Morgunblaðið - 04.11.2005, Page 63

Morgunblaðið - 04.11.2005, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 63 MENNING Ítarlegri leit | Panta auglýsingu | Vinsælustu leitirnar | Spurt og svarað Ný íslensk leitarvél Á mbl.is hefur verið opnaður nýr íslenskur leitarvefur sem markar tímamót í sögu gagnasöfnunar á Íslandi. Vefurinn, sem ber nafnið Embla, er umfangsmesta íslenska leitarvélin og jafnast í leitargetu á við það sem best þekkist hjá erlendum leitarvélum. Embla kann skil á beygingum íslenskra orða. Sé slegið inn orðið „hestur“ skilar hún einnig niðurstöðum úr texta sem inniheldur beygingarmyndirnar „hest“, „hesti“ og „hests“. Embla leiðréttir einnig innsláttarvillur í íslenskum orðum sem slegin eru inn þegar leit er framkvæmd og býður upp á ítarlegri leit til að ná fram enn betri niðurstöðum. Emblaðu á nýju íslensku leitarvélinni á mbl.is. H ví ta h ús ið S ÍA / 45 52 AÐALHEIÐUR S. Eysteinsdóttir hefur opnað sýningu á verkum sín- um á Café Karólínu á Akureyri. Á sýningunni eru splunkuný verk, lág- myndir úr tré. Aðalheiður segir um verkin sín: „Frá upphafi ferils míns hef ég leit- ast við að endurgera eftirminnileg augnablik úr eigin lífi, persónur eða bæjarbrag. Sett upp mynd af sam- félagi manna og dýra í tilraun til að minna okkur á hvaðan við komum og hver við erum. Einskonar brú milli veruleika og ímyndunar í samfélagi sem er of upptekið til að staldra við og njóta. Þannig varð til ættbálkur blökku- fólks sem allt bar liti íslenska fán- ans. Flokkur manna sem allir versl- uðu í sömu herrafataverslun í Reykjavík, og annarskonar flokkur álfta sem höfðu aðsetur í tjarnar- hólmanum á Vetrarhátíð. Hrafnar sem námu land í Amster- dam og ferðafélagarnir Ísbjörn, Hreindýr og Sauður fóru til Lapp- lands með viðkomu í Reykjavík. Siglfirðingar sem slógu hring um torgið og fluttu það til Seyðisfjarðar, síðan aftur heim og þá á bryggjuna í Bátahúsinu við Síldarminjasafnið. Kettir reigðu sig og teygðu á Safna- safninu eitt sumar en viku fyrir dvergunum sem áðu þar á sérsmíð- uðum palli. Gestir kaffis Karólínu horfðust í augu við sjálfa gesti kaffis Karólínu og listamenn Listasumars 9́5 gengu framhjá sjálfum sér í Glugganum í göngugötunni þar sem brúðarfylkingin stormaði í rigningu á vinnustofuna til móts við stöllur sínar. Í BOXI horfði lítil stúlka á sig fullorðna dansa og fullorðin dansaði ég við sýningargesti á afmælisdag- inn minn. Mér finnst gaman að eiga afmæli og hélt veglega upp á það fertugasta með 40 sýningum víða um heim. Ein opnun á dag í 40 daga, allt ólíkar sýningar sem á einn eða ann- an hátt tengdust daglegu lífi við- komandi staðar.“ Aðalheiður S. Ey- steinsdóttir fæddist á Siglufirði 23. júní 1963 og bjó þar til 1986, er hún fluttist til Akureyrar. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann á Akur- eyri 1989-93 og hefur síðan unnið ýmis störf á sviði myndlistar ásamt því að vera athafnasamur mynd- listamaður. Árið 2000 hóf Aðalheiður þátttöku í Dieter Roth akademíunni og mun halda þeirri samvinnu áfram. Sýningunni lýkur 2. desember. Timburkonur og timburmenn Morgunblaðið/Kristján Aðalheiður S. Eysteinsdóttir við eitt þeirra verka sem hún sýnir á Café Karólínu, á vinnustofu sinni í Freyjulundi. Myndlist | Aðalheiður Eysteinsdóttir sýnir á Café Karólínu Á TÓNLISTARDÖGUM Dómkirkj- unnar árið 1985 var orgel Dómkirkj- unnar vígt við hátíðleg athöfn og á því 20 ára afmæli um þessar mundir. Í því tilefni munu orgelleikarar fagna 20 ára afmæli orgelsins með sérstökum afmælistónleikum sunnu- daginn 6. nóvember. Orgelið var smíðað af orgelverksmiðjunni Schuke í Berlin og er með þrjú hljómborð og fótspil og er fjórða og jafnframt stærsta orgel Dómkirkj- unnar í rúmlega 200 ára sögu henn- ar. Hljóðfærið var um árabil eitt fárra konserthljóðfæra í Reykjavík og hafa margir innlendir og erlendir orgelleikarar leikið á það og hefur það ávallt fengið lofsamlega umfjöll- un. Orgelið þykir henta sérstaklega vel við flutning á barokktónlist og nýlegri tónlist og ekki síður við dag- legar athafnir í kirkjunni, hvort sem er við guðsþjónustur, giftingar eða jarðarfarir. Á tónleikunum á sunnudaginn munu þeir Friðrik V. Stefánsson organisti Grundarfirði, Douglas Brotchie organisti Háteigskirkju, Guðmundur Sigurðsson organisti Bústaðakirkju, Jörg Sondermann organisti Hveragerðiskirkju, Kjart- an Sigurjónsson organisti Digra- neskirkju, Marteinn H. Friðriksson organisti Dómkirkjunnar, Stein- grímur Þórhallsson organisti Nes- kirkju og Tómas Eggertsson sem er í orgelnámi, leika á glæsilega og fjöl- breytta tónlist samda fyrir orgel, en það er oft nefnt drottning hljóðfær- anna. Tónleikarnir hefjast kl.17 og er aðgangur ókeypis. Orgel Dómkirkjunnar í Reykjavík á tuttugu ára afmæli um þessar mundir. Átta organistar í Dómkirkjunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.