Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.07.1976, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 05.07.1976, Blaðsíða 4
4 AAánudagsblaðið Mánudagur 5. júlí 1976 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON. Sími ritstjórnar: 1 34 96. — Auglýsingasími: 1 34 96. Verð í lausasölu kr. 150. — Askriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. KAKALI skrifar: í HREINSKILNI SAGT skakhorn Ekki þarf aö virða þessar stöður lengi fyrir sér til að sjá að mátið „liggur í loftinu". En til þess að „sjá“ mátið án þess áð virða stöðuna fyrir sér — í bókstaflegri merkingu — til þess þarf vissulega mikla meistara. Allar þessar skákir voru tefldar blindandi í fjölteflum. Najdorf-skákin er raunar ein af 45(1), sem hann tefldi samtímis í Sao Paulo árið 1947. Blindlingjamir hafa hvítt. I t 1 ; 1 * m t i: # T 1 í §§ m * s m mm % t',.. m ry; m ■ a P ð m ■ m i jm Nr. 1. Alekhin leikur einn leik, og svartur gafst upp. Wf* B : V* m. * * i n i ■Ai v,. ' ■ m ms. jm WM ÉH ■ tm m pp * M Sll C&z,- ■ ■ (§ff a a Nr. 2. Saemiach — hreinasta listaverk þótt mátstaðan sé klassísk. Nr. 3. Najdorf fyrirgefst, þó honum fipist — mátar 1 sjö leikj- um, þó að sex nægðu. ija. . m m ■ *! I H É i «4 * Nr. 4. Tartakover boðar mát — í hve mörgum leikjum? S V Ö R Nr. 1. 1. Dg6, gefið. Ef fxD; 2. Rxp skák, pxR; 3. Hh3 skák og mát. Nr. 2. 1. Rf6 skák, RxR. Ef 1 — pxR; 2. Dh6. Ef 1. — Kf8; 2. Hh8 skák; Ke7; 3. Rd5 tvískák Ke6; 4. Rf 4 mát;— 2. DxR, pxD; 3. Bxp, gefið. Nr. 3. 1. Hxh7, KxH; 2. Hhl skák, Kg8; 3. Hh8 skák, Kf7; Df6 skák, Ke8; 5. HxH skák, Kd7; 6. Dg7 skák, Bf7! DxB mát. (Fljótvirkara hefði verið ý. DxH skák, Kd7; Dxp mát). Nr. 4. 1. Df7 skák, RxD; 2. e6 skák, Dxp; 3. Rc5 skák, Kd8; 4. RxD skák, Kd7; 5. Rc5 skák, Kd8; Rb7 skák, Kd7; 7. Bh3 skák; f5; 8. Bxp mát. Margt er aðkallandi á ís- landi hvað snertir fram- kvæmdir. Eitt af því eru vegaframkvæmdir og þær hafa verið talsvert á döf- inni undanfarið. Ef á allt er litið þá er nauðsyn á fram- bærilegum vegum um land- ið staðreynd sem ekki verður umflúin. Undanfarin ár hefur talsvert gengið i þessum efnum en langt er í land til þess að þær fram- kvæmdir séu nokkuð ná- lægt því að vera nógar, eða sinna brýnustu þörfum okkar. Árlega eyðum við hundr- uðum milljóna i að gera upp og lagfæra þær mold- arbrautir sem kallaðar eru þjóðvegir um landið. Á fjár lögum er árlega kastað of- fjár í þessar framkvæmdir, geysileg vinna fer nálega til ónýtis, og frægar eru þær þúsundir auglýsinga í útvarpi að þessi og hinn vegurinn sé ófær vegna regns eða snjókomu um lengri eða skemmri tíma. Við þessu ástandi er hægt að gera á tiltölulega auð- veldan hátt, ef vilji er fyrir hendi en þó sérstaklega ef hið alkunna féleysi ekki hindraði allar framkvæmd- ir. Á sumrum, sérstaklega, er þetta þó bagalegt með tilliti til þess að þá nota menn mest farskjóta sína, bifreiðar, til ferðalaga um landið, og má heita ef tíð er ekki afburða góð, að illfært sé um aðalvegi landsins, jafnframt því að farartæki flest liggja undir skemmd- um vegna veganna. Milljónir á milljónir ofan eyðast vegna hinna vondu vega og mörg eru þau dauðaslysin, árekstrarnir og skemmdirnar sem bein- línis má rekja til þessa ó- fremdarástands. Tugmillj- ónum fyrir varahluti er eytt vegna viðgerða, peningar sem engum koma til góða nema verkstæðum þeim er viðgerðirnar annast. Jafn- vel nýir bílar verða eins illa úti og gamlir. Ekkert stendst hina hrjúfu vegi um ísland. Nokkrar tilraunir hafa þó gefið góðan árangur t.d. vegurinn austur að Selfossi og til Keflavíkur og vegar- spottar út úr borginni, eins og spottinn upp á Kjalar- nes sem er allgóður. En, engu að siður, er vegaástandið í heild, fyrir neðan allar hellur og ENGIN VON TIL ÚRBÓTA SÝNILEG EINS OG MÁL STANDA NÚ. Tilraunir með vegaspotta uppi á Kjalar- nesi gefa enga raun um að vegagerð megi flýta og gera ódýrari. Eins og fyrri daginn gefst þjóðinni ómetanlegt tæki- færi i sambandi við vegina einmitt nú þegar bílaumferð er að ná hástigi og á þeim tíma sem flest fyrirtæki Þjóðvegir og þjóðarstolt — Hundruð milljóna í súginn — Óhemju gjaldeyris- sparnaður — Þingmenn á villigötum — Kommar við sama heygarðs- hornið — Ótæmandi atvinnumögu- leikar — Sjálf- sögð fram- kvæmd loka vegna sumarleyfa. Til tals hefur komið að láta varnarliðið hjálpa til með vegagerð, kostnaðarlaust að mestu fyrir ríkissjóð, jafnframt því að um það fjölluðu sérfræðingar í vegagerð frá þvi landi sem einna lengs er komið í þeim efnum. Þetta gullna tækifæri hefur verið nokk- uð til umræðu í blöðum og verið tekið misjafnlega af mönnum í öllum flokkum. sumir hafa algjörlega for- dæmt þetta, aðrir tjáð sig hliðholla jafn sjálfsögðum framkvæmdum sem hér eru til umræðu. Rök gegn þessu eru hjá hinum fyrr- nefndu harla hjákátleg og minna óneitanlega á ís- lenska vændið sem hélt á- fram sinni iðju en NEITAÐI að taka gjald fyrir. Þeir for- dæma alla aðstoð á þeim forsendum að ÞJÓÐAR- STOLTIÐ banni íslend- ingum þátttöku í öllum slík- um framkvæmdum og allri hjálp þar að lútandi. Þetta er viðhorf kommúnista, landráð, og þeirra sömu manna sem veðsett hafa landið og þjóðina, margveð sett hana í skuldir vegna lána sem lítil eða engin von er um að við getum greitt. Þar hefur þjóðarstoltið ekki verið til umræðu, né hinn margumtalaði þjóðarsómi. Það er engin skömm að þiggja hjálp þegar sú stað- reynd blasir við, að við höf- um enga möguleika á að standa undir þeim útgjöld- um sem þetta þjóðþrifamál kostaði og framkvæmd þess. Við skömmumst okk- ar fyrir að þiggja jafn sjálf- sagða og nauðsynlega hjálp og þessa á sama tíma sem við erum betlandi eftir allskyns lánum og fyrir- greiðslu frá ýmsum þurfa- lingasjóðum sem ætlaðir” eru vanþróuðum þjóðum Asíu og Afríku. Jafnframt er sú alda uppi að fá hingað ferðamenn og sýna þeim landið. öll sú vinna sem skapast myndi um árabil við lagn- ingu þessara vega og þau tækifæri til reynslu, sem gefast mundu, eru ger- samlega hunsuð vegna ein- hvers þjóðarstolts og þeirr- ar óraunhæfu niðurstöðu sem borin er á borð undir yfirskyni þess. Það er ekk- ert tillit tekið til þeirra geysimiklu atvinnumögu- leika, sem yrðu beinn árangur af þessum fram- kvæmdum. Ekkert tillit tek- ið til þess óhemju gjald- eyris vegna innflutnings á varahlutum sem sparast mundi. Það er sárt að vita til þess að einstaklingar, inn- an þings og utan, skuli láta hafa sig í þá afstöðu að vera á móti jafn einföldum úrbótum og við nú höfum tækifæri til þess að auðn- ast. Að fá sæmilega vegi um landið er okkur ekki minna nauðsynjamál en margar af þeim fram- kvæmdum sem við stönd- um í á hreinu betli. Hér ræður ekki þjóðar- sómi heldur heimska og of- læti ef þessu máii er ekki hrint í framkvæmd hið snar- asta. V////////W//77/7/7?7///////////////////////////////7/7//////W////////;l77nw///s//;/7//777///7//77////s///v,

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.