Tíminn - 15.05.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.05.1970, Blaðsíða 3
FÖSTtTDAGUR 15. maí 1970 TÍMINN 3 i — Nýsjálenzk ævintýrakona komin til landsins. EB-Reykjavík, fimmtudag. I ég komist umhverfis þetta íand j ég segja þér, a<5 ég er búin að — Ef þú ert vantrúaður á, a® | ísa og elda á hjélinu mínu, skal: hjóla umhverfis hnöttinn. Og nú er ég komin á nýtt og betra hjól svo a® þú skalt bara vera rólegúr, sagði nýsjálenzka hjjúkrunarkon- an og hjólreiðakappinm Louise Sutherland við blaðamann Tím- ans, þegiar hún kom til landsins í morgun með Gullfossi. Blaðam. Tímáns hitti þennan lág vaxma og granna ferðalang um borð í Gullfossi um leið og skipið var lagzt að bryggju. Louise var þá í Ó6a önn að búa sig undir landgönguna pg var með splunku- nýtt, blátt hjól við hlið sér og skal það bera hana umhverfis ís- land. — Ég keypti. mér þetta hjól í Englandi — en þaðam kem ég nú, útskýrði Louise, v þegar blaðam. virti hjólið fyrir sér með forvitni. — Hjólið sem ég var á í fyrri ferð- inni var aiveg úr sér gengið, þegar ég var búinn að fara „hringinn.“ — Jæja, svo að þú komst ekki hjólandj til Englands. — Nei, nei, ég hóf þessa aðra heimsferð mína snemma á síðasta ári með þvii að fljúga til Hong Kong og vann þar í tíu mánuði á sjúkrahúsi. Þá tók ég Síberíuhrað lestina til Rússlands og flaug síð an þaðan til Englamds. — Hvernig stendur á því að þú velur eimmitt þetta litla land við úthjara veraldar, til þess að ferð ast um? — Hig hefur alltaf langað til þess að heimsækja Island. Það er svo iangt frá heimaslóðum minum. Auk þess veit ég að hér eru jökl- ar, eJdfjöll, Geysir og fleira, sem ég vil sjá og kynnast. Og svo hef ég á ferðum mímum hitt menn af nær öllum þjóðernum — en aldrei íslending og nú er ég búinn að kippa því í lag. — Og hvernig lízt þér á ís- lendinga? — Mjög vel, ég hef kynnzt mjög skehimtilegum íslendingum hér um borð í Gullfossi — og ég vil kynnast fleiri. Þá fræddi blaðam. Louise um, að ástand veganna hér á íslandi væru nú með versta móti. — Uss — það skiptir nú litlu máli, hjólið er létt svo að ég ber það bara yfir verstu torfærurnar. Ég hef svo sem- lent í ýmsu um ævina, . . . og Louise brosir ævin- týramannsbrosi." —Geturðu ekki sagt mér eitt- hvað frá fyrri ferðinni þinni? — Það er frá svo mörgu að segja, að ég veit bara ekki hvað ég á að taka. Annars var ég 7 ár í þeirri ferð — hjólaði 27000 míl- ur og fór um 50 lönd. Flóðbylgjur og grimmir birnir urðu á leið minni um Kanada — en ég var Framhald á 11. síðu Bara skætingur En umfram slíkar yfirlýs- •ingar urn samábyrgð á þróun kjaramála og kjarasamninga verkalýðshreyfingarinnar und- anfarin ár, þar á meðal á hinu „sjálfvirka kauplækkunarkerfi“ Sem verkalýðsforustan samdi um með bros á vör og undir sigurfyrirsögnum tvisvar í röð, er ekkert að finna í þessum svörum nema skæting og SÍS- liróþ. Ei- það í samræmi við niðurlag greinar undirritað* þann 1. J**aí, er var svohljóð andi: „Er það ekki einnig verðugt verkefni fyrir launþega í dag, 1. maí, að gera sér grein fvrir því, að einu svörin, sem fást hjá verkalýðsforustunni, þegar raett er um ömurlega þróu’-’ kjaramála undanfarin ár og slæ lega forystu þeirra, eru skæt- ingur og gagnrýni á samvbmu hreyfinguna fyrir að liafa ekki boðið fram kauphækkanir á silfurfati. Samvinnuhreyfingrn er í stríði við andsnúið ríkis vald, sem hefur öll ráð í fjár- málakerfi landsins, og þeir sem hafa verið kiörnir tfl for- ystu í kjaramálum launþegn, eiga að hafa þá forystu sjálfi* en ekki ætlast til hennar »J öðrum. Það skulu þeir hafa i Framhald á 11. slðu AF LAMPSBYGGÐIIMIMI QO IHMELTÍTDIS Patreksfjörður Góð vertíð SJ—Miðvikudag. Hér er farið að grænka og veðrið hefur verið ágætt undan- farið. En í dag er iþoka og kalsa- legt, rigninigar annað slagið. Nú eru vertíðarlok og hefur veiðzt vel, sérstaklega á línu. Aflahæsti báturinn, Dofri, fékk yfir 700 lest ir á vertíðinni (um 730). Einn Patreksfjarðarbátur, Vestri, hef- ur fengið meiri afla eða um 100 lestir, mest í net. Hann landar á Snæfellsnesi. Undanfarið hefur verið róið allmikið til fiskjar með færi og gengið ágætlega. Aflinn er einkum þorskur. Grásleppuveið ar eru og hafnar og ganga sæmi- lega, ekki þó eins vel og í fyrra. Þrymur kom hingað í dag eftir viku útivistr iheð 80—90 lesta afla á trolli. Stærsti báturinn, Helga Guðmundsdóttir fer nú væntanlega | á síldveiðar, en nokkrir bátar á | grálúðuveiðar, þ. á. m. Þrymur, i sem fer einn túr á línu til Græn- | lands áður. j Mjög mikil vinna hefur verið hér 1 í vetur og er enn. i Leikfélagið sett upp söngleikinn jApaköttinn í vetur og hefur ferð- j azt um Vestfirði og leikið á ýms-' um stöðum, og verið vel tekið. Síðasta sýningin er í kvöld. Leik- stjóri er Kristján Jónsson, leikari úr Reykjavík. Menn e:u að undirbúa kosn- ingarnar og er mest um þær skraf að þessa dagana. Ólafsfjörður: Landburður af fiski BS, fimmtudag. Ágætur afli hefur verið undan- farna daga hjá togbátunum og er enn. Sigurbjörg landaði í fyrradag 146 smálestum og fyllti þar með fiskvinnslustöðvarnar. Þá var Ól- A miðvikudagskvöldið voru afhent verðlaun Skákþings ís- lands, og á myndinni sést Guð- mundur G. Þórarinsson, verk- ; fræðingur, forseti Skáksam- þands Islands afhendia skák- meistara íslands, verðlaunin. (Txmamynd: Gunnar). afur Bekkur að fara með sinn afla til Hríseyjar 52 smál. og Guð- björg fór til Siglufjarðar í gær með 64 lestir. Þonleifur landaði 56 léstum í gær og Stígandi 90 í dag. Flestir, sem vettlingi geta vald ið hafa verið teknir í aðgerð og fiskvinnslu og jafnvel nemendur Gagnfræðaskólans hafa verið gripn ir í vinnu. Sami aflinn virðist hald ast enn, því Ólafur Bekkur er þegar búinn að fá 50—60 lestir, síðan hann för aftur á miðin í gærmorgun. Mjög hefur dofnað yfir grá- sleppuveiðum og handi'æraafli trillubátanna, lítill, sem enginn. Undanfarna daga hefur verið vegabann á Múlaveginum og er enn, vegna holklaka. Sjálfur Múla vegurinn er ágætlega ökufær, en vegurinn inn með ströndinni er gjörsamlega ófær á köflum. Neskaupstaður: Nauðungaruppboð á dráttarbraut ÞÓ—fimmtudag. f Lögbirtingablaðinu miðviku- daginn 13. maí er auglýst nauð- ungauppboð á dráttarbraut og skipasmíðast'öð við Neseyri, þing- lesin eign Hafnarsjóðs Neskaup- staðar. Nauðungauppboðið er eft- ir kröfu * Fiskveiðasjóðs íslands og samkvæmt heimildum í tveim veðskuldabréfum útg. 4. nóv. 1965 og 23. júní 1967. Verður eignin boðin upp og seld ef viðunandi boð fæst til greiðslu höfuðstóls ofangreindra yeðskuldabréfa, nú að eftirstöðvum samtals kr. 4.593.200.00 auk vaxta og alls kostnaðar. Hefst uppboðið á skrif- stof uppboðshaldarans í Neskaup stað miðvikudaginn 1. júlí næst komandi. HEFUR LENT IYMSU UM ÆVINA AVÍDA Treysta sér ekki til að verja verkalýðs- | torustuna i Undirritaður fær kveðjur í nýútkominni Frjálsri þjóð, : vegna greinar, sem birtist í Tímaiium 1. maí, um mistök forustumanna verkalýðshreyf-, ingarinnar og ósamræmið milli orðá þeiwa og gerða. Grein þessi bar yfirskriftlna: ,Sagan um það, hvernig kosningaloforð stjórnarflokkanna verða að helztu samningamálum verka- lýðslireyfingarinnar — Árangur 10 ára verkalýðsbaráttu“. — Þar var einn kaflinn sérstak- lega helgaður Hannibal Valdi- marssyni, sem hefur verið for- seti ASÍ hátt á annan tug ára. í grein þessari var málefnaleg ádeila á starfsháttu forustu- manna verkalýðshreyfingarinn ar á undanförnum árum. Búast hefði mátt víð því, aS málgagn Hannibals Valdimars- sonar myndi strax taka upp varnir fyrir leiðtogann. Af því varð ekki. Verður því að skilja það svo, að ritstjórn Frjálsrar þjóðar telji forystu Hannibals Valdimarssonar í verkalýðs- hreyfingunni og frammistöðu verkauýðsforystunnar yfirleitt algjörlega' óverjandi. Eru þeir ekki einir á báti þar. Má full- vissa þá um það, að þúsundir manna í launþegastétt eru þeim sammálr. í því. í rauninni varð Þjóðviljinn á undan Frjálsri þjóð að taka upp varnir fyrir Ifannibal og verkalýðsforingjana og mátti ekki annað skilja en Austri teldi starf þeirra harla gott og eftir þann lestur var engu lík- ara en Austri væri einhver ötul asti talsmaður þess, að Hanni- bal Valdimarsson yrði enn end urkjörinn forsetj á næsta Al- þýðusambandsþingi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.