Tíminn - 02.06.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.06.1970, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 2. júni 1970. TÍMINN Otg«fandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Frairtkvæmdastjórl: KristjáD Benedlkteson Ritstjórar: Þórarlnn Þórarinason (áb). Andós Krístjánsson. Jón Helftason og T6ma» Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gíslason Ritstjómar skrifstofur 1 Edduhúsinu simar 18300—18306 SkTtfstofur Eanjkastræti 7 — Afgreiðsluslmi: 12323 Auglýstngaslml’ 19523. Aðrar skrifstofur simi 18300 Askrifargjald kr 165.00 a œén uði, Innanlands — í lausasölu kr. 10.00 elnt Prentsm Edda hf. Annar stærsti flokkur kaupstaðanna í sveitar- og bæjarstjórnarkosningunum 1966 náði Framsóknarflokkurinn því marki, að verða annar stærsti flokkurinn í kaupstöðum landsins. Þetta var merkilegur áfangi hjá flokki, sem upphaflega hafði bundið starf sitt að mestu við sveitirnar, en fært út kvíarnar með breytt- um þjóðfélagsháttum. í sveitar- og bæjarstjórnarkosning- unum 1970 hefur Framsóknarflokkurinn styrkt enn betur þá stöðu sína að vera annar stærsti flokkurinn í kaup- stöðunum, næst á eftir Sjálfstæðisflokknum. Þetta er vissulega merkur áfangi, þótt Framsóknarmenn hefðu að sjálfsögðu kosið, að árangurinn yrði enn meiri, enda stóðu allir málavextir til þess. í kosningunum nú hélt Framsóknarflokkurinn þeirri stöðu sinni að vera stærsti flokkurinn í 4 kaupstöðum landsins á Akureyri og Sauðárkróki, í Keflavík og Húsa- vík. Þá náði hann þeim sögulega áfanga að verða annar stærsti flokkurinn í höfuðborg landsins. Sj.ma áfanga náði hann á Akranesi og í Ólafsfirði. Þá vann flokkurinn um- talsverðan sigur 1 Hafnarfirði, þar sem hann fékk bæjar- fulltrúa, en þar hefur hann aðeins í eitt kjörtíma- hil áður átt fulltrúa. Þótt úrslitin yrðu ekki jafn hagstæð í öðrum kaupstöðum, hélt flokkurinn vel þeirri stöðu, að vera annar stærsti flokkurinn í kaupstöðunum hvað at- kvæðamagn og fulltrúatölu snertir. Erfiðara er að dæma um úrslitin í kauptúnunum vegna sambræðslulista, sem voru víða þar. Úrslitin sýna það þó alveg ótvírætt, að þar er staða Framsóknarflokksins víðast enn sterkari en í kaupstöðunum. Það má vera Framsóknarmönnum ánægja, hve vel flokkur þeirra hefur rutt sér til rúms í bæjunum á til- tölulega stuttum tíma. Það er góð hvatning til að vinna vel og gera enn betur. Að því mun Framsóknarflokkur- inn líka stefna á því kjörtímabili sem nú er að hefjast. Ósigur Alþýðuflokksins Þótt kosningarnar á sunnudaginn snerust fyrst og fremst um sveitar -og bæjarstjórnarmál, blönduðust landsmálin að talsverðu leyti inn í þær, ekki sízt í Reykja vík. Þar urðu stjórnarflokkarnir sameiginlega fyrir veru- legu fylgistapi, sem bitnaði að nær öllu leyti á Alþýðu- flokknum. Það er alveg rétt skýring hjá Björgvin Guð- mundssyni, sem kemur fram í viðtali hans við Alþýðu- blaðið í gær, að ósigur Alþýðuflokksins rekur fyrst og fremst rætur til óánægju launþega með stjórnarstefn- una, því að þeir gera meiri kröfur til Alþýðuflokksins en Sjálfstæðisflokksins. Hið mikla tap Alþýðuflokksins, sem kemur fram < bættri stöðu stjórnarandstöðuflokkanna, er ótvírætt merki um þetta. Yfír þetta reynir Gylfi Þ. Gíslason að vísu að breiða í viðtali í sama blaði. Hann heldur því fram, að Alþýðu- flokkurinn hafi aðeins misst fylgi að sinni yfir til Sjálf- stæðisflokksins. Þetta er ekki rétt, eins og sést á því, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hlutfallslega tapað, miðað við borgarstjórnarkosningarnar 1966. Hvað sem slíkum úrtölum Gylfa líður. hlýtur þetta að verða til þess að Alþýðuflokkurinn endursikoði ræki- lega afstöðu sína til stjórnarsamstarfsins, eins og Björgvin Guðmundsson leggur líka áherzlu á í áðurnefndu viðtali. Þ.Þ. JAMES RESTON: Mótmælti unga kynslóðin ef hugsjónirnar hefðu glatazt? Vandamál Bandaríkjanna eru ekki óviðráSanleg FÁTT hefur verðbólgan leik ið verr en enska tungu hér : Bandarík.iunum, ef frá eru tald ar steiktar lundir. sem fást á fínum veitingastöðum i New York og kosta rúma tíu doll ara á diskinn. Þess smærri. sem hugsunin er. hess stærri orð eru notuð. Fyrir rúmum mánuði lét fólk sér nægja að segja, að þjóðin væri afar illa stödd, en nú verður naumast komið þar sem nokkrir menn eru saman komnir. án þess að einhver. sem venjulega kemur fram sem heilbrigður og skynsamur mað- ur, tali um „hrun“ efnahags- lífsins, yfirvofandi borgara- styrjöld í Bandaríkjunum eða jafni ástandinu við fall Róma- borgar. Þvi verður ekki móti mælt, að ástandið er iskyggilegt í Indókína, löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins og kaup höllinni í Wall Street, Svart- sýnismennirnir gera þó meira úr óstandinu en efni standa til, þykjast sjá fyrir fall hvers ríkisins af öðru í Suð-austur Asíu, gera ráð fyrir að ísraels- menn verði hraktir í sjó fram og Bandaríkin einangrist o§ örvænting, stjórnleysi og jafn '• vel borgarastyrjöld sundri þjóðinni. GEORGE Orwell var sérfræð- ingur í enskri tungu og skozku wiskíi. Hann kannaði eitt sinn, hversu slæmt mál og óvandað gæti spillt stjórnmálum og gert þau heimskuleg. „Einstakling- ur leggst stundum f drykkju- skap af því að honum finnst hann vera misheppnaður' skrifiar ann, „en bregzt svo vonum sínum og annarra enn meira en áður, vegna drykkju skaparins. Svo virðist sem þannig sé að íara fyrir enskri tungu. Hún verður Ijót og ónákvæm af því að hugsanir okkar eru heimskulegar. og sóðalegt og hirðuleysislegt orðb ,*agð auð- veldar okkur að halda áfram að hugsa heimskul3ga.“ Þetta virðist einmitt vera að gerast núna, og svo undarlega bregður við, að heimskuleg- ustu hugsanirnar og uppbólgn asta orðafarið í deilunum að undanförnu er einmitt að finna hjá einum lærðasta og frægasta sagnfræðingi vonra tíma, Arnold J. Toynbee. Hann reit grein í New York Times fyrir skömmu og sagði þar meðail annars: „Ég geri ráð fyrir, að Banda- ríkin séu í augum Evrópu- manna háskalegasia ríki í heimi . . .Bandaríkin oa Rúss- Land hafa í raun og veru skipí* á hlutverkum í augum um heimsins. Bandaríkin eru orð- in hinn mikli ógnvaldur i aug- um fólks . . ÞETTA orðbragð gæti tæp- ast talizt táknrænt um hina brezku hófsemi. Það væri senni lega gott efni til að legaja út af í fyrirlestri í Hanoi og ef til vill í Saigon. en yrði naura ast vlnsælt meðal ungra, freis- Ung bandarísk stúlka mælagöngu. mót- isunnandi manna í Tékkóslóva kíu og jafnvel ekki einu sinni hjá ungum og tiltölulega frjá'.s lyndum rithöfundum í Sovéc- ríkjunum. Og Toynbee heldur áfram: „Ef litið er á tölu þeirra, sem deyddir hafa verið og víðáttu landsins, sem lagt hefur verið í auðn. eru afrek Bandaríkia- manna því miður miklu meiri en nokkurrar annarrar þjóðai síðan siðari heimsstyrjöldinni lauk“. Hafa þeir komið meiru í verk í þessu efni en kommúr- istar í Kína? Fara afrek þeirra fram úr blóðbaðinu Indónes- íu? Og hvað er þá að segia um framtíðina? Eru Vliskvu- menn í þann veginn að fara á burt úr Tékkóslóvakíu eða eru þeir farnir að bjóðast tU að viðurkenna sameinað Þýzka land? „HVER hefði gert sér í hug- arlund“ segir Toynbee pro- fessor, „áð hann ætti eftir að ósba þess, að Bandaríkjamenn . . . drægju sig á aý inn í einangrunarskelina, sem við hlökkuðum svo innilega til að þeir skriðu út úr á sinni tíð?“ Fyrr má nú rota en dauð- rota. Hinn brezki sagnfræðing- ur er manna fróðastui um hvernig Bretar hafa oft og einatt „álpazt fram úr“ hin- um verstu erfiðleikum. þrátt fyrir mistök og sleifarlag, og hefði því átt að geta skilið orfiðleika Bandaríkjamanna, þótt miklir og ískyggilegir séu. En ummæli hans eru einmitt kjörið dæmi um þær vktu til- finningar, kjánalegu hugsanir og hirðuleysislegt orðbragð, sem einkennir samtímann. SÉRHVERJUM höfundi hætt ir til að ýkja til að leggja áherzlu á skoðanir sínar þeg- ar deilur harðna og erfiðlega gengur. En þetta er einum of mikið af því góða, eins og þar stendur. Bandaríkin eru allt annað en Kambodía og þeim eru ekki full skil gerð í ýkjum stjórnmálamannanna né blaðri blaðamannanna. Vera má, að þjóðin hafi villzt af réttri leið um stundar sakir, en hvers vegna væri uppvaxandi kyn- slóð að andmæla og heimta kynslóðaskipti ef fi'jóðin > æri búin að glata grundvallarhug- sjónum sínum og siðferðilegu stefnumiði? Toynbee er ekki fyrsti rit- höfundurinn, sem örvæntir um framtíð Bandaríkjanna. Lin- coln harmaði skort á lögum og reglu og óttaðist, að við vær- um í þann veginn að fyrir- fara okkur. Walt Whitman 1 skrifar fyrir meira en heilli öld: „Aldrei hefur þekkzt meiiri óáreiðanleiki og tómleiki. en nú ríkir hér í Bandaríkjuniun. Við virðumst hafa glatað allri sannri trú. Við trúum eikki framar í einlægni á grundvall- arkenningar samfélagsins. Á- standið er skelfilegt. Yfirdreps skapuirinn veður alls staðar uppi. Karlmenn treysta ekki konum og konur ekki feari- mönnum. Rán og níðingsverk vaða uppi í stórborgunum “ UPPBÓLGIÐ orðafar og ör- vænting eru svo sem ekki ný fyrirbæri, og ef til vill ættum við að leggja við hlustir. Al- fred North Whitehead komst einhvern tíma svo að orði: „Fyrsti vísir spekinnar ligg- ur í því að viðurkenna, að við sjálft liggur. að allar nöfuð- framfarir í menningu kollvarpi þjóðfélaginu, sem þær verða í . . . List hins frjálsa sam- félags er fyrsi og fremst fólg- in í varðveizlu lagatáknanna og í öðru lagi í óttaley.-,. gagn- vart endurskoðuninni . . Þau þjóðfélög, sem ekki tekst að sameina fulla virðingu fyrtr helgustu táknum sínum og fullt frelsi til endurskoðunar. hljóta að líða undir lok með tíman- um . “ Þessi lýsing kann að fara nær um ástandið hjá okkur en lýsing Toynbees. og heilbrigð skynsemi og nákvæmt orðalag fara þarna miklu betur saman en hjá honum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.