Morgunblaðið - 13.05.2005, Síða 56

Morgunblaðið - 13.05.2005, Síða 56
56 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FATAHÖNNUÐURINN Stella McCartney mun hanna eigin línu fyrir H&M-verslanakeðjurnar, sem verður fáanlega í búðunum í haust. Stella „hannar kvenfatalínu, með um 40 hlutum, sem verður framleidd af og seld í verslunum H&M undir merkinu: Stella McCartney fyrir H&M,“ sagði í tilkynningu fyrirtæk- isins. Þetta er í annað sinn sem H&M fær fræga hönnuði til að hanna fyrir sig, en hinn þýski Karl Lagerfeld, hannaði fatalínu fyrir keðjuna síð- asta haust sem varð gríðarlega vin- sæl. „Að fá að hanna eina línu fyrir H&M er mjög spennandi og frumleg leið til að fá að kynna fötin mín fyrir stærri hópi kvenna,“ sagði McCart- ney. Fatalínan kemur í búðir í nóv- ember og verður eingöngu til sölu í ákveðnum verslunum í Evrópu og Norður-Ameríku. McCartney er þegar byrjuð að vinna að línunni. Tíska | Þekktur fatahönnuður til H&M Stella McCartney hannar línu AP Úr fatalínu Stellu McCartney fyrir sumartískuna 2005. MIÐASALA á tónleika Bobbys McFerrins, sem verða í Há- skólabíói 9. ágúst, mun hefjast á miðvikudaginn í næstu viku, 18. maí. Kammerkór Langholts- kirkju, undir stjórn Jóns Stef- ánssonar, mun hita upp fyrir tón- listarmanninn og taka nokkur lög með honum, en Bobby McFerrin þykir vera einstakur listamaður og skemmtilegur á sviði. Miðasala verður á Esso- stöðvunum við Geirsgötu og Ár- túnshöfða. Einnig verður hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á netfangið bobby@vis- indi.is. 850 miðar eru í boði og kosta þeir 4.900, 6.900 og 8.900 krónur. „Þetta er alveg einstakir hljómleikar og ekki auðvelt að útskýra hvað mun fara þarna fram. Þó má segja að tónlist og gleði verði í fyrirrúmi á hljóm- leikunum og er þetta skemmtun á heimsmælikvarða fyrir alla fjöl- skylduna,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá aðstandendum tón- leikanna. Tónlist | Miðasala á Bobby McFerrin hefst í næstu viku „Tónlist og gleði í fyrirrúmi“ Bobby McFerrin þykir vera einstakur listamaður. Ó.H.T Rás 2 FURÐULEGASTA ÆVINTÝRI ALHEIMSINS HEFST ÞEGAR JÖRÐIN ENDAR Sláandi sálfræðitryllir eins og hann gerist bestur. Með Óskarsverðlaunahafanum, Adrien Brody (The Pianist) og Keira Knightley úr „Pirates of the Caribbean” og „King Arthur”. The Hitchhiker´s Guide to the Galaxy kl.5.45 - 8 - 10.15 Diary of a mad Black Woman kl.5.40 - 8 - 10.20 The Jacket kl.5.50 - 8 - 10.10 b.i. 16 The Motorcycle Diaries kl. 8 - 10.30 Maria Full og Grace kl. 6 - 10 b.i. 14 Napoleon Dynamite kl. 8 Vera Drake kl. 5,40 Geggjaðasta og frumlegasta grínmynd ársins er komin í bíó.Byggð á einni vinsælustu bók alheimsins eftir Douglas Adams. j l í i i í í . i i i l l i i i l . H.L. MBL  Ó.H.T Rás 2  S.V. MBL Ó.H.T Rás 2  SLÓ RÆKILEGA Í GEGN Á ÍSLANDI, USA OG Á BRETLANDI I Í Í I, I Rómantísk gamanmynd með Debra Messinger úr Will og Grace þáttunum Debra Messing Dermot Mulroney i l ÓVÆNTASTA GRÍNMYND ÁRSINS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA ÞEGAR LÍF ÞITT ER KOMIÐ Í RÚST ER GOTT AÐ EIGA SNARKLIKKAÐA ÆTTINGJA TIL AÐ BJARGA MÁLUNUM. MIÐASALA á tónleika Kims Larsens og Kjukken hefst í dag, föstudaginn 13. maí, klukkan 10. Tón- leikarnir fara fram á Nasa 26. og 27. ágúst og fer miðasala fram í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg og á midi.is, en miðaverð er 4.900 kr. Í tilkynningu frá aðstandendum tónleikanna segir að komu Kims Larsens hafi verið beðið með nokkurri eftirvæntingu og því megi búast við að hið takmarkaða magn miða sem er í boði seljist fljótlega. Með tónleikunum hér lýkur Larsen sumartónleikaferð sinni um Danmörku og Færeyjar, sem hófst reyndar í London 23. apríl sl. Kim Larsen hefur sl. 5 ár gefið út hverja metsöluplötuna á fætur annarri á Norðurlöndum, eftir nokkur mögur ár þar á undan. Á síðasta ári átti kappinn tvær metsöluplötur í Danmörku sem báðar náðu margfaldri platínusölu. Þetta voru plöturnar 7-9-13 sem kom út fyrir jólin 2003 og Glemme- bogen – Jul og nyt år sem kom út fyrir jólin 2004. Það er Austur-Þýskaland sem stendur að komu Kims Larsens til Íslands. Kim Larsen er óviðjafnanlegur. Tónlist | Miðasala á tónleika Kims Larsens hefst í dag Risi danskrar tónlistar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.