Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 29 DAGBÓK Það er mikil ánægja að fá KristínuJóhannesdóttur sem skólameistaraKvikmyndaskóla Íslands,“ segir Böðv-ar Bjarki Pétursson, formaður stjórnar skólans. „Kristín er bæði einn af virtustu kvik- myndaleikstjórum okkar og þá höfum við afar góða reynslu af henni sem kennara hér við skól- ann og hún hefur alltaf náð sérstaklega vel til nemenda.“ Kristín tekur við af Guðmundi Bjart- marssyni, sem gegnt hefur starfi skólameistara síðastliðin tvö ár, en hann mun starfa áfram við skólann og hefur yfirumsjón með kennslu í kvik- myndatöku. Eftir Kristínu Jóhannesdóttur liggja margvís- leg verk á sviði kvikmyndagerðar, sjónvarps og leikhúss. Meðal annars hefur hún leikstýrt kvik- myndunum Á hjara veraldar, sem gerð var árið 1983, og Svo á jörðu sem á himni, frá árinu 1992. Kristín er menntuð í kvikmyndafræðum frá háskólanum í Montpellier og í kvikmynda- leikstjórn frá Conservatoire Libre du Cinema í París. En upp á hvað skyldi Kvikmyndaskóli Íslands bjóða í dag? Böðvar Bjarki veit allt um það. „Skólinn býður upp á tveggja ára nám í kvik- myndagerð og starfar með viðurkenningu menntamálaráðuneytisins,“ segir hann og bætir við: „Í boði eru fjórar námsbrautir, kvikmynda- braut, handritabraut, hönnunarbraut og leiklist- arbraut og er einingafjöldi á hverri braut að meðaltali 70. Einingar fást metnar inn á kjör- svið brauta til stúdentsprófs í flestum fjöl- brautaskólum. Vert er að taka fram að nem- endur verða að hafa lokið 30 einingum í framhaldsskóla til að fá inngöngu í Kvikmynda- skóla Íslands. Hvað varðar markmið skólans þá er það að þjónusta hinn ört vaxandi kvikmynda- og sjón- varpsiðnað hér á landi með því að bjóða upp á öflugt fagnám á öllum sviðum kvikmyndagerðar. Kvikmyndaskólinn býður einnig upp á marg- vísleg símenntunarnámskeið fyrir atvinnulífið og fræðslunámskeið fyrir almenning.“ Þess má geta að nú stunda 44 nemendur nám við skólann á kvikmyndabraut. En hvernig skyldu starfsmöguleikar þeirra sem stunda nám í kvikmyndagerð hér á landi vera að afloknu námi og er ekki dýrt að halda úti þessu námi – bæði það að reka skólann og stunda námið? „Þetta er eitthvert dýrasta og flóknasta nám sem hægt er að setja á stofn og kvikmyndagerð er „töff“ fag; það er mikil sam- keppni um öll störf en þannig þarf það að vera svo útkoman verði sem best og að árangur náist. Atvinnumöguleikarnar eru alltaf aukast hér á landi og greinin hérlendis án alls vafa á upp- leið,“ segir Böðvar Bjarki Pétursson. Upplýs- ingar um Kvikmyndaskóla Íslands má finna á heimasíðunni kvikmyndaskoli.is. Kvikmyndaskóli Íslands | Boðið er upp á fjórar námsbrautir Atvinnumöguleikarnir að aukast  Böðvar Bjarki Pét- ursson er formaður stjórnar Kvikmynda- skóla Íslands. Hann var forstöðumaður Kvik- myndasafns Íslands á árunum 1994–2000. Böðvar er menntaður tæknimaður en hann hefur lengi lagt stund á kvikmyndagerð og eftir hann liggja margar myndir, og þá sér- staklega í heimildarmyndageiranum. Böðvar er fæddur árið 1962 og er búsettur í Kópavogi en ættaður úr Dölunum. Hann er kvæntur Ingu Rut Sigurðardóttur, kennara, og eiga þau tvö börn. Ekki gert ráð fyrir gangandi? ÉG vil kvarta undan framkvæmdum við Miklubraut og Kringlumýr- arbraut en ég bý í nágrenni Kringlu- mýrarbrautar. Er ég ósátt við hvern- ig komið er fram við gangandi vegfarendur. Settar voru upp fínar gangbrautir við gatnamótin en nú er verið að breikka götuna og síðast af öllu er farið að laga gangbrautirnar. Það er þvílíkt puð að komast þarna yfir og einn morguninn datt ég því að þarna eru grjóthnullungar og illfært fyrir gangandi. Fólk hefur verið ráð- villt þarna og átt erfitt með að kom- ast yfir. Ég spyr: Er ekki gert ráð fyrir gangandi fólki? Eiga allir að vera á bílum? Eigum við ekki sama rétt og bílar? Þessar framkvæmdir hafa staðið yfir í margar vikur með til- heyrandi holum og grjóti og ekkert gert til að auðvelda fólki aðgönguna. Nú er búið að setja grindverk milli akbrautanna og hvergi hægt að kom- ast yfir nema á gangbrautum. Ég er mjög óánægð og mun ekki kjósa R- listann í næstu borgarstjórnarkosn- ingum. Eins vil ég nefna að það var sett á lokun á Bólstaðarhlíðinni vegna skól- anna, lokað var með kerum en menn ýta þeim bara frá og keyra svo á gangstéttunum. Ég hringdi í gatnagerðina til að kvarta en þar var hlustað á mann með hangandi hendi og eins og mað- ur væri einhver asni. Óánægður íbúi. Mjög góð þjónusta ÉG var að ferðast í kringum Ísland og mikið lifandi var ég ánægð með alla þjónustu. Allt ungt og menntað fólk á hótelunum svo glatt og bros- andi. Ég fékk alls staðar góðan mat og snyrtilegar vistarverur. Best var á Skriðuklaustri, allt húsið til fyr- irmyndar og vel um þetta hugsað og besti maturinn var þar. Unga fólkið jákvætt og glatt og gott. Þetta eru mikil umskipti frá því ég fór síðast um landið. Edduhótelin á Egils- stöðum og Akureyri voru bæði mjög góð. Ég hef aldrei fengið jafngóða þjónustu og núna. Sjöfn. Herfileg mistök VIÐ höfum verið vinkonur frá barn- æsku og erum nú hátt á níræðisaldri, önnur býr í Vesturbæ og hin í Aust- urbæ. Önnur okkar lærbrotnaði í fyrra og á bágt með gang, hin er af- leit í baki. Við höfum getað heimsótt hvor aðra meðan gamla, góða, öldr- unarvæna strætókerfið var við lýði. Nú er í einu vetfangi búið að fjar- lægja biðskýlin í götunni og okkur allar bjargir bannaðar. Matarinn- kaup og læknisheimsóknir útilokaðar nema í leigubíl. Er borgin ekki að gera herfileg mistök með því að ráðast þannig að öldruðum? Verður þetta nokkur sparnaður þegar þannig er búið að binda enda á sjálfsbjargarmöguleika gamals fólks? Er ekki alltaf verið að tala um að búa vel að öldruðum svo að þeir geti sem lengst séð sér fjarborða sjálfir? Að svipta okkur möguleika á að kom- ast ferða okkar er heimskuleg ráð- stöfun sem hlýtur að koma borginni í koll. Vill ekki Félag eldri borgara beita sér fyrir því að fyrri stoppi- stöðvar verði strax settar á sinn stað? Nú er þörf á að þetta félag, sem oft beitir sér af hörku gegn ríkisvaldinu fyrir hagsmunum okkar, taki þetta mál upp af þunga gegn borgaryf- irvöldum. 2 aldurhnignar. Gullkross týndist GULLKROSS týndist við Garðatorg eða Spron í Hafnarfirði föstudaginn 12. ágúst sl. Skilvís finnandi hafi samband í síma 898 5187. Fund- arlaun. Óánægður með strætó ÉG vil kvarta undan strætis- vagnakerfinu. Ég bý í Breiðholti og til að komast niður að gamla Sjón- varpshúsinu við Laugaveg verð ég að ferðast vítt og breitt um höfuðborg- arsvæðið. Ég var áður rétt rúmlega 1 klst. að sinna mínum erindum en nú tekur það á 3 klukkutíma. Ég er ekki ánægður með þetta. Kolbeinn. Lyklakippa týndist í miðbænum BLÁ Puma-lyklakippa með hús- lyklum og bíllyklum týndist í miðbæ Reykjavíkur sl. laugardagsnótt. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 847 7674. Kettlingar fást gefins TVEIR fresskettlingar fást gefins. Þeir eru 10 vikna og er annar svartur og hinn er svartur og hvítur. Kassa- vanir og skemmtilegir kettlingar. Upplýsingar í síma 891 6866. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Gullbrúðkaup | Í dag, 17. ágúst, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Krist- inn Guðmundsson og Unnur Gutt- ormsdóttir, til heimilis að Þvottá í Álftafirði. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 80 ÁRA afmæli. Í gær, 16. ágúst,varð áttræður Óskar Sig- urjónsson, Hvolsvelli, fyrrverandi sér- leyfishafi og stofnandi Austurleiðar hf. Hann og kona hans, Sigríður Hall- dórsdóttir, voru að heiman á afmæl- isdaginn. Hlutavelta | Viktoría Karen færði Rauða krossi Íslands peningagjöf að upphæð kr. 650 til styrktar bág- stöddum í Afríku. Morgunblaðið/ÞÖK Borgartúni 28 • símar 520 7901 & 520 7900 Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! ARTISAN 5 gerðir - 7 litir stærri skál, hveitibraut fylgir Yfir 60 ára frábær reynsla Leitum að; 3ja – 4ra herbergja íbúð í hverfi 201, Smár- ar/Lindir, Kópavogi, fyrir ákveðinn kaupanda. Hraðar greiðslur fyrir réttu eignina. Heimili fyrir þig - alhliða eignaumsýsla sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Allar nánari upplýsingar veitir Bogi Pétursson, löggiltur fasteignasali, á skrifstofu Heimilis eða í síma 699 3444. Aflagrandi Rekagrandi Bogi Pétursson, lögg. fasteignasali. Vönduð björt og nýleg 123 fm 4ra herbergja endaíbúð með sér- inngangi. Íbúðin er á 3. hæð og frá suðvestursvölum er mikið út- sýni. Stórar og bjartar stofur, vandaðar innréttingar og gólfefni. Þvottahús er innan íbúðarinnar. Laus fljótlega. V. 31,8 m. Góð björt 53 fm 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í rólegu barnvænu hverfi. Afgirtur sérgarður og sam- eiginlegur stór garður með leik- tækjum. Stæði í bílskýli. Örstutt í leik- og grunnskóla. Íbúðin er laus fljótlega. V. 14,9 m. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Ritið Hagþenkir Í grein um Grunnavíkur-Jón, sem birtist í blaðinu í gær, var ranglega farið með heiti á riti sem Góðvinir Grunnavíkur-Jóns gáfu út. Ritið heitir Hagþenkir. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. Gunnhildur Einarsdóttir Rangt var farið með nafn Gunn- hildar Einarsdóttur hörpuleikara í tónlistardómi í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á því. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.