Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2005 13 MINNSTAÐUR VESTURLAND Stykkishólmur | Bandaríska lista- konan Roni Horn boðaði íbúa Stykk- ishólms til fundar fimmtudaginn 23. júní til þess að kynna þeim tillögur sínar um stofnun Vatnasafns í húsnæði þar sem Amtbókasafn Stykkishólms er nú til húsa. Á fund- inn mætti einnig James Lingwood forstöðumaður listastofnunarinnar Artangel sem áhuga hefur á að standa að stofnun Vatnasafnsins. Roni Horn, sem dvalið hefur mik- ið á Íslandi undanfarin 25 ár, kom til Stykkishólms fyrir fimm árum og vakti Bókhlaðan sem stendur hátt yfir miðbænum athygli hennar. Amtbókasafnið hefur búið við þröngan kost í núverandi húsakynn- um og hefur vilji staðið til hjá bæj- aryfirvöldum að finna því, ásamt ljósmyndasafni Stykkishólms og Héraðsskjalasafni Snæfellinga, hentugra húsnæði. Vegna staðsetn- ingar og byggingarstíls Bókhlöð- unnar hefur Roni áhuga á að koma á fót menningarsetri sem hún vill nefna Vatnasafn og að það verði að- setur menntunar, vísinda og fræða í Stykkishólmi. Safnið kennir hún við vatn og vill með því leggja áherslu á fjölbreyti- leg birtingarform vatnsins sem end- urspeglast ætti í starfsemi safnsins. Að sögn Roni Horn byggist hug- mynd hennar á þrískiptu hlutverki safnsins. Í fyrsta lagi að með safninu verði skapað opið rými, „rammi fyrir menningarstarfsemi þar sem sam- ræður milli ýmissa listgreina færu fram. Það yrði vettvangur fyrir fólk til þess að koma hugðarefnum sínum á framfæri,“ segir Roni. Einnig hef- ur hún áhuga á að húsnæðið verði notað fyrir skákkennslu, „Ég álít al- mennan áhuga skák vera eitt af sér- kennum Íslendinga sem nauðsyn- legt sé að hlúa að.“ Síðast en ekki síst vill Roni Horn safna frásögnum af veðráttu á Ís- landi og halda þeim til haga á safn- inu. Er tilgangurinn með því ekki aðeins sá að gefa svipmynd af nátt- úru landsins heldur einnig af fólkinu sem þar býr. Segir hún að veðrið hafi mikil áhrif á sjálfsmynd íbúanna og að sjálf kjósi hún frekar rysjótt veðurfar en lognmollu. Samvinna við heimamenn Roni vildi samt leggja áherslu á að stofnun og starfsemi safnsins yrði unnin í náinni samvinnu við heima- menn og að ekkert yrði gert fyrr en Amtbókasafninu yrði fundinn varan- legur staður. Nokkrar breytingar þyrfti að gera á Bókhlöðunni en leit- ast yrði við að varðveita núverandi útlit hennar. Áætlað er að koma Vatnasafninu á legg fyrir tilstuðlan fjárstyrks frá menntamálaráðuneyt- inu og fjárframlagi Artangel. Artangel er bresk listastofnun sem hefur staðið að mörgum menn- ingarverkefnum í Bretlandi og er nú að beina sjónum sínum að menningu í jaðarbyggðum. Hefur Artangel lýst áhuga á að standa að stofnun Vatnasafnsins í samstarfi við bæj- arbúa. „Okkar markmið er að búa til verkefni þar sem koma saman fram- úrskarandi listamenn og frábær staðsetning. Það verði mótað af efn- um og aðstæðum bæjarfélagsins, að safnið verði félagsmiðstöð fyrir alla þá sem vilja fræða og læra,“ segir James Lingwood forstöðumaður stofnunarinnar. Hann bætir því við að Artangel stefni á í kjölfarið að veita bæði innlendum og erlendum listamönnum styrki til sex mánaða í senn til að vinna list sinni í Bókhlöð- unni. Fundur Roni Horn var vel sóttur og var góður rómur gerður að mál- flutningi hennar. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um stað- setningu nýs amtbókasafns í Stykk- ishólmi og þangað til er óákveðið hvaða framtíðarhlutverki Bókhlaðan mun gegna. Hugmyndir um að Bókhlaðan í Stykkishólmi öðlist nýtt hlutverk og verði Vatnasafn Áhugi er á stofnun menn- ingarseturs Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Hlutverkaskipti Bókhlaðan stendur á hæsta stað í Stykkishólmi og áformað er að hún fái nýtt hlutverk. Hugmynd James Lingwood og Roni Horn hafa áhuga á að koma á fót menningarmiðstöð í húsnæði Amt- bókasafns Stykkishólms. ÞEIR heilsuðu glaðlega og buðu góðan dag á íslensku verkamennirnir hjá Loftorku í Borg- arnesi þegar litið var inn í kennslustund hjá þeim fyrir helgi. Þeir eru á námskeiði í Grunn- skólanum í Borgarnesi í starfstengdri íslensku á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, en markmið þess er að gera þá hæfari til að eiga sam- skipti á vinnustaðnum. Í hópnum sem að þessu sinni var í tíma hjá Guðrúnu Völu Elísdóttur kenn- ara voru fimm menn frá þremur löndum, en kennt er í 4–7 manna hópum. „Þetta eru 15 daga námskeið sem Símenntunarmiðstöðin býð- ur fyrirtækjum sem hafa erlenda starfsmenn upp á. Markmiðið er að kenna þeim starfstengda ís- lensku til að gera þá að betri starfsmönnum og auðvelda sam- skiptin á vinnustaðnum,“ sagði Guðrún Vala. Íslenskan þykir erfið „Þessa dagana erum við mest að tala um Loftorku, hvað maður segir þegar maður kem- ur í vinnuna, hvað verkfærin heita á íslensku og slíkt. Námið er hugsað sem 30 tíma nám- skeið og er hver tími 45 mínútur. Hverjum hópi er kennt í tvo tíma í senn.“ Guðrún Vala sagði að 25 menn hefðu byrjað á námskeiðinu en líklega hefðu fjórir hætt. Ýmist hafi það verið vegna mikillar vinnu eða að þeim hafi fundist íslenskan of erfið. Annars sagði hún misjafnt hvernig þeim gengi að til- einka sér íslenskuna á þessu námskeiði. „Þetta er svipað og í venjulegri kennslu. Þetta liggur vel fyrir sumum og öðrum síður. Yfirleitt er ég þó ánægð með nemendurna. Alla vega er þetta skemmtilegt, bæði fyrir mig og þá, því mikið er hlegið í tímunum. Auðvitað er svolítið um misskilning, sérstaklega þegar nemendunum finnst eitthvert orð líkt í íslensku og í þeirra móður- máli en svo kemur á daginn að það þýðir eitthvað allt annað. Eitt er víst að bros og hlátur er alþjóðlegt tungumál.“ Nokkrir dagar eru eftir af þessu námskeiði, en fyrirhugað er að byrja á nýju námskeiði í haust. Ætlar að vera í eitt til tvö ár í stað mánaða Jan Chomiak er frá tvö þúsund manna bæ, Dobrany, skammt frá borginni Szczecin í Póllandi. Hann er kennari að mennt og kenndi í sjö ár við tækniskóla. Þegar skólanum var breytt og hætt var að bjóða upp á tæknimenntun missti hann vinnuna. Hann ákvað að ráða sig í vinnu í gegnum vinnumiðlun og hér hefur hann verið í átta mánuði að vinna við að steypa hjá Loft- orku. „Ég ætlaði að vera hér í 1–2 mánuði en nú eru þeir orðnir 8,“ sagði Jan. „Núna er ég ákveðinn að vera hér í 1–2 ár. Mér líkar mjög vel í vinnunni. Aðstæður eru góðar og góð tæki sem auðvelda vinnuna. Þetta er því engin erf- iðisvinna, en við vinnum mikið. Við búum í vinnubúðum á svæði Loftorku og þar hefur hver sitt eigið herbergi. Ég er mjög ánægður með aðstæður þar. Einnig líkar mér vel hér í Borgarnesi þó ég fari ekki mikið fyrir utan vinnu enda lítill tími til þess.“ Jan segir íslenskunámið mjög erfitt. „Þótt kennarinn sé góður held ég að það væri gott ef námsefnið væri líka á ensku. Það er bara á ís- lensku og mér finnst það erfitt. Það tala marg- ir eitthvað í ensku og í vinnunni notum við hana oft. Annars er alltaf einhver til að aðstoða svo mér finnst samskiptin á vinnustaðnum ganga ágætlega.“ 25–30 erlendir verkamenn hjá Loftorku Konráð Andrésson forstjóri Loftorku sagði að þegar Símenntun á Vesturlandi hafi sent til- boð um þetta námskeið hafi verið ákveðið að stökkva á það. Hjá Loftorku starfa nú á milli 25 og 30 erlendir verkamenn frá Póllandi, Portúgal, Litháen, Rússlandi, Filippseyjum, Kólumbíu og Tékklandi. Þeir búa ýmist í íbúð- um í Borgarnesi eða í vinnubúðum á svæði Loftorku. Konráð sagði að ekki hafi gengið að fá mannskap hér á landi í öll þau verkefni sem fyrirtækið sinnir og því þurfi að flytja inn verkamenn að utan. „Þetta gengur vel enda um mjög gott starfs- fólk að ræða,“ sagði hann. „Þrátt fyrir þennan mannskap vantar okkur enn fólk. Við erum með nýja bíla sem standa stundum óhreyfðir af því að við höfum ekki bílstjóra. Hér í Borg- arnesi skortir húsnæði fyrir allt þetta fólk svo við ákváðum að setja upp þessar búðir sem koma bara vel út.“ Bros og hlátur er alþjóðlegt tungumál Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Góðan dag! Héctor Mauricio Angarita Moreno frá Kólumbíu, Jan Chomiak frá Póllandi, Guð- rún Vala Elísdóttir kennari og Pedro Clemente frá Portúgal í aftari röð. Wozmak Wiestaw og Krzysztof Jadwizyc frá Póllandi í fremri röð. Létt er yfir hópnum þótt námið þyki strembið. Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is Jan Chomiak

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.