Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 B 17 bílar 480 8000 SELFOSSI 480 8000 Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is Toyota Land Cruiser 90 LX 33" 1999, ek. 137þkm sjálfsk. Verð 2.320þ. Skipti möguleg. Toyota Rav 4 6/2004, ek. 13þkm, sjálfsk. Verð 2.690þ. Engin skipti. M.Benz E 200 Kompressor 2003, ek. 52þkm, einn með öllu. Sjálfsk. Verð 4.170þ. Skipti möguleg. M.Benz 320 CE 1994, ek. 190þkm, 17" o.fl. Sjálfsk. Verð 1.590þ. Skipti möguleg. Nissan Patrol GR SE 7/1998, ek. 202þkm, krókur o.fl. Beinsk. Verð 1.790þ. Skipti möguleg. Nissan Terrano II luxury 3,0 TDI 6/2004, ek. 16þkm, sjálfsk. Diesel, 7 manna. Verð 4.390 þ. Skipti möguleg. Nissan Double Cab E TDI 35" 2003, ek. 55þkm, topplúga o.fl. beinsk. Verð 2.790þ. Skipti möguleg. Chrysler Town and Country 5/2000, ek. 100þkm, einn með öllu, sjálfsk. Verð 1.990þ. Skipti möguleg. Toyota Avensis 1800 S/D 4/2004, ek. 10þkm, spoiler og filmur, sjálfsk. Verð 2.380þ. Skipti möguleg. M.Benz C 200 Kompressor Avantgarde 4/2002, ek 60þkm, topplúga, sjálfsk. Verð 3.150þ. Skipti möguleg. Toyota Land Cruiser 90 GX 9/2004, ek. 17þkm, aukasæti, krókur o.fl. sjálfsk. Verð 4.650þ. Skipti möguleg. Toyota Land Cruiser 90 LX 35" 11/2003, ek. 33þkm, leður o.fl. sjálfsk. Verð 5.200þ. Engin skipti. Toyota Land Cruiser 100 TDI 1/1999, ek. 157þkm, sjálfskiptur, bensín, leður o.fl. leður, lúga og tems sjálfsk. Verð 3.790þ. Skipti möguleg. Toyota Land Cruiser 100 TDI 7/2000, ek. 125þkm, leður og tems sjálfsk. Verð 4,290þ. Skipti möguleg. ÝMSAR reglur eru í gildi er varða akstur ökutækja hér á landi. Til að fá réttindi til að aka vélknúnum ökutækjum þarf að standast bæði skriflegt og verk- legt próf. Eftir að hafa fengið þessi réttindi í hendur er alger óþarfi að kunna þessar reglur og um að gera að gleyma öllu sem fyrst, eða allavega passa sig á að fara ekki eftir nema hluta af regl- unum. Það eru einkum þrjú smá- atriði sem fara alveg óskaplega í taugarnar á greinarhöfundi. Gemsarnir Það er bannað að tala í GSM- síma án handfrjáls búnaðar á meðan verið er að aka bifreið. Eða svo er mér sagt. Gefi maður sér tíma til að fylgjast með bíl- stjórunum í kringum sig mætti hins vegar ætla að gefin væru sérstök verðlaun fyrir að tala sem lengst og mest í GSM-síma undir stýri. Menn láta það heldur ekk- ert aftra sér að tala í símann sinn, þó að þeir séu að stýra 10 hjóla trukki með aftanívagni, takandi vinstri beygju í gegnum fjölfarin gatnamót. Og sérstök bónusstig fær maðurinn sem ók fyrir aftan mig á Kringlumýrarbrautinni í eftirmiðdagsumferðinni um dag- inn. Hann var að reykja og tala í GSM-símann sinn og svo hvarf höfuðið alltaf reglulega bak við mælaborðið. Ég held að hann hafi verið að skipta um gír með tönn- unum. Ætli hann hefði jafn glað- hlakkalega sturtað í sig úr vodka- pela undir stýri fyrir framan alla í umferðinni? Hvers vegna finnst fólki allt í þessu fína að hundsa bann við GSM-notkun án hand- frjáls búnaðar? Væntanlega hafa einhverjir hugsað út í þessi mál og komist að þeirri niðurstöðu að engin hætta sé fyrir hendi. Það væri þá gaman að heyra þau rök, og fá að vita hvað liggur að baki. Eða hentar mönnum bara ekki að fara eftir þessu? Hringtorg Hvað skyldu þessar hvítu línur á götunni í hringtorginu eiginlega tákna? Ekkert ef miðað er við aksturslag mjög margra öku- manna. Tökum sem dæmi lítið hringtorg við Laugarsdalshöllina, á mótum Reykjavegar og Sigtúns. Þetta er torg með 2 akreinum en komi maður akandi Sigtúnið eða frá Laugardalshöllinni, sjái bíl á innri hringnum og haldi að óhætt sé að fara inn á ytri hring og síð- an út af við fyrsta tækifæri, er hætta á ferðum. Bíllinn sem kem- ur akandi á innri hringnum mun að öllum líkindum skera aksturs- línu þína og keyra beint yfir á hægri akrein þegar hann fer út úr torginu. Sennilega kom hann af hægri akrein inn í torgið og til að komast nógu hratt beint í gegn er ekin stysta leið og báðar akreinar notaðar. Þetta er ekkert eins- dæmi, víða má sjá ökumenn haga sér á svipaðan hátt. Ekkert hugs- að út í að bíllinn á ytri akreininni eigi að koma út á hægri akrein og sá fyrir innan á vinstri akreinina. Sennilega er þetta sama fólkið og kann ekki að taka vinstri beygju á tveggja akreina vegi og fer alltaf beint á hægri akreinina. Ef hægt væri að treysta öðrum ökumönn- um til að gera þessa einföldu hluti rétt, gengi umferðin hraðar fyrir sig. En reynslan kennir manni að það jaðri við fífldirfsku að treysta á að næsti ökumaður muni fylgja reglunum. Því er betra að bíða og leyfa honum að skera hringtorgið á meðan hann spjallar í símann. En fyrst hér hefur verið minnst á hringtorg. Þeir sem hafa ekið Nóatúnið milli Laugavegar og Borgartúns hafa rekist á eitt af misheppnaðri hringtorgum lands- ins. Þar var sett smá upphækkun á stærð við bíldekk í miðjuna á gatnamótunum við Nóatúnsversl- unina. Þetta minnir helst á leif- arnar af hraðahindrun sem gleymdist að fjarlægja. Það hefði verið gaman að vera fluga á vegg á fundinum þegar menn sátu og ákváðu að þetta væri það besta sem kæmi til greina. Stefnuljós Það skrifa alltaf einhverjir reglulega um notkun stefnuljósa, en það hefur engin áhrif. Stefnu- ljós eru mjög einföld í notkun og gefa öðrum ökumönnum upplýs- ingar. Á evrópskum hraðbrautum eru þau meira að segja notuð til að biðja aðra um að skipta um ak- rein og hleypa ökumanni fram úr. Hér myndu menn sennilega halda að viðkomandi hefði bara gleymt stefnuljósinu á, enda er tilhugs- unin um að hleypa einhverjum vísvitandi fram úr sér afar fram- andi, svo ekki sé meira sagt. Hér- lendis virðist notkun stefnuljósa vera algerlega valfrjáls. Sumir nota þau til að láta vita af kom- andi stefnubreytingu. Aðrir virð- ast reka höndina í stefnuljósa- stilkinn fyrir slysni um leið og þeir snúa stýrishjólinu til að beygja. Það er svona meira til að segja frá því sem þegar er aug- sýnilega að eiga sér stað, frekar en til að gefa innsýn í framtíðina. Annars mega menn ekkert vera að því að gefa stefnuljós, það er svo erfitt þegar halda þarf á síg- arettu og GSM-síma. Maður hefur jú bara tvær hendur. Að lokum Auðvitað er þetta tuð og nöld- ur, en á meðan ökumenn þrjósk- ast við, þá verða einhverjir að tuða og reyna að beina mönnum á rétta braut. Og að sjálfsögðu eru fleiri atriði einnig mikilvæg þegar kemur að umferðaröryggi. En þessi þrjú atriði sem hér hefur verið tæpt á eru svo einföld. Þetta snýst bara um að kunna helstu umferðarreglur og fara eftir þeim. Arnbjörn Ólafsson Morgunblaðið/Þorkell Hvers vegna virða margir ekki bann við notkun GSM-síma án handfrjáls búnaðar, spyr greinarhöfundur. Kunna allir bílstjórar örugglega að keyra? TUÐIÐ Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.