafna sig á þeim gjörningi – tæpu ári síðar. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is              Bombay | Það er víðast hvar tærara, vatnið, en í þessum drullupolli í Bombay á Indlandi. Þetta ungmenni lét það þó ekki aftra sér í gær þegar það lagðist til sunds. Skyldi engan undra, hitabylgja geisar nú þar eystra og mældist hiti 35 gráður á Celsius þegar heitast var í gær. Gert er ráð fyrir að það hitni enn í veðri á næstu dögum enda sumarið á næstu grösum. Reuters Synt í drullupolli MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Og þegar þér eruð að biðja, þá fyrirgefið, ef yður þykir nokkuð við ein- hvern, til þess að faðir yðar á himnum fyrirgefi einnig yður misgjörðir yðar. (Mark. 11, 25.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.