Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar STÆRSTA sérhannaða bílasölu- svæðið á Íslandi, hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi, er risið við Klettháls í Reykjavík. Svæðið er at- hyglisverð nýjung fyrir okkur Ís- lendinga. Það er hannað og teiknað af E.S. teiknistofu með því hugar- fari að gera alla aðstöðu fyrir sölu- menn og viðskiptavini sem besta og glæsilegasta og má svo sannarlega segja að tekist hafi sem skyldi. Sif Björk Birgisdóttir, löggiltur bílasali hjá Bílalífi, segir að hér sé um byltingu að ræða fyrir þá fjöl- mörgu sem eru að leita sér að bíl. „Það má segja að aðdragandinn að þessu sé búinn að vera nokkuð lang- ur, eða um 13 ár. Það hafði legið fyr- ir í nokkurn tíma að sölusvæði Bíla- sölu Matthíasar/Bílalífs þurfti að víkja vegna færslu Hringbrautar. Nokkuð er því síðan að við fórum að líta í kringum okkur eftir hentugu svæði fyrir bílasölur og með velvilja og skilningi borgaryfirvalda er þetta glæsilega bílasölusvæði við Klett- háls orðið að veruleika. Þróunin hef- ur líka verið á þann veg, bæði hér- lendis og erlendis, að ákjósanlegt er að hafa sem flestar bílasölur á sama stað. Staðsetningin við Klettháls er mjög góð og aðgengileg. Svæðið er gegnt efstu íbúðarblokkunum í Hraunbæ. Bílasölusvæðið mun njóta nálægðar ört vaxandi íbúðarbyggð- ar, svo sem við Norðlingaholt,“ seg- ir Sif Björk. Húsin eru skemmtilega hönnuð og eru að mestu úr gleri svo sölu- menn og viðskiptavinir geti séð alla bíla á söluplani án þess að fara út úr húsi. Söluplönin eru öll malbikuð. Svæðið á Kletthálsi býður upp á að allt að átta bílasölur geti verið þar samtímis með um eitt þúsund bíla til sýnis og sölu hverju sinni. Nú þegar eru komnar þrjár bílasölur á fullan snúning á svæðið með nokkur hundruð bíla til sýnis og sölu og eru fleiri fyrirtæki væntanleg á næstunni. „Viðskiptavinir hafa sérstaklega haft orð á því hversu gott aðgengi er að bílum á svæðinu og hversu snyrtilegt svæðið er í heild sinni og erum við auðvitað hæstánægð með þau ummæli, það er jú alltaf gaman að fá hrós. Við viljum endilega bjóða alla velkomna að líta til okkar uppá Klettháls og virða fyrir sér þessa skemmtilegu nýjung,“ segir Sif Björk. Morgunblaðið/Eyþór Þrjár bílasölur hafa þegar hafið starfsemi á nýja svæðinu á Kletthálsi. Eins og teikningin sýnir er svæðið stórt og rúmar allt að 1.000 bíla. Sérhannað bílasölusvæði við Klettháls BÍLALEIGA Akureyrar í Skeifunni hefur hafið útleigu á Hummer H2, fyrst bílaleigna í land- inu. „Við erum að reyna að vera dálítið öðruvísi en aðrir og tókum líka inn Dodge Durango flottustu gerð og Audi A6,“ segir Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri bíla- leigunnar. Fyrirtækið er með tvo fimm manna Hummer-bíla og báða mjög vel búna. Annar er svartur á lit og er hlaðinn búnaði. Hann er leðurklæddur, með sól- lúgu og Bose- hljómkerfi. Sé átt við bílinn lætur hann vita af því í fjarstýringuna fyrir samlæsingarnar með hljóðmerki. Vélin er sex lítra, V8 bensínvél sem skilar 316 hest- öflum og togar að hámarki 488 Newtonmetra. En hver er markhópurinn fyrir Hummer bílaleigubíl? „Það er náttúrulega alltaf eitt- hvað af Íslendingum sem vilja prófa svona bíl. Svo vilja margir efnaðir útlendingar, t.d. lax- veiðimenn, hafa svona þægindi á hjólum. Alltaf eru á ferðinni ein- hverjar stórstjörnur hér á landi. Þetta er fyrst og fremst tilraun en mér sýnist vera áhugi fyrir þessu. Við höfum ekki kynnt bílana ennþá en þeir eru báðir að fara í útleigu, og sá svarti í tvær vikur. Fyrst um sinn verða þeir merktir bílaleigunni en síðan verður merkingin tekin af,“ segir Bergþór. Það kostar 19.500 kr. að leigja Hummer í einn dag og innifalinn er 100 km akstur. Sé ekið innan við 200 km er dagsleigan 29.500 kr. Fyrirtæki í föstum viðskiptum fá afslátt frá þessu verði. Hummer til útleigu í Skeifunni Morgunblaðið/Eyþór Hummer merktur Bílaleigu Akureyrar er nú til útleigu. TOYOTA stefnir hraðbyri að sömu markaðshlutdeild og merkið hefur haft undanfarin ár hérlendis, eða ná- lægt 26-27% af markaðnum. Núna er markaðshlutdeildin 24,6% og hefur fyrirtækið selt 1.757 nýja bíla það sem af er árinu, þar af ekki færri en 605 í maímánuði einum. Hyundai skýst upp í annað sætið yfir sölu- hæstu merkin og er aukningin milli ára 109%. Mikil söluaukning hefur verið á þessu tímabili. Alls hafa selst 7.144 nýir fólksbílar, sem er 55% aukning miðað við sama tíma í fyrra.                                                                                                                       !"#$# $%$ $!& &'( &'' )%' )#' ))$ *%% *&' **) *+* !## !$* !&+ %*%            55% meiri bílasala BÍLASALAN Hraun í Hafnarfirði hefur hafið innflutning á rússnesk- um Gazella vinnuflokka- og sendibíl- um. Fyrstu tveir bílarnir eru komnir til landsins og að sögn Rafns Guð- jónssonar, framkvæmdastjóra fyrir- tækisins, verður bíllinn á góðu verði. Tveir bílar eru komnir til landsins. „Bíllinn er framleiddur í Gaz-verk- smiðjunum rússnesku og hann kem- ur eingöngu með fjórhjóladrifi og háu og lágu drifi. Bíllinn er ekkert ósvipaður Mercedes-Benz Sprinter en það er hærra undir hann og hann er smíðaður á grind. Hann fæst með dísilvélum frá Perkins eða Steyr og Bosch raf- og olíukerfi. Bíllinn er að hluta til hannaður hjá Ford,“ segir Rafn. Bíllinn mun kosta frá um 2,1 milljón kr. til verktaka án virðis- aukaskatts. Bílasalan Hraun mun annast þjónustu á bílunum í sam- starfi við verkstæði í Hafnarfirði. Gazella ætti einkum að höfða til verktaka og bæjarfélaga fyrir vinnu- flokka. Fyrstu bílarnir sem hingað koma eru með tvöföldu húsi en einn- ig er hægt að fá þá með einföldu húsi og sem sendibíl. Sendibíllinn er á svipuðu verði og Toyota High Ace, en Rafn segir að Gazella sé töluvert stærri og burðarmeiri og auk þess með fjórhjóladrifi og millikassa. Drifin í bílana eru framleidd af Gaz. Gazella er nýr kostur fyrir verktaka. Kostar frá 2,1 milljón án vsk. Með umboð fyrir GAZ-bíla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.