Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.10.2005, Blaðsíða 17
Málstofa Landbúnaðarháskóla Íslands Málstofan hefst kl. 14:30 í Ásgarði (nýja skóla) á Hvanneyri. Allir velkomnir. Miðvikudaginn 12. október mun Ragnhildur Helga Jónsdóttir umhverfisfræðingur vera í Málstofu og ræða um "Sjálfbært háskólasamfélag á Hvanneyri". * Koffín Eykur orku og fitubrennslu. * Hýdroxísítrussýra Minnkar framleiðslu fitu. * Sítrusárantíum Breytir fitu í orku. * Króm pikkólínat Jafnar blóðsykur og minnkar nart. * Eplapektín Minnkar lyst. * L-Carnitine Gengur á fituforða. BYLTING Í FITUBRENNSLU! - ÖFLUGAR BRENNSLUTÖFLUR Perfect bu rner töflu r 90 stk. Hagkvæm ustu kaup in! Söluaðilar: Hagkaupsverslanir, Heilsuhúsið, Hreysti, Lyfjuverslanir og helstu líkamsræktarstöðvar. Perfect burner er því lausnin á því að tapa þyngd á árangursríkan, skynsaman og endingagóðan hátt. Húsavík | Húsavíkurkirkja er lýst upp með bleikum lit um þessar mundir og er það gert í tilefni þess að í októbermánuði er hér á landi haldið árveknisátak gegn brjóstakrabbameini í sjötta sinn. Fjöldi þekktra bygginga um allan heim hafa verið lýstar upp með bleiku ljósi undanfarna daga og má þar m.a. nefna Empire State-bygginguna og Bessastaði. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Barist gegn brjóstakrabbameini Bleik Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Fréttaritari vaknaði við högg og hljóð í vinnuvélum snemma morguns um helgina. Í staðinn fyrir að fara í fýlu, var nú ástæða til að gleðjast því loksins eru íbúðarbyggingarframkvæmdir í Borgarnesi hafnar og kannski sér þá fyrir endann á þeim viðvarandi húsnæð- isskorti sem staðið hefur bænum fyrir þrifum. Fasteignir seljast strax og jafn- vel áður en þær fara formlega í sölu. Ekki tókst að finna húsnæði fyrir vel menntaða og áhugasama kennara í haust sem hér vildu setjast að og starfa við grunnskólann. Góður skóli er jú líka forsenda þess að hér vilji búa fjöl- skyldufólk þannig að allt helst þetta í hendur.    Áform eru uppi um einkarekinn fram- haldsskóla sem á að byggjast á núver- andi tjaldstæði við Hyrnutorg. Skólinn á að hefja starfsemi sína næsta haust og við tilkomu skólans hlýtur að þurfa hús- næði fyrir þá sem þar munu starfa. Það er því aðkallandi að hraða framkvæmd- um, svo við löðum að okkur menntað fólk sem hér vill búa og vinna. En það er ekki bara framhaldsskóli sem bætist við heldur á að byggja nýjan leikskóla því sá gamli hefur fyrir löngu sprengt utan af sér húsnæðið. Hann er rekinn í fjórum deildum og þar af er ein deildin fyrir yngstu börnin staðsett sér í ein- býlishúsi. Nýi leikskólinn á að rísa í jaðri nýs íbúðarhverfis í Bjargslandi.    Íbúafundur var haldinn sl. laugardag á Hótel Hamri um skipulagsmál í Borg- arnesi. Þann sama dag var Sauðamessa og ábyggilega einhverjir sem létu fund- inn fram hjá sér fara vegna þess. Í upp- hafi fundar var stutt kynning um skipu- lagsmál og síðan gafst fundarmönnum tækifæri til að setjast í vinnuhópa fyrir hugmyndavinnu um framtíðarskipulag bæjarins. Á fundinum var lögð áhersla á fjóra meginþætti: Framtíð Brákareyjar, skipulag miðsvæðis bæjarins, ný bygg- ingarsvæði og vegtengingar við Borg- arnes. Úr bæjarlífinu BORGARNES EFTIR GUÐRÚNU VÖLU ELÍSDÓTTUR FRÉTTARITARA flugnarækt. Þá var að sjálfsögðu hægt að kaupa ljúffengt íslensk hunang, Býflugnabændur ásunnanverðulandinu komu saman í Laugardalnum á laugardag og héldu uppskeruhátíð sína í Veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Komu þeir þangað með uppskeru sumarsins, en bændurnir starfa m.a. í Hveragerði, Reykjavík, Vatnsenda, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi. Egill Sigurgeirsson læknir og Tómas Óskar Guðjónsson líffræðingur kynntu fyrir fólki bý- flugnaræktina hérlendis og gáfu fólki að smakka eigin framleiðslu af hun- angi. Þá var almenningi kynnt hið forvitnilega efni Bývax og ýmis annar útbúnaður sýndur, sem notaður er við bý- sem að sögn bý- flugnabænda er allra meina bót. Morgunblaðið/Sverrir Hin tveggja ára táta Auður Halla Rögnvaldsdóttir var forvitin um verkfræðiundur býflugnanna. Býflugnagleði Hjálmar Frey-steinsson færirSteinunni Valdísi borgarstjóra huggunar- orð, en hún missti kjötsax á fótinn: Eitt ég segja þarf við þig það mun raunabótin: Skárra er að skera sig en skjóta sig í fótinn. Hallmundur Kristinsson veltir því fyrir sér hvort hún hafi verið að flikka upp útlitið fyrir kosn- ingar: Ráðgjafa mínum ég málið nú fel; hver meyja á fætinum ber skó. Um Steinunni þessa ég veit ekki vel, var hún að máta glerskó? Hjálmar veit að borgar- stjóri á sér ýmsa öfund- armenn: Það er eins gott fyrir þrælana, þessa sem langar að spæl ’ana, að halda sig fjær og fara ei með tær þangað sem hún er með hælana. Enn af óhappi pebl@mbl.is Lágheiði | Það var heldur óþægileg nótt hjá bifreiðastjóra einum sem á laugar- dagskvöld ætlaði að bregða sér frá Siglu- firði til Dalvíkur á vel útbúnum bíl sínum. Á skilti við veginn að Lágheiði stóð að heiðin væri fær og það sama var sagt í símsvara Vegagerðar svo lagt var á heið- ina, segir á vefnum Lífið á Sigló þar sem greint er frá hrakförum mannsins. Hann festi bifreiðina og í náttmyrkrinu sá hann of seint að vegurinn var ófær. Það sama gerðist með þann næsta sem ætlaði yfir Lágheiðina mörgum klukku- stundum seinna, en sá gat komið þeim fyrrnefnda til aðstoðar. Báðir sneru við og fóru lengri leiðina. Á vefnum er fólk varað við því að treysta algjörlega því sem símsvarar segja eða upplýsingaskilt- um Vegagerðarinnar. Það séu menn sem stjórna, og hægur vandi að gera mistök „en óþægilegar tafir geta orðið á upp- færslum og breytingum upplýsinga,“ seg- ir á Lífinu á Sigló. Óþægileg nótt á heiðinni Kelduhverfi | Framkvæmdir eru hafnar við Gljúfrastofu, fyrirhugaða gestastofu og upplýsingamiðstöð í Ásbyrgi, þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum. Það er Norðurvík ehf. á Húsavík sem vinnur fyrsta áfanga verksins en í honum verður gengið frá húsunum að utanverðu. Áætlað er að fyrsta áfanga verði lokið í febrúar. Haldið verður áfram með framkvæmdir við næstu áfanga á næsta ári. Samhliða fram- kvæmdum við fyrsta áfanga byggingar stendur yfir hönnun sýningar í gestastofuna. Það er studio BILITY sem samanstendur af Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur og Jóni Ásgeiri Hreinssyni sem sjá um hönnun sýningar ásamt starfsmönnum Umhverfisstofnunar. Heildarkostnaður við Gljúfrastofu er áætlaður á milli 80 og 90 milljónir króna. Nú þegar er búið að tryggja kr. 46,6 milljónir króna, en á fjárlögum árið 2005 komu 18 milljónir króna til verkefnisins og á fjárlög- um fyrir árið 2006 er áætlað að komi 20 milljónir króna en áður höfðu þrjú ráðuneyti veitt kr. 6 milljónum til verkefnisins auk gjafa er bárust þjóðgarðinum á 30 ára af- mælisári hans. Frá þessu er sagt á vefnum kelduhverfi.is. Framkvæmdir við Gljúfrastofu hafnar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.