Tíminn - 12.05.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.05.1970, Blaðsíða 2
'i r * } i r * 1 » f » * í ** r r<i 'ry -{f <v f •w (r v ^ ^ 2 TÍMINN tRIÐJUDAGUR 12. maí 1970. Ályktun nýstofnaðs Rafiðnaðarsambands íslands: TRYGGJA VERÐUR SAMBÆRILEGAN KAUP MÁTT HÉR OG 1 NÁGRANNALÖNDUNUM EJ-Reykjayík, mánudag. f kjaramálaályktun nýstofnaíís Rafiðnaðarsambands fslands segir m. a., að kaupmáttur launa hafi verið á stöðugri niðurleið síðustu árin og „skapað þannig mikinn háska, sem meðal annars hefur komið fram í stórfelldum land- flótta launafólks.“ Telur þingið, að nú verði „að stöðva þessa öfug þróun og tryggja sambærilegan kaupmátt launa á íslandi og gerist með nágrannaþjóðum okkar. Því eru þær kröfur, sem nú eru fram settar, einungis við það miðaðar Samvinnan níí helguö náttúruvernd SB-Reykjavík, mánudag. Samvinnan, marz-apríl heftið er nýkomifð út og er blaðið helgað náttúruvernd og þar er m. a. mikið ritað um Þjórsárver og Lxárdal. Meðal höfunda má nefna Hjört Þórarinsson Eldjárn, Karl Kristj ánsson, Hermóð Guðmundsson, Ingva Þorsteinsson, magister, Gutt- orm Sigurbjarnanson, jarðfraeð- ing, Finn Guðmundsson, fugla- fræðing, Arnþór Garðarsson, dýra fræðing og Jakob Björnsson, verk- fræðing. Greinar um sama efni eft ir þá Jónas Jónsison, ráðunaut, Steindór Steindórsson, skólameist ara og Þór Guðjónsson, veiðimála- stjóra verða að bíða næsta blaðs, sökum rúmleysis. Af öðru efni í blaðinu má geta gagnmerkrar greinar um Lenín, tvær grednar eru um ungt fólki, Sigurð Líndal ritar um íslenzka stjórnmálaflokka, Ijóð eru eftir Jóhann S. Hannesison, Hrafn Gunniauigsson og Dag Sig- urðarson og Erlendur Einarsson skrifar ferðasögu, sem hann nefn- ir „Þrír dagar í Georgíu." Ymislegt fleira efni er í Samvinnunni í þetta sinn og blaðið kostar 90 kr. í lausasölu. að leiðrétta þá kjaraskerðingu, sem orðið hefur síðustu árin“, segir í ályktuninni. Einnig er þess krafizt, „að vald- hafarnir tryggi öllum launþegum fuila atvinnu og bendir í því sam bandi á, að nú eru tugir rafiðn- aðarmanna við störf erlendis". Þá segir, að tryggja verði sem stöðugasta þróun byggingariðnað- arins sem annarra atvinnugreina „svo sem með skipulagðri vísinda- legri áætlunargerð til langs tíma. Einungis slík skipulagning atvinnu lífsins megnar að tryggja fullt atvinnuöryggi og heilbrigða þróun atvinnumála“, segir í ályktuninni. I sambandinu, sem etofnað var 8.-9. maí, eru rafvirkjar, rafvéla- vidkjar og útvarpsvirkjar starf- andi hjá meisturum, verktökum, iðjuverum og rafveitum víðs vegar um landið. Verður framhaldsstofn þing sambandsins í haust, en kos- in var sambandsnefnd sem starfa á til haustsins, og er Óskar Hall- grímson formaður, Magnús K. Geirsson ritari, Jón Már Rfkarðs- son ritari og Gunnar Backmann gjaldkeri — allir úr Reykjavík, —, en meðstjórnendur Jóhannes Bj. Jónsson, Rvík, Engilbert Þórarins son, Selfossi og Albert K Sand- ers, Ytri-Njarðvik. I sambandsstjórn eru auk ofan- greindra manna, sem mynda mið- stjórn sambandsins, Bjarni Áraa- son, Akranesi, Gunar Steinþórs- son, Isafirði, Sigurjón Erlendsson, Siglufirðí, Hákon Guðmundsson, Akureyri, Tómas Zoega, Neskaup- stað, Bjarni Sigfússon, Reykjavík, Sigurður Hallvarðsson, Rvík og Þorsteinn Sveinsson, Rvík. STEINBÍTSVERTIÐ BRAST Gæftir voru góðar allan apríl- mánuð og yfirleitt góður afli, sér- staklega þó hjá togbátunum. Fengu þeir ágætan afla fyrri hluta mánaðarins út af Húnaflóa, en síðari hluta mánaðarins voru þeir aðallega í Jökuldjúpinu og suð- ur á Eldeyjarbanka. Heita má, að steinbítsvertíðin hafi algjör- lega brugðdzt hjá límubátunum, en seinni hluta mánaðarins fengu margir bátarnir ógætan þorskafla. Er þorskurinn því uppistaðan í afla flestra línubátanna í m'ánuð- inum, en undanfarin ár hefir afli línubátanna verið nær eingöagu steinbítur í apríl. í apríl stunduðu 45 bátar róðra frá Vestfjörðum, 28 réru með línu, 11 með botnvörpu og 6 með net. Alls bárust á land í mánuð- inum 7.846 lestir, en á sama tíma í fyrra bárust á land 4.549 lestir. Af þessum afla er afli línubát- anna 3.374 lestir í 584 róðrum. Heildaraflinn frá áramótum er nú orðinn 22.625 lestir, en var á sama tíma í fyrra 19.154 lestir. Aflahæsti línubáturinn í aprfl er Dofri frá Patreksfirði með 225.7 lestir í 25 róðrum. Af tog- bátunum er Kofri frá Súðavík aflahæstur með 488.0 lestir og af netabátunum Tálknfirðingur með 379.7 lestir í 15 róðrum. í fyrra var Sólrún frá Bolungavík afla- hæsti Mnuibáturinn í april með 121.1 lest í 19 róðrum, Guðbjart- ur Kristján frá ísafirði aflahæsti togbáturinn með 132.2 lestir og Tálknfirðingur aflahæsti netabát- urinn með 274.7 lestir í 8 róðr- um. Mestan afla frá áramótum hef- ir Kofri frá Súðavík 1024.9 lestir, en í fyrra var Tálknfirðingur afla hæstur á sama tíma með 739.1 lest. Sólrún er nú aflahæst þeirra báta, sem eingön-gu hafa róið með línu, og er afli hennar 693.1 lest í 77 róðrum. Sólrún var einnig aflahæst á sama tíma í fyrra með 582.0 lestir í 80 róðrum. Nokkrir bátar frá Bolungavík reyndu með handfæri í lok mán- aðarins og fengu ágætan afla. Má gera ráð fyrir, að margir rækjubátarnir og minni línubát- arnir fári á handfæraveiðar strax og vetrarvertíð lýkur . HRINGIÐ í SÍMA 22900 OG FÁIÐ OKEYPIS MYNDALISTA OG 14 ÁKLÆÐAPRUFUR EIH SÍMTAL OG ÞÉR GETIÐ SKOÐAÐ FALLEGUSTU HÚSGÖGN A ISLANDI * 1 Simi-2.290.0 Laugaveg 26 LEIKRITIÐ VASCO SÝNT Á ÍSAFIRÐI GS—ísafirði. Sagan af Vasco nefnist leikrit sem Litli leikklúbb- urinn, ísafirði mun hefja sýningar á 14. maí í Alþýðu húsinu ísafirði. Lei-kritið er eftir Libýumanninn Georges Sohehade, sem er fæddur í Alexandríu, en ritaði á frönsku og er leikurinn þýddur úr því máli af Úlfi Hjörvar kennara. Georges Schehade skrifaði mörg leikrit, en þetta er þekktast þeirra. Er þetta fyrsta leikrit höfundarins sem sýnt verður hér á landi. Leikritið fjaUar um hörm- un-gar stríðs og hermennsku og er efninu gerð ski-1 í bitru háði. Leikstjóri er frú Hel-ga Hjörvar, en hún stjómaði leiklistarnámskeiði á veg- um Litla leikklúbbsins í febrúar og marz í vetur. Leikendur eru 13 og fara sumir þeirra með meira en eitt hlutverk. Titilhlutverk- ið, Vasco, leikur Finnur Magnússon. Önnur aðalhlut verk eru Cæsar, sem leik- inn er af Lúðvík Jóelssyni og Margareta sem Þórann Jónsdóttir leikur. Þetta er níunda verkefni Litla leikklúbbsins. Formað ur hans er Finnur Magnús- son verzlunarmaður. „Bátar I hrófom" eftir Kristinn Ástgeirsson er meSal verka á sýningunni. (Tímamynd — G.E.) LISTA- SÝNING ASÍ EB-Reykjavík, mánudag. Á laugard. opnaði Listasafn ASÍ málverkasýningu í sýningarsalnum að Laugavegi 18. Á sýningunni eru 27 máiverk eftir 7 iistamenn — og a»uk þess nokkrar skissur að i-iálverkum. Sýningin verður op- in út ma-í-mánuð — alla daiga nema mánudaga, frá kl. 15—18. Hjörleifur Sigurðsson forstöðu maður Listasafnsins sýndi blaða- mönnum sýnin-guna í dag. Hann sagði að myndirnar væru yfirleitt í einkaeign, þó væru nokkrar fengnar frá byggðatsafninu í Vest mannaeyjum. >au sem málverk eiga á sýningunni eru: Gísli Jóns- son, Gunnþórunn Sveinsdóttir, Halldór Jónsson, ísleifur Konráðs- son, Jón Hróbjartsson, Jónas Elí- asson og ICristinn Ástgeirsson. Allt er listafólk þetta óskóla-geng- ið í listinni og hefur gert verkin í frístundum sínum. Tveir málar- anna eru látnir, þeir Jón Hró- bjartsson og Gísli Jónsson — og hinir komnir yfir miðjan aldur, sá elsti — Gunnþórunn Sveins- dóttir — 85 ára. Hér er ekki um sölusýnin-gu að ræða — en þó kemur til mála að ninnsta kosti einn málaranna selji verk sín. Myndirnar eru aðallega igerðar með olíu- eða vatnslit- um og mikið af þeim eru lands- lagsmyndir. Sýningin er öllum opin og ókeyp _________________________ J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.