Tíminn - 04.07.1970, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.07.1970, Blaðsíða 14
TlíMfNN LAITGAEDAGUR 4. Júlí 1370. Á góðviðrisdögum er mikil að- sókn að sundlauginni að Varmá í Mosfellssveit eins og öðrum sund stöðum. Reykjavíkurbúar gera sér oft íerð þangað upp eftir til að fá sér sundspretf eða liggja í sól- baði. Nýlega eru hafin í Varmárlaug sundnámskeið fyrir 6—12 ára börn, en þau námskcið hafa verið lialdin á hverju sumri undanfarin ár. Aðsókn að þessum námskeið uin er mikil. Einar Kristjánsson og Björk Pálsdóttir hafa umsjón með námskeiðunum og sundlaug inni. Ff einhvern skyldi langa aö skreppa upp að Varmá og njóta þar vatns og sólar í kyrrlátu um- hverfi, þá er sundlaugin opin frá 7—8 á morgnana 2—6 á daginn og 8—10 á kvöldin. (Tíammynd SB) snyrtingu. Veitingaaðstaða er einn íg góð, og verður víða seldur heit ur matur, svo fólk ætti að geta kom-izt af með lítinn mat í nesti. Sú nýjung verður á þessu móti, að efnt verður til kvöldvöku, bæði á föstudags og laugardagskvöld. Verður efnið einungis fengið frá félögum í hestamannafélögunum sjálfum, en í þeirn munu vera margir landsfrægir skemmtikraft ar. í Norður-Skagafirði hefur ver ið æfður upp stór og mikill kór, og mun hann koma þarna fram, svo nokkuð sé nefnt. A mótinu verður sýndur kerru akstur, og keppni verður í að binda upp á gamla mátann, keppa þar Húnvetningur og Sunnlend- íngur. Nauðgun Framhald ai bls 3. Skotinn játar hvorki né neitar að hafa haft sa-.*ræði vi® stúlkuna. Var hann mjög drukkinn og man ekkert eftir viðburðum næturinn ar. Eftir framburði vitna þykir ekki ástæða til að rengja þann framburð mannsins. Stúlkan kærði ekki nauðgunina fyrr en á mánu dag og á þriðjudag var Skotinn únskurðaður í gæzluvarðhald. Stúlkan gerði ekki bótakröfu á hendur manninum. Bílslys við Kiðafellsá Einnig var halli að upphæð 11.6 milljónir samtals hjá stöðumæla- sjóði, framkvæmdastjóði skipu- lagssjóði og sjóðum borgarbóka- safns. skoðunardeildin telur nokkurn hluta þessara 208 milljóna hálf- gerðan eða algeran vonarpening, sem ekkert sé við að gera nema afskrifa. EB—Reykjavík, föstudag. Laust fyrir kl. hálf ellefu í kvöld, ók fólksbifreið á brúna á Kiðafellsá og skemmdist ' mikið. Ekki mun slys hafa orðið á fólkinu er var í bifreiðiinni. Fram úr áætlun Fratnhald af bls. 2 milljónir, og er það sízt meira en eðlilagt -getur talizt. Eignaaukning borgarinnar hefur oft orðið hlutfallslega meiri en á síðasta ári. Halli hjá stofnunum og sjóðum Síðastliðið ár var gott rekstrar- ár hjá fyrirtækjum almennt — einnig hjá flestum fyrix,'tækjum borgarinnar. Þó varð halli hjá pípu gerð, strætisvögnum, bæjarþvotta- húsinu og Korpúlfsstöðum að upp- hæð röskar 3 milljónir. Skuldunautar borgarinnar Skuldunautar borgarinnar skulda samtals 208 milljónir, og er það 5 milljóna hækkun á árinu. Á þessum skuldalista eru ýmsir gamlir kunningjar. Skuld ríkis- sjóðs er 115.5 milljónir vegna Borgarspítalans og skólabygginga. Skuld íþróttasjóðs ríkisins 38.1 milljón og hækkaði á árinu um 3,4 milljónir. Jafn illa gengur hiá borgarstjóra og áður að fást við flokksbróðurinn í fjármálaráðuneyt imu. Þá er Umferðamiðstöðin talin skulda 1 milljón. Þessi skuld er næstum 10 ára og hefur staðið ó- breytt í bókhaldi þann tíma. Er vafasamt, að þessi miljón verði nokkru sinni greidd. Lausaskuldir straitlsvagnanna hækkuðu á árinu um 2,6 millj. í 13.5 millj. Ekki fer milli mála, að endur- Orðsending frá B.S.A.B. Aðalfundur Byggingasamvinnufélags atvinnubif- reiðastjóra, B.S.A.B., verður haldinn í Tónabæ, mánudaginn 6. júlí 1970 kl. 20,30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn B.S.A.B. Macurinn mlrtn og faðir okkar Snorri Arnfinnsson, fyrrverandi veitingamaður Blönduósl verður jarðsettur mánudaginn 6. júlí kl. 2 eh. frá Blönduóskirkju. Ferð verður frá B. S. í. kl. 1 á sunnudag. Þóra Sigurgeirsdóttir og börn. C_____ 1;,T„ U Faðir okkar og tengdafaðir Nýjabæ, Eyjafjöllum, lézt 2. þ. m. í Landspítalanum. Börn og tengdabörn. Ábyrgðir borgarsjóðs Ábyrgðir, sem borgarsjóður er !. nema 177.9 milljónum, og hef- ur verið stofnað til þeirra síðustu 10 árin, að undanskildum 500 þús undum. Mestu ábyrgðirnar eru vegna lána til Sundahafnar, 130 milljónir, vegna lána Sameinuðu biílasmiðjunnar, 11B milljónir, ríkissjóðslán vegna íþróttahallar 20 milljónir, og til DAS vegna lána úr lífeyrissjóði togarasjó- manna, 11.6 milljónir. Sonja Framhald af bls. 1. kirkjunni í Osló 2. ágúst 1968. Síð an hafa Norðmenn beðið eftir erf- ingja og þegar tilkynnt var, að prinsessan ætti von á sér, varð mikill fögnuður í landinu. Nú má Noregur líklega bíða eitthvað leng ur eftir nýjum krónprinsi eða prinsessu. Harald prins’heimsótti konu sína á sjúkrahúsið í dag og í síðustu fréttum, segir að hún sé sæmi- lega hress. Blóm frá vinum Sonju hafa streymt til sjúkrahússins í allan dag. Eldri borgarar Framhald af bls. 3 sunnud, verður Árbæjarferð, safn skoðað og væntanlega sitthvað til skemmtunar haft og dans stiginn á palli. Berjaferð mun svo reka lestina, áður en starfið hefst aftur í Tónabæ í september í haust. Væntanlegir þátttakendur geta fengið allar nánari upplýsingar í síma 18800, frá kl. 10—12 f. h. Félagsstarf eldri borgara. Skógarhólamótið Framhald af bls 16 og seld verður hagaganga fyrir hrossin, 100 kr. fyrir allan tím ann fyrir hvern hest. Er ætlunin. að þessir liðir geti staðið undir kostnaði við mótið Tjaldsvæði hafa verið löguð. m. a verið sléttuð Þarna er einnig góð aðstaða varðandi vatn og Sjúkraþjónusta Framhald af bls. 16 — og hann er fyrir hendi enn I dag. En það væri hægt að koma í veg fyrir hann með því að læknar eða læknanemar færu með á slysstaðinn og úr- skunðuðu hvert ætti að flytja hinn slasaða, auk þess, sem þeir hefðu möguleika á að veitr fyrstu hjálp.*1 Einnig sagðist Alfreð vilja vekja athygli á því, hve nauð synlegt gæti verið að hafa lækni með í förum, þegar siys ættu sér stað utan borgarlands ins. í breytingartiiJögu, sem Birg ir ísl. Gunnarsson (S) flutti, var lagt til að tillögum Alfreðs yrði vísað til heilbrigðismála- ráðs og sjúkraflutninganefndar, en í tillögu Alfreðs var einung is gert ráð fyrir, að tillögunni yrði vísað til heilbrigðisneínd- ar. Var breytingartillagan sam þykkt. Listahátíðin Framhald aí bls 16. mjög dræm aðsókn að skemmtun Þjóðdansafélags Reykjavíkur. Allir erlendu listamennirnir eru nú farnir utan, og fór de los Ang- eles í morgun. Þá má að lokum geta þess, að Ashkenazy er niú á förum til Bandaríkjanna, þar sem hann mun halda konsert á næst- unni i Detroitborg. Sumarhús Framhald ai bls. 16 vatns. Húsin teiknaði Hákon Hert ervig arkitekt, en þau voru smíð uð í Trésmiðju K. Á. á Sel- fossi og sett upp af smiðam það an. Grunna húsanna, vatnslögn, skolplögn og rotþró sá Þorsteinn Theódórsson byggingameistari í Borgarnesi um. Hvort hús er um 45 fermetrar að stærð og er :vefn loft yfir helmingi húsanna. Fimm rúm eru niðri og svefnpláss fyrir sex manns á loftinu. í húsunum er gashitun, gasisskápur og gaseldun artæki. Fullbókað er i húsin fram til 10. september í haust. Húsin voru skírð til samræmis við nafngift Bifrastar, og heita Illiðskjálf og Valaskjálf, en stað urinn þar sem húsin eru Himin björg. Starfsm-enn hafa lagt allmikla sjálfboðavinnu fram viið byggingu húsanna, en þarna á svæðinu, geta hæglega verið 10—12 sumarhús og góðir möguleikar eru að gera þarna útivistarsvæði til íþróttaiðk ana. Útsýni frá húsunum er mjög gott, sér niður Norð-urárdalinn, en sjálf eru húsin umvafin kjarri og frá þeim blasir Hreðavatn við. Erlent yfirlit Framhald af bls. 9 ingabaráttunni. Það kom hon- um í -góðar þarfir, að hann hefur sem baðamaður kynnzt fjölmörgum erlend-um áhrifa- mönnum. Til að ná til íbúanna í Nancy beitti Servan-Stíhreib- er öllum ráðum. Hann hélt marga fundi, skrifaði m-argar greinar og kom oft fr-am í sjónvarpi, en hann er einhver allra snjallasti sjónvarpsmað- ur, sem nú er uppi, sannfær- andi og traustvekjandi. Þessi sókn Servan-Schreihers bar líka tilætlaðan árangur. I fyrri umferð kosninganna fékk hann 45,4% atkv. en 55,3% í hinni síðari. Souchal féikk 26,8% í fyrri umferðinni og 22,4% í hinni síðari. Fram- bjóðandi kommúnista fékk um 19% í hæði skiptin. Servan- Schreiber tókst þannig að ná að lok-um fylgi allra miðflokk anna o-g vinstri filokkanna, nema kommúnista og rúman helming af fylgi Gaullista, þeg ar miðað er við kosningarnar 1968. Nú er Servan-Schreiber kom- inn á þing. Fyrsta verk hans eftir sigurinn í síðari kosning- unni, var að senda Defferra borgarstjóra skeyti til að árétta samstöðu þeirra, en Defferre á einnig sæ-ti á þingi. Markmið Servan-Stíhreibers er talið, enn sem fyrr, að sam- eina alla miðflokikamenn og vinstri menn, aðra en komm- únista, og ná einnig sem mest af Gaullistum til viðhótar, en þeir eru engan veginn samstæð ur hópur síðan de Gaulile dró sig í hlé. Víst mun það líka vera, að Pompidou forseti og ríkisstjórn bans fagna því ekki að Servan-Stíhreiber hefur feng ið sæti á þin-gi. Þ.Þ. Á VÍÐAVANGl Framhald af bls. 3. Raunhæfar kjarabætur Þá sagði ennfremur í nefnd- aráliti: „Með framaugreindum ráð- stöfunum, ásamt því að tengja skattvísitöluna við framfærslu- vísitöluna, væri hægt að tryggja launþegum nokkrar kjarabæt- ur. Ef þessar ráðstafanir fengj ust fram, þyrftu þeir ekki að knýja fram eins miklar kaup- hækkanir og ella, þegar til samninga kemur við atvinnu- rekendur á komandi vori. Með þessu væri stefnt að því að draga úr verðibólguvextinum og treysta gjaldmiðilinn. Verði hins vegar söluskatturinn hækk aður án framangreindra ráð- stafana og skattvísitalan ekki leiðrétt, hlýtur verðbólguvöxt- urinn enn að aukast**. Stjórnai-flokkarnir höfnuðu þessari tillögu Framsóknar- manna á síðasta þingi. En þær hafa enn sitt fulla gildi. Nú þarf að gera ráðstafanir til að hindra víxlhækkanir verðlags og kaupgjalds. Þau úrræði, sem hér um ræðir. henta flest lun bctur í þeiin efnum. - Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.