Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.07.1976, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 05.07.1976, Blaðsíða 6
6 f-r>- ■ ; v. Mán''i<teai»r 5. i@lí 1I9S6 WÖTEL mTLEIÐIft VEITINGABÚÐ Góðar veitingar, liptir þjónusta, lágt verð. Opið frá kl. 05 til kl. 20 alla daga v Marlyn ærist . . Framhald. af 3. síðu. aftur í íbúðina — saima kvöld- ið og Alan Meek kom með ung- "frú Butterfield heim með' sér,- „Mér blöskraði þetta og allt fór í uppnám. Þessu lauk með ..Jrví að. Alíui lét hana Já fimm pund fyrir leiguibíl heim og svó háttaði ég hjá honum. Hann grét eins og barn í faðminum á mér og bað mig að fyrirgefa sér.“ Eg var vonblekkt. Sjúk á sál og sinni. Eg hafði alltaf haldið að maðurinn sem ég ætti eftir að giftast yrði mér algerlega trúr. Meðan samband okkar varði var ég honum trú., Þegar við trúlofuðumst sagði ég honum að ég væri ekki hrein mey og að ég hefði haft tvö ástarsambönd áður. Hann sætti sig við það. En hann vissi líka að ég var engin lauslætis- drós, — að ég setti ástina ofar öllu öðru. Játning hans nísti mig í hjartað. Hann sagði mér aftur og aftur að hin stúlkan væri honum einskis virði.“ En Marilyn fór með móður sinni til Ítalíu, — til að jafna mig og athuga minn gang.“ Klikkaði Þegar hún kom aftur til Lon- don lagði hún leið sína í ibúð- ina — og fann þar greinileg ummerki annarrar konu. „Eg klikkaði bara,“ segir hún. „Mölbraut allt sem ég sá. Þegar ég sá rúmið okkar varð ég alveg hamslaus. Eg vissi að það var rúm, sem önnur kona hafði legið með honum í. Drottinn minn dýri, ég rusl- aði til í íbúðinni! svo var mér allt í einu litið á hendurnar á mér. Þær voru útataðar blóði. Eg var öll blóði drifin, andlitið, blússan mín og pilsið. Glerflís- ar stóðu út úr höndunum á mér. Staðráðin | að gleyma Eg var ekki nema fimrri mín- útur í íbúðinni. Mamma beið fyrir utan í bílnum. Þegar ég kom út hlýt ég að hafa. vérið einna líkust því, sem ég hefði framið morð Marilyn er staðráðin í að gleyrma því sem orðið er. Trú- lofun hennar og Alans Meek stóð í tuttugu mánuði og nú þegar hann er kvæntur ungfrú Butterfield óskar hún þeim alls góðs. „Eg vil þeim ekkert illt og hygg alls ekki á hefndir," segir hún. „Það sem mig tekur sárast er að hann laug að mér. Ef hann hefði bara haft kjark í sér til að slíta trúlofun okkar . .. Hann var svoddan bleyða.“ Marilyn hyggst nú einbeita sér að leiklistinni. Hún hefur fengið hlutverk í gamanmynda- flokki í sjónvarpinu. Þættirnir nefnast „Baeks to the Land.“ „Fremur vel viðeigandi titill miðað við núverandi ástæður, finnst þér ekki?“ sagði .hún að lokum. En hvað segir Alan Meek um allt þetta brambolt. Það er fremur stuttaralegt: „Málaferl- in virðast hafa orðið Marilyn til mikils frama á leikferl hennar.“ En þetta er ekki alls kostar rétt hjá honum. Hún var búin að fá hlutverkið áður en þau komu til. Alls voru skemmdimar á 1- búðinni metnar á þúsund sterl- ingspund. En kviðdómurinn sýknaði hana á þeirri forsendu, að íbúðin hefði verið sameig- nleg eign hennar og Mike. P&O Fjórþætta Alafossbandið sem fer sigurför um heiminn úrval af prjónauppskriftum Alafoss 669 Coca-Cola Það er drykkurinn /

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.