Tíminn - 16.05.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.05.1970, Blaðsíða 9
7 LAUGAKDAGUK 16. maí 1970. TIMINN 9 ÚtflafsiMtk FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framíkvæmdastjóœl: Krtstján Eenedlktsscm. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýslngastj órl: Stetngrímnr Gtslason. Rltatjómar- akrifsrtofur 1 Edduhúsino, símar 18300—18306. Skrifstofur BanJkastrætl 7 — Afgreiðslustml: 12323 Auglýsingaslml: 19623. ASrar sfcrlfstofur simi 18300. Áskrtfargjald kr. 165.00 á mán- tt8i, iccamlands — í lausasölu kr. 18.00 elnt. Prentsm. Edda hf. 387 Blöð Sjálfstæðisflokksins láta í ljós mikinn fögnuð yfir því, að andstæðingar hans séu fimmklofnir í borgarstjórn- arkosningunum í Reykjavík. í skjóli þessa klofnings kunni Sjálfstæðisflokkurinn að geta haldið meirihlutan- um í borgarstjóminni, þótt hann hafi minni hluta kjós- enda að baiki sér. Því er ekki að neita, að þessi mikli klofningur íhalds- andstæðinga er vatn á myllu Sjálfstæðisflokksins. Við honum hafa andstæðingar Sjálfstæðisflokksins þó eitt sæmilegt svar. Það er að skipa sér í auknum mæli um þann andstöðuflokk Sjálfstæðisflokksins, sem hefur mest- ar likur tál að fella áttunda mann á lista hans og svipta hann þannig meirihlutanum í borgarstjórninni. Úrslit síðustu borgarstjómarkosninga og alþingiskosn- inga sýna ótvírætt, að þessi flokkur er Framsóknarflokk- urinn. í borgarstjórnarkosningunum 1966 vantaði Fram- sóknarflokkinn aðeins 387 atkv. til þess aS fella átt- unda mann íhaldsins. Hinir minnihlutaflokkarnir voru langt frá þessu marki. í Alþingiskosningunum 1967 fékk þriðji maður- inn á lista Framsóknarflokksins fleiri atkvæði en átt- undi maðurinn á lista Sjálfstæðisflokksins. Enginn hinna minnihlutaflokkanna hefur möguleika á að bæta við sig nýjum borgarfulltrúa í kosningunum í vor. Baráttan í borgarstjómarkosningunum nú stend- ur raunverulega um þriðja manninn á lista Framsókn- arflokksins og áttunda manninn á lista Sjálfstæðisflokks- ins. Það má ekki gerast í annað sinn, að Sjálfstæðisflokk- urinn haldi velli vegna þess, að þann minnihlutaflokk- inn, sem sigurvænlegastur er, vanti tæp 400 atkv. meðan aðrir minnihlutaflokkar hafa rífleg afgangsatkvæði. Kjós- endur verða að mæta glundroða íhaldsandstæðinga með þvi að fylkja sér um sigurvænlegasta flokkinn. Þeir verða að gera sér vel ljóst hvar atkvæði þeirra kemur að mestum notum til að hnekkja hálfrar aldar einveldi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þess vegna verða þeir að kjósa Framsóknarflokkinn. Þ.Þ. Heimdellingar neyddir til kapp- ræðufundar við FUF Erfiðlega gengur að fá frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins til málefnalegra kappræðna við unga Fram- sóknarmenn um málefni borgarinnar. Formaður Heimdallar lýsti því yfir í Mbl. í fyrradag, að ungir Sjálfstæðismenn væru reiðubúnir til kappræðu- fundarins eftir 24. maí. Ungir Framsóknarmenn útveg- uðu þá strax Sigtún til kappræðufundar daginn eftir, eða 25. maí, og skoruðu á Heimdellinga að mæta þar. Með þessu tilboði ungra Framsóknarmanna voru Heimdellingar settir í mikinn vanda. Annað hvort urðu þeir að taka þessari áskorun FUF, vegna fyrri yfirlýs- inga sinna, og mæta þeim Guðmundi G. Þórarinssyni og Alfreð Þorsteinssyni á kappræðufundi FUF og Heim- dallar, eða verða að enn frekara athlægi meðal borgar- búa. í gærkvöldi gerðust svo þau gleðilegu tíðindi, að Heimdellingar völdu fyrri kostinn. E.J. GREIN ÚR „TIME": „Hann gegnir mikilvægu Wut- verki með því einu að vera til“ Lifnaðarhættir de Gaulle síðan hann lét af stjórnarstörfum. „HANN gegnir mikilvægu stjórnmálahlutverki með því einu að vera til. Hann getur ekki við því gert. Hann tilheyr- ir þjóðfélagsbyggingimni í vit- und allra.“ André Malraux viðhafði þessi orð í nóvember í haust um fyrr- verandi húsbónda sinn og lýsti þannig mjög almennu viðhorfi. Fjölmargir Frakkar lifcu svo á, að Charles de Gaulle héldi á- fram að hafa mjög mikil áhrif á frönsk stjórnmál, jafnvel eft- ir að hann léti af störfum sem forseti fimmta lýðveldisins. Um daginn var ár liðið frá því, að de Gaulle sagði allt í einu af sér sem forseti en heita mátti, að sá afmælisdagur liði hjá án þess að því væri veitt athygli í Frakklandi. Hann sagði af sér 28. apríl 1969 af því að hann beið lægri hlut í þjóðar- atkvæðagreiðslu um breytingar, sem hann lagði til að gerðar yrðu á stjórnskipan í Frakk- landi. I SlÐAN þetta gerðist hefir de Gaulle haldið kyrru fyrir á afgirtu sveitasetri sínu á hséð í þorpinu Colombeydes-Dcux- Egliscs, 120 milur norðaustur frá París, nema hvað hann skrapp eitt sinn í snögga ferð til Irlands. Hann hefir verið íafnvel enn fáskiptari en nokkru sinni fyrr, ekki tekið á móti öðr um en fáeinum tryjgum vinum og hafnað öllum tilmælum um einkaviðtöl um stjórnmál og þátttöku í fjölmennum ‘'indum. Bréf frá Colombey, skrifuð með hinni glæsilegu rithönd de Gaulles, eru álitin allt aS því eins dýrmæt og bréf Napol- eons frá eynni Elbu. Hershöfð- inginn-býður fáum til hádegis- eða kvöldverðar og eru þau boð eins fágæt og kærkomin og „boð til kvöldverðar með þeim Brezhnev eða Mao“, svo við- höfð séu orð aldins gaulleista, sem ekki hefir hlotnazt slíkur heiður. EINS og áður er sagt hafnar de Gaulle öllum viðtölum, en þrátt fyrir það hefir William Rademaekers, fréttaritara tíma ritsins Time, tekizt að viða að sér upplýsingum um daglegar athafnir hans. Almannarómi í Colombey og einlægum stuðn- ingsmönnum de Gaulles í París kemur saman um eitt í fari hans. Hann kvað vera önmim kafinn við að rita endurminn- ingar sínar og láta sig lithi varða dagleg vandamá! Frakk- lands og þeirra manna, sem tóku við af honum. Fyrsti árangurinn af ritstörf- um hershöfðingjans birtist á bókamarkaðinum í apríl. Er það 665 blaðsíðna bók, sem hef- ir að geyma ræður hans á stríðs- árunum og heitir „Orðsendingar og ræður 1940—1946“. Þá hefir hershöfðinginn einnig lokið við fyrsta bindi sitt af þref- um ,la France et moi“. og er bar fjallað um tímabilið fram til 1962. Þetta bindi verður birt I haust. Næsta bindi, sem fjallar De Gaulle á gönguferð um afgirta landareign sína um tímabilið frá 1962—1965, á að verða tilbúið átján mánuðum síðar, og þriðja bindið sennilega að... svipuðum tíma liðnum þar frá. Einnig er gert ráð fyrir að gefa út fjögur bindi í viðbót af ræðusafni hershöfðingjans. DE GAULLE fer snemma á fætur og etur staðgóðan morg- unverð eftir þeim hætti, sem tíðkast á meginlandinu. Síðan heldur hann til skrifstofu sinnar og les ritara sínum fyrir í þrjár eða fjórar klukkustundir. Klukk an ellefu fer hann I gönguför um landareign sína, ef veður hamlar ekki, og hefir þá stund- um meðferðis brauðmola til að gefa kjúklingunum sínum og öðrum fuglum. Hann lítur yfir vel hirta grasflötin og garð- inn, en í einu horni hans getur að líta þau blóm, sem talin eru tákn franskrar hátignar. Að fjörutíu mínútum liðnum hverfur hershöfðinginn aftur til skrifborðsins í skrifstofu sinni, en veggir hennar eru þaktir bókum. Þar fer hann yfir hand- rit og lætur vísifingur hægri handar hvíla á köntuðum sjálf- blekungnum alveg niðri við odd. Hæra megin við hann stendur gamaldags blekbytta, og úr henni fyllir hann sjálf- blekunginn, þegar á þarf að halda, en vinstra megin við hann standa myndir af barna- börnum hans. A skrifborðinu stendur ávallt vasi með lifandi blómum. HADEGISVERÐURINN er merk athöfn. Hershöfðingjanum hefir ávallt þótt ánægjulegt að matast, en síðan hanr lét af störfum, etur hann af hjartans lyst og vinir h.— hafa af þvi þungar áhyggjur, hve ört hann fitear. Maginn skagar út i loftið eins og stefni ’á cfráttarbát og tröllvaxið nefið og bústnar kinnarnar skyggja að mestu á augun. í hádegisverð á virkum degi etur hershöfðinginn gjarna svínafætur,. eða pot au feu, eða boeuf Bourguignon, og drekkur glas aí Burgundy eða Bordeaux. Svo er og salad, grænmeti og kartöflur. Undir lokin kemur að ostinum, en hershöfðinginn ieyffri ekki að hann væri á borð uni I Elysée-höll, þar sem „fólk lætur sér dveljast um of við hann“. í lok máltíðarinnar neyt ir de Gaulle eftirlætiseftirmat- ar síns, en hann er kremfylltar kökur með súkkulaðihúð. Að loknum hádegisverði fer hershöfðinginn aftur í alllanga gönguför umhverfis landareign sína „til þess að melta“. Að henni lokinni hvílir hann sig i stundarfjórðung eða svo á legu- bekk, en hverfur síðan til vinnu sinnar í skrifstofunni. Þegar degi tekur að halla fer hers- höfðing'in i g"ngufum skóg- inn utan við Colombey, og þá eru í för með honum tylftir lög regluþjóna, bæði sýnilegir og ósýnilegir. Hann fær sér aðra kjarngóða máltíð að gönguför- inni lokinni, en gengur síðan oft til skrifstofu sinnar að nýju og heldur áfram vinnu til klukkan hálf ellefu eða ellefu. HVER dagurinn er öðrum líkur, en við og við verður það til nýbreytni, að svartur citroen kemur akandi og i honum sendi- boði eða einhver gamall vinur, eins og þeir Malraux, Couve de, Murville fyrrverandi forsætis- ráðherra, eða Pierre Messmer fyrrverandi hermálaráðherra. Yvonne, kona de Gaulles, lætur sig þetta litlu varða. Hún er gráklædd þegar hún gengur milli verzlananna í þorpinu að morgninum, kaupir blöðin fyr- ir bónda sinn, skoðar gaumgæfi lega kjötið, sem á að matreiða handa honum, og vandar sig sérstaklega þegar hún er að velja eftirmatinn ha..s í brauð- gerðarhúsinu Au Fidélc Berger. De Gaulle hefir fullyrt í einkaviðtölum, að ekki komi til mála að hann hefji að nýju þátt- töku í stjórnmálunum. „Sagan úm St. Helenu ndur kur sig ekki‘„ segir hann. Vinir hans segja, að hann sé staðráðinn í PYamhald á bls. 13. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.