Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Málþing um Hekluskóga Samráðsnefnd um Hekluskóga boðar til málþings, sem haldið verður miðvikudaginn 12. okt. n.k. í fundarsal Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, Reykjavík, kl. 14:00-17:00. Hugmyndir um Hekluskóga ganga út á að samþætta endurheimt náttúruskóga og varnir gegn áhrifum gjóskugosa. Megintilgangur Hekluskóga er að verja landið fyrir áföllum vegna öskufalls með því að endurheimta náttúrulegan birkiskóg og kjarrlendi á stórum, samfelldum svæðum. Dagskrá: 14:00 Setning málþings: Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra 14:10 Svipmyndir frá Hekluskógasvæðinu 14:20 Hekluváin: Áhrif gjósku frá Heklu. Árni Hjartarson, jarðfræðingur 14:35 Af skóg- og jarðvegseyðingu í grennd við Heklu. Sveinn Sigurjónsson, bóndi 14:50 Hekluskógar, frá hugmynd að veruleika. Ása L. Aradóttir og Hreinn Óskarsson, fulltrúar samráðsnefndar 15:20 Fyrirspurnir og umræður 15:40 Kaffiveitingar 16:00 Pallborðsumræður um gildi Hekluskóga:  Frá sjónarhóli landeigenda. Sigríður Heiðmundsdóttir, bóndi  Frá sjónarhóli sveitarstjórnarmanna. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra  Í samhengi við alþjóðleg umhverfismál. Hugi Ólafssn, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu  Viðhorf fulltrúa stjórnmálaflokkanna 17:00 Málþingi slitið: Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra Fundarstjórar: Drífa Hjartardóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir,alþingismenn Málþingið er öllum opið. Að samráðsnefnd um Hekluskóga standa landeigendur á Hekluskógasvæðinu, Landgræðsla ríkisins, Landgræðslusjóður, Skógræktarfélag Árnesinga, Skógræktarfélag Rangæinga, Skógrækt ríkisins og Suðurlandsskógar. TRYGGVI Þórhallsson, lögfræðing- ur Háskóla Íslands, tók á sínum tíma undir álit dómsmálaráðuneytisins um varnarþing í máli Jón Ólafssonar á hendur Hannesi Hólmsteini Giss- urarsyni prófessor. Tryggvi taldi ólíklegt að málið fengi efnislega með- ferð í Bretlandi en ef svo færi ætti að vera möguleiki á endurupptöku málsins. Þetta var skoðun Tryggva þegar Hannes spurði hann um lögsögu breska dómstólsins í málinu. Að sögn Tryggva sendi Hannes honum fyr- irspurn í tölvupósti 13. september 2004. Tryggvi sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa svarað Hannesi viku síðar þar sem hann hefði reifað skoðun sína á því hvernig stefnu á hendur Hannesi gæti hugsanlega reitt af í Bretlandi. Þessa skoðun hefði Tryggvi látið í ljós sem lögfræðingur HÍ, en ekki sem lögmaður Hannesar og auk þess tekið fram í svari sínu til Hannesar að hann væri ekki sérfróður um Lug- ano-samninginn eða breska réttar- skipan. Lugano-samningurinn fjallar um alþjóðlegan einkamálarétt. Benti til skorts á forsendum „Það sem ég kynnti mér almennt benti þó til að það skorti forsendur fyrir því að enskur dómari tæki málið til efnislegrar meðferðar þannig að frávísunarástæða væri fyrir hendi í málinu,“ sagði Tryggvi í samtali við Morgunblaðið. Tryggvi sagðist hafa nefnt þann varnagla við Hannes að birting um- mæla á Netinu nyti sérstöðu af ein- hverju tagi en hins vegar hefði hann ekki rekist á neitt haldbært sem segði af eða á um það. „Hins vegar taldi ég alveg ljóst að slík sjónarmið væru ekki hluti af því hvernig Lug- ano-samningurinn væri framkvæmd- ur hér á landi.“ Aðspurður hvernig hann meti svör sín nú, þegar málið hefur verið dæmt í Bretlandi, Jóni í vil, sagðist Tryggvi ekki hafa séð dóminn sjálfan og því gæti hann ekki tjáð sig um það. „Ég fékk spurningu og svaraði henni með ákveðnum fyrirvörum. Það hvort menn telja svör mín „ráðgjöf“ eða „álit“ verður hver og einn að dæma um fyrir sig.“ Heimasíða Hannesar var hýst á heimasíðu HÍ en á síðu Hannesar birtust hin kærðu ummæli um Jón Ólafsson og var hún tekin niður nokkrum mánuðum eftir birtingu ummælanna. Tryggvi sagðist ekki vita hver hefði tekið niður síðu Hann- esar. Varðandi ábyrgð HÍ á efni heima- síðna innan stofnunarinnar benti Tryggvi á að sú almenna regla gilti að birti menn ummæli sín undir nafni beri viðkomandi sjálfir ábyrgð á efni sinna síðna „Prófessorar og aðrir háskóla- kennarar hafa auðvitað ákveðið frelsi í sínum störfum og það er enginn sem ritskoðar efni heimasíðna þeirra. Lögum samkvæmt bera þeir sjálfir ábyrgð á efni sínu. Við lítum ekki svo á að það gildi sömu ákvæði um heimasíðu háskólans og t.d. um prentmiðla. Vefritstjóri háskólans ber því ekki sams konar ábyrgð og ritstjóri prentmiðils,“ sagði Tryggvi. Lögfræðingur Háskóla Íslands um meiðyrðamál Jóns Ólafssonar Taldi ólíklegt að málið fengi efnis- meðferð í Bretlandi Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is FYRSTA heftið af tímariti með dómareifunum Mannréttinda- dómstóls Evrópu kom út í gær. Það nær yfir dóma fyrstu sex mánuði ársins 2005 og er stefnt að því að gefa út tvö rit árlega. Mannrétt- indastofnun Háskóla Íslands stend- ur að útgáfunni með stuðningi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra ýtti fyrsta heftinu úr vör og sagði útgáfuna tímabæra enda hefðu niðurstöður Mannréttinda- dómstóls Evrópu áhrif hér á landi eins og annars staðar. Málið snerti marga og 20. október myndi t.d. ráðuneytið í samvinnu við Lög- mannafélag Íslands og Háskólann í Reykjavík halda málþing um dóm- stólavæðinguna. Hann sagði ekki hægt að tala um efnið af einhverri alvöru án þess að hafa tímarit eins og þetta nýja tímarit í höndunum. Það væri nauðsynlegur þáttur í ís- lenskum lögfræðistörfum og lög- fræðilegum úrlausnarefnum auk þess sem það væri hluti af al- þjóðavæðingunni. Fræðsla um mannréttindi Björg Thorarensen, prófessor í lagadeild Háskóla Íslands og for- stöðumaður Mannréttindastofnunar HÍ, er ritstjóri tímaritsins, en rit- nefnd skipa dr. Oddný Mjöll Arn- ardóttir, héraðsdómslögmaður, og Skúli Magnússon, héraðsdómari. Laganemarnir Helgi Þór Þor- steinsson og Hervör Pálsdóttir koma einnig að verki fyrsta heft- isins. Björg Thorarensen segir að eitt helsta markmið Mannréttinda- stofnunar HÍ sé að breiða út þekk- ingu og fræðslu um mannréttindi og mannréttindasáttmála. Með útgáfu tímarits með dómareifunum Mann- réttindadómstólsins skapist mögu- leiki til þess að fylgjast með hvað sé að gerast hjá Mannréttindadómstól Evrópu hverju sinni. Mannréttindadómstóllinn fær um 50 þúsund kærur árlega og kveður upp um 700 til 800 dóma á ári. Stefnt er að taka um 80 til 100 þeirra fyrir í tímaritinu. Björg Thorarensen segir að við val á dóm- um sé stuðst við flokkun dóma hjá dómstólnum eftir mikilvægi þeirra og valdir séu dómar sem taldir eru hafa sérstakt gildi fyrir túlkun Mannréttindasáttmálans. Eins sé reynt að taka fyrir dóma sem kveðnir séu upp á Norðurlöndunum og til standi að birta í heild ákvarð- anir og dóma sem tengjast íslensk- um málum, en þeir eru samtals um 10 til þessa. Samið hefur verið við Tímarit lögfræðinga um dreifingu til áskrif- enda. Dómsmálaráðuneytið annast dreifingu til stofnana innan lög- gæslu- og dómstólakerfisins en ann- ars annast Háskólaútgáfan dreif- inguna. Ennfremur er stefnt að því að birta tímaritið á vefsíðu Mann- réttindastofnunar HÍ, mhi.hi.is. Útgáfa á dómareifunum Mannréttindadómstóls Evrópu Nauðsynlegur þáttur í íslenskum lögfræðistörfum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Björg Thorarensen, prófessor og forstöðumaður Mannréttindastofnunar HÍ, með fyrsta heftið. VINIR einkabílsins héldu stofnfund sinn í Reykjavík á sunnudag, en markmið samtakanna er að tryggja greiðari umferð einkabíla um borg- ina. Formaður samtakanna var kos- inn Eggert Páll Ólason lögfræð- ingur. Eggert Páll segir kominn tíma til að borgaryfirvöld geri einkabílnum jafn hátt undir höfði og almenn- ingssamgöngum. „Stofnun samtak- anna er því mikilvægt skref í átt að greiðari umferð um götur borg- arinnar,“ segir Eggert Páll. „Öku- menn eiga betra skilið en að sitja fastir í umferðarhnútum oft á dag.“ Aðspurður um leiðir til að liðka fyrir umferð einkabílsins segir Eggert Páll mikilvægt að nýta stofnbrautir betur og skipuleggja ný hverfi betur. „Þegar Norð- lingaholtið var skipulagt virðist eins og það hafi ekki verið gert ráð fyrir því að fólk keyrði fram og til baka úr hverfunum,“ segir Eggert Páll. „Umræðan virðist vera á þeim götum að almenningsvagnar leysi allan vanda, en staðan er einfald- lega sú að almenningur velur að ferðast um á einkabílum og því er nauðsynlegt að taka tillit til þess við skipulag á umferðarmann- virkjum og nýjum hverfum. Það er ljóst að sú þróun sem hefur orðið á bílaeign landsmanna verður ekki tekin aftur á örfáum árum. Hug- myndir um að snúa þeirri þróun við munu taka langan tíma. Á meðan finnst mér að borgaryfirvöld ættu að hlúa að borgurum sínum frekar en að reyna að knýja fólk til að nota aðra samgöngumáta sem eru yf- irvöldum þóknanlegir.“ Eggert Páll segir lausnina á mengunarvanda þeim sem fylgir einkabílum m.a. þá að minnka álög- ur á bíla sem eru umhverfisvænir, s.s. blendingsbíla, en ekki með því að gera umhverfi ökumanna óþol- andi, enda séu umferðartafir meng- andi í sjálfu sér eins og auglýsingar um bíla í lausagangi sýni vel. Vinir einkabílsins vilja greiðari umferð Morgunblaðið/Árni Torfason Eggert Páll Ólason, formaður Vina einkabílsins, ræðir við fundargesti á Hótel Sögu. Segir hann margt mega gera til að bæta hag ökumanna. SAMKVÆMT upplýsingum frá lög- manni Jóns Ólafssonar var dóm- urinn yfir Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni kveðinn upp í London í júlí. Hinn 24. ágúst gefur dómstóll í London út yfirlýsingu um að skil- yrði fyrir kröfum Jóns Ólafssonar séu uppfyllt og að Hannes hafi ver- ið dæmdur til að greiða Jóni 65.000 pund fyrir meiðyrði auk um 25.000 punda í kostnað, samtals um 9,3 milljónir króna. Upphæðin ber 8% árlega vexti. Þá kemur fram að lögbann hafi verið sett á að dómþoli, þ.e. Hannes Hólm- steinn, birti aftur hin ærumeiðandi ummæli eða verði til þess að þau séu birt. Bæturnar námu 65 þús. pundum OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu í gær verð á eldsneyti frá 50 aurum og upp í um eina krónu. Algengt verð í sjálfsafgreiðslu á 95 okt- ana bensíni víða var um 113 krónur fyrir lítrann og lítrinn af gasolíu var um einni og hálfri krónu ódýrari. Eldsneyti lækkar hægt og sígandi STÖÐUG og hávær hjálparköll, líkt og verið væri að murka lífið úr manni, bárust frá íbúð einni í Árbænum í fyrrinótt. Nágrann- arnir brugðust hárrétt við og hringdu í lögregluna í Reykjavík sem kom þegar á vettvang og barði dyra. Þegar íbúi hennar kom til dyra stuttu síðar kom í ljós að hann hafði verið með mar- tröð og hljóðað upp úr svefni sak- ir skelfingar, að sögn lögreglu. Maðurinn þakkaði síðan lögreglu kærlega fyrir að hafa vakið sig. Þetta mun vera í annað sinn á tveimur mánuðum sem lögreglan er kölluð til vegna martraða mannsins. Kallað á lögreglu vegna martraða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.