Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ ú hefur lýst því yfir að fólk eigi að hafa aukið val á öllum sviðum í þjónustu sveitarfélaga og þ. á m. eigi foreldrar að hafa meira val um vistun fyrir börn sín eftir að fæðingarorlofi sleppir. Útskýrðu þetta nánar? „Ég er sannfærð um að næsta stóra breytingin í íslenskum stjórn- málum getur falist í því að tryggja aukið val íbúa. Þetta hefur tekist á vettvangi ríkisvaldsins, en ekki eins vel á vettvangi margra sveit- arstjórna. Ég held að þarna séu stærstu sóknarfærin í íslenskum stjórnmálum í dag. Mig langar að tryggja að þessi sóknarfæri verði nýtt í Reykjavík og að íbúar hér fái aukið val á öllum sviðum. Ég lít þannig á að sveitarfélagið eigi að skoða alla þá þjónustu sem veitt er, alla þá málaflokka sem unnið er að og spyrja: Erum við að tryggja fólki val? Erum við að gefa fólki tækifæri til að fara eigin leiðir og hafa þannig áhrif á sitt nánasta umhverfi, að- stæður barnanna sinna og annað sem mestu máli skiptir? Því miður er það svo í Reykjavík að í alltof mörgum tilvikum verðum við að svara slíkum spurningum neitandi. Einn af þeim málaflokkum sem ég hef talið sérstaklega mikilvægan í þessu samhengi eru málefni leik- skólabarna. Staðan er þannig nú að foreldrar hafa sameiginlega tök á því að verja næstum öllu fyrsta árinu með nýfæddu barni sínu. Eftir þann tíma taka hins vegar hvorki við örugg eða fjölbreytt vistunarúrræði, enda börn ekki að jafnaði að komast inn á leikskóla í Reykjavík fyrr en við 2 ára aldur. Fyrir þann tíma er fólk yfirleitt að nýta sér dagforeldra en vegna þess hversu mjög hefur verið þrengt að stöðu þeirra hér í Reykjavík eru þeir nú helmingi færri en þeir voru árið 2000, sem veldur því að margir ná illa að brúa þetta bil. Þetta þarf að leysa til að foreldrar séu ekki á stöðugum hlaupum með börnin sín á milli staða og stofnana. Ákveðinn stuðningur tryggður hverju barni Ég er sannfærð um að við getum leyst þetta með auknu vali. Ég sé hlut sveitarfélagsins þannig að um leið og fæðingarorlofi for- eldra ljúki sé ákveðinn stuðningur tryggður hverju því barni sem sækja þarf þessa þjónustu. Það er síðan foreldranna að velja hvort þau vilja nýta þann stuðning til að sækja vistun fyrir barn sitt í borgarrekinn leikskóla, einkarekinn leikskóla eða til dagforeldra. Hugsanlega myndu einhverjir kjósa að hafa börn sín lengur en nú tíðkast hjá dagfor- eldrum, en aðrir myndu kjósa að börnin færu fyrr í leikskóla. Mín skoðun er sú að borgin eigi ekki að taka afstöðu til þessara úrræða, miklu frekar að treysta foreldrum til þess en tryggja það umhverfi sem nauðsynlegt er að skapa fyrir allra yngstu börnin.“ Borgarstjóri kynnti fyrir nokkru hugmyndir um gjaldfrjálsan leik- skóla í áföngum og sjálfstæðismenn hafa m.a. gagnrýnt það hvernig staðið skuli að því. Hver er þín af- staða til þessara hugmynda? „Auðvitað getum við öll verið sammála um að leita stöðugt leiða til að lækka gjöld á íbúa borgarinnar. Það sem ég hef gagnrýnt í umrædd- um tillögum og er einkennandi fyrir meirihlutann í Reykjavík er að þetta fyrirheit um gjaldfrjálsa leikskóla er í raun lítið annað en orð á blaði. Það er mikilvægt að fólk átti sig á því að ,,gjaldfrelsið“ þýðir bara að í staðinn fyrir að fólk greiði gjöldin beint þá eru þau greidd í gegnum skattana. Stóra blekkingin hjá R-listanum er hins vegar sú að það verður engin lækkun næstu misserin og þar að auki mun fólk áfram greiða ákveð- inn hluta leikskólagjaldanna, svo sem matarkostnaðinn. Þegar vinnu- brögðin eru þannig að menn slá fram svona framtíðarloforðum án nokkurra efnda í bráð er í raun mjög óljóst hvort mönnum er al- vara. Ef R-listanum er svona annt um gjaldfrelsi í leikskólum, af hverju ganga þau ekki til verksins meðan þau hafa til þess völd? Þetta er enn eitt dæmið um það að meiri- hlutinn í Reykjavík hefur ekki burði til annars en að tala um hlutina. Framkvæmdir eru einfaldlega of flóknar fyrir þennan hóp. Þau hafa kastað þessari ákvörðun til næsta kjörtímabils, en ég segi: R-listinn verður ekki við völd á næsta kjör- tímabili. Ef mönnum var svona annt um þessi mál þá áttu þeir auðvitað að fara í það strax. Brýnasta verkefnið í leikskól- unum nú er að ekki séu biðlistar eft- ir leikskólaplássum, líkt og er of víða og að börn komist fyrr inn á leik- skóla en við tveggja ára aldur líkt og nú er miðað við. Einnig skiptir miklu máli að fá inn fleira af fag- lærðum leikskólakennurum til starfa og treysta kjör þeirra sem vinna þessi mikilvægu störf til að auka almennt samfellu og gæði þessarar mikilvægu þjónustu. Ég held að þetta sé það sem skipti flesta foreldra mestu máli núna.“ Þú hefur lýst því yfir að einka- skólar eigi að fá sama stuðning frá borginni og opinberir skólar. Á sama tíma innheimta einkaskólar skólagjöld og því er spurningin þessi: Skapar það ekki ákveðinn að- stöðumun gagnvart þeim sem hafa ekki efni á að nýta sér þessa þjón- ustu? „Ein ástæða þess að sjálfstæðir skólar og einkaskólar innheimta skólagjöld er sú að R-listinn hefur haft þessa skóla í svelti, þótt skiln- ingurinn og stuðningurinn við þá hafi aukist nokkuð á allra síðustu ár- um. Með því að tryggja að hverju barni fylgi sama fjárhæð frá sveitar- félaginu til grunnskólanámsins þá eiga slíkir skólar ekki endilega að þurfa að innheimta skólagjöld. Mál- ið snýst um stuðning borgarinnar við börnin sjálf og öll börn eiga sama rétt hvaða skóla sem þau kjósa. Stefna R-listans felst í því að þau börn sem sækja nám í sjálfstæðum eða einkareknum skólum skuli fá minna frá borginni en önnur börn. Og ég segi: Það er misrétti. Þar ligg- ur rótin að misréttinu, að borgaryf- irvöld telja sig einhvern veginn þess umkomin að ákveða hvaða skóla þú átt að velja fyrir barnið þitt. Mín skoðun er sú að borgin eigi að styrkja öll grunnskólabörn með sama hætti. Það kostar svo og svo mikið að hafa barn í grunnskóla. Það er þekkt stærð og því segi ég: tökum meðalkostnaðinn af því og greiðum það með öllum börnum, alveg sama hvort þú ákveður að senda barn þitt í hverfisskólann þinn, sem flestir gera og munu áfram gera. Eða hvort þú velur að senda það í skóla í öðru hverfi, af því að það henti barninu þínu betur, eða að þú ákveðir að senda það í sjálfstæðan skóla.“ Viltu beita þér fyrir því að einka- reknum skólum í borginni fjölgi? Aðalmálið er fjölbreytni og framþróun þannig að hvert barn finni skóla við hæfi og fái góða þjón- ustu. Ég myndi gjarnan vilja sjá að sjálfstæðum og einkareknum skól- um fjölgaði í samræmi við val og óskir barna og foreldra. Borgin er að sinna þessu þannig í dag að það er á mörkum þess að það sé búið að kæfa allt einkaframtak í skóla- málum. Það er vont að mínu mati. Einkaskólar eru ekkert markmið í sjálfu sér, en góð menntun barna er það og ég er sannfærð um að fjöl- breytni í skólastarfi sé til þess fallin að búa til betri menntun fyrir börnin okkar.“ Þú hefur líka talað fyrir hugmynd um valfrelsi fólks á öðrum sviðum? „Já, því þegar ég tala um valfrelsi á ég við að það eigi að gilda á öllum sviðum þar sem því verður við kom- ið. Í skipulagsmálum á fólk is að hafa miklu meira val e hefur í dag. Borgaryfirvöld tryggja nægt framboð lóða tryggja fólki val á milli fjölb hverfa og fjölbreyttra húsa Það hefur ekki verið gert í R vík, þar sem alltof lítið hefu byggt og þar sem þó hefur v byggt er lítil fjölbreytni í hú um, eða um 70-80% fjölbýli hverfum. Fólk vill líka búa í sérbý Þannig hefur verið staðið um í Reykjavík vegna þess hentar einhverri stefnu sem inn fylgir um uppboð lóða, þ ar verktökum af því að þeir fyrir hverja lóð en það hent endilega íbúum. Allar kann að fólk vill hafa miklu meira varðandi búsetu og húnsæð meirihluti Reykvíkinga hef sagt í könnunum að þeir vilj sérbýli. Þeim vilja hafa bor irvöld hins vegar svarað og þetta séu bara óskir og lang sem séu ekki endilega í sam raunverulega getu. Ég get að með þessu sé verið að tak vilja eða vali íbúa. Hvað varðar samgöngum mætti spyrja sömu spurnin um það hvort við séum að tr fólki nægilegt val. Svarið þa einnig nei, einfaldlega vegn borgaryfirvöld hafa kosið a nauðsynlegar umbætur í um sem gera það að verkum að til dæmis orðið mjög erfitt a ast leiðar sinnar á einkabíl í vík. Sama á við um marga aðr flokka, eins og þjónustu við borgara, sem öll er mjög m fyrirframgefnum hugmynd það hvernig fólk á þessum a lifa. Þetta, sem er talin LEI fyrir alla, er hins vegar ekk lega leið sem hentar öllum. hverju mega eldri borgarar hafa fjölbreytt val um ólíka Fólk á að hafa Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfullt hlutverki fyrir flokkinn í kosningum til b Kristján Geir Pétursson ræddi við Hönn Hanna Birna Kristjánsdót FORSETAKJÖR Í ÍRAN Fjölmiðlar á Vesturlöndumdraga gjarnan upp staðlaðamynd af stjórnmálaátökum í öðrum heimsálfum, sem byggist á misjafnlega mikilli eða lítilli þekk- ingu á stöðu mála í viðkomandi löndum. Forsetakosningarnar í Ír- an sl. föstudag eru skýrt dæmi um þetta. Einum frambjóðanda þar hafði verið lýst sem „harðlínu- manni“. Hann heitir Mahmoud Ahmadinejad og hefur verið borg- arstjóri í Teheran, sonur járnsmiðs. Öðrum frambjóðanda hefur verið lýst sem frambjóðanda „umbótaafla“. Það var Akbar Hashemi Rafsanjani, sem lengi hef- ur komið við sögu stjórnmála í Ír- an. Fjölmiðlum á Vesturlöndum kom á óvart, að Mahmoud Ahmadinejad skyldi vinna stórsigur í forseta- kosningunum og í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því, að hætta væri talin á að sigur hans mundi hafa neikvæð áhrif á samskipti Írans og Vesturlanda. Skýringin, sem gefin er á sigri „harðlínumannsins“ er athyglis- verð. Meginþorri fólks í Íran er fá- tækt fólk, þótt landið byggist á gömlum grunni, sterkri menningar- hefð og merkri sögu og þar sé til staðar hópur vel menntaðs ungs fólks. Hinn nýkjörni forseti Írans lofaði kjósendum því, að hann mundi nýta olíuauð Írans í þágu fátæka fólks- ins. Helzti andstæðingur hans til- heyrir yfirstéttinni í landinu. Þegar maðurinn, sem lofaði al- menningi í Íran því, að hann mundi láta olíuauðinn ganga til fátæka fólksins er kosinn forseti segir tals- maður Bandaríkjastjórnar að úr- slitin sýni að Íran sé ekki í takt við „vinda frelsis og frjálsræðis“. Olían er auðlind Írana. Fiskurinn er okkar auðlind. Þeir sem vilja að olíuauðurinn gangi til fólksins í Ír- an en ekki fámennrar yfirstéttar eru að berjast fyrir sömu sjónar- miðum og þeir, sem töldu eðlilegt að almenningur á Íslandi fengi ein- hverjar greiðslur fyrir nýtingu fá- menns hóps á helztu auðlind okkar Íslendinga á fiskimiðunum. Ríkisstjórnin í Washington er á röngu róli og í því sambandi er rétt að minna á orð George W. Bush for- seta þegar hann var settur í emb- ætti öðru sinni í janúar: „Og þegar sál þjóðar tekur loks til máls má vera að þær stofnanir, sem komi fram, beri vitni venjum og siðum gjörólíkum okkar eigin. Bandaríkin munu ekki þröngva sínum stjórn- arháttum á þá, sem ekki vilja. Okk- ar markmið er þess í stað að hjálpa öðrum að finna sína eigin rödd, öðl- ast sitt eigið frelsi og finna sína eigin leið.“ Það er ekki hægt að líta á öll mál í löndum múslíma út frá því, hvort menn eru harðlínumenn í trúmálum eða ekki. Þar eru auðvitað fleiri mál á dagskrá eins og í öllum öðrum löndum. Almenningur í Íran hefur orðið að þola það í langan tíma eins og fólk í öðrum olíuríkum ríkjum að arðurinn af auðlindunum gangi til fámennrar yfirstéttar, hvort sem það var keisarafjölskyldan í eina tíð eða sú yfirstétt, sem hefur orðið til í Íran í skjóli klerkavaldsins þar. Í öllum þessum ríkjum er mikilvægt að pólitískar umbætur verði, sem leiði til þess að fólkið í þessum löndum njóti góðs af auðlindum sín- um en ekki bara fámenn yfirstétt, keisarar og kóngar og erlend auð- félög, sem alltaf eru á næsta leiti. Það er tímabært að horfa á stjórnmálaþróunina í þessum lönd- um frá öðru sjónarhorni en við höf- um vanizt og það á m.a. við um for- setakosningarnar í Íran. AÐ HAFA TRÚ Á FÓLKI Úrræðum fyrir þá, sem eru meðgeðsjúkdóma, hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Það er ekki síst fyrir tilverknað klúbbs- ins Geysis, sem var stofnaður fyrir átta árum og telur nú rúmleg 200 félaga. Anna Sigríður Valdemars- dóttir var frumkvöðull þess að klúbburinn var stofnaður. Hún lýs- ir starfseminni í viðtali, sem birtist við hana í Morgunblaðinu í gær í tilefni af því að hún lætur senn af starfi framkvæmdastjóra Geysis: „Fólkið sem kemur hingað fær hlutverk, er ekki sjúklingar heldur félagar.“ Lykilatriði í starfseminni er aðstoð við félaga í atvinnumál- um: „Fólk sem hefur glímt við geð- sjúkdóma er gjarnan búið að ein- angra sig í langan tíma, hefur ekki sinnt vinnu og er í litlum sam- skiptum við aðra. Því reynist oft mjög erfitt að hefja virka þátttöku í samfélaginu á nýjan leik og þess vegna er mjög mikilvægt að finna fyrir stuðningi og öryggi í byrjun. Úrræðin sem við bjóðum upp á eru þríþætt: atvinna með stuðningi, sjálfstæð ráðning og ráðning til reynslu.“ Síðasttaldi þátturinn hef- ur sennilega skipt mestum sköpum í lífi þeirra, sem eru að hefja virka þátttöku í þjóðfélaginu að nýju. Klúbburinn Geysir hefur gert sam- komulag við atvinnurekendur um tímabundin hlutastörf, sem þau ráða yfir og bera ábyrgð á. Í Morg- unblaðinu í gær er rætt við Þórunni Helgu Garðarsdóttur, sem nú er á samningi, sem byggist á ráðningu til reynslu, og vinnur hjá Hagkaup- um. „Geysir hefur gert kraftaverk fyrir mig og ég vona að þessi frá- sögn mín geti orðið fleirum hvatn- ing til að leita til klúbbsins,“ segir hún. Anna Sigríður Valdemarsdóttir segir að fordómar gagnvart geð- sjúkdómum hafi minnkað mikið í samfélaginu og bætir við. „Það er meðal annars að þakka starfsemi Klúbbsins Geysis. En fordómarnir eru ekki horfnir og það þarf að halda áfram að vinna gegn þeim. Geðsjúkdómar eru nógu erfiðir við- ureignar þótt ekki bætist ofan á múrar og sleggjudómar samfélag- ins. Það þarf því að ýta undir og efla starfsemi félaga og samtaka á borð við Klúbbinn Geysi. „Það er mikilvægt að hafa trú á fólki,“ segir Anna og það eru orð að sönnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.