Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kynning - Morgunblaðinu fylgir Vöru- listi frá Jóni Bergssyni ehf. Dreift um höfuðborgarsvæðið Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %      &         '() * +,,,                             © D IS N EY Verðgildi 2.490 kr. Verðgildi 2 .190 kr.r il i . r. Góða skemmtun! Fjör í fríinu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 42 ára karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir „sérstaklega hættulega“ líkamsárás, eins og það var orðað í ákæru, með því að stinga karlmann á þrítugsaldri með hnífi í brjóstið í febrúar sl. Var maðurinn einnig dæmdur til að greiða þeim sem fyrir árásinni varð rúmar 600 þúsund krónur í bætur. Maðurinn hefur setið í gæslu- varðhaldi frá því í febrúar og dregst gæsluvarðhaldsvistin, 127 dagar, frá refsingunni. Dómurinn telur að sá sem varð fyrir hnífsstungunni hafi átt upp- tökin að átökunum og ákærði hafi haft ástæðu til að óttast hann. Hér- aðsdómur telur ósannað að fyrir árásarmanninum hafi vakað að ráða hinum manninum bana með því að bregða hnífnum fyrir sig. Hann var því sýknaður af ákæru fyrir manndráp en fundinn sekur um hættulega líkamsárás þar sem honum hafi hlotið að vera ljóst að beiting hnífsins í átökunum hafi verið til þess fallin að leiða til al- varlegs líkamstjóns, svo sem raun- in varð. Batahorfur góðar Sá sem hnífsstunguna hlaut skaddaðist á lunga en fram kemur í dómnum, að batahorfur hans séu góðar þótt það muni taka hann tíma að jafna sig að fullu. Var ákærða einnig gert að greiða 380 þúsund króna málskostnað. Málið dæmdu Ingveldur Einars- dóttir, Friðgeir Björnsson og Helgi I. Jónsson. Lögmaður ákæruvalds- ins var Sigríður Elsa Kjartansdótt- ir og verjandi var Örn Clausen hrl. Átján mánaða fangelsi fyrir hnífsstungu RÍKISENDURSKOÐANDI hefur ákveðið að láta kanna hvort Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafi verið vanhæfur til að taka ákvarð- anir um sölu ríkisbankanna á sínum tíma vegna eignatengsla og vensla við þau félög sem keyptu Búnaðar- bankann. Halldór fagnar ákvörðun ríkisendurskoðanda en vísar að öðru leyti á embættið, sem hafi öll gögn málsins undir höndum. Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi segist í samtali við Morg- unblaðið hafa ákveðið að fara í þessa könnun í kjölfar fundar fjár- laganefndar Alþingis á miðvikudag, þar sem fram hafi komið viðbót- arupplýsingar, m.a. þær að útgerð- arfyrirtækið Skinney-Þinganes, sem Halldór á hlut í, hafi með litlum hlut sínum í VÍS tengst S- hópnum svonefnda, kaupendum Búnaðarbankans. Framhald vinnu fyrir fjárlaganefnd Alþingis Á þessum tíma sat Halldór í ráð- herranefnd um einkavæðinguna. Sigurður segir þetta í raun vera framhald þeirrar vinnu sem Ríkis- endurskoðun hafi farið í fyrir nokkrum vikum að beiðni fjárlaga- nefndar. Nefndinni hafi verið gerð grein fyrir þeirri vinnu á fundinum á miðvikudag en þá hafi komið fram frekari upplýsingar og spurn- ingar. Að sögn Sigurðar er frekari at- hugun Ríkisendurskoðunar þegar hafin og niðurstöðu hennar verður komið á framfæri við fjárlaganefnd á næstunni. Ríkisendurskoðun kannar hæfi forsætisráðherra EIN af afleiðingum uppsveiflu í byggingariðnaðinum er að meiri úr- gangur fellur til, og fyrstu fimm mánuði ársins hefur magn úrgangs frá fyrirtækjum á höfuðborgarsvæð- inu, sem borist hefur til Sorpu í Gufunesi, aukist um ein 20%. „Ég hef stundum sagt að það sé beint samband milli úrgangs og kaupmáttar,“ segir Ögmundur Ein- arsson, framkvæmdastjóri Sorpu. „Byggingariðnaðurinn er í mikilli uppsveiflu og við sjáum mikla aukn- ingu í móttöku á flokkuðu timbri, sem er beint úr byggingarbransan- um.“ Hér er eingöngu um að ræða úr- gang sem kemur frá fyrirtækjum, ef litið er á magntölur yfir það sem al- menningur hefur skilað inn á endur- vinnslustöðvar er frekar um að ræða samdrátt frá síðasta ári en aukn- ingu, segir Ögmundur. Einhverjum finnist þó e.t.v. meira að gera á endurvinnslustöðvunum þar sem þeim hefur verið fækkað og af- greiðslutími styttur. Meira af dagblöðum í umferð Aukið magn úrgangs frá fyrir- tækjum skilar Sorpu auknum tekjum, enda er greitt fyrir það sem skilað er. Ögmundur segir þó að tekjuaukningin sé ekki nálægt því að vera 20%, enda mismunandi hátt skilagjald eftir tegundum úrgangs- ins. Aukið magn af dagblöðum berst í grenndargáma, og segir Ögmundur aukninguna þar vera á bilinu 5-10%. Hann segir það þó ekki skýrast af skyndilegri viðhorfsbreytingu al- mennings til skila á endurvinnan- legum pappír, heldur sé einfaldlega meira gefið út af blöðum, og einhver þeirra farin að vera stærri en þau voru, sem skýri sennilega aukn- inguna. Um 30% af heildarmagni þess úr- gangs sem berst til Sorpu eru endurunnin, en um 70% urðuð. Ögmundur segir það hlutfall ekki með því besta sem gerist, en þó betra en víða annars staðar, t.d. í Bretlandi. Alls verða um 60% af þeim úrgangi sem til fellur á landinu til á höfuðborgarsvæðinu og berast því á endanum til Sorpu. Um 20% meiri úrgangur frá fyrirtækjum fyrstu mánuði ársins „Beint samband milli úrgangs og kaupmáttar“ Morgunblaðið/Jim Smart Úrgangur frá fyrirtækjum til Sorpu hefur aukist, sér í lagi timbur og annað sem fellur til úr byggingariðnaðinum. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur fallist á að Sjóvá sé bótaskylt vegna tjóns sem maður varð fyrir þegar bíll hans var tekinn ófrjálsri hendi við heim- ili hans og ekið á skilti. Héraðs- dómur Reykjavíkur hafði áður sýknað tryggingafélagið. Kona, sem maðurinn hafði þekkt í tæpa tvo mánuði, mun hafa ekið bifreiðinni í umrætt skipti og var talin óhæf til að stjórna henni vegna áfengisáhrifa. Í dómi Hæsta- réttar segir að hún hafi ekið svo óvarlega að bifreiðin skemmdist. Hæstiréttur telur það ekki hafa verið nægilega sannað að konan hafi haft heimild til að aka bifreið- inni. Dómi um bóta- skyldu snúið við NÝTT UMHVERFISMAT Hæstiréttur hefur staðfest úr- skurð héraðsdóms um að ógilda þann úrskurð umhverfisráðherra að álver Alcoa hafi ekki þurft að fara í umhverfismat. Alcoa-Fjarðaál hefur hafið vinnu við nýtt umhverfismat en á meðan halda framkvæmdir við álverið áfram. Ítalskur gísl laus Clementina Cantoni, ítalskur hjálparstarfsmaður í Afganistan, var í gær látin laus úr gíslingu. Afgönsk stjórnvöld segjast ekki hafa greitt ræningjunum lausnargjald. Undan- farna daga hafa mörg hundruð kon- ur og börn efnt til útifunda í Kabúl og víðar til að krefjast þess að Cantoni yrði leyst úr haldi. Vala hætt keppni Vala Flosadóttir frjálsíþróttakona hefur ákveðið að hætta keppni í stangarstökki fyrir fullt og allt. Vala segir að lengra verði ekki komist en hún hreppti sem kunnugt er brons- verðlaun á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Segjast eiga kjarnavopn Aðstoðarutanríkisráðherra Norð- ur-Kóreu segir ríkið ráða yfir kjarn- orkuvopnum og muni verja sig með slíkum vopnum geri Bandaríkja- menn árás. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 32 Úr verinu 14 Umræðan 32/37 Viðskipti 15 Bréf 37 Erlent 18/19 Minningar 37/41 Minn staður 20 Myndasögur 46 Höfuðborgin 21 Dagbók 46/49 Akureyri 22/23 Staður og stund 48 Austurland 22/23 Leikhús 50 Suðurnes 24 Menning 50/57 Landið 24 Bíó 54/57 Daglegt líf 25/27 Ljósvakamiðlar 58 Menning 28 Veður 59 Forystugrein 30 Staksteinar 59 * * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.