Tíminn - 04.06.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.06.1970, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 4. júní 1970 TIMINN 9 Olgrfandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framlkvæindastjórl: Krlstján Benediktsson Ritstjórar: Þórartnn Þórarinsson (áb). Andés Kristjánsson Jón Helgason og T6n»aa Karlsson. Auglýsingastjóri: Stetngrímui Gíslason Rltstjómar- skrtfstofur i Edduhúsinu. slmai 18300—18306 Skrifstofui Bankastraetl 7 — AJgreiðsluslml: 12323 Auglýsingaslmi• 19523. ASrar skriístofur simi 18300 Áskrifargjald fcr 163.00 a ®án- u8i, innanlands — t lausasölu kr. 10.00 eint Prejitsm. Edda hf. Dýr kosningasigur Það ætlar að fara eins og spáð hafði verið hér í blað- inu, að verkfallið gæti dregizt á langinn, ef Sjálfstæðis- flokkurinn héldi meirihluta sínum í Reykjavík. Þau öfl, sem eru andstæð launþegum, myndu þá færa sig upp á skaftið og verða ósanngjarnari í afstöðu sinni. Sú virð- ist því miður ætla að verða niðurstaðan. Fyrir kosningarnar færðu íhaldsblöðin það fram til afsökunar fyrir afstöðu atvinnurekenda, að vonlaust væri að reyna að semja fyrir kjördag, vegna innbyrðis rigs í verkalýðshreyfingunni milli Alþýðubandalagsmanna annars vegar og Hannibalista hins vegar. Ef til vill hefur eitthvað verið til í þessu, þótt flest bendi til, að hægt hefði verið að semja strax, ef eðlilegt tilboð hefði komið frá atvinnurekendum. Nú er hins ve^ar ekki lengur hægt að afsaka drátt með þessum rökum. Kjördagurinn er lið- inn og stendur ekki lengur í vegi þess, að atvinnurek- endur bjóði eðlilegar kjarabætur. Það verður vissulega að teljast meira en furðulegt, að til verkfalls skuli hafa þurft að koma nú. Allir viður- kenna, að launþegar eigi rétt á verulegum kjarabótum. Sérfræðingar ríkisstjórnarinnar hafa reiknað út, að út- flutningsatvinnuvegirnir þoli 15—18% kauphækkun. Samt hefur verkafólki ekki verið boðin nema um 5% kauphækkun, því að tilboði atvinnurekenda um 10% kauphækkun fylgja skilyrði um breytingu á yer|i'ag.supp- bótum, er myndi lækka þetta um hér um bil helming. Svona geta ábyrgir aðilar ekki hegðað sér í vinnudeilu, sem er að stöðva allt athafnalíf þjóðarinnar. Sigur Sjálfstæðisflokksins í borgarstjómarkosningun- um í Reykjavík, virðist strax ætla að verða dýr. 8% Morgunblaðið telur kosningaúrslitin ekkert áfall fyrir stjórnarflokkana og stjórnarstefnuna, enda þótt þeir töp- uðu 3,5% af heildaratkvæðamagninu, eða meira en þarf til þess að svipta þá þingmeirihlutanum. Ekki lítur þetta betur út hjá stjómarflokkunum, ef litið er á þróunina 1 Reykjavík. Rétt áður en samstarf stjórnarflokkanna hófst, eða í borgarstjómarkosningun- um 1958, höfðu þeir samanlagt 66% atkvæða í höfuð- borginni á bak við sig. í borgarstjórnarkosningunum á sunnudaginn höfðu þeir 58% atkvæða, eða höfðu tapað samanlagt 8% af heildaratkvæðamagninu. Á sama tíma hafði Framsóknarflokkurinn auk- ið fylgi sitt í Reykjavík úr 9.4% í 17,2%, eða um 8% af heildaratkvæðamagninu. Hann hefur unnið það, sem stjórnarflokkarnir hafa tapað. Alþýðubandalagið og Hannibalistar fengu nú næstum sömu hlutfallstölu sam- anlagt og Alþýðubandalagið og Þjóðvarnarflokkurinn fengu 1958. Krafa Mbl. Mbl. heldur áfram að heimta útskúfun nýkrata. í Staksteinum blaðsins segir svo i fyrradag: „Úrslitin hljóta að leiða til átaka innan Alþýðuflokks- ins. Ugglaust verður þessi nýkrataforusta sótt til ábyrgð- ar, a.m.k. er heldur ótrúlegt, að Alþýðuflokksforystan sætti sig við þá stefnu og starfshætti, sem hinir nýju menn á lista Alþýðuflokskins mörkuðu og leitt hafa flokkinn út í ógöngur.“ Það er auðráðið af þessu til hvers Bja^ni ætlast bú af Gylfa. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Snýst kosningabaráttan á Bret- landi mest um Wilson og Heath? Stefnuskrár flokkanna vekja litla athygli ÞAÐ LYFTIST brúnin á brezkum ihaldsmönnum, þegar þeir lásu Sunday Thelegraph og Sunday Ticnes á sunnudag- inn var. Bæði blöðin birtu nið- urstöður skoðanakannana, sem bentu til þess, að straumurinn væri að sniúast fhaldsflokknum í vil. Sunday Telagraph birti niðurstöður skoðanaikönnunar Gallups, sem hafði farið fram dagana 28.—30. maí og hafði náð til 2571 kjósenda í 250 kjördæmum. Sunday Times birti niðurstöður sérstakrar skoðanabönnunar, sem hafði farið fratn á vegum Opinion Research Centre's dagana 28.- 30. maí og náð til 1840 kjós- enda. Eklki bar þessum skoðana- könnumim vel saman, þótt báð ar sýndu auikið fylgi íhalds- manna frá því. sem áður var. Samkvæmt niðurstöðum Opini- on Research Centre’s átti íhalds flokkurinn að fá 47% atkvæða, Verikamannaflokkurinn 45% og Frjálslyndi flokkurinn 7% at- kvæða, ef kosið hefði verið um mónaðamótin. Þessi niðurstaða hefði átt að tryggja fhalds- flokiknum um 20 sæta meiri- hiuta á þingi. Samkv. næstsíð- usbu skoðanaikönnun sömu stofn unar, sem birt var fyrir rúmri viku, átrti Verkamannaflokkur- inn að fá 1% meira en íhalds- flokkurinn og átti það að tryggja honum um 20 sæta meirihluta á þingi. Samkvæmt niðurstöðum síð ustu skoðanakönnunar Gallups, sem Sunday Telegraph birti á sunnudaginn, átti Verkamanna- flokkurinn að fá 50% atkvæða, fhaldsflokkurinn 44,5% og Frjálslyndi f lokikurinn 4,5%. Þetta var 0,5% aukning hjá Verkamannaflokknum og 2% aukning hjá fhaldsflokknum, miðað við nœstsíðustu skoðana könnun Gallups, sem birt var 21. maí. Bilið milli flokkanna hafði þannig minnkað úr 7% í 5,5%. Samkvæmt þessari nið- urstöðu ætti Verkamannaflokk- urinn að fá um 60 sæta meiri- hluta á þingi. ÞÓTT niðurstöður framan- greindra skoðanakannana vœru ólíkar, styrktu þær eigi síður Íbjartsýni íhaldsmanna. Það styrkti enn bjartsýni þeirra, að á mánud. birti Gallup skoðana feönnun um fylgi flokkanna í þeim 60 kjördæmum, þar sem minnstur munur var á fylgi þeirra í kosningunum 1966 og þar sem höfuðbaráittan verður háð nú. Þessar niðurstöður bentu til þess, að íhaldsflokk- urinn hefði unnið meira á þar en í landinu í heild. Eigi að síður bentu þær til þess, að Verkamannaflokkurinn myndi halda velli, en þó með svo litl- um meirihluta á þingi, að hann myndi þurfa að leita stuðnings Frjálslynda flokksins og neyð- ist samt til þess að efna bráð- lega til nýrra kosninga. Vonir Verkamannaflokksins glæddust hin: vegar verulega HEATH aftur, þegar The Times birti í fyrradag niðurstöður skoð- anakönnunar, sem Marplan hafði látið gera um helgina. Sú sikoðanak. náði til 1480 kjós- enda í 60 kjördæmum. Sam- kvæmt henni átti Verkamaana- flokkurinn að fá 48,1% abkv. og hafði bætt stöðu sína um 0,9% síðan um miðjan maí- mónuð, en íhaldsflokkurinn ótti að fá 44,4% og hafði tapað 0,1% á sama tíma. Munurinn á fylgi flokkanna var samkv. þessu 3,7%, en hafði verið 2,7% um miðjan maí. Þessi niðurstaða ætti að tryggja Ver k am a nn af loikknum rúm 1 ega 60 sæta meirihluta á þingi. Eins og hér kecnur fram, ber skoðanakönuunum illa saman, en benda þó fleiri til sigurs Verkamannaflokiksins. Þá telja fleiri þeirra, að íhaldsflokikur- inn sé að vinna á. ALLIR FLOKKARNIR birtu stefnuskrár sínar í vikunni, sem leið, en þær virtust efeki hafa vafeið verulega athygli. Sumir kenna því um, að athygli al- mennings hafl meira beinzt að máli Bobby Moore, knattspyrnu káppans fræga, sem var fangels aður í Suður-Ameríku. en að kosningabaráttunni. Hitt mun líka hafa sitt að segja, að í stefnuskrám flokkanna kom ekki neitt á óvart. Um margt eru þær lika samhljóða, en þar sem mest ber á milli, er eins og reynt að minnfea mun- inn hjá báðum. Þannig hafa íhaldsmenn heldur dregið úr þeirri yfirlýsingu sinni, að þeir muni kappkosta að halda uppi lögum og reglu. Wilson hóf fyrir nokkru þá gagnsókn, að fhaldsímenn væru hér að reyna að stæla íhaldssama republik- ana í Bandaríkjunum, en ástandið væri allt annað í Bret landi en í Bandaríkjunum og þessi áróður ætti því ekki heiima í brezku umhverfi. Þessi gagnsókn Wilsons virðist hafa heppnast vel og íhaldsmenn því talið rétt að láta þetta mál hverfa í skuggann. EINS og horfur eru nú, virð ist fcosninigaibaráttan ætla að sniúast mest um það, hivor aðal- flokkanna sé vænlegri til betri stjórnar á efnalhagsmálunum og hvor þeirra Wilsons og Heaths sé vænlegri sem for- sætisráðherra. Verðlagsmál og skattamál virðast þau mál, sem bezt ná eyrum hins al- menna kjósenda. íhaldsmenn leggja áherzlu á, að þeir muni bæði treysta stöðugt verðlag og lækka skatta, ef þeir fá völdin. Ýmsir blaðamenn, sem fylgjast með kosningunum. telja.aðúr- slitin geti oltið á því, hvort íhaldsmönnum takist að fá kjós endur til að trúa á loforð íhaldsflokksins í verðlags- og skattamálum. Af hálfu Verka- mannaflokksins er 16gð áherzla á, að Bretland sé nú komið yfir erfiðasta hjallann undir forustu Wilsons og bjartari tímar séu framundan, ef íhaldsmenn nái ekki völdum og eyðileggi allt saman, er hafi áunnizt. FYRIR Verkamannaflokkinn er það ómetanlegur styrkur, að Wilson er miklu vinsælli en Heath. Samkv. síðustu skoðana könnun Gallups treysta 50% kjósenda Wilson betur sem for- sætisráðherra, 22% treysta Heath betur, en aðrir eru óráðn ir. Svipuð var niðurstaða hjá Opinion Research Centre’s. Samkvæmt henni treystu 47% Wilson betur, en 25% Heath. Bersýnilegt er, að Heath nær efeki eins eyrum fólks og Wil- son og virðist eins og fjarlæg- ur því. Wilson leggur mikla stund á alþýðlega framkomu í kosningabaráttunni og reynir að ná persónulegum kynnum við sem allra flesta. Sagt er, að ráðunautar hans hafi viljað í fyrstu, að hann væri eins og goð á stalli og léti öðmm eftir hörðustu ádeiiurnar, en því var breytt. Nú er allt gert til að reyna að láta líta þannig út, að Wilson sé maður fólksins, um- gangist það og segi óhikað meiningu sína eins og þaö. Gegn þessu beita Ihaldsmenn þeim áróðri, a'' Heath sé mað- urinn, sem sé hægt að treysta, en sé ekki í neinu leikaragervi eins og Wilson. Sigurvonir þeirra eru sennilega tengd-r því, að þeim heppnist þessi áróður. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.