Tíminn - 16.05.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.05.1970, Blaðsíða 6
''HIÍTT! t! * 6 TIMINN LAUGARDAGUR 16. maí 197«. Rætt við Alfreð Þorsteinsson, 4. mann á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Hafa sjálfir fellt þyngsta dóminn um frammistöðu sína - í íþróttamálum höfuðborgarinnar - íþróttafólk hætt að taka loforð Sjálfstæðisflokksins of hátíðlega - Stórátak þarf að gera í íþróttamálum Reykjavíkur Alfreð Þorsteinsson, íþrótta- fréttamaður, er fjórði maður á Hsta Framsóknarflokksins í Reykjavík og er það vel til fall ið, því að íþróttamál eru orðin mikill þáttur og sívaxandi í málcfnum borgarinnar og nauðsynlegt að í borgarstjóm sitji menn, sem hafa góða þekk ingu á þeim málum. Ailfreð Þorsteinsson er 26 ára að aidri, fæddur og uppalinn í Reykjavík. Foreldrar hans eru Sdgrílður Gumnarsdóttir og Ingvar Þorsteinn Ólafsson, en hflnn er mi látinn- Alfreð hóf nám í Kennara- skólanum en hvarf frá því og gerðist blaðamaður við Tímann árið 1962. Hann stundaði Iþrótt- ir ailmikið um skeið hjá Fram og var þjálfari yngstu Ðokka félagsins í nokkur ár. Alfreð hefur tekið virkan þátt í félags störfum, var formaður unglinga nefndar Knattspyrnusambands íslands í nokkur ár og formaður knattspyrnudei’ldar Fnam, en umdanfari® hefur hann starfað í knattspyrnudeild Armamns og er varaformaður hennar. Ýmsum öðxum trúnaðarstðrf- um innam íþróttahreyfingarinn- ar hefur hann gegmt og tekið virkan þátt í félagsmálum henn ar með ýmsum hætti. Þegar hann réðst að Tímamrm, fiór hanm þegar að rita .um fþrótt ir, bæði eimstaka kappleiki og íþróttamá! almennt, og hefur síðustu árin verið ritstjóri í- þróttasíðu blaðsins, en auk þess unnið ýmis önnur störf, svo sem við umibrot blaðsins. Alfreð vann sér þegar gott álit sem dómbær og glöggur fþróttafréttamaður og skelegg- ur málsvari ýmissa umlbóta í fþróttamálum. Hefur þáttur hans, „Á vítateigi", hér í blað- inu, þar sem hann ræfðir ýmis fþróttamálefni dagsins, vakið verulega athygli, enda mörgum þörfum málum hreyft þar og ýmislegt gagnrýnt, sem aflaga fer. 1 eftirfarandi viðtali er Alfreð ómyrbur í máli um þjónustu borgarinnar við íþróttamálin í Reykjavik. ‘ „SiSleysi" Sjálfstæðisflokksins ,JÉg dreg enga dul á það, að mér hefur fundizt frammistaða Sjálfstæðisfloikksins í íþrótta- málum léleg, svo elkki sé meira sagt,“ sagði Alfreð, þegar við ræddum við hann um þessi mál. „Heilindi talsmanna Sjálf- stæðisflokksins í þessum mál- um eru ekki meiri en svo, að sumir þeirra, sem eru í áhrifa- stlöð'jm í fþróttahreyfingunni, berjast hatrammlega gegn um- bótatillögum í þessum efnum í borgarstjórn, jafnvel tUlögum AifreS Þorsteinsson sem þeír Ih’afa sjálfir lýst sig fylgjandi á Sþróttaþingum. Raunar hefur enginn lýst þessum óheilindum Sjálfstæðis manna betur en 5. maðurinn á lista Sjálfstæðisflokksins í borg arstjórnarkosningum í vor, Al- bert Guðmundsson. Hann hefur nefnt þetta „siðleysi", og er það vissulega þungur dómur á SjálfstæðisflokMnn. Lítil von um stefnubreytingu — Er ekki von til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn breyti um stefniu í fþróttamálunum, ef Alhert kemst í borgar- ‘ stjórn? —Ég veit hug hanis í þess- uon málum. Við höfum ekki ó- svipaða skoðun á ýmsum mál- um, höfum m. a. barizt saman fyrir þvi að fá vallarleiguna lækkaða, en árangurslaust. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þverskallazt við að gera raun- hæfar úrbætur í því máli. Ég er hræddur um, að Sjálfstæð- isflokkurinn ætli sér ekki að leyfa Alhert að koma of nærri íþróttamálunum eins og raun- ar hefur komið fram, þvl að þegar flokkurinn hélt almenn- an fund um iþröttamál ekki alls fyrir löngu, var Albert ekki látinn balda framsðgu- ræðu, en aftur á móti fékk hana að tala á heildsalafundi, sem flokkurinn gekikst fyrir. Þa® virðist því lítil von um stefnubreytingu hjá Sjálfstæð- isflokknum í iþróttamálum. Hins vegar mun Framsóknar- flokkurinn beita sér fyrir ýms- um framfaramálnm og m. a. berjast fyrir því að fá vallar- leiguna lækkaða, svo að grund- völlur skapist fyrir eðlileg íþróttasamskipti við útlönd. íþróttafélögin ilia á vegi stödd fjárhagslega — Hivemig er búið að iþrótta félögumum í borginni? — Ekki nægilega vel. Þau eiga í sífelldum fjárihagsörðug- leikum og fer allt of mikiH tími hjá forustumönnum félag- anna til að afla fjár. Að mdnu viti þarf að gera stórátak til að efla félögin, af því að þau eru undirstaðan undir öllu iþróttastarfinu. Sumum fcann að virðast að of miklu fé sé varið til íþrótta- mála, en til fróðleifcs get ég upplýst, að styrkur Reykjavík- urborgar til íþróttabandalags Reykjavíkur ó síðasta ári var 2.5 milljónir króna. Af þessari upphæð var greiddur allur sfcrifstofukostnaður ÉBR, en hinu skipt á milli félaganna. Og þegar marga munna þarf að metta, fær hvert félag lftið í sinn hlut, svo litið, að það hrekkur efcki einu sinni til að greiða æfingatíma í íþróttasöl- um borgarinnar, en þeir eru í eigu Reykjavikurborgar. Til fróðleiks má geta þess, að á sama tíma og borgaryfir- völd halda að sér höndum í íþróttamálnm, er 150 milljón- nm króna kastað í verkefna- lausa höfn, en þar á ég við Snndahöfnina. Fyrir þá upp- hæð gæti Reykjaivíkurborg styrkt íþróttafélögin í borg- inni til starfsemi sinnar í 50— i 60 ár miðað við óbreytt, fram- \ lag! 1 Ég nefni þetta ekki af því að ég sé á móti verklegum fram- fcvæmdum, síður en svo, en það er hlálegt, að á sama tíma og borgaryfirvöld telja sig ekki ge$a sinnt meira jafn þýðing- armiklum málum og íþrótta- og æskulýðsmálin eru, þá skuli hundruðum milljóna króna var 1 ið til ótímabærra framkvæmda. j . - í Leiðbeinendaskorturinn j alvarlegur Á hvern hátt vilja Framsófcn armenn aðsboða fþróttafélög- j in? , Eins og dýrtiðin er orðin mikil, þá er næstum útilokað fjrir einstök iþróttafélðg að reisa sjálf Iþróttamannvirki. Þau verða að fá aðstoð til þess — meiri aðstoð en nú er veitt. Aufc þess verður að sjó svo um, að íþróttafélögin geti á hverjum tíma haft hæfa og góða leiðbeinendur í þjónustu 1 sinni. Leiðbeinendaskorturinn1 er mjög alvarlegur og háir starfsemi félaganna. f stefnu- sfcrá Framsóknarflo'kiksins við borgarstjómarfcosningamar núna, er m. a. lögð á það á- herzla, að félögunum verði gert kleift að hafa leiðbeinend- ur á Iþróttasvæðum sínum dag lanigt yfir sumarmánuðina. Er þá haft í huga, að félögin geti tekið á móti þeim yngstu og veitt þeim tilsögn fyrr á daginn en með því nýtast vellirnir betur. Flóttinn úr höfuðborginni — Nú hefur því verið fleygt, að þjálfarar í Reykjavík fari Laugardalshöllin — ytra borðið glæsilegt og fellur vel Inn í Bláubókina — en þegar á allt er litiS er byggingln aS mörgu leytl óhentug, og allt of dýr miSaS viS, hve notagildi hennar er litlS. Alls staSar annars staSar þar sem stórar fþróttahallir eru byggSar, er kappkostaS aS gera þær þannig úr garSI, aS hægt sé að koma sem f jölbreyttastri íþrótta- og æsku'ýðsst'arfsemi fyrlr innan veggja þetrra. Því er ekkl til að dreifa meS Laugardalshöllina. Hún er svo ófull komln, aS þar er ekki einu sinni hægt aS halda fimlelkasýnlngar meS góSu móti. f framtíSinni ber að stefna aS því að byggja hentug og ódýrari íþróttahús.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.