Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 31 Atvinnuauglýsingar Nýr leikskóli í fögru umhverfi í Grafarholti Menntasvið Reykjavíkurborgar opnar þriggja deilda leikskóla við Gvendargeisla 13 í Grafarholti í haust. Megináherslur í starfi leikskólans, samhliða daglegu lífi, leik og námssviðum aðalnámsskrár verður lífsleikninám með áherslu á sjálfshjálp barna, dyggðir, jógaleiki og slökun. Unnið verður með aðferðum sem draga úr steitu og hraða í umhverfinu. Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar. Aðstoðarleikskólastjóri og deildarstjórar Menntunar- og hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun Hæfni og reynsla í stjórnun Sjálfstæð vinnubrögð Færni í mannlegum samskiptum Skipulagshæfileikar, frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi Menntasvið Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík, sími: 411 7000, menntasvid@reykjavik.is Nánari upplýsingar um störfin veita Auður Jónsdóttir og Guðný E. Ingadóttir mannauðsráðgjafar á Menntasviði Reykjavíkur- borgar í síma 411 7000. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Lausar stöður eru birtar á heimasíðunni www.leikskolar.is. Menntasvið Reykjavíkur sér um ráðningar í grunn- og leikskólum borgarinnar. Yfirmaður í eldhúsi Leitað er eftir starfsmanni með menntun á sviði matreiðslu og/eða reynslu. Viðkomandi þarf að sjá um rekstur eldhúss í samráði við leikskólastjóra, og hafa góða þekkingu á næringarfræði. Upplýsingar veitir Sigurlaug Einarsdóttir, leikskólastjóri í síma 899-0329. Umsóknarfrestur er til 22. ágúst. Spennandi stjórnunarstörf Lausar eru til umsóknar stöður aðstoðarleikskólastjóra í leikskólum Reykjavíkurborgar Foldakot, Logafold 18. Upplýsingar veitir Guðrún Sólveig Vignisdóttir leikskólastjóri í síma 587-3077. Lækjaborg v/Leirulæk. Upplýsingar veitir Svala Ingvarsdóttir leikskólastjóri í síma 568-6351. Ægisborg, Ægisíðu 104. Upplýsingar veitir Kristjana Thorarensen leikskólastjóri í síma 551-4810. Leitað er að umsækjendum sem eru með: Leikskólakennaramenntun Hæfni og reynslu í stjórnun Sjálfstæð vinnubrögð Færni í mannlegum samskiptum Skipulagshæfileika, frumkvæði, áhuga og metnað í starfi Menntasvið Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík, sími: 411 7000, menntasvid@reykjavik.is Nánari upplýsingar um störfin veita Auður Jónsdóttir og Guðný E. Ingadóttir mannauðsráðgjafar á Menntasviði Reykjavíkur- borgar í síma 411 7000. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Lausar stöður eru birtar á heimasíðunni www.leikskolar.is. Menntasvið Reykjavíkur sér um ráðningar í grunn- og leikskólum borgarinnar. Varmalandsskóli í Borgarfirði Kennari Varmalandsskóli auglýsir eftir kennara til starfa við skólann. Um er að ræða kennslu og umsjón í 1. bekk. Líttu inn á heimasíðu skólans, www.varma- land.is. Þar finnur þú ýmsar góðar og gagnleg- ar upplýsingar um skólann og skólastarfið. Upplýsingar gefur Flemming Jessen, sími 430 1502/435 0170/840 1520 eða á netfanginu fjessen@varmaland.is. Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði í Borgarnesi Skrifstofuhúsnæði á besta stað í Borgarnesi! Til leigu er 170 m2 skrifstofuhúsnæði á 2. hæð í Hyrnutorgi, Borgarbraut 58-60, Borgarnesi. Um er að ræða aðstöðu fyrir 6-8 starfsmenn auk fundastofu og geymslu. Mögulegt er að skipta húsnæðinu upp í tvo hluta. Iðnaðar- eða verslunarhús Borgarbraut 55. Um er að ræða húsnæði sem hentar undir létt- an iðnað eða verslun- og þjónustu. Stærð 210 fm. Nánari upplýsingar gefur Guðsteinn í síma 660 8240 eða á netfanginu gein@kb.is Kaupfélag Borgfirðinga svf. Styrkir Gigtarfélag Íslands Styrktar- og minningarsjóður Þorbjargar Björnsdóttur Stjórn styrktar- og minningarsjóðs Þorbjargar Björnsdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum í ár. Tilgangur sjóðsins er að styrkja gigtsjúka, einkum ungt fólk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Gigtarfélags Íslands, Ármúla 5, 108 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 1. september nk. Styrkúthlutun verður um miðjan október nk. Gigtarfélag Íslands. Tilkynningar Auglýsing um starfsleyfistillögu fyrir Íslenska gámafélagið, Reykjavík Í samræmi við 6. gr. í I. kafla laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, liggur starfsleyfistillaga fyrir spilliefnamóttöku Íslenska gámafélagsins ehf. við Gufunesveg, Reykjavík, frammi til kynningar á afgreiðslu- tíma í borgarskrifstofum í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík, á tímabilinu frá 17. ágúst til 12. október 2005. Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillög- urnar skulu hafa borist Umhverfisstofnun fyrir 12. október 2005. Einnig má nálgast starfsleyf- istillögurnar á heimasíðu Umhverfisstofnunar, http://www.ust.is/ Umhverfisstofnun, stjórnsýslusvið. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Auglýsing um starfsleyfistillögu fyrir Hringrás ehf., Reykjavík Í samræmi við 6. gr. í I. kafla laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, liggur starfsleyfistillaga fyrir spilliefnamóttöku Hring- rásar ehf., Klettagörðum 9, 104 Reykjavík, frammi til kynningar á afgreiðslutíma í borgar- skrifstofum í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík, á tímabilinu frá 17. ágúst til 12. október 2005. Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillög- urnar skulu hafa borist Umhverfisstofnun fyrir 12. október 2005. Einnig má nálgast starfsleyf- istillögurnar á heimasíðu Umhverfisstofnunar, http://www.ust.is/ Umhverfisstofnun, stjórnsýslusvið. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Félagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Heilun/sjálfsupp- bygging  Hugleiðsla.  Fræðsla. Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Upplýsingar í síma 553 8260 og 663 7569. Raðauglýsingar sími 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.