Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.10.2005, Blaðsíða 37
Á líkkistunni er mynd af Jóni Sæmundi sjálfum, en á veggnum fyrir ofan hangir málverk eftir hann. MYNDLISTARMAÐURINN Jón Sæmundur opnaði innsetninguna „Ferðalok“ í sýningarrýminu Suð- suðvestri í Reykjanesbæ á laug- ardaginn. Þetta er þriðja einkasýn- ing hans á árinu, en í júní hélt hann sýninguna „Hvítir hrafnar“ í Gall- erýi Sævars Karls og í ágúst sýndi hann silkiþrykksmálverk á Næsta bar við Ingólfsstræti. Með „Ferðalokum“ býður Jón Sæmundur áhorfendum að skyggn- ast inn í hans eigin draumfarir. Dauðinn kemur mikið við sögu í sýningunni, en það hefur hann áður gert hjá listamanninum. Ferðalok Jóns Sæmundar Ljósmynd/Víkurfréttir Jón Sæmundur með tvíburabræðurna Einar Skugga og Björn Storm. Í hugarheimi Jóns Sæmundar leyn- ast líkkistur í óvenjulegum litum. Það er vel við hæfi að á sýningunni sé mynd af sofandi manneskju þar sem innsetningin tengist öll draumum. Nokkur fjöldi var á opnun sýning- arinnar og meðal þeirra voru Dagný Gísladóttir, Íris Eggerts- dóttir og Sveindís Valdimarsdóttir. www.sudsudvestur.is Sýnir verk og tekur við heiðursverðlaunum ÍRANSKI kvikmyndaleikstjórinn Abbas Kiarostami var á laugardaginn viðstaddur opnun 512 kílóa ljósmyndasýningar sinnar „The Roads of Kiarostami“ í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls. Nýjasta kvikmyndaverk Kiar- ostamis, stuttmyndin „The Roads“, var einnig Evrópufrum- sýnd á opnuninni, en verkin eru unnin í sambandi við þemað „vegir“. Kiarostami er hér á landi í boði Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík. Kiarostami er af mörgum talinn einn merkasti kvikmynda- leikstjóri samtímans og hefur hann hlotið fjölda verðlauna á ferli sínum, meðal annars Gullpálmann í Cannes fyrir mynd sína „Keimur af kirsuberjum“. Ljósmyndasýningin er liður í Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hófst á fimmtudaginn og stendur til 9. októ- ber. Alls verða 58 myndir sýndar á hátíðinni og meðal þeirra eru eldri verk Kiarostamis. Fær heiðursverðlaun á Bessastöðum Á ljósmyndasýningunni eru tæplega sextíu myndir, en hún tilheyrir kvikmyndasafninu í Torino og hefur verið á ferða- lagi um heiminn í nokkurn tíma. Hún var nýlega í The Al- bert Museum í London, en hefur einnig ferðast til Sao Paolo, Vín og fleiri borga. Hún er nú í fyrsta skipti sett upp á Norðurlöndunum og mun standa í Orkuveitunni til 28. októ- ber. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, mun í dag veita Kiarostami heiðursverðlaun á Bessastöðum fyrir fram- lag hans til kvikmyndalistarinnar og dagskrá Háskólabíós og Tjarnarbíós verður tileinkuð verkum hans í kvöld. Þá heldur Kiarostami námskeið í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, þar sem hann miðlar af reynslu sinni af kvikmyndagerð. Skrán- ing fer fram á heimasíðu hátíðarinnar, www.filmfest.is og í síma 552-2555. Abbas Kiarostami var við opnun sýningar sinnar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík Morgunblaðið/Árni Sæberg Gerður Kærnested og Ása Baldursdóttir brostu blítt.Hrönn Marinósdóttir og Abbas Kiarostami. Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Þröstur Helgason, Anna dóttir hans, og Thor Vilhjálmsson. og “Bruce Almighty” KRINGLAN KEFLAVÍKAKUREYRISýningartímar sambíóunum ÁLFABAKKI VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri GOAL! kl. 6 - 8 - 10.15 VALIANT m/- Ísl tali kl. 6 40 YEAR OLD VIRGIN kl. 8 - 10.15 GOAL! kl. 8 THE CAVE kl. 8 GOAL kl. 5.30 - 8 - 10.30 THE CAVE kl. 10.30 B.i. 16 ára. VALIANT m/ Ísl tal. kl. 6 VALIANT m/ensku tali. kl. 8 CHARLIE AND THE... kl. 8 STRÁKARNIR... kl. 10 B.i. 14 ára. Erfi ðasta brellan er að fá þá til að staldra við. Frábær rómantísk gamanmynd sem steinliggur fyrir stefnumótið. Með þeim stórgóða John Cusack og hinni fallegu Diane Lane. Diane Lane John Cusack D.V. S.V. MBL kvikmyndir.is V.J.V. TOPP5.IS R.H.R. MÁLIÐ VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri  A.G. Blaðið GOAL! kl. 5.30 - 8 - 10.30 GOAL! VIP kl. 5.30 - 8 - 10.30 MUST LOVE DOGS kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 THE 40 YEAR OLD... kl. 5.30 - 8 - 10.30B.i. 14 ára. VALIANT m/Ísl tal. kl. 3.40 SKY HIGH kl. 3.45 - 6 CHARLIE AND ... kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 STRÁKARNIR OKKAR kl. 8 - 10.30 B.i. 16 ára. RACING STRIPES m/Ísl tal. kl. 3.30 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 2005 37

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.